Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 10
10 MORCVTVJJL4Ð1Ð Fösfudagur 31. júlí 1959 roiittitiritafrifr 0tg.: H.I. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. HEIMURINN ÞARF AÐ VITA UM ÓSÓMANN UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega gefið út „Hvíta bók“ um ofbeld- isaðgerðir brezkra herskipa og togara á íslandsmiðum allt frá því að fiskveiðitakmörkin voru færð út hinn 1. september sl. I bók þessari er brugðið upp mynd um af einstökum ofbeldisaðgerð- um og hinum níðingslegu aðferð- um Breta gegn íslenzku þjóðinni og viðleitni hennar til þess að veita fiskimiðum sínum aukna vernd. Frá því er m. a. sagt, að skipstjórinn á einu hinna brezku herskipa hafi sent út svohljóð- andi orðsendingu til brezkra tog- ara hér við land: „Ef eitthvert varðskipanna reynir að skjóta að brezkum togurum, munum við skjóta líka og hrinda árásinni og vera örugg- ir um að hitta í fyrsta skoti — og það mun duga“. Svona kaldrifjaðir eru stjórendur brezka flotans við íslandsstrendur. Þeir hóta því hreinlega að skjóta hina svo til óvopnuðu íslenzku varð- báta niður „í fyrsta skoti“ ef þeir leyfi sér að aðvara veiði- þjófana!! En vitanlega hafa þessir her- skipaforingjar ekki tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Þeir hafa sínar fyrirskipanir frá flotamála- ráðuneytinu í London. Það er þess vegna brezka stjórnin, sem ber ábyrgð á ofbeldi og yfirgangi flota síns við- íslandsstrendur. Níðingslegar aðgerðir í „Hvítu bókinni“ er m. a. komizt þannig að orði um þetta atferli Breta: „Það samrýmist ekki grund vallarreglum SÞ og NATO að halda uppi svo níðingslegum aðgerðum." Vitanlega hafa þessi ummæli við fyllstu rök að styðjast. Hin vopnaða innrás Breta í íslenzka fiskveiðilandhelgi er í æpandi ósamræmi við stofnskrá Samein- uðu þjóðanna og grundvallar- reglur alþjóðasamtaka, eins og NATO og Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu, sem bæði Is- land og Bretland eru þátttakend- ur L Aukin kynningarstarf- »emi Það 'er mjög vel farið að þessi „Hvíta bók“ hefur verið gefin út og henni verið dreift eins víða og mögulegt er talið. En vitan- lega nægir ekki útgáfa slíkrar bókar ein til þess að kynna heim- inum það, sem hér er að gerast. Þess vegna hefur jafnframt ver- ið ákveðið að hingað skuli boðið erlendum blaðamönnum frá mörgum löndum til þess að gefa þeim tækifæri til þess að kynn- ast af eigin reynd aðförum Breta og öllum aðstæðum hér heima. Fyrst munu koma blaðamenn frá Norðurlöndum og Bretlandi, en síðar frá Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Þess verður að vænta að af þess- um blaðamannaheimsóknum leiði aukna þekkingu almennr ings víða um lönd, ekki aðeins á hinum íslenzka málstað í land- helgismálinu, heldur og á ofbeld- isaðgerðum Breta. Óhætt er að fullyrða, að fátt sé líklegra til stuðnings hinum . íslenzka mál- stað en fordæming almennings- álitsins í heiminum á atferli Breta hér við land. Þess vegna er það vel farið að nú hefur ver- ið hafin sókn í þá átt að kynna veröldinni þann ósóma, sem brezki flotinn hefur gerzt sekur um við íslandsstrendur. ÞJÓÐNÝTINGIN ER Á UND- ANHALDI ALLT frá því að höfundar ( sósíalisma og kommún- isma hófu baráttuna fyr- ir framkvæmd kenninga sinna, hefur þjóðnýting atvinnutækj- anna verið kjarni boðskapar þeirra. En á síðari árum hefur mjög dregið úr áhuga þeirra fyr- ir þessu stefnuatriði sínu. Kommúnistar halda að vísu í stórum dráttum fast við það, enda þótt þeir hafi neyðzt til þess að gefa einstaklingsframtak- inu á sumum sviðum