Morgunblaðið - 01.08.1959, Side 9

Morgunblaðið - 01.08.1959, Side 9
taugardagur 1. ágúst 1959 M OR CriTM P TH ni Ð 9 Umfer&arsíBa Morgunhlaðsins Árlega haía farizt hér 14 manns í um- ferðarslysum oð jafnaði á seinustu 5 árum 1 Hvor á sökina? Arefcstur tveggja farartækja á venjulegum gatnamót- um er mjög algengur eins og allir vita. — Til þess að forðast slíkt, hefur löggjafinn ákveðið að sá ökumaður skuli stanza, sem sér annað farartæki koma sér á vinstri hönd (varúð til vinstri). Ef allir ökumenn færu eftir þessari reglu, yrði aldrei árekstur við gatnamót. Fimmta hver hifreið í Reykjavík hefur lent í árekstri síðan um áramót — og hér í bæ hafa 120 manns slasast í umferðinni, margir alvariega, á sama tíma. 2 Hætfan liggur i leyni Þar sem vegur er lagður um hæðardrög og dældir, liggur hættan í leyni. Við slíkar aðstæður varð slys á fólki, við bílaárekslur í Borgarfirði síðastl. sumar. J Afengi og aksfur fer aldrei saman Einungis í Reykjavík hafa lögregluþjónar fært 170 öku- menn til blóðrannsóknar, síðan um áramót, vegna meintrar ölvunar við akstur. Þetta er geigvænleg tala — og hefur aldrei áður orðið svo há. ÞVÍ miður verða ekki öll slys umflúin. Ýmist náttúruham- farir eða óviðráðanleg atvik eru því valdandi. Því er þó ekki að neita, að langflest umferðarslys verða vegna óvarkárni mannanna sjálfra. Það er hörmuleg staðreynd, að innan okkar fámenna þjóð- félags er 14 mannslífum fórnað árlega fyrir vangá vegfarenda, ýmist hinna gangandi eða þeirra, sem ökutækjum stjórna. Sterkasta aflið til þess að aftra þessum slysum, hlýtur því að vera það, að hver ein- staklingur geri sér ljósa þá ábyrgð, sem á honum hvílir gagnvart meðbræðrum sínum í umferðinni. En fleira kem- ur þar til greina, svo sem fræðsla í umferðarmálum í skólum og fyrir almenning, svo og ströng löggæzla og þung viðurlög þeim til handa er afglöpunum valda. Áhugi almennings fyrir öryggismálum og slysavörn- um má aldrei sljóvgast. — Sterkt almenningsálit stuðlar að auknum menningarbrag í þeim málum, sem öðrum. Þáttur blaða og útvarps er því mikilvægur á þessu sviði, bæði til fræðslu og til opin- berrar gagnrýni. Umferðarsíða þessa blaðs á að minna oss á þá daglegu ábyrgð, sem á oss öllum hvílir, ekki einungis öku- mönnum, heldur og hinum fótgangandi — og ekki ein- ungis um þessa helgi, verzl- unarmannahelgina, sem þó hefur sína sérstöðu vegna aukinnar umferðar — held- ur um allar helgar og alla daga ársins. * / Minnumst þess að hörmu- legu slysi kann að verða af- stýrt síðar á æviskeiði manns, sem á barnaskólaárum sínum fær fræðslu um reglur þær, sem gilda í götuumferð — og að ein góð viðvörunarmynd í blaði, eða athygilsverð setn- ing í útvarpi getur vakið þá til umhugsunar, sem láta dag- legan ávana sljóvga hug sinn fyrir hættunum. Myndir þær, sem hér birt- ast, hafa ekki sést áður í ísl. blöðum, en eiga allar erindi til manna, sem mæta vilja hverjum degi vakandi og við- búnir. Jón Oddgeir Jónsson. Þessi utangátta lögbrjótur veldur truflun og slysahætto á götunni. Meiri hluti gangandi vegfarenda lítur ekki á götuljósin, en skygnist um eftir tækifærum til að skjót- ast á milli bifreiða sem eru á ferð. 5 Hraöur akstur Þegar ökumenn nálgast beygjur á þjóðveginum, her þeim að draga úr hraða ökutækisins á ð u r en þeir koma í beygjuna — annars er voðinn vís, eins og myndin sýnir. 6 Hann leikur sér með lif félaga sinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.