Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 8
8 U O R C V tv n r 4 rt l fí Laugardagur 8. ágöst 1959 Utg.: H.t. Arvakur Reykjavik. rramkvæmdastjóri: Sigfús Jórisson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) ' Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. .HOLDING COMPANY U I~y NGUM, sem les þá lýs- { ingu, er birt var hér í ■Á blaðinu í fyrradag eftir norrænum fræðimanni, á því hvernig auðhringar verða til fyr- ir samruna „fusion“ eða eru svo- kölluð „holding company“, getur blandazt hugur um, að lýsingin á við SÍS. Að eigin sögn SÍS heyra nú undir það 40—50 meira eða minna sjálfstæð fyrirtæki ög stofnanir. Sum fyrirtækjanna hafa sameinazt SÍS fyrir beinan samruna, „fusion“. í öðrum hef- ur SÍS, sem „hdlding company“, úrslitaráð. Þó að þessi lýsing á „auðhring* eigi við SÍS, er þar með engan veginn sagt, að slíkt þurfi að vera eitthvað slæmt. Auðhringir eru að vísu mjög um- deildir í flestum löndum. Sums staðar hafa verið settar hömlur við starfsemi þeirra. Flestir eða allir viðurkenna þó, að þeir hafi nytsamt verk að vinna í nútíma- fjárhagslífi, þó að gallar séu þeim einnig oftast samfara. Fyrirfram er þess vegna ekki hægt að segja, að það sé galli við SÍS, að það sé auðhringur. Hitt, sem bersýnilega er varhugavert, er, að þetta mikla félagsbákn, hverju nafni, sem menn vilja nefna það, er ekki undir raun- verulegri stjórri eigenda þess, hinna rúmlega 30 þúsund félags- manna, heldur er stjórnin kom- in í hendur tiltölulega fámenns hóps. Að vísu er SÍS samansett af 56 kaupfélögum. Það ætti að tryggja, að almenningur eða fulltrúar hans réðu á aðalfundi SÍS. En óumdeilanlegt er, að at- kvæðisrétti hefur verið komið þannig fyrir, að 1/6 hluti fé- lagsmanna getur haft öll ráð á aðalfundunum. Þetta er þó e. t. v. ekki hið versta. Enn verra er, að atkvæð- isrétti er svo háttað, að stjórn SÍS og framkvæmdastjórar hafa í hendi sér að skammta félags- mönnum í hinum einstöku fé- lögum atkvæðisréttinn. Þvert ,,H amingjusamasta œska heimsins" — einangruð á „skraufsýningu kommún- ismans'4 í Vín ofan í fyrstu höfuðreglu Roch- dalefélagsins og aðaleinkenni samvinnufélaga eftir íslenzkum lögum fer atkvæðisréttur til full- trúavals á aðalfundi SÍS eftir viðskiptamagni félags við SÍS sjálft. Með því að halda viðskipt- um frá tilteknu félagi, getur stjórn SÍS og framkvæmdastjór- ar ekki aðeins lamað það fjár- hagslega heldur einnig að sama skapi rýrt atkvæðisrétt félags- manna þess. Sagan af KRON ber þessu ljóst vitni. SÍS hefur stöðugt sýnt KRON meiri stirfni í viðskiptum en flestum eða öllum öðrum kaupfélögum landsins. Til við- bótar hefur það sett upp harð- vítuga samkeppni við KRON um verzlun hér í bænum, beinlín- is til þess að draga úr viðskipta- magni KRON við SÍS. Þar með er atkvæðisréttur félagsmanna KRON gerður enn minni en ella. 1 umræðum á Alþingi þessa dagana var nefnt nýtt dæmi um hegðun Framsóknarbrodd- anna við KRON. Kommúnistar minntu á það, að þegar banka- löggjöfin nýja var sett fyrir tveimur árum, hefðu Framsókn- armenn mjög haldið því fram og raunar nefnt það sem helzta dæmi ranginda í útlánum, að KRON hefði ekki fengið næg rekstrarlán. Eftir breytinguna hefði þess vegna mátt vænta þess, að greiðara yrði um lán- veitingar til KRON hjá bönkun- um en áður. Kommúnistar full- yrtu hins vegar, að því færi fjarri að svo hefði reynzt. 1 þessu hefði engin umskipti orðið. — Framsóknarmenn hefðu einungis notað þetta sem skálkaskjól. Allt hnígur hér að hinu sama. Framsóknarmenn hafa búið þannig um sig innan SÍS, að þeir og valdaklíka þeirra er þar eins konar „holding company" í hin- um margþættasta félagsskap, sem starfað hefur á íslandi og yfir meira fjármagni ræður en nokk- ur annar í sögu þjóðarinnar. HÉR fer á eftir í lauslcgri þýð- ingu útdráttur úr frásögn, sem birtist í „Berlingske Tidende“, frá fyrstu dögum hins kommún- íska „heimsmóts æskunnar“ í Vínarborg, sem lauk hinn 4. þessa mán. ☆ Með því að velja höfuðborg Austurríkis sem leiksvið fyrir þessa miklu skrautsýningu kom- múnismans hafa forsprakkarnir eflaust þótzt beita öngulinn bet- ur fyrir forvitna og ferðaþyrsta unglinga og áhugalitla um stjórn mál (sem kommúnistar reyna sérstaklega að lokka til sjn), heldur en ef mótið hefði verið haldið," t. d. í Bukarest eða Sofiu. Reiknuðu ekki rétt Þær áætlanir hafa þó ekki staðizt að fullu. Það kom sem sé upp úr kafinu á síðustu stundu, að sendinefndir frá 20 iöndum höfðu hætt við þátttöku í mótinu — og þar með hrapaði tala þátt- takenda úr 17.000, sem gert hafði verið ráð fyrir, niður í ca. 15.000. Getur það ekki kallazt glæsilegur árangur, ef miðað er við Moskvumótið í fyrra, þar sem 35 þúsund manns voru sam- an komnir. En fátt er svo með öllu illt .. Þótt þetta hafi'eflaust valdið for sprökkunum vonbrigðum, hefur ENGIN ATHUGASEMD FRÁ HIRTI FYRIR nokkru birtist hér í blaðinu aðfinning við frammistöðu forráða- manna gistihússins að Bifröst, sem SÍS rekur í Borgarfirði. Strax eftir að aðfinningin hafði birzt, barst blaðinu skýring eða leiðrétting frá Hirti Hjartar, sem innan framkvæmdastjórnar SÍS mun hafa yfirstjórn gistihús- rekstursins. Blaðið birti skýr- ingu Hjartar og var þar með því máli lokið. Þetta er rifjað upp vegna þess að bæði á undan og eftir aðfinn- ingunni við rekstur Bifrastar, hafði hér í blaðinu verið skýrt frá því, að Hjörtur Hjartar hefði á óviðurkvæmilegan hátt beitt forstjóravaldi sínu yfir skipa- deild SÍS til framdráttar Fram- sóknarflokknum í kosningunum. Sagt hefur verið frá þessu m. a. á þennan veg: „Engin nýjung er, að forstjóri Skipadeildar SÍS, Hjörtur Hjart- ar, kalli skipsmenn fyrir sig, að- vari þá og láti þá vita, að ekki sé ætlazt til þess að um borð í skipum SÍS heyrist aðrar skoð- anir en þær, sem Framsókn hentar“. Vissulega er vert að veita því athygli, að Hjörtur Hjartar, sem var svo hvumpinn, eins og að framan er sagt, út af smáaðfinn- ingu á rekstri Bifrastar, skuli enga athugasemd gera við þessa frásögn. Tíminn hefur ekki borið við að mótmæla henni né heldur hinu, að aðalforstjóri SÍS, Er- lendur Einarsson, hafi við kosn- ingarnar nú beitt sér meira í áróðri fyrir Framsókn en áður. Þá hefur heldur ekki verið gerð tilraun til að andmæla frásögn af Akureyrarhneykslinu, þegar Ásgrímur Stefánsson, forstjóri Fataverksmiðjunnar Heklu, sem er eign SÍS,‘fór sjálfur með kosn- ingarit Framsóknar í verksmiðj- una, útbýtti því þar í eigin per- sónu milli starfsfólksins og hélt síðan áróðursræðu •fyrir Fram- sókn í útvarp verksmiðjunnar. Þögn hinna málhvötu manna yfir þessum frásöngum er bezta sönnunin fyrir sanngildi þeirra. Ánægjulegt væri, ef þögnin væri einnig vitni þess, að þeir skömmuðust sín fyrir frammi- stöðuna. Eftir er að sjá að svo sé. Líklegra er hitt, að þeir hugsi sér að þegja nú en brúka talandann þeim mun meira á sama veg og áður, næst þegar Framsóknarherrarnir skipa þeim að beita sams konar aðförum í skjóli auðvalds SÍS. ... D j i 1 a s var líka eftir sóttur.“ þáð a. m. k. orðið til þess að létta starf hinna fjölmörgu „gæzlumanna", sem hafa því hlutverki að gegna, að hafa vak- andi auga á mótsgestum — og þá alveg sérstaklega þátttakendum frá Sovétríkjunum, sem eru í raun og veru algerlega einangr- aðir. — Þegar ýmsir mótsgestir — einnig all-margir frá „al- þýðulöndunum" — tóku að reika um götur borgarinnar, eða leita eiljtils kuls í skugga trjánna eft ir erfiðan dag á mótsstaðnum í steikjahdi sólarhita, var hinum sovézku .gestum — „heimsins hamingjusömustu æsku“ — smal- að inn í stóra fólksflutninga- vagna og ekið burt, „til síns heima“. Þegar á öðrum degi mótsins sáust unglingar frá öðrum kom- múnistaríkjum ganga tveir eða fleiri saman um götur Vínar. — Þeir sáust virða fyrir sér þing- húsið, Stefáns-dómkirkjuna og aðrar helztu byggingar — og dáðust að hinum smekklegu verzlunum við Kárntnerstrasse. En Sovét-æskunni er annað- hvort ekið úr einum stað í ann- an í hinum lokuðu flutninga- vögnum, eða þá „leiddir" um í stórum, skipulögðum hópum, sem minna á herdeildir. — Og vökul- ir leiðsögumenn sjá um, að eng- inn heltist úr lestinni. Hryllingssögur um „djöfullegar ráðagerðir" Svo virðist sem Moskvumenn hafi ekki fyllilega treyst þvj, að þetta dyggði til — enda hafa þeir hlotið misjafna reynslu í þessum efnum, Hvað sem um það er, þá birtu Sovétblöðin rétt fyrir mótið hinar verstu hryll- ingssögur um djöfullegar ráða- gerðir, sem vestur-þýzka stjórn- in hefði bruggað, með það fyrir augum að brjóta niður siðferði mótsgesta. Þannig sögðu Moskvu blöðin m. a. þá sögu, að öll vænd ishús í Bonn hefðu verið tæmd og „íbúarnir“ sendir til Vínar til þess að freista þess að afvega- leiða hin austrænu ungmenni. — Svo ekki væri nú minnzt á heil an her undirróðurs- og lýðæsinga manna, sem Bonn-stjórnin hefði látið ráðast inn í Vínarborg í álíka erindagerðum. Landamæri kommúnisma og frelsis Það er þó ljóst, að þessar að- varanir hafa ekki megnað að slökkva löngun austanmanna til að kynnast hinum vestræna heimi. — Unga fólkið hefur kom- ið hópum saman til upplýsinga- stöðva þeirra, sem austurrfsk æskulýðsfélög (en þau neituðu að taka þátt í mótinu) settu upp víðsvegar um borgina. Þar er út- býtt ágætlega skrifuðum ritum á hinum þrem höfuðtungum, og einnig á spænsku, pólsku, ung- versku og rússnesku. Einnig skoðuðu mjög margir myndir, sem þar lágu frammi, frá hin- um gaddavírs-girtu landamær- um Ungverjalands og Austur- ríkis — landamærum kommún- Pasternak — æskan á „heimsmótinu vildi lesa „Dr. Zivago og . . . isma og frelsis. — Þessar Ijós- myