Morgunblaðið - 01.08.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 01.08.1959, Síða 8
8 MORCVNfít AÐ1Ð Laugardagur 1. ágúst 1959 Utg.: H.t Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.) Bjarni Benediktsson. Ritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÖRLAGADAGURINN VAR 28. JUNI UTAN IIR HEIMI J Hin „látna“ Frásögn af eínstæðum misfökum sem átiu sér siað í sjúkrahusi einu I Hamborg — og orsökuðu sorg og gleði í senn DAUÐAÞÖGN ríkti í sjúkra- lifir FYRIR kosningar 28. júní sl. vitnuðu Framsóknar- menn mjög til kosninga- baráttunnar 1908. Á sjálfan kjör- daginn hét forystugréin Tímans „Örlagadagur" Þar segir m. a.' „í dag ganga kjósendur að kjörborðinu í örlagaríkustu kosn ingum, sem hafa verið háðar síð- an 1908. Árið 1908 var kosið um það, hvort ísland ætti að vera óað- skiljanlegur hluti Danaveldis. Innlimunarmenn sögðu það mik- inn styrk fyrir fslendinga, ef land þeirra héldi áfram að tilheyra Danmörku, — — — alþýðan í sveit og við sjó reis gegn þessu, -------Hún gerði það svo ræki- lega, að aldrei síðar hefur verið reynt að fá það samþykkt, að ís- land yrði óaðskiljanlegur hluti annars lands. í dag er kosið um sjálfstæði íslenzkra héraða. Með þeirri k'or dæmabreytingu, sem þjóðin greiðir atkvæði um í dag, er stefnt að því að þurrka út sjálf- stæði héraðanna og innlima þau i stærri heildir. í dag þarf manndómur ís- lenzkra kjósenda að standast þessa raun.“ ★ Það er mál fyrir sig, hvort túlkun Tímans á því, sem um var barizt 1908 fær staðizt. Víst er, að fylgjendur „uppkastsins" sem margir eru enn lifandi, eru sann- færðir ui að hún sé alröng. En það skiptir ekki máli hér fremur en hitt, að það er algjör fjar- stæða, að hinn 28. júní hafi verið kosið um „sjálfstæði íslenzkra héraða“. En rétt er að sú var túlkun Framsóknarmanna á bar- áttuefninu nú, og vitanlega höfðu þeir heimild til að skýra málið á sinn veg. Kjósendanna var hins vegar að skera úr. Hér veltur allt á því, að í allt i kosningahríðinni og á sjálfan kjördaginn héldu Framsóknar- menn því ósleitilega fram, -ð hinn 28. júní væri „örlagadagur“, eins og Tíminn þá sagði. Tíminn vitnaði einmitt til kosninganna 1908 og óskaði eftir jafn „ræki- legum“ úrskurði og þá hefði ver- ið veittur. Tímanum varð að þeirri ósk sinni, að úrskurður kjósenda reyndist nú með öllu ótvíræður. Vonbrigði Framsóknar urðu hins vegar þau, að úrskurðurinn féll á þveröfugan veg við það, sem hún hafði ætlað. ★ Á örlagadeginum 1908 greiddu 57,34% atkvæði á móti „uppkast- inu“, en 42,66% kjósenda at- kvæða með því. Þá eins og'aú bJandaðist auðvitað sitt hvað ann að inn í kosningarnar. Glæsileiki og vinsældir Hannesar Hafstems voru uppkastsmönnum til mikils íramdráttar um land allt. Hins vegar heíur t. d. Gunnar Ólafs- son, annar af þeim tveim, er kosningu náöu 1908, og enn <“ru á lífi, skýrt frá því í endurminn- ingum sínum, að talið hafi verið að hann eian af andstæðingum „uppkastsins“ gæti náð kosningu i Vestur-Skaftafellssýslu. Engar kosningar, hvorki fyrr né síðar hafa farið fram án þess, að ein- hver slík tillit væru tekin. Eftir i blandast þó engurn hugur um, að dómur þjóðarinnar hafi verið ótvíræður 1908 og hann hafi haft mikla þýðingu í sögu þjóðarinn- ar. Mjög var þó sá dómur tvíbent- ari en hinn, sem þjóðin kvað upp hinn 28. júní 1959. Með stjórnar- skrárbreytingunni nú greiddu at- kvæði 72,8% en á móti 27,2% af kjósendum. Hafi dómurinn 1908 verið ótví- ræður, sem allir viðurkenna, hvað er þá um dóminn nú? Engum getur komið til hugar að véfengja hann öðrum en þeim sem vill láta sinn vilja ráða á hverju sem veltur og segir úr- slitin