Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 19
fðstudagur 31. júlí 1959 MORGUNBLAÐIÐ 19 Rússar vilja ekki hætta í næstu viku GENF, 30. júlí. Reuter. — Utanríkisráðherrar fjórveld- anna snæddu í dag saman há- degisverð hjá de Murville ut- anríkisráðherra Frakka og ræddust við í þrjá tíma. Ekki er vitað um hvað þeir ræddu sérstaklega, en talið að tillaga Vesturveldanna um að slita ráðstefnunni á miðvikudaginn hafi borið á góma. Herter ut- anríkisráðhera Bandarikjanna þarf að fljúga vestur um haf daginn eftir til að taka þátt i ráðstefnu Ameríkuríkjanna í Santiago i Chile. Formælandi rússnesku sendi- nefndarinnar sagði í dag, að Grómýkó væri andvígur því að hætta ráðstefnunni á miðviku- daginn, hvernig sem málum yrði þá komið. Þega- formælandinn var spurður, hvað mundi gerast ef Herter færi burt. Þá hðfum við engan að tala við, sagði hann. Þykir einsætt að Rússar muni ekki fallast á að erindrekar eða aðstoðarmenn utanrkisráðherr- anna sitji ráðstefnuna fyrir þá. Hins vegar vildi formælandinn ekkert um það segja, hvort ráð- stefnunni yrði slitið eða frestað, ef Herter færi vestur um haf. Sérfræðinganefnd Síðustu fregnir herma, að í dag hafi utanríkisráðherrar fjórveld- anna orðið ásáttir um að nefnd sérfræðinga yrði sett á laggirnar til -að finna lausn á Berlinar vandamálinu. Biskup vísiterar N.-Þing- eyjarprófas tdœmi Spurt um togarakaup og stóreignaskatt á þingi FUNDUR var settur í sameinuðu Alþingi kl. 13.30 í gær og tekið til afgreiðslu, hvort leyfðar skyldu tvær fyrirspurnir, sem bornar höfðu verið fram. Fyrirspurnirnar voru tvær: BISKUPINN, herra Sigurbjörn Einarsson, vísiterar Norður-Þing eyjarprófastsdæmi að þessu sinni óg hluta eí Norður-Múlaprófasts dæmi. Vísitazían hefst á Skinnastað sunnudaginn 2. ágúst kl. 2 e.h, með guðsþjónustu. Mun biskup síðan heimsækja kirkjur og söfnuði, prédika í Dam lögmaSur þungur í garð íslendinga Kaupmannahöfn. 30. júlí. Einkaskeyti til Mbl. „BERLINGSKE Tidende“ birtir í dag skeyti frá Þórshöfn þar sem sagt er frá ræðu Dams lögmarns við setningu lögþingsins í gær. Hann sagði m. a. að nú færi fjöldi færeyskra fiskimanna til miðanna við Austur-Grænland til að reyna bæta sér upp missinn á hinum mikilvægu þorskamiðum — Norska vinkonan Framhald af bls. 1. áður en þau sáust saman utan heimilisins. Blöðin í Bandaríkjunum ræddu um þennan samdrátt í slúður- dálkum sínum, en aldrei kom trúlofunarfregnin, sem allir áttu von á. í vor sem leið fér Anne Marie aftur heim til Noregs, og þegar þangað kom neitaði hún öllum orðrómi um vætanlega trúlofun eða giftingu. Það létu nágrann- ar hennar og vinir gott heita — þangað til Stephen birtist. Eftir að hann hafði lokið herþjónustu 10. júlí fór hann til Osló þar sem Anne tók á móti honum, en þau hafa skrifazt á síðan hún korn heim. Síðan fóru þau saman á mótorhjóli um Þelamörk og til Suður-Noregs. — Það hefur aldrei verið minnzt á brúðkaupsklukkur hjá okkur, segja hjónaleysin sem nú búa hjá föður Anne Marie, fólk virðist vita meira um okkur en við sjálf, því við erum bara góðir vinir. Þegar Stephen var spurður, hvort það þætti viðeigandi fyrir unga og ríka Bandaríkjamenn að gleyma þjóðfélagsstiganum þegar þeir veldu sér stúlku til að skemmta sér með, svaraði hann: — Öll fjölskyldan mín hefur kynnzt Anne Marie — og okkur geðjast öllum mjög vel að henni eftir tímann sem hún var heima hjá okkur. Á okkar heimili er yfirleitt alls ekki talað um þjóð- félagsstigann eða annað slíkt. Ég kom til Noregs til að eyða sumar- leyfi mínu og til að hitta Anne Marie. Meira get ég ekki sagt. Stephen, sem mun vera af einni auðugustu ætt heimsins, verður í Noregi um mánaðartíma. I dag komst orðrómurinn um væntanlega giftingu á hástig, þegar ein af vinkonum Anne Marie kvaðst hafa verið beðin að vera fvaramaður við brúð- kaup um miðjan ágúst, en hún hefði færzt undan því. Sam- kvæmt norskum lögum verður að tilkynna brúðkaup tveim vikum áður en það fer fram og verða þá bæði brúðurin og brúð- guminn að hafa útvegað sér svaramann. við sunnanvert Island, en þangað fóru færeysk fiskiskip á vorin og veiddu þorsk sem saltaður var fyrir markaði á Spáni og víðar. Dam sagði ennfremur að 12 mílna fiskveiðitakmörk íslend inga og gjaldeyristollurinn, sem settur var á, væru mikil ógæfa fyrir færeyska fiski menn, því nú gætu þvi hvorki unnið á íslandi né fiskað á eigin skipum á íslandimiðum Dam sagðk að fyrrverandi landsstjórn Færeyja hefði reynt að