Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 1
20 siðun 46. árgangur 163. tbl. — Föstudagur 31. júlí 1959 Frentsmiðja Morgunblaðsins Forseti Indlands tekur í faumana í Kerala NEW DELHI, 30. júb Reuter. —Nehru forsætisráðherra Ind lands hefur beðið forseta lands ins, Rajendra Prasad, að taka að sér stjórn opinberra mála í f ylkinu Kerala, þar sem komm únistar eru við völd. í þessu fylki hafa a.m.k. 15 manns lát ið lífið í óeirðum síðustu sex vikurnar. Samkvæmt stjórn- arskrá Indlands getur forset- inn um stundarsakir tekið stjórnina í einstökum fylkjum í sínar hendur, ef brýna nauð- syn ber til. Búizt er við, að Prasad gefi út opinbera yfir- lýsingu á morgun um form- lega valdatöku hans í fylkinu. ★ Stjórnin klofin Indverska stjórnin sat á fund- um allan daginn í dag og ræddi ástandið í Kerala. Er það haft eftir góðum heimildum, að hún sé klofin um málið og þá einkan- lega um tilhögun nýrra kosninga í Kerala, eftir að kommúnista- stjórnin er farin frá. Spilling kommúnista Óeirðirnar { Kerala brutust út þegar andstæðingar fylkisstjórn- arinnar sökuðu hana um spill- ingu, sóun á opinberu fé og mis- notkun á opinberum embættum til að hlaða undir kommúnista- flokkinn. Kommúnistar hafa neit að þessum ásökunum og hafið árásir á stjórn Kongress-flokks- ins í Vestur-Bengal fyrir spiii- ingu. Hefur foringi kommúnista í þessu fylki lagt fram kvörtun hjá forseta Indlands, en ekki krafizt þess að indverska stjórn- in skerist í leikinn. Sagði hann á fundi við fréttamenn í dag, að kommúnstar í Vestur-Bengal gætu vel komið af stað sams kon ar óeirðum og í Kerala. ★Handtökur og bardagar Óeirðirnar og kröfugöngurn ar í Kerala halda áfram, og eru hundruð manna fangelsuð daglega, og bardagar milli lögreglu og borgara daglegir viðburðir. Stjórnarandstæðing ar ráðgera geysimikla kröfu- göngu 9. ágúst, sem þeir kalla „umsátrið um Xrivandrum". Hyggjast þeir safna 100.000 manns fyrir utan aðalstöðvar fylkisstjórnarinnar, og halda því þar kyrru þangað til stjórn in segir af sér. í Delhi ráðgera kommúnist- ar miklar kröfugöngur 3. ágúst, og þá hefst haustþing- ið í höfuðborginni. Danir fá 40 flaugar eld- Helle Virkner Jens Otto Krag kvœn- isf HeSSe Virkner KAUPMANNAHÖFN, 30. júlí. — í fyrradag skýrðu dönsku blöðin frá því ,að í náinni fram tíð mundi Jens Otto Krag ganga að eiga dönsku leik- konuna Helle Virkner, sem til skamms tíma var gift leikar- anum Ebbe Rode. Hjónaleysin fóru í sumarleyfi til til Frakk lands í síðustu viku og dvöld- ust nokkra daga í bænum Vence fyrir norðan Nice í Suð ur-Frakklandi. Hjónavígslan Góður einræð- isherru? - MOSKVU, 30. júlí. Reuter. — Ýmsir rússneskir gestir á bóka deiid bandarísku sýningarinn- ar í Moskvu eru gramir yfir lýsingu „Encyclopedia Brit- annica“ (alfræðiorðabókarinn ar) á þeim Hitler og Stalin, en þar eru þeir báðir nefndir einræðisherrar. Segir leiðsögumaður sýning arinnar, að gestirnir lesi kalf- ana um Stalin og segi síðan af miklum hita: „Hitler er lýst hér sem jinræðisherra. Stalin er líka lýst sem einræðisherra. Hvers vegha?“ Bandaríkjamennirnir svara: „Þetta er viðurkennd upp- sláttarbók, bók sem geymir staðreyndir heimsins“. Þá svara margir Rússanna: „Hvers vegna er þá ekki sagt að Hitler hafi verið illur ein- ræðisherra, en Stalin góður einræðisherra?“ Kaupmannahöfn, 30. júlí. — EirikasTceyti til Mbl. E F T I R 'hálfan mánuð fá Danir 40 Nike-Ajax og Nike- Herkules-eldflaugar, sem hægt verður að skjóta frá fjórum stöðum kringum Kaupmannahöfn. Með þessu hefst eld- flaugaöldin í landvörnum Dana. Blaðið „Information" í Kaup mannahöfn segir, að það sé álit margra danskra herfor- ingja, að meirihluti stjórnmála manna muni samþykkja kröf- una um, að eldflaugarnar verði búnar kjarnahleðslu. Þeir bendí- á að hver venju- lega búin eldflaug geti aðeins grandað einni óvinaflugvél, sem gerir sig líklega til árás- ar, en kjarnahlaðnar eldflaug- ar geti hins vegar grandað heilli flugsveit. Þess vegna skapi fildflaugar