einfaldlega ómark, ef þau eru ekki að hans sjálfs skapi. Á Framsóknarmenn segjast nú hafa hreyft því á síðasta Alþingi, að rétt væri að láta þjóðarat,- kvæðagreiðslu fara fram um kjördæmamálið í stað þess að leita úrskurðar kjósenda við venjulegar þingkosningar. Satt er það, að þeir munu hafa hreyft þessu, en fyrst í nefnd í efri deild og aldrei báru þeir fram um þetta neina tillögu á Alþingi sjálfu. Áhugi þeira þá fyrir slíkri málsmeðferð var ekki meiri en svo að þeir nefndu þessa hug- mynd sína hvorki í nefnd í neðri deild né á fundi þar. Framsóknarmönnum var aldrei alvara um þjóðat atkvæóa- greiðslu. Tillagan um hana nú er einungis áróðursbragð í því skyni að dylja að þeir telja „manndóm íslenzkra kjósenda" hafa brugð- izt á „örlagadeginum“, 28. júní sl. ★ Á Alþingi á dögunum gerði Skúli Guðmundsson raunar til- raun til þess að færa rök að þ/í, að kjósendur utan Reykjavík.’.r væru kjördæmabreytingu nú aitd snúnir. Þetta gerði hann með þv: að bera saman þingmannafjöida Framsóknar og Sjálfstæðismanna og fylgi þeirra hvers um sig. Allur var sá samanburður vill- andi, svo sem vænta mátti. Úr skar þó, það sem Skúli þagði al- veg um, að utan Reykjavíkur voru fleiri í kjöri en Sjálfstæðis- raenn og Framsóknarmenn eir.ir. Aðrir flokkar fengu þar að vísu engan mar.n kjörinn en um 13.000 atkvæði. Utan Reykjavík- ur fengu stuðningsmenn .cjör- dæmabreytingarinnar samtals 30.987 atkvæði en Fram^ókn ein- ungis 18616. Af 28 kjördæmum, sem kosið var í, reyndust 17 með kjördæma breytingunni en aðeins 11 á móti. Framsóknarmenn halda því oft fram, að Reykvíkingar eigi að vera rétt lægri en aðrir Auðvitað er það fjarstæða, sem engu tali tekur. En jafnvel þó að vi.ji Reykvíkinga væri að engu hafður í þessu mikla máli, er úrskurður kjósenda við kosningamar 28. júní svo ótvíræður, að ekki verð- ur um villzt, að 28. júní var sann- ur „örlagadagur." Það er bein óvirðing við þjóðar viljann, þegar Framsóknarmenn hamast nú á móti kjördæmabreyt ingunni. Þeir tala um samkomu- lag en greiða atkvæði á móti pví, að mál, sem hlotið héfur stuðn- ing nær % hluta þjóðarinna’- fái þinglega meðferð. Þjóðin mun sjálf veita þeim, sem þannig á- virða vilja hennar, verðug laun. stofunni. Eina hljóðið, sem heyrðist, var lágt suðið frá loftventlinum, sem barðist við að sjúga ferkst loft inn Brigitte — hin „látna“, sem lifir í molluna í sjúkrastofunni. — Tvær hjúkrunarkonur stóðu grafkyrrar, eins og negldar við gólfið, og hvítklæddur læknir hætti í miðju kafi við að laga gleraugun á nefinu, en horfði fölur á roskna konu, sem kraup við sjúkrarúmið. ☆ Nokkrar sekúndur liðu þannig. Spennan var nær því óbærileg. En svo kom lausnin. Konan leit upp frá sjúkrabeðnum. Tárin runnu í stríðum straumum niður hrukkóttar kinnarnar, er hún sagði með rödd, sem titraði af djúpri geðshræringu: — Já, þetta er dóttir mín — þetta er raunverulega Brigitte. Það var sem hjúkrunarkonurn- ar og læknirinn losnuðu úr álög- um. Þau andvörpuðu djúpt, eins og þau hefðu staðið lengi á önd- inni, og bros breiddust yfir and- litin. — Það var þá rétt eftir allt saman — stúlkan í sjúkrarúm- inu var Brigitte Woitha, en ekki vinkona hennar, Ingrid Preuss. ☆ • Frú Woitha hafði verið við jarðarför hinn 26. maí, en það hafði þá ekki verið dóttir hennar, sem jarðsett var — held- ur vinkona hennar. — Og þegar Karl Múller kraup við líkkistuna, var það ekki unnustan, sem hann grét — hún lá í sjúkrahúsinu í Hamborg. — Ótrúlegt en satt. Sjúkrahúsið hafði gert óvenju- Iga skyssu. Slysið Brigitte Woitha og Ingrid Preuss voru miklar vinkonur. Fyrir rúm um tveim mánuðum voru þær saman á ferðalagi