semja við íslendinga um sérréttindi til handa línu- fiskibátum innan 12 milna markanna, en samningar hefðu ekki náðst, Hann kvað núverandi landsstjórn mundu halda áfram að reyna að ná samkomulagi við íslendinga um málið. hverri kirkju og ræða við söfn- uðina um kirkjuleg málefni. Vísitazían hefst í hverri kirkju kl. 2 e.h. með guðsþjónustu. (Frá biskupsskrifstofunni). — Grivas Framhald af bls. I. verður eyjan lýðveldi í febrúar n. k. — Meðal þeirra sem undirrituðu samningana voru Makaríos og gríska stjórnin, og hefur Grívas þannig sagt þessum aðilum „stríð“ á hendur. Averoff utanríkisráðherra Grikklands réðst á Grívas fyrir ummæli hans og kvað hann vera að reyna að egna til úlfúðar með því að hagræða sannleikan um að eigin geðþótta. Karamanlis forsætisráðherra tók í sama streng og sagðist taka á sig alla ábyrgð í sambandi við Kýpur- sáttmálann. Makaríos sagði í kvöld að hann væri óhræddur við að bera ábyrgð á Kýpur-sáttmálanum. Hann kvaðst hafa undirritað hann í fullri meðvitund þess að ástandið á Kýpur væri ískyggi- legt og sáttmálinn væri Kýpur- búum í hag. Hann kvaðst ekki hafa gefið nein loforð, skriflega eða munnlega, önnur en þau sem fælust í sáttmálanum, og gæti hver sem vildi kynnt sér hann. Leiðtogi tyrkneska þjóðbrots- ins á Kýpur, Kutchuk, kvað Grív as vera að gera tilraun til að skaða Kýpurbúa. Hann hét á grísku stjórnina og alla sem bæru hag Kýpur fyrir brjósti að hindra þá viðleitni hans. Smíði togara og ráðstöfun \ Sú fyrri fjallaði um smíði tog- ara og ráðstöfun þeirra, borin fram af þeim Halldóri Ásgríms- syni, Vilhjálmi Hjálmarssyni og Björgvin Jónssyni; hljóðaði hún svo: 1. Hvað hefur ríkisstjórnin gert samninga um smíði á mörgum togurum? 2. Hvaða lánasamningar hafa verið gerðir vegna togarakaup- anna, og hver eru lánskjörin? 3. Hefur verið leitað tillagna frá atvinnutækjanefnd um dreif- ingu togaranna, skv. 1. gr. laga nr. 94 frá 1956? 4. Hverjar eru tillögur nefndar innar? Innheimta stóreignaskatts Síðari spurningunni, sem sner- ist um skatt á stóreignir, var beint til fjármálaráðherra frá Ól- afi Jóhannessyni, og er hún á þessa leið: 1. Hvað líður innheimtu skatts á stóreignir skv. lögum nr. 44 frá 3. júní 1957? 2. Er ríkisstjórninni kunnugt um, hvort stóreignaskattsgjald- endur skv. nefndum lögum, nr. 44/1957, hafa kært skattlagning una til mannréttindanefndar Evrópu, og ef svo er, hverjar ráð- stafanir hefur þá ríkisstjórnin gert af því tilefni? Samþykkt var samhljóða at- kvæðum að leyfa báðar fyrir- spurnirnar, og fundi slitið að því búnu. Bjarni Ólafsson landar karfa AKRANESI, 3*. júlí. — Togarinn Bjarni Ólafsson landaði í dag 265 lestum af karfa. Nokkur hluti aflans fór í bræðslu. Reykjafoss kom hingað í morg un með vörur til Sementsverk- smiðjunnar og Haraldar Böðvars sonar & Co. — Oddur. Kaupum blý og aSra málma á hagstæðu verði* Auglýsendur! JHorgtutblaíitö er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. Blaðið er nú sent öllum þeim, er áður fengu „ísafold og Vörð“. og er bví lesið á flest öllum bæjum dreifbýlisins. ☆ er blað allra landsmanna. Móðir okkar MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR andaðist aðfaranótt 30. þ.m. í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. F.h. systkina. Ólafur Þ. Guðmundsson. Hjartkær sonur okkar og fóstursonur ALBERT GUNNARSSON andaðist 19. júní s.l. í Curacao í Hollenzku Vestur-Indíum. Útförin hefur farið fram. Foreldrar og íósturforeldrar. Konan mín, GUÐRÚN J. GUÐMUNDSDÖTTF' frá Mosvöllum í önundarfirði lézt þann 29. þessa mánaðar. Guðmundur Bjarnason Konan mín elskuleg, SIGURJÓNA JÓNSDÓTTIR . Bárugötu 35 lézt þann 29. þessa mánaðar. Fyrir hönd dóttur minnar, barnabama og tengdasonar Árni Jónasson Okkar ástkæra móðir, systir, amma og tengdamóðir, KETILRfÐUR GUÐRÚN VETURLIÐADÓTTIR frá Hesteyri, lézt að heimili sínu Vesturbraut 19, Hafnarfirði, 29. júlí Jarðarförin ákveðin síðar. Bjarni Guðmundsson og vandamenn Móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG GUÐNADÓTTIR Vallargötu 10, Keflavík sem lézt 25. þ.m. á Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju kl. 2 Laugar- daginn 1. ágúst. Börn og tengdaböm Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær, auðsýnda samúð, við andlát og útför, eiginmanns, föður og tengda- föður, ARNA EINARSSONAR, frá Hólalandi, Borgarfirði (eystri)'. Þórdís Hannesdóttir, börn og tengdabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.