Morgunblaðið - 31.07.1959, Side 9

Morgunblaðið - 31.07.1959, Side 9
TTSstudagur 31. júlí 1959 'OHCUNBLAÐIÐ 9 Kirkjuþing vestanhafs Á NÝLIÐNU þingi Hins Evan- geliska Luterska Kirkjufélags ís- lendinga I Ameríku, sem haldið var að Selkirk í Manitoba í Kan- ada, var herra Sigurbjörn Einars son biskup íslands einróma kjör- inn verndari Kirkjufélagsins Er hann þriðji íslenzki biskupirn, sem kjörinn hefur verið í þennan sess. Áður hafa biskuparnir _lir. Sigurgeir Sigurðsson og hr. Ás- mundur Guðmundsson verið verndarar Kirkjufélagsins. Vonir standa til að hinn nýi biskup, hr. Sigurbjörn Einarsson muni fe.ð- ast meðal íslendinga vestan hafs næsta sumar, og þá einnig sitja kirkjuþing, en á því þingi mun verða haldið hátíðlegt 75 ára af- mæli Hins íslenzka kirkjufélags. Á þessu sama þingi voru hr. Ás- mundur Guðmundsson og t'rú Steinunn Magnúsdóttir kjörin heiðursfélagar Rirkjufélagsins, og eru þau fyrstu íslendingarnir, sem eiga heima austan Atlants- ála, sem þann heiður hljóta. Við hátíðlega áthöfn síðasta dagþings ins, sem fram fór á Elliheimilinu Betel á Gimli, afhenti séra lcn Bjarman prestur í Lundi fagurt málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem íslenzka þjóðkirkian og js- lenzka ríkið gefa elliheimilinu. Málverkinu var veitt móttaka af séa Eric H. Sigmar, sem þakkaði þessa rausnarlegu gjöf, sem hr. Ásmundur Guðmundsson var frumkvöðull að, og minntist á þau sterku bræðrabönd sem tengja ísændinga beggja meg'.n hafsins. Frú Lilja Brandsdóttir Minning f DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför frú Lilju Brands- dóttur, sem andaðist á Bæjar- sjúkrahúsinu 25. júlí sl. Lilja var fædd 22. maí 1882 að að Króki í Flóa. Þar bjuggu for- eldrar hennar Guðný Þórðardótt- ir og Brandur Þorvarðarson. For- eldrar hennar fluttust frá Króki til Eyrarbakka er hún var um fermingu og dvaldist hún í for- eldrahúsum til ársins 1910 en fluttist þá til Reykjavkur. í Reykjavík stofnaði hún heimili með eftirlifandi manni sínum Jóni Grímssyni, sem um áratugi var sjómaður á togurum og hvíldi því umsjón heimilisins og upp- eldi barnana mest á henni er.is og gerist þegar heimilisfaðirinn er langdvölum að heiman. Var heimili þeirra rómað fyrir snyrt. mennsku og góð var hún heim að sækja hvernig sem á stóð en framan af búskapar árum Liliu og Jóns voru kjör almenningí miklum mun knappari en þau hafa verið síðasta áratuginn og reyndi þá mjög á góða hæfileika dugandi húsmæðra en Lilja var ein í þeirra hópi í orðsins beztu merkingu. Var heimili þeirra Lilju og Jóns vinmargt og áttu þar margar ánægju stundir yngri sem eldri. Lilja eignaðist níu börn og dó eitt þeirra í æsku en hin öll eru búsett hér í Reykjavík. Þeir sem kynntust Lilju geta tekið undir orð mín um að hún hafi vertð vinum sínum óg ættingjum mikil stoð og munum við lengi geyma minninguna um hana og allt það sem hún sagði okkur og leið- beindi okkur sem yngri voru Amma mín fyrir allar samveru- stundirnar vil ég nú er leiðir skiljast þakka þér. Minning þ:n mun lifa í huga okkar allra. Bjarni Dagbjartsson. . Ljtið bréf til Ögmundínu Ögmundsdótfur 65 ára ÞAÐ mun vera svo fyrir mörg- um, er þeir vita, að stór afmæli eru í nánd, hvort sem það eru kunningjar, frændur eða vinir, að þeir staldra við og hugleiða þau samskipti, sem þeir hafa átt við afmælisbarnið. Þau geta hafa verið á marga lund — í sam- vinnu, sambýli og mörgu fleiru. Ekki þarft þú þó að eiga stórt afmæli, Ögmundína, til þess að ég muni sambýlið við þig í Mið- túni. Það var allt á einn_veg. Þú varst elskuleg, hlý og hjálpfús, svo að óvenjulegt má kallast. Stundum, þegar ég var að þvo þvottinn minn, komst þú og hjálpaðir mér. Það var gaman að vinna með þér, þú kunnir svo vel að taka til höndunum. Og ekki varst þú að hugsa um lóðamörk- in, þegar þú varst að hreinsa ut- an dyra. Ég hygg, að allir þeir, sem haft hafa við þig náin samskipti, hafi kynnzt hjálpfýsi þinni og fórnarlund, ekki sízt þar sem veikindi eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að, og