Morgunblaðið - 01.08.1959, Qupperneq 3
taugardagur 1. ágúst 1959
'IIORC.UNBLAÐIÐ
3
Stóri borinn enn
stórvirkari en
áður
Nýr útbúnaður gerir kleift oð bora
2500 mtr. djúpar holur — og að
beita bornum á ská
FENGIN hafa verið ný tæki .við hinn stóra jarðbor ríkis-
ins og Reykjavíkurbæjar, sem gera það að verkum, að bor-
inn er nú miklum mun stórvirkari en áður. Er hér um að
ræða nýja og öfluga vindu til þess að lyfta borstöngunum,
en með tilkomu hennar mun verða hægt að bora allt að
2500 mtr. djúpar holur, í stað um 750 mtr. áður. Auk þess
cr fenginn útbúnaður, sem gerir kleift að bora, ekki aðeins
beint niður, heldur einnig á ská í hvaða átt sem er.
Mbl. hefir spurzt fyrir um
þetta hjá Gunnari Böðvarssyni,
forstöðumanni jarðhitadeildar
raforkumálastjórnar. Kvað hann
hér 'um mikla framför að ræða,
og væri þess að vænta ,að bor-
anir gætu nú orðið enn árangurs-
ríkari en áður. — Það væri ekki
sízt mikilvægt, sagði Gunnar, að
52 ísl. bækur
á alþjóðlegri
bókasýningu
TJM ÞESSAR mundir stendur yf-
ir alþjóðleg bókasýning í Lund-
únum með þátttöku 25 þjóða, þar
á meðal íslendinga. Að sýning-
unni standa samtökin „National
Book League" þar í borg og er
hún haldin í salarkynnum þeirra.
Sams konar sýningar hafa verið
haldnar þar annað hvert ár að
undanförnu, og tóku íslendingar
þátt í þeirri, sem haldin var 1955.
Ætlazt er til, að á sýningum þess
um komi fram það bezta í bóka-
gerð þátttökulandanna, en þess
einnig gætt, að bækurnar séu af
ýmsum efnisflokkum.
Héðan voru að þessu sinni send
alls 52 bindi til sýningarinnar,
og voru það bækur, sem komlð
höfðu út á árunum 1957 og 58.
Bókafulltrúi, Guðmundar G.
Hagalín, rithöfundur, annaðist
val bókanna fyrir hönd menrta-
málaráðuneytisins, en sendiráð
Framh. á bls. 14.
nú væri hægt að bora á ská nið-
ur í jarðlögin. Bæri þar einkum
tvennt til. í fyrsta lagi væru þá
meiri líkur en ella til að hitta
á heitar æðar, þar sem sumar
æðanna a. m. k. eru lóðréttar
sprungur í jarðlögunum. í öðru
lagi væru hugsanlega nokkrir
staðir hér í bæjarlandinu, þar
sem líkindi væru til, að^ árang-
ur næðist við borun ,en borinn
hefði hins vegar ekki komizt að
hingað til vegna byggðarinnar.
Væru nú að sjálfsögðu meiri
möguleikar fyrir hendi að þessu
leyti, þar sem ekki þyrfti lengur
að setja borinn niður nákvæm-
lega á þeim stað, þar sem bora
skal. — Rétt er að taka það fram,
að þótt byrjað sé að bora holu
beint niður, er hægt, með lítilli
fyrirhöfn að bora út úr henni
á ská síðar.
Stóri borinn hefir undanfarið
verið hjá Undralandi milli Sig-
túns og Suðurlandsbrautar. Þeg-
ar hlé var gert á boruninni þar
fyrir nokkru til þess að koma
hinum nýju tækjum fyrir, var
holan orðin 760 mtr. djúp. Nú er
borinn aftur kominn í gang
þarna, og sagði Gunnar Böðvars-
son, að hugsanlegt væri að bor-
að yrði þar allt niður í 2000 mtr.,
og þá e. t. v. líka gerð tilraun
með að bora út úr holunni eins
og áður er lýst.
Aúk fyrrgreinds útbúnaðar
voru keyptar nýjar borstangir —
1200 metrar, í viðbót við þá 1200
mtr., sem til voru fyrir. — Sagði
Gunnar Böðvarsson, að allur
þessi útbúnaður hefði kostað
rúmlega 100 þúsund dollara.
Ellý Vilhjálms
stolið frá Fák
INNBROT hefur verið framið í
„veðbankahús“ Fáks á skeiðvell-
inum við Elliðaár. Þar inni voru
geymdar peysur á knapa sem not
aðar eru á kappreiðum, einnig á-
breiður á hesta, með númerum
1—6. Eru peysurnar með merki
Fáks.
