Morgunblaðið - 01.08.1959, Qupperneq 6
MORGrNJlT 4Ð1Ð
Laugardagur 1. ágúst 1959
Kristín Margrét Jón<
dóttir — Minnina
1 DAG fer fram að Hvammi í
Norðurárdal jarðarför Kristín-
ar Margrétar Jónsdóttur frá
Hvassafelli. Hún fæddist í
Blönduhlíð í Hörðudal 10. ágúst
1872, en þar bjuggu þá foreldr-
ar hennar, hjónin Guðlaug Þor-
steinsdóttir og Jón Jónsson. Það-
an fluttu þau að Bugðustöðum
í sömu sveit og voru þar síðan
öll sín búskapar ár og jafnan
kennd við þann bæ.
Oi'ý ..:'■:■■..,.
Kristín ólzt upp hjá foreldr-
um sínum og var hjá þeim þar
til að hún upp úr aldamótunum
flutti að Hamri í Hörðudal og
giftist Sveinbirni Sveinssyni.
Settu þau þar bú á móti Kristjáni
bróður Sveinbjarnar. Sambúð
þeirra varð mjög stutt, tæp tvö
ár. Sveinbjörn dó snemma á ár-
inu 1904. Haustið 1905 giftist
Kristín síðari manni sínum,
Klemenzi Baldvinssyni í Fremri-
Hundadal, er þar bjó þá ekkju-
maður með sjö börn. Komu þá í
góðar þarfir meðfæddir eiginleik
ar og mannkostir Kristínar, sem
hún varð með timanum alkunn
fyrir, óeigingirni, glaðlyndi og
dugnaður.
Vorið 1908 keypti Klemenz jörð
ina Hvassafell í Norðurárdal og
flutti þangað með fjölskyldu
sinni. Þótti slíkt stórviðburður
í fámennri sveit og þá ekki sizt
á næstu bæjum. Man ég að okk-
ur krökkunum lék mikil forvitni
á að kynnast nýjum, stórum
barnahóp. En almenningur mun
hafa hugsað meira um það, að
Dalnum hafði bætzt athafnasam-
ur sjálfseignarbóndi, sem þegar
var viðbrugðið fyrir framtaks-
semi og dugnað.
Þau Hvassafellshjónin eignuð-
ust þrjár dætur, sem allar eru á
lífi. Tvær þeirra eru búsettar í
Reykjavík, Guðlaug gift Her-
manni Guðmundssyni fyrrúm
bónda í Litla-Skarði og Svein-
björg, stofnandi prjónastofunnar
Hlín, gift Guðmundi Magnússyni
frá Dýrastöðum. Dómhildur býr
í Bolungarvík, gift Bernódusi
Halldórssyni.
Stjúpbörnum sínum reyndist
Kristín sem bezta móðir og eigi
síður en sinum eigin börnum.
Sýndi það sig bezt þegar erfið
veikindi bar að höndum. Einn
sona Klemenzar ólzt upp hjá
öðrum, Kjartan, en eitt fóstur-
barn kom í staðinn. Tíu börn í
heimili þótti í þá tíma ekkert
tiltökumál og heldur ekki að erf-
ið heimilisstörf og búskapur við
frumstæð skilyrði útheimti mikla
þrautsegju, árvekni og útsjónar-
semi. Slíkt var hlutskipti þeirra
er bjuggu í haginn fyrir þá
kynslóð, sem búið hefur við beztu
kjör á íslandi, okkur sem nú
lifum. Þeir eru margir, sem nú
hugsa með hlýjum hug og inni-
legu þakklæti til Kristínar og
Klemenzar á Hvassafelli, fyrir
að þeim gafst náð og styrkur til
að inna af hendi erfitt hlutverk
með hinni mestu prýði.
Vorið 1929 brugðu þau búi og
fluttust til Reykjavíkur um haust
ið. Er Klemenz lézt af slysför-
um tæpu ári síðar, fór Kristín til
dóttur sinnar og tengdasonar sem
þá voru byrjuð búskap í Litla-
Skarði í Stafholtstungum. Hjá
þeim var hún síðan til æviloka,
fyrst í Litla-Skarði fjórtán ár
og þá í Reykjavik að Miðtúni 6.
Þar andaðist hún 25. þ.m.
Af þeim, sem Kristín mun hafa
talið sig standa í sérstakri þakk-
lætisskuld við, er ástæða til að
geta Guðlaugar og Hermanns.
Þau bjuggu henni gott heimili um
langt skeið og reyndust henni ein
staklega umhyggjusöm. Síðustu
fjögur árin var hún að mestu
leyti rúmföst. Hjúkrunarkonum,
sem þá litu til hennar var hún
ákaflega þakklát.
Guð blessi minningu góðrar
konu og gefi þjóð okkar margar
mæður henni líkar.
Ólafur Ólafsson.
Kveðja frá vinkonu
í Vesturheimi
MÉR er ljúft og skylt að minn-
ast með nokkrum orðum þess-
arar konu, en hennar tryggðar
og vináttu hef ég notið frá unga
aldri um 50 ára tímabil.
Okkar fyrstu- kynni voru á
þann veg, að ég vann hjá manni
hennar, Klemenz Baldvinssyni,
sem þá var ekkjumaður með 7
ung og móðurlaus börn. Það var
mikill hamingjudagur fyrir hann,
hjú og börn, þegar Kristín tók
við heimilisstjórn og störfum í
Hundadal og því fremur þar sem
takmörkuð efni og margvíslegir
erfiðleikar voru fyrir hendi. Ég
sem nú er komin á efri ár og hefi
séð og kynnzt margbreytni lífs-
ins, þekki ekkert sem jafnast á
við fórnarlund, hugprýði og glað
værð þessarar vinu minnar, sem
gerði heimilið að sólskinsbletti
og fyrirmynd nær og fjær, því
margir komu og fóru og munu
allir hafa búið að því árum sam-
an, og er ég sannarlega ein af
þeim.
Með hjartanlegu þakklæti
minnist ég þeirra stunda, þegar
ég naut leiðbeininga, nærgætni
og umhyggju þessara ágætu
hjóna.
Það mun vera fremur sjaldgæft
að njóta viðurkenningar af sam-
tíð sinni. Þó virðist mér sem svo
hafi orðið í þessu tilfelli, þar sem
börn þeirra og barnabörn hafa
sýnt manndóm og myndarskap,
sjálfum þeim til sóma og öðrum
til blessunar. Var það þeirra ein-
læg ósk að svo mætti verða.
Ög svo lánsöm varð Kristín,
að dætur hennar og tengdasynir
sýndu henni fádæma umönnun í
hennar langa sjúkdómsstríði, sem
hún bar með þolinmæði og hetju
lund. Er það til hinnai mestu
fyrirmyndar.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
allra, sem þekktu Kristínu, að við
þökkum höfundi lífsins fyrir að
hafa gefið okkur hana, og fyrir
hennar langa og vel unna ævi-
starf. Hún lætur eftir sig hlýjar
endurminningar sem húsmóðir,
móðir og vinur.
Blessuð sé þér hvíldin í Guðs
friði. *
Þín vina.
G. Davidsson.
Fimmtugur í dag
Ragnar B/örnsson
hafnarstjóri Keflavík
RAGNAR er fæddur á ísafirði 1.
ágúst 1909, sonur Björns Hall-
grímssonar fyrrum hreppsstjóra
í Miðneshreppi og síðar inn-
heimtumanns hér í Keflavík og
konu hans Stefaníu Magnúsdótt-
ur. Þau hjón eru bæði látin. For-
eldrar Ragnars fluttu frá ísa-
firði árið 1914, og þá að Klöpp
í Miðneshreppi og dvaldist hann
I þar, þar til hann stofnaði sitt
j eigið heimili í Sandgerði og bjó
j Þar til ársins 1940, er hann flutt
ist til Keflavíkur.
Ragnar gerðist sjómaður syðra,
er hann hafði þroska til og árið
1934 gerðist hann skipstjóri hjá
útgerðarfyrirtækinu Haraldur
Böðvarsson & Co., er staðsett var
Leifur Jónsson — minning
SÍLDARNÓT Flóakletts dró Leif
Jónasson niður í hið mikía djúp
þann 24. þessa mán. Hann verður
jarðsettur í dag.
Leifur var fæddur fram 16. ág.
1915 í Öxney á Breiðaíirði sonur
hjónanna Jónasar Jóhanr.ssonar
og Elínar Guðmundsdóttur í
Öxney ólst hann upp, lagði þar
snemma stund á sjómennsku og
annan veiðiskap og hafði yndi
af hvorttveggju allt til dauða-
dags. Eftir fermingu fór Leifur
að heiman til skólanáms í Reyk-
holti og Reykjum í Hrútafirði og
rúmlega tvítugur að aldri /ór
hann til Noregs og nam þar loð-
dýrarækt. Að því námi loknu
vann hann við loðdýrarækt i
Stykkishólmi unz hann veiktist
af berklum og var fluttur til
Vífilsstaða þungt haldinn af
lungnaberklum. Á Vífilsstöðum
bar fundum okkar Leifs fyrst
saman. Greindur, orðheppinn og
orðhvatur, vakti hann athvgli
samferðamanna og á þeim árum
er við vorum þar samtímis undr-
aðist ég oft hinn frábæra kjark
hans og dugnað. Rúmliggjandi
var hann önnum kafinn við ’ð
teikna kunningja sína og festa á
léreft hugsanir sínar. því .ist-
hneygð hans var mjög rík og
hæfileikar í því efni ótvíræðir
Síðar er heilsa hans batnaði og
hann hafði fótavist, leið ekk5 á
löngu áður en loðdýrabú var nsið
á hælislóðinni. Slíkur maður átti
ríkan þátt í að mynda hugtakið'
Styðjum sjúka til sjálfsbjaigar
er svo síðar varð kjörorð SÍBS.