án kjarna- hleðslu falska öryggiskennd, segja herforingjarnir. Hingað til hafa danskir stjórnmálamenn haldið því fram, að ekki væri aðkallandi að fá eldflaugar með kjarna- hleðslu. fer fram á danskri ræðis- mannsskrifstofu á ítalíu. ★ Helle Virkner er ein af þekkt- ustu og dáðustu leikkonum Dana. Hefur hun jöfnum höndum leik- Myndin er tekin af Anne Marie og Stephen fyrir utan heimili hennar í Suður-Noregi. Sonur ríkisstjórans heim- sœkir norska vinkonu OSLÓ, 30. júlí. — Stephen Rockefeller, 33 ára gamall son ur milljónarans NelsonsRocke i Krúsjefi til i j Eisenhowers? j < .. i i HOFN, 30. júlí. Danska út- 5 5 varpið kvaðst í kvöld hafa það • (eftir góðum heimildum, að ( s Eisenhower Bandaríkjaforseli i ) væri að hugsa um að bjóða • | Krúsjeff forsætisráðherra So- ( S vétríkjanna heim innan tíðar. S Jens Otto Krag ið í kvikmyndum og á leiksvið- um. Hún lauk námi við leikskóla Konunglega leikhússins í Höfn 1946 og lék síðan í því leikhúsi fram til 1951, en síðan hefur hún leikið f einkaleikhúsum. Hún lék m.a. hlutverk Önnu Frank fyr ir tveimur árum. ★ Jens Otto Kragh hefur átt mjög skjótan frama í dönskum stjórn- málum. Hann varð cand. polit. 1940, og tíu árum síðar varð hann viðskiptamálaráðherra í stjórn Hédtofts. Hann varð utanríkisráð herra fyrir skömmu. Krag var um skeið kvæntur sænsku leik- konunni og rithöfundinum Birgit Xengroth. Allt logar í óeírð- um á Vínarmótinu VINARBORG, 30 júlí. — Reuter. — Austurríska lögreglan neitaði í dag að staðfesta eða bera til baka fregnir þess efnis að allmargir fulltrúar frá kommúnistaríkjum á æskulýðsmótinu í Vínarborg hefðu beðið um pólitískt hæli. 1 gær gengu sögur um að a. m. k. ein ungversk stúlka og tékkneskur piltur hefðu beðið um pólitískt hæli. Lögreglan vildi ekki segja neitt um málið, en lofaði að gefa fullkomna skýrslu um það, þegar mótinu lýkur 4. ágúst n. k. Slagsmál Þetta er fyrsta æskulýðsmót þessarar tegundar, sem haldið er utan kommúnistaríkjanna, og ber það greinileg merki þess að það er haldið í frjálslegra and- rúmslofti. Nokkur hundruð þátt- takendur í mótinu lentu í slags- málum við andkommúnista á fundi, sem haldinn var undir beru lofti, þegar bíll kom á stað- inn og hóf að útvarpa andkomm- únískum áróðri með hátalara. — Austurrískir lögregluþjónar, sem vörðu bílinn, urðu fyrir harðri úrás, en lögreglan vildi ekki láta uppi, hvort nokkur hefði .særzt eða hvort einhverjir hefðu verið handteknir. it Gaddavírinn og varðturnarnir Fiest blöð í Vínarborg, að lindanskildum kommúnista- blöðum, hafa látið æskulýðs- mótið afskiptalaust og ekki minnzt á það, og sama er að segja um meirihluta borgar- búa. Hins vegar hafa and- kommúnísk æskulýðssamtök staðið fyrir ókeypis ferðum Framh. á bls. 2. fellers ríkisstjóra í New York- ríki, kom um síðustu helgi til Lohne í Sögne nálægt Krist ianssand í Suður-Noregi ásamt vinkonu sinni norskri, Anne Marie Rasmussen, sem er tví- tug. Forsagan var sú að árið 1953 fór Anne Marie til Bandaríkjanna til að vinna sér fé og frama og fékk vinnu hjá Rockefeller-fjöl- skyldunni. Um það leyti var Stephen að nema mannkynssögu. Þau urðu góðir vinir, Anne Marie og Stephen, og ekki leið á löngu Framhald á bls. 19. Crívas óánœgBur NÍKÓSÍU, 30. júlí. — Reuter. — Makarios erkibiskup átti í dag viðræður við nokkra af ráðherr- unum í bráðabirgðastjórninni á Kýpur, eftir að blöðin höfðu birt gleiðletraðar frásagnir af um- mælum Grívasar hershöfðingja, fyrrverandi leiðtoga EOKA, sem hann Iét falla í Grikklandi í gær. Grívas kvaðst ekki eiga neina aðild að þeim sáttmálum sem gerðir voru í Zúrich og London fyrr á þessu ári um stöðu og fram tíð Kýpur, en samkvæmt þeim Framhald á bls. 19. Föstudagur 31. júlí. Efni blaðsins m.a.: BIs. 6: Barrtrén á Þingvöllum. — 8: Flóabátur til Eyjafjarðar. — 10: Forystugreinarnar: „Heimurinn þarf að vita um ósómann" og „Þjóðnýtingin er á undan haldi“. — 11: Stórvirkjun við Tungnaá? — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.