Rannsóknarlögreglan hefur ver
ið beðin að rannsaka mál þetta.
Eru það tilmæli hennar til þeirra
er kynnu að geta gefið upplýs-
ingar um hinar stolnu peysur eða
ábreiður, að gera sér aðvart.
— Vinlandssigling
Framh. af bl. 1.
leggja af stað frá Orkneyjum,
ráðlögðu gamlir sjómenn
þeim að hætta við förina. —
Sögðu þeir ,að báturinn væri
of lítill og of síðla sumars lagt
upp í förina.
Vildi heldur syngja
með KK — sveitinni
HIN vinsæla dans- og dægurlaga-
söngkona, Elly Vilhjálms, sem
sungið hefur með hinum ágæta
.sextett, Kristjáns Kristjánssonar
KK-sextettinn,er nýkominn heim
úr nokkra vikna ferð til Banda-
ríkjanna, þar sem hún var hjá
vinum sínum, sér til skemmtun-
ar í sumarleyfi sínu. Þau voru að
fara á æfingu með hljómsveV-
inni. Nú er sumarleyfið bú’ð,
sagði KK og þá verður maður að
láta hendur standa framúr erm-
unum. Við spilum og syngjum í
Þórskaffi eins og áður og nú um
helgina bregðum við okkur aust-
ur í Gaulverjabæ og ætlum að
leika þar og syngja á dansskemmt
un í félagsheimilinu þar.
Það er alltaf gaman að bregða
sér um helgar upp í sveit til að
spila, sagði KK.
Elly kvaðst hafa sungið lítils
háttar í leyfinu vestur í Ameríku.
Það var á sumarskemmtistað ain-
um, að ég var beðin um að
syngja með hljómsveitinni, sem
allt voru blökkumenn músxk-
kalskir með afbrigðum. Nú, það
var eins og maður heyrir svo oft
um að gerist þar vestra, að mér
var boðið upp á samning, um að
syngja á þessum skemmtistað
með hljómsveitinni þar til í haust
að honum verður lokað. — En
það hvarflaði ekki að Elly að
taka þessu boði. Hún hefði vafa-
laust getað sagt sitthvað fleira
frá Ameríkuförinni, en eins og
allir aðrir hafði hún ekki tíma
og KK ekki heldur, því það dug-
ar ekki annað en að láta hendur
standa framúr ermum, eins og
KK komst áðan svo réttilega að
orði.
Fœr Sigríður Ceirsdóttir
ekki að fara til
Langasands?
FEGURÐARKEPPNIN á Langa- ekki haldin oftar. Þessu valda
sandi í Kaliforníu verður líklega deilur milli stjórnenda keppn-
Iiéraðsmót Sjálfstæðismanna & Austurlandi verður haldið í Egilsstaðaskógi á morgun og hefst
kl. 2 síðd. — Bjarni Benediktsson flytur aðalræðu mótsins. Auk þess verða ýmis skemmti-
atriði, svo sem einsöngur, upplestur, skemmtiþættir og fimleikasýning (áhaldaleikfimi). i
lok mótsins verður flugeldum skotið. Dansleikur verður bæði í kvöld og annað kvöld. —
Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Egilsstaðaskógi hafa jafnan verið fjölsótt, og sýnir myndin að
o'an nokkurn hluta mannfjöldans á einu slíku mótl-
innar og fyrirtækjanna, sem hafa
kostað keppnina. Saman við það
blandast sú staðreynd að vin-
sældum fegurðarkeppninnar hef-
ur hrakað. Athuganir sýna, að
miklu minna var skrifað um
hana í heimsblöðin nú en áður
og hefur sú þróun staðið í nokk-
ur ár.
Hin mikla fegurðarkeppni hef-
ur verið haldin á Langasandi
síðustu 8 ár. Aðallega eru það
tvö fyrirtæki, sem hafa kostað
keppnina, baðfatafyrirtæki eitt
og snyrtivöruverksmiðjan Max
Factor. Nú er baðfatafyrirtækið
óánægt með það að þurfa að
leggja meira fé fram en Max
Factor, sem það telur að hafi
hrifsað til sín mest auglýsinga-
gildi keppninnar.
Blöð bæði í Bandaríkjunum og
í öðrum löndum hafa á ýmsan
hátt látið í ljósi óánægju sína
með framkvæmd keppninnar. —
Mörgum blöðum virðist ekki
búið nógu tryggilega um að dóms
úrskurður sé réttlátur og uppi er
orðrómur um að annarleg sjón-
armið ráði meiru um hver sigrar
en fegurðin.