i stórum al- menningsvagni. Þá varð slysið. Hraðlest rakst á vagninn á khoss- götum — og í valnum lágu marg- ir særðir, og nokkrir létust þegar í stað Ungu stúlkurnar tvær voru fluttar í sjúkrahús í Hamborg, ásamt fleiri særðum. Báðar voru þær mjög mikið slasaðar — og þegar gert hafði verið að sár- um þeirra og búið um þau, líkt- ust þær engu fremur en egypzk- um smurlingum. ☆ • Nokkrum dögum siðar lézt önnur stúlkan af sárum sínum — og samkvæmt spjaldskrá sjúkra- hússins var það Brigitta Woitha. — Sorg móðurinnar, sem er bú- sett í Englandi, var mikil og sár. Hún hafði misst mann sinn í styrjöldinni — og nú fékk hún tilkynningu um lát dóttur sinnar, sem var nýlega orðin tvítug. Og vikurnar liðu. Hin stúlkan var alltaf sveipuð umbúSum frá hvirfli til ilja; það sá ekki í and- lit hennar. Og Henry Biewald, unnusti Ingrid, sat við sjúkra- beðinn öllum stundum. Mistökin verða ljós Loks kom að því, að fyrstu um- búðirnar voru teknar af. Önnur hönd stúlkunnar kom fyrst í ljós — og Henry Biewald varð meira en lítið hverft við. — Á nöglum stúlkunnar sá hann dauf merki eftir lakk, en hann vissi það fyrir víst, að unnusta hans hafði aldrei notað naglalakk. — Hann kall- aði þegar á lækni. Jú, hann sá líka ummerki naglalakksins, en Fró Woitha, móðir Brigitte spurði hvort Henry væri alveg viss um, að Ingrid hefði alls ekki lakkað neglur sínar slys- daginn. — Já, hann kvaðst full- viss um það. Umbúðirnar kringum augu hinnar slösuðu stúlku voru nú fjarlægðar af hinni mestu var- færni. Og — stúlkan var ekki Ingrid. — Þá hefir unnusta mín sem sagt verið jarðsett sem Brigitte, sagði Henry lágt. Stúlkan, sem liggur hér, er Brigitte. ☆ • Það varð uppi fótur og fit í sjúkrahúsinu. Rannsókn var haf- in þegar í stað — og einasta lausn in á þessu fáheyrðu mistökum virtist vera sú, að spjöldum stúlknanna tveggja í skrá sjúkra- hússins hefði verið víxlað. Frú Woitha barst hraðskeyti til Englands frá sjúkrahúsinu: — Komið þegar í stað, dóttir yðar er á lífi. Gamla konan fékk taugaáfall. Legstaðurinn, þar sem Ingrld var jarðsett — sem Brigitte Hún hvíslaði í sífellu: — ÞaS g#t- ur ekki -verið — það getur ekki verið! Ég var sjálf við jarðar- för Brigitte. En hún fór til Hamborgar. Þegar hún kom í sjúkrahúsið og hitti læknana, sagði hún: — Ég trúi ykkur ekki enn — þori ekki að trúa, að það sé satt. Það var Brigitte Einn af læknunum og tvær hjúkrunarkonur gengu á undan henni til sjúkrastofunnar, þar sem hin slasaða stúlka lá. Það var þögull, lítill hópur. — Þegar þau voru komin inn fyrir dyrnar, gekk gamla konan hægt og hik- andi að sjúkrabeðnum. Loftventillinn suðaði, hjúkrun- arkonurnar stóðu grafkyrrar eins og myndastyttur, og læknirinn hætti £ miðju kafi við að laga gleraugun á nefi sér. Jú, þetta var raunverulega Brigitte. Frú Woitha gat ekki verið í neinum vafa, enda hafði nú mest af umbúðunum verið tekið frá andlitinu, ☆ • Frú Woitha var svo yfirbug- uð af geðshræringu, að hjúkrun- arkonurnar urðu að styðja hana út úr sjúkrastofunni. — Hún gat ekki enn fengið að tala við dótt- ur sína, og henni var sagt, að hún yrði varla ferðafær fyrr en eftir hálft ár að minnsta kosti. __Þegar gamla konan hafði jafn- að sig ofurlítið og var komin út fyrir dyr sjúkrahússins, sagði hún við lækninn: — Ég hefi aldrei gert mér grein fyrir, að lífið gæti verið svona óendalega fagurt. En hvað um fjölskyldu Ingrid? — Foreldrar hennar voru með í förinni, þegar slysið varð — og létu bæði lífið. Eftir er aðeins Henry Biewald, sem vakti marg- ar vikur yfir stúlku, sem hann hélt vera unnustu sína . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.