1952 kom Leifur að Reykjalundi
og dvaldi hér lengst af eftir það
ýmist sem vistmaður eða smiður.
Hér hóf hann trésmíðanám og
lauk fagmannaprófi í þessari
grein. — Þar sem annars staðar
kom í ljós karlmennska hans og
dugnaður. Hin léttari verkefni
voru ekki við hans hæfi, en fang-
brögð við stórviði Gufunesbryggj
unnar, Sogsvirkjananna og
bryggjunnar í Keflavík. Það vár
hans vettvangur. í frístundum
sínum smíðaði hann svo sitt litla
.Framh. á bls. 11
IW5WffTTÆTrrTtPA skrifar úr daglega lífinu ,
Fjallabaksleið —
landmannaleið
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarandi athugasemd irá
Hwðaskrifstofunni:
Ferðaskrifstofa ríkisins óskar
eftir að birta lítils háttar skýr-
ingu varðandi skrif Velvakarda
28. júlí um Fjallabaksveg eða
Landmannaleið. Nokkurs mis-
skilnings virðist gæta um notkun
þessara nafna í grein Velvak-
anda. Er það sízt að furða, par
sem nöfnin eru notuð jöfnum
höndum á sömu leið og jafr.vel
af sumum nú yfir hluta leiðarinn-
ar norðan Heklu og Torfajökuis
milli Galtalækjar á Landi og Eú-
lands í Skaftártungu.
í leiðarlýsingu Pálma Hannes-
sonar, rektors, segir, að þessi léið
hafi verið óþekkt til ársins 1839,
en þá fór hana Björn Gunnlaugs-
son og nefndi veginn Fjallabaks-
veg nyrðri. Fjallabaksvegur
syðri var þá vel þekktur og tíð-
förull, en hann liggur um Mæb-
fellssand norðan Mýrdalsjökuls
sunnan Torfajökuls. Pálmi getur
þess, að menn í Skaftártungu
nefni nyrðri leiðina oft Land-
mannaleið. Leggur hann til, að
það nafn festist við þá leið, e n’r -
um þar sem önnur leið ekki ab-
langt frá heitir Fjallabaksvegur.
Notkun nafnanna er mjög á re’ki.
Bryddir jafnvel á því, að farið
sé að kalla hluta leiðarinnar
Landmannaleið, en hinn hlu ann
Fjallabaksleið. Leitast ætti vi?
að kveða niður slíkan nafnarugl-
ing og birta eitt heiti yfir alla
leiðina þótt svo hin tvö þekktu
nöfn e. t. v. enn um sinn notuð til
skiptis. Annað sigrar að lokum.
í grein Velvakanda er að von-
um gert dár að þeirri frásögn
blaðanna, að í náttstað í Sölva-
hrauni hafi þurft að sækja vatn
til matseldar 20 km leið. Þetta
er auðvitað gamansaga. Mun
unga fólkinu, sem blaðamennirn-
ir hafa þetta eftir, ekki hafa dott-
ið í hug, að þessar gamansömu
ýkjur yrðu nokrum að alvarleg-
um hátíðieik eða mikillátri vand-
lætingu. Nokkur kippur er að
vísu frá tjaldstað og réttinni í
Sölvahrauni, þar sem hestarnir
þurftu að vera, í vatn, en öll leib-
in frá Galtalæk í Sölvahraun er
nálægt 20 km.
Ferðaskrifstofa ríkisins efnir
til annarrar ferðar á hestum í
sumar Landmannaleið nú þann
5. ágúst. Verður farið á hestunum
frá Galtalæk að Búlandi. Þar tek
ur annar hópur hestana sömu
leið til baka. Fer sá hópur úr
Reykjavík 9 ágúst.
Snúið við vegna veðurs
VELVAKANDI vill mjög gjarn-
an styðja þá tillögu Pálrna
Hannessonar, að nyrðri leiðin fái
nafnið Landmannaleið, en sú
syðri Fjallabaksleið, tii að kom-
ast hjá nafnaruglingi.