lausari tauminn en þeir höfðu áður talið æskilegt. En reynslan hefur kennt þeim, að t. d. í landbún- aði er ekki hægt að komast fram hjá einkaeign og einstaklingsat- vinnurekstri. Jafnaðarmenn hafa hins vegar í flestum löndum gefizt í aðal- atriðum upp við allsherjarþjóð- nýtingu. Þar sem þeir hafa kom- izt til valda um skeið eins og t. d. í Bretlandi hafa þeir látið við það sitja að þjóðnýta einstak- ar atvinnugreinar eða stórfyrir- tæki. Á Norðurlöndum, þar sem jafnaðarmenn hafa farið lengst með völd, hafa þeir haft sára- lítinn áhuga fyrir þjóðnýtingu atvinnulífsins og þjóðnýtingar- ( stefnan er orðin þeim algert aukaatriði. Dómur reynslunnar Orsök þessarar miklu stefnu- breytingar og fráhvarf frá grund vallarkennisetningum * sósíalism- ans er að sjálfsögðu sú, að reynsl an hefur sannað 'að þjóðnýting atvinnutækjanna skapar ekki möguleika á bættum þjóðarhag, er engin trygging fyrir því nema síður sé að framleiðslan aukist, og að aðstaða verkalýðsins verði betri. Margt bendir til þess að fram- tíðarskipulag á atvinnurekstri í lýðræðislöndum muni verða hlut deildarfyrirkomulag í einhverri mynd, þ. e. að almenningur eign- ist í vaxandi mæli fjármagn í atvinnutækjunum og þá ekki hvað sízt f þeim sem hlutaðeig- andi starfsmenn vinna sjálfir við. I stað þess að atvinnutæk- in verði ríkiseign samkvæmt þjóðnýtingarstefnunni verða þau þannig eign mikils fjölda einstaklinga, sem eiga hag sinn kominn undir því, I að þau séu vel rekin. Of feiminn til oð standa vörð v/ð Buckinghamhöll TERRY nokkur Smith var einn i flokki hinna nafntoguðu varð- manna, sem gegna varðstöðu við Buckingham höllina í Lundún- um. — En nú er hann aðeins fyrr- verandi varðmaður — af því að hann var svo feiminn. V Dag nokkurn í apríl s.l. hvarf hinn 19 ára gamli Smith af verði, án þess að láta nokkurn vita eða gefa skýringu á framferði sínu. Nær mánuði síðar gaf hann sig þó fram af fúsum vilja. Var hon- um þá stefnt fyrir herrétt, sakað- ur um liðhlaup. En þgar yfirboð- arar hans höfðu heyrt skýringar hans á ’brotthlaupinu, ákváðu þeir að sleppa honum við refs- ingu, en veita honum lausn frá störfum — og senda hann heim til Edlington, litla bæjarins, þar sem hann hafði áður lifað kyrr- látu og lítt áberandi lífi. Ástæðan til þess, að Smith hinn ungi hvarf af verðinum, var nefni lega sú, að hann er ákaflega feim- inn — of feiminn til þess að standa klukkustundum saman eins og myndastytta fyrir utan Buckingham-höllina, þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur gláptu á hann eins og naut á ný- virki — og myndavélar voru sí- fellt á lofti. — Þetta olli honum næstum líkamlegum kvölum, að því er hann sagði — og læknar staðfestu það — og var alger of- raun viðkvæmum taugum hans. Yfirboðarar hans tóku umsögn læknanna góða og gilda — og sendu Smith varðmann heim tii sín. — Ofurstinn hans skrifaði bréf til móður hans, þar sem hann Það getur tekið á taugarnar að standa svona eins og mynda- stytta tímunum saman „Lyktarkvikmyndir" Auðvelt oð koma fyrir naubsynlegum tækjum á venjulegum kvikmyndahúsum — og fá áhorfendur óspart að njóta þess á meðan sýning.n stendur. Paul Lukas er „von.di maðurinn“ í myndinni. Leikstjóri er Jack Cardiff. Haft er eftir hinum vísindalega höfundi „lyktarkvikmyndarinn- ar“, að auðvelt sé að koma 'yrir þeim einföldu tækjum, sem með þarf, í öllum venjulegum kvik- myndahúsum með breiðtjaldi. sagði m. a.: „Okkur þykir leitt, að þér skylduð þurfa að hafa áhyggjur út af syni yðar. Við vonum, að eftir heimkomuna fái hann eitthvert rólegt starf, þar sem hann vekur ekki neina eftir- tekt . . .