munt þú oft hafa verið aufúsugestur. Það var líka gott að hafa þig hjá sér á rólegum stundum, þeg- ar maður vildi „slappa af“ eins og það er orðað núna. Þá''röbb- uðum við saman um gátur lífs- ins yfir góðum kaffisopa, en komumst að lítilli niðurstöðu. Fáum hefi ég kynnzt, sem hér hafa þótt eins vel hugsandi og þú. Þvf miður kann ég ekki að rekja ætt þína, en er þess full- viss, að þú ert af kjarnafólki komin. Það hefir löngum verið talið til gildis hverri sveit og þorpi, að þaðan séu komnir góð- ir menn og góðar konur Njarð- víkur megi því vel við una að hafa fætt þig og alið. A þessum tímamótum 1 lífi þínu munt þú fá margar góðar óskir og margir hugsa til þín með hlýhug og þakklæti fyrir ylinn, sem þú gafst þeim og er ég ein á meðal þeirra. Eg vona að þessi dagur verði þér ánægjulegur. Þar sem þú dvelur í faðmi blárra fjalla Borgarfjarðar, í fylgd með þmni ágætu dóttur. Elísabet Friðriksdóttir. Laugaveg 92 Sími 13146 og 10650. Ávallt mikið úrval bifreiða til sýnis og sölu daglega Komið, skoðið, kaupið Laugaveg 92 Sími 13146 og 10650. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. KJARTANSBÚÐ Sími 36090. Fótholtar nýkomnir mjög vandaðir pólskir fótboltar no: 3-4 og 5. Póslsenuum. Laugavegi 10. Varahlutir i Chevrolet 1947 — Afturbretti, Kistulok, Afturljós. BRIMNES H.F. Mjóstræti 3 — Sími 19194. Varahlutir í Chrysler 1951—1954 — Hurð ir, Afturbretti m/hjólskálum, Stuðarar, Stuðarapönnur, Felg ur, Hásing óg fl. BRIMNES H.F. Mjóstræti 3 — Sími 19194. ' Hús til leigu í smáíbúðahverfi er til leigu vandað einbýlishús nú þegar. Upplýsingar í síma 1-91-04 milli kl. 5—7. Pottablóm Óvenju gott úrval pottablóma af öilum gerðum. — Blómker með kaktusum og öðrum plönt un Gerið svo vel að líta inn í gróðurhús mitt. Opið alla daga vikunnar. Gróðurhús Pauls Michelsen Hveragerði. Tjarnargötu 5. Sími 11144. Ford Zodiac ’57 ekinn 36 þús. km. Volga ’58 ekinn 3000 km. Nash ’52 Greiðsluskilmálar Ford Zephyr ’55, ’57 Fiat 1400 ’57 Mjög vel með farinn Ford Consul ’55, ’56 Austin 16 ’46 Standard ’47, ’50 Morris Oxford ’55 Dodge Cariol ’42 með nýrri Chevrolet vél 8manna stálhúsi. Allur ný yfirfarinn. Tjarnarg. 5, sími 11144 B if reiðasalan Ingólfsstræti 9 Sími 18966 og 19092 Nýir verðlistar koma fram í dag. Salan er örugg hjá okltur. Bif reiðasalan Ingólfsstræti 9 Símar -8966 og ’9092. Kefiavík-Suðurnes Pirelli hjólbarðar 640x13 560x15 590x15 670x15 710x15 700/760x15 500x16 550x16 600x16 650x16 450x17 700x20 750x20 825x20 900x20 1000x20 STAPAFEIX Keflavík — Sími 730. 3 E L LIIMIM Sími 18-8-33 Höfum til sölu mikið úrval af öllum gerðum bifreiða. Talið við okkur ef þið ætlið að gera góð kaup og fáið að skoða úrvalið áður en þér festið kaup annars staðar. Höfum kaupendur að VOLKS WAGEN '1959. Saðgreiðsla. BÍLLIIMIM VAKÐAKHUSIISU t>i3 Kalkofn&veg Sími 18-8-33 Til sölu Bílleyfi fyrir MOSKWITCH 1959. BÍLLININI \ arÖarhtisinu viíí Kalkofnsvig Sími 18833. Bifreiðasalan BókhlÖðustíg 7 Sími 19168 Chevrolet ’53 2ja dyra. Skipti hugsanleg á 4ra manna bíl Chevrolet ’52 skipti hugsanleg Ford Vidette ’55 ýmis skipti Austin 16 ’46 góðir greiðsluskilmálar Volvo ’53 6 tonna disel vörubíll I góðu lagi. Vanti yður bíl þá er hann til á Bifreiðasalan Bókhlöðustíg 7 Sími 19168. Bifreiðasalan Barónsstíg 3. — Sími 13038. Til sölu í dag: Chevrolet Impala ’59 nýr bíll Chevrolet Bel Air ’55 Dodge ’55 minni gerðin með öllu Chevrolet station ’55 Buick Roadmaster með öllu Ford Zephyr ’59 ókeyrður Chevrolet ’49 góður bíll Taunus station ’55 lítið keyrður Höfum mikið úrval af 4ra og 5 manna bílum. Einnig jeppum af öllum árögngum. Leggið leið ykkar um Barónsstíginn og gerið viðskiptin hjá okkur. Bif reiðasalan Barónsstíg 3. — Sími 13038. Bílasalan Hafnarfirði Til sölu Chevrolet ‘55 Ford ’55 Chevrolet ’49 skipti á yngri bíl Fíat 1100 ’54 Volkswagen ’56, ’57, ’8 Ford station ’55, ’56 Willy’s jeppi ’47 BÍLASALAN Strandg'Ru 4. — Sími 50884.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.