Sé þessar fregnir frá Los
Angeles réttar, þá er miður far-
ið að hin fagra nýja fegurðar-
drottning Islands fær ekki að
fara út á Langasand. Hún kemst
þá aldrei þangað.
STAKSTEIAIáR
Einstæð sýndarmennska
Framsóknarmenn hafa nú enn
gerzt berir að einstæðri sýndar-
mennsku og yfirborðsliætti í sam-
bandi við afgreiðslu kjördæma-
málsins. Nú hafa þeir flutt tillögu
um að stjórnarskrárbreytingin
verði að nýju lögð undir almenna
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram
fari 23. ágúst nk., en Alþingi skuli
á meðan frestað ásamt afgreiðslu
stjórnarskrárfrumvarpsins!
Þessi fáránlega tillaga hefur að
sjálfsögðu verið felld, af full-
trúum allra þeirra flokka, sem
fluttu stjórnarskrárfrumvarpið á
sl. vori og nær 73% íslenzkra
kjósenda fólu í almennum alþing
iskosningum að framkvæma loka
afgreiðslu málsins. Þrátt fyrir
þennan skýlausa dóm þjóðarinn-
ar koma Framsóknarmenn, sem
hlutu aðeins rúmlega 27% at-
kvæða, með þá tillögu að ó-
merkja hinn skýlausa vilja þjóð-
arinnar í alþingiskosningunum
og krefjast nýrrar þjóðaratkvæða
greiðslu um málið!!
Slíkar tillögur flytja ekki
nema örvinglaðir menn.
Næstu stórvirkjanir
Undir forystu Sjálfstæðismanna
hefur verið unnið að því sl. þrjá
áratugi að hagnýta vatnsaflið til
orkuframleiðslu, sköpunar auk-
inna lífsþæginda og atvinnuör-
yggis. Segja má að höfuðborgin
hafi haft forystu í þessu merki-
lega uppbyggingarstarfi. Undir
forystu Sjálfstæðism- ,..ia í
Reykjavík var baráttan tekin
upp fyrir virkjun Sogsins, árið
1931. Framsóknarmenn rufu þá
Alþingi til þess að hindra þá þjóð
nytjaframkvæmd. En málið náði
fram að ganga fáum árum síðar
og síðan hefur hver stórvirkjunin
rekið aðra í Sogsfossum. Er full-
virkjun Sogsins nú að verða lok-
ið.
En þörfin fyrir raforku, bæði á
Suðurlandi og annars staðar held
ur áfram að aukast. Þess vegna
er fyrir nokkru farið að bolla-
leggja um það, hvar næstu stór-
virkjanir muni rísa. Hefur helzt
verið rætt um Þjórsá, Hvítá og
Tungnaá. Ekki skal fullyrt um
það hér hver niðurstaðan verður,
og hvar næsta stórvirkjun fyrir
Suðurland og Reykjavík verður
framkvæmd. En engum blandast
hugur um, að hér er um að ræða
eitt merkilegasta framfaramál
þessa landshluta.
En einnig í öðrum landslilutum
er nauðsynlegt að unnið sé að því
af festu og framsýni að ákveða
nýja virkjunarstaði. Bæði á Vest-
fjörðum og Austfjörðum hefur
skv. rafvæðingaráætlun Sjálf-
stæðismanna verið komið upp
nýjum orkuverum. En þar eins
og hér syðra éykst þörfin stöðugt
fyrir raforku til atvinnurekstrar
og heimilisnotkunar.
Ný atvinnugrein
í grein, sem dr. Jakob Sigurðs-
son skrifaði fyrir nokkrum dög-
um hér í blaðið, ræddi hann m. a.
um framtíð niðursuðuiðnaðar hér
á Iandi. Skýrði hann frá starf-
semi Fiskiðjuvers ríkisins á þessu
sviði. Kvað hann horfur á sölu
niðursoðins fiskjar og síldar goð-
ar.
Enginn vafi er á því að niður-
suðuiðnaðurinn á mikla framtið
fyrir sér hér á landi. Margt bend-
ir til þess að við höfum á ui.dan-
förnum árum verið helzt til tóm-
látir um uppbyggingu hans. Vitað
er að aðrar fiskveiðiþjóðir Evr-
ópu, eins og t. d. Norðmenn, Þjóð
verjar og Danir hafa stórkostleg-
ar tekjur af niðursuðu fiskjai og
síldarafurða. Ætti aðstaða okkar
íslendinga til þess að framleiða
góðar niðursuðuvörur úr þessu
hráefni sízt að vera verri en
þeirra.