“ Og nú er Terry Smith kominn heim, en hvort hann er búinn að fá „rólega starfið“ — það vitum við ekki . .. RADAR-varnarkerfið stöðugt fullkomnara KOMIÐ er fram í Hollywood sér- stakt fyrirbæri í kvikmyndagerð, sem nefna mætti „lyktarkvik- myndir“. — Það er Michael Todd jr., sem fyrir þessu stendur, og fyrsta kvikmynd hans af þessu tagi nefnist „Scent of Mystei y“. — Meðan á sýningu myndarinnar stendur munu 40 mismunandi lyktarefni dreifast um kvik- myndasalinn, en öll eru þau á einhvern hátt til þess fallin að leggja áherzlu á atburðarásina á Diana Dors í „bikini“ — Peter Lorre í leigubíi. — hvíta tjaidinu. Áður hafa verið gerðar tilraunir á þessu sviði en þetta er fyrsta stóra „lyktar- myndin", sem sýnd verður al- menningi. Talið er, að hún hafi kostað a. m. k. sem svarar 40—50 milljT kr. Myndin verður frum- sýnd innan skamins. Kvikmyndin, sem er hrollvekj- andi morðsaga, er öll tekin á Suður-Spáni. Þangað hélt fram- leiðandinn, Michael Todd jr. með allan þann mannskap og útbúnað, sem til kvikmyndagerðarinnar þurfti, eða — svo nokkuð sé nefnt — um 270 manns, 25 flutnings- bíla, 10 fólksflutningabíla og 20 minni bifreiðir til alls konar snún inga. Kvikmyndin snýst annars eink- um um ungan, enskan ferða- mann, sem bregður sér í gervi leynilögreglumanns, þegar hann uppgötvar, að morð hefir ver;ð framið, þar sem hann er á sumar- ferðalagi á Spáni. Denholm Elliot leikur hinn unga ferðamann og spæjara, en méð önnur aðalhlut- verk fara þau Diana Dors, sem leikur „stúlkuna í bikini-baðíct- unum“, hinn gamalkunni Peter Lorre, ;em leikur leigubílstjóra og er unga manninum til aðstodar við að upplýsa morðið, og Bever- ly Bentley, en hún leikur dular- fulla konu, sem angar allan lím- ann af hinum dýrustu ilmvötnum BANDARÍKIN víkka stöðugt út radar-kerfi sitt norður á bóginn — en því er ætlað að flytja fyrstu aðvaranirnar. ef til kommúniskrar árásar á landið kemur. Fyrir nokkrum dögum ienti ein af flutningaflugvélum hers ins inni á miðjum Grænlands- jökli og affermdi þar marg- víslegan útbúnað handa hopi tæknimenntaðra manna, sem um þessar mundir eru að byggja radar-stöð á staðnum. Frá Bandaríkjunum til Bosporus Radar-kerfi Bandaríkjanna nær nú allt frá vesturströnd Ameríku þvert yfir meginlandið til Græn- lands og þaðan áfram til Islands. Stöðvarnar eru nú orðnar búnar svo öflugum tækjum, að þær taka yfir meginhluta Norður- Atlantshafsins og ná þannig yfir til þess svæðis, sem radar-stöðv- ar Atlantshafsbandalagsins í Ncr egi gæta, en í framhaldi af þeim koma svo radar-stöðvar allt suð- ur til Tyrklands, þar sem évr- ópska varnarkeðjan endar við Bosporus. Öflugar varnir Þetta radar-kerfi, sem einnig er í tengslum við rafeindaheila, getur ekki einungis komið upp um leyndar flugvélar, heldur iíka mjög hraðfleygar eldflaugar sem aðallega fara um háloftin. Upp- lýsingarnar ganga sjálfkrafa á- fram til rafeindaheilanna. sem reikna út stefnu þeirra, hraða og hvar þær muni bera niður — og nú orðið eru til ýmis vopn, sem ráðið geta niðurlögum eldflaaga þessara, áður en þær hafa fengið tækifæri til að gegna ætlunar- verki sínu. Hercules-flutningaflugvélin er ein af allra stærstu flugvélum sinnar tegundar og er m. a. útbúin skíðum, sem gera henni kleift að lenda á snævi þakinni jörð. Hér er hún lent á jökl- inum og er affermd sjálfkrafa. Sökum kuldans á þessum slóð- um, varð flugstjórinn að halda hreyflunum í gangi meðan afferming stóð yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.