Tekið skal fram, að í fyrri skrif
um um þetta efni fór Velvakn )i
rétt með það í hve löngum áföng-
um riðið var í umræddri ferð cg
eins hve langt var farið. Fanð
var i Jökuldali, áformað hafði
verið að fara heldur lengra e*a
í Eldgjá, en hætt við það vegna
óhagstæðs veðurs.
Hvíti hrafninn
í stað City Hotel
UM dagirm birtist hér í dálkun-
um bréf frá konu, sem h',fði
áhyggjur af hvíta krumma. Ekki
veit Velvakandi hvað gert verður
við krumma, en vill koma á fram
færi tillögu.
Krummi hefur, eins og kunn-
ugt er búið á City Hotel, síðan
hann kom til höfuðstaðarins og
er ekki annað vitað en að hann
hafi kunnað þar vel við sig. Nú
eru ekki allir sáttir við hið út-
lenda nafn á hótelinu, og vilja
sumir láta breyta því.
Væri því ekki tilvalið að hótel-
ið tæki krumma að sér, gerði
hann að nokkurs konar tákni sínu
og kenndi sig við hann. Hvíti
krummi eða Hvíti hrafninn er
alveg ágætis nafn á hóteli. Ef
hótelstjórnin heldur að útlen.i-
ingar mundu fælast hótel með
svo strembnu nafni má snara pví
á enska tungu og setja á bréfhaus
hótelsins. „The White Raven“.
Hrafninn gæti svo haldið á-
fram að búa þar í vellystingum
praktuglega, íslenzkum og út-
lendum til augnayndis. Mætti
hann jafnvel fá samastað í búri
í andyrinu og krunka þar gestum
og starfsliði til ánægju. Ekki trúi
ég að hvítur hrafn mundi síöur
draga að útlénda gesti en hið
snjalla nafn „City Hótel“.
í Sandgerði og var hjá, þeirri út-
gerð til ársins 1938 er hann hóf
eigin útgerð með mági sínum
Stefáni Franklín, um nokkura
ára skeið eða til ársins 1950 er
hann gerðist hafnarstjóri í Kefla-
vík.
Það hafa mér sagt menn, sem
til þekkja að Ragnar hafi á sjó-
mannsárum sínum verið aflasæll
og vitmaður til sjós, og ekki hvað
sízt, sem mikils er um vert að
hann var virtur og dáður af sjó-
mönnum sínum og naut mikils
trausts hjá eigendum þeirra skipa
er hann hafði umráð yfir.
Eigi eru mér kunnar ástæður
þær er leiddu til þess að Ragnar
hætti skipstjórn, þær geta svo
margar verið, en fyrir þjóðar-
heildina er það skaði þegar miklir
aflamenn, eins og Ragnar var,
þurfa að hætta sjómennsku.
í starfi hafnarstjóra hefur
Ragnar getið sér hið bezta orð,
mér þykir ekki ólíklegt að það
starf sé erilsamt í bæ eins og
hér, þar sem saman fer vaxandi
bátafloti, sem krefst aukins at-
hafnarsvæðis og þar af leiðandi
gerðar auknar kröfur um að.sem
mest sé gert, til þess að bæta'úr
brýnni þörf.
Ég veit að Ragnar mun vaxa
með vandanum og undir hans
stjórn munu þessi mál verða til
lykta leidd til hagsbóta fyrir báta
útgerðina frá Keflavík.
Eins og áður var sagt, er Ragn-
ar sonur Björns Hallgrímssonar.
Við sem kynntumst þeim heiðurs-
manni munum ætíð minnast hans
fyrir hans göfugmannlegu fram-
komu við sína samborgara. Það
mun mál sannast að Ragnar hafi
tekið að erfðum þessa eiginleika
föður síns.
Bræður Ragnars eru: Magnús,
vélstjóri í Reykjavík, Björn,
skrif stof ust j óri, Reykjavík og
Hallgrímur, læknir á Akranesi.
Ragnar er kvæntur ágætri
konu Jensínu Jónsdóttur og eiga
þau vistlegt og indælt heimili á
Skólavegi 2. Þau eiga tvær dæt-
ur, Stefaníu og Kolbrúnu, Stef-
anía er gift kona her í bæ, Kol-
brún er ógift í foreldrahúsum.
Á heimili þeirra hefir verið frá
því fyrsta sonur Stefaníu, Ragn-
ar litli, sem er augasteinn þeirra
hjóna.
Á þessum merku tímamótum
í lífi Ragnars vinar míns færi ég
honum, konu hans og börnum
mínar beztu árnaðaróskir og
þakka þeim alla vinsemd mer
sýnda á liðnum árum.
LOFTUR h.f.
LJÖSMYNDASTOFAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í sin.a 1-47 72.