Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 6
f MORVL’lVTtLAÐlL Föst'udagur 31. júlí 1959 Skipið var býsna stórt fyrir, en þegar búið er að „fylla í“ skarðið, sem sést á myndinni, verður það 14 metrum Iengra en áður. — Myndin er tekin í Belnes-skipasmíðastöðinni við Rotterdam, og skipið er einmitt hollenzkt — heitir hvorki meira né minna en „Prins Willem Georre Frederik“. Húsvíkingar fóru skemmtiferð yfir öræfin Barrtrén á Þingvöllum ÞINGVELLIR hafa verið mjög á dagskrá á þessu sumri, umgengni og hegðun aðkomumanna þar, innlendra og erlendra, og sitt- hvað fleira. Virðast blaðaskrif, sem orðið hafa um þetta þegar hafa haft mjög góð áhrif, og von- andi verða þau varanleg. En tilefni þess, að undirritað- ur tekur sér penna í hönd að þessu sinni eru ummæli merkis manns, sem hér hefur dvalizt undanfarið, Jean G. Baer prófess- ors, forseta alþjóðlega náttúru- verndarráðsins („The Internation al Union for Conservation of Nature an Natural Resources") á þá leið, að barrtré, sem sett hafa verið niður á Þingvöllum eigi þar ekki heima, og að þau beri að fjarlægja. „Glöggt er gests augað“, og það þarf ekki að koma á óvart, að erlendur maður, sem kemur hingað í fyrsta sinn, reki aug- un í þessar framandi trjátegund- ir, sem plantað hefur verið inn- an um lyngið og kjarrið og mos- ann og grasið á Þingvöllum og í næsta nágrenni hins forna þing- staðar. Sérstaklega er þetta skilj anlegt, þegar gesturinn er for- ustumaður alþjóðlegs félagsskap- ar, sem hefur að markmiði vernd un dýrgripa og helgidóma í ríki náttúrunnar. Sannleikurinn er sá, að ýmsir hérlendir menn hafa einnig kom- ið auga á þetta, og telja það smekkleysu, og er sá er þessar línur ritar einn í þeirra hópi. En í viðtalinu við prófessor Baer, sem birt er í Morgunblað- inu, er ekki fyllilega Ijóst hvaða svæði átt er við, þar sem ekki ætti að planta barrtrjám, að hans áliti, því að þar er _ ætt um Þing- velli og þjóðgarðinn sem eitt og hið sama, en það er naumast rétt. Það sem venjulega er átt við með þjóðgarðinum á Þingvöllum er allt það svæði, sem þjóðgarðs- girðingin umlýkur, stórar spild- ur úr nokjcrum jörðum og jafn- vel heilar jarðir í Þingvallasveit, um 30—40 ferkílómetrar að víð- áttu, en sjálfir Þingvellir, sem eiga að vera þjóðarhelgidómur, eru ekki nema lítill hluti þess svæðis. Það var upp úr aldamótunum síðustu, að hafin var skógrækt, eða e. t. v. réttara sagt skógrækt- artilraun „á Þingvöllum", og voru gróðursett nokkur þúsund barrtrjáa plantna, þar sem nú eru all-hávaxnar og gildar furur, sem hækka og prýkka ár frá ári. Er þetta á Þingvöllum? Varla. Það er að vísu í landi jarðarinnar Þingvalla, en það er þó nokkru fjær sjálfum Þingvöll- um og Lögbergi, hinum forna þingstað, en „þar sem öxará rennur ofaní Almannagjá“. Og mér hefur alltaf fundist, að þeir mætu menn, sem þarna hófust handa og töldu þetta svæði álitlegt til skógrækt- ar og girnilegt til fróðleiks í þeim efnum, hafi einmitt haft það í huga, þegar þeir völdu þenn- an stað, að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá sjálfum Þingvöllum með sína væntanlegu nýju land- nema, barrtrén. Allt öðru máli gegnir um fur- urnar, ser.. plantað hefur verið í hraunrimann meðfram veginum, skammt frá Nikulásargjá („Pen- ingagjá"). Þær stinga mjög í augu á þessum stað, og þarf ekki erlenda gesti til. En furutré og önnur barrtré, sem vaxa upp úr íslenzkum jarðvegi hafa í sér fólgin fyrirheit um betra, feg- urra og auðugra ísland, „þegar aldir renna“, og eiga skilið betra hlutskipti en að vera gestum og gangandi á Þingvöllum þyrnir í augum. Því er ég sammála prófessor Baer, að þessi tré eigi að fjar- lægja, og auðvitað heldur fyrr en seinna. Þá hafa verið gróðursettar tölu vert margar furuplöntur í þyrp- ingu í djúpum hraunbolla rétt við brúna yfir Nikulásargjá. Það virð ist fara mjög vel um þessar plönt ur. Þær eru sem óðast að vaxa úr grasi, og væru augnayndi hvar sem væri annarsstaðar. En að fylla þennan hraunbolla, rétt hjá Þingvallabænum, með furu- trjám væri ekki síður fráleitt en áminnst furugróðursetning á hraunrimanum. Og sama máli gegnir um grenitrén í Þingvalla- túninu. Það myndi væntanlega koma til kasta Þingvallanefndar, Nátt- úruverndarráðs og skógræktar- stjóra, sem raunar mun eiga sæti í Náttúruverndarráði, að taka á- kvörðun um og ráða til lykta mér hefur alltaf fundizt, að slíkum atriðum, sem hér um ræðir. En það sem hér hefur verið sagt bera að líta á sem lítið brot af „röddum al- mennings", og er fram sett með það í huga að ofannefndir aðilar kynnu gjarnan að vilja heyra slíkar raddir. 27. júlí 1959. Guðmundur Marteinsson. Komust fyrir eðlis- ávísun bílstjórans norður aftur HÚSAVÍK, 28. júlí. — Ferðafé- lag Húsavíkur fór í langp skemmtiferð suður yfir öræfi landsins fyrir skömmu, 16 manns í tveimur herbílUm. Gekk ferðin ágætlega suður um Hveraveili, en erfiðlegar norður. Farið var sem leið liggur úr Blöndudal, austur Auðkúluheiði og suður á Hveravelli á tveimur dögum, skoðaðir Þjófadalir og haldið áfram í Hveradali. Ætluðu ferðamenn að ganga á Snækoll en lentu uppi á Fannborg vegna þoku. Þá var haldið í Hvítárnes og síðan um Gullfoss og Geysi að Laugarvatni. Þaðan var haft samband vjg Pál Arason í Reykjavík og ák\eð ið að hittá hann í Skarði á Landi kl. 3 þann dag, og hafa samílot við hann norður, því enginn Hús- víkinga hafði farið þessa leið áður. Páll var með stóran Bed- fordbíl fullan af farþegum, út- lendingum og fslendingum, er hann kom kl. 5. Átti einn bíll enn að njóta leiðsagnar hans og voru í honum J menn úr Kópavogi. Komust við illan leik úr ánni Er að Tungnaá kom var yfir- ferð frestað til morguns og morg- uninn eftir lagt í ána, sem renr.ur í 5 álum. Þegar kom að þriðja álnum, taldi Páll nauðsynleat. að einhver kannaði botninn, en hafði engan mann til þess. Bauðst annar Húsavíkurbílstjórinn ti: að vaða og náði vatnið honum upp fyrir mitti. Bíll Páls fór fyrstur og festist á stórum steini. Reynd- ust öll ráð til að ná honum upp haldlaus, enda enginn útbúnaður í bílnum, nema of stuttur vír kaðall. Voru tíndir til vírar og annað úr hinum bílnum og hinn Húsavíkurbílstjórinn óð yfir ál- inn á undan tveim bílum. Síðan reyndu þeir að draga bíl Páls i land, en hin margsamansetta taug slitnaði hvað eftir annað og urðu Húsavíkurbílstjórarnir að vaða út og tengja saman að nýju, með hjálp tveggja annarra Hús- víkinga og tveggja farþega frá Páli. Báru þeir sumt af fólkina í land. Er steininum hafði loks verið rutt úr vegi, tókst öðrum Húsavíkurbílstjóranum að koma 'bílnum í gang, þó afturdrifskaftið væri brotið. í ánni voru bílarnir £7% klst. og Guðmundur Gunn- laugsson, bílstjóri frá Húsavík var 6 klst. í ánni. Leiðsögumaðurinn brást Næst var ekið úr leið að Veiði- vötnum, því Páll þurfti að koriia að Tjaldvatni tveimur farþegum, og þaðan að Köldukvísl, en þang að var komið kl. 5 morguninn eftir. Reyndist leiðin 128 km en ekki 40, eins og leiðsögumaður- inn gaf upp. Gekk ferðin seint, því fyrrnefndan bíl þurfti að draga upp allar brekkur og jafn- vel á sléttlendi. Leiðsagnar Pá s gátu Húsvíkingar lítið notið, vegna þess að hann rataði sýni- lega ekki og sofnaði er líða tók á nóttina og var það eingör.gu fyrir eðlisávísun annars bílstjór- ans á Húsavíkurbílnum að kom- izt var alla leið að Köldukvísl. Við ána höfðu beðið þrír ferða- bílar frá Páli og höfðu norðan- bílstjórar lent í villum á Sprengi- sandi og verið lengi á leiðinni. Fóru tveir bílanna suður um en einn sneri við norður með ferða- fólkið að sunnan, þá sem ekki voru búnir að fá nóg af volkinu. Norðurbílar héldu svo niður að Mýri í Bárðardal, en ekki til Dyngjufjalla eins og áætlað haíði verið. Húsvíkingar héldu áfram og tjölduðu i Jökuldal og síðan að Mýri í Bárðardal. Undruðust þeir stórum að hægt væri að fara með hópa af óvönu fólki og það marga útlendinga yfir öræfin með slíxri leiðsögn og engum varatækjum, ef eitthvað kæmi fyrir. Sig. P- Björnsson. úr skrifar , . daqleqa lifinu II Kaup á notuÖum bílum Bæklingur frá Neytenda- samtökunum. Fyrir 5 árum gáfu Neytenda- samtökin út fyrsta leiðbeinga- bækling sinn, og fjallaði hann um kaup á notuðum bílum. — Upplag hans er nú þrotið, og nú er komin út önnur útgáfa, auk- in og endurbætt. Bæklingurinn er seldur í bókaverzlunum, en ekki sendur meðlimum nema þeir óski þess sérstaklega. Eftir- taldar bókaverzlanir hafa bækl- inginn: Bókaverzlun Isafoldar, Sigfúsar Eymundarssonar og Braga Brynjólfssonar. Auk almennra ráðlegginga varðandi skoðun notaðra bíla, sem til sölu eru, eru í bæklingn- um lögfræðileg ráð varðandi kaupin. Eru þau ýmis atriði, sem kaupendum bifreiðar er nauð- synlegt að athuga, áður en geng- ið er frá samningum. Getur það munað kaupendur miklu, en oft hefur verið leitað til skrifstofu Neytendasamtakanna vegna mis- taka, sem orðið hafa vegna óað- gæzlu eða vanþekkingar á forms atriðum. Loks hefur verið aukið við efni bæklingsins frá fyrri út- gáfu með ýmsum spurningum um bifreiðar og svör við þeim. Marg- ar skemmtilegar teikningar eru í bæklingnum, sem skrifaður er í léttum dúr. I sprettfæri við Bankastræti ÉR leit inn maður í gær. Hann hafði lent 1 hinum mestu hrakningum. Ekki úti á heiðar- vegum eða öræfum, heldur hér í sjálfri höfuðborginni. Hann hafði útlending í heimsókn hjá sér í tvo daga, og þurfti að hafa ofan af fyrir honum. Þóttist iiann ekki vera í neinum vandræðum með það, og ákvað að sýna mann- inum þessa uppvaxandi borg okk ar. Þeir löbbuðu nú af stað, þar eð Reykvíkingurinn hefur ekki um- ráð yfir, enda báðir fílefldir og hraustir karlmenn. En eitt höfðu þeir gleymt að taka með í reikninginn, þegar þeir þóttust geta gengið um úthverfi bæjar- ins og hafa nóg að skoða meiri hluta dagsins. Eftir nokkra stúnd spurði útlendi maðurinn hvar hvar væri næsta almenningssal- erni. í Bankastræti, var svarið. Hann kvaðst þurfa að skreppa þangað, og þangað var haldið þó það væri upp undir klukkutíma ferð. En gönguferðin var löng, eg aftur spurði sá útlendi hvar væri næsta almenningssalerni. í Bankastræti, var svarið. Þá voru þeir staddir uppi í Hlíðarhverfi. Þetta þótti gestinum undarlegt og þó varð hann ennþá meira undr- andi, er hann fékk að vita, að hvar sem hann væri staddur í þessum víðáttumikla bæ væri hvergi að komast á klósett neina í Bankastræti. Kvaðst Reykvíkingurinn hafa strengt þess heit þar á staðnum, að aldrei skyldi hann fara með útlendan gest svo langt frá mið- bænum, að þeir væru ekki í sprettfæri við almenningssal- ernið í Bankastræti. Salerni í göngin undir Miklubrautina SEM þeir félagar stóðu og veltu fyrir sér þessu hræðilega vandamáli á Miklubrautinni, blöstu við þeim göngin, sem /er- ið er að gera undir götuna. Og þá laust þessari spurningu niður í hugum þeirra: Því í ósköpunum er ekki sett almenningssalerni í undirganginn? Víða erlendis eru fyrirmyndir að þessu. T. d. undir Ráðhústorginu í Kaupmanx.a höfn. Þar er bæði salerni o; böggla geymsla fyrir þá, sem ieið eiga um þennan fjölfarna stað. Og meðan við vorum að ræða lausn á vandamálinu á þessum slóðum, datt mér i hug, hvort ekki væri fullt eins eðlilegt að almenningssalerni væri opið í stóru strætisvagnabiðstöðvunum, eins og þeirri 'við Miklatorg. Þar bíður fjöldi manns eftir stræcxs- vögnum og undarlegt er það. ef einhver lendir ekki í mestu vand- ræðum af þeim sökum að ekkert slíkt þarfahús er í nánd. Sveitasæla og fjósalykt ALMENNINGSSALERNI eru heilmikill þáttur í bæjarliíi hvers bæjar, þó þau séu kannski ekki skemmtilegt umræðuefm. í Parísarborg hafa þeir m. a. kom- ið fyrir nokkurs konar salernum fyrir karlmenn á hverju götu- horni. Eru þau kölluð svuntur“, af því að þau hylja þann sem þar er staddur aðeins niður að hnjám. Mörgum þykir lítill menningar- auki að þessum „svuntum“, eink- um þegar heitt er í veðri og mik- il uppgufun. íslenzk kona, sem hefur búið áratugi erlendis og er búin að fá mjög svo rómantískar hugmynd- ir um sveitalífið á íslandi, var einu sinni stödd í París. Var hún að segja kunningjum sínum 'rá: — Vitið þið bara hvað. Ég er far- in að hugsa svo ákaft um sveita- bæinn, heima á íslandi, þar sem ég ætla mér að setjast að í ell- inni, að þegar ég gekk um fjöl- farið Parísarstræti áðan, þá farm ég greinilega þessa ilmandi fjósa lykt. Einn úr hópnum leit með sam- úð á hana og sagði: — Mér þykir leitt að verða að segja þér hvað- an lyktin kom, kæra vinkona. Allir ráku upp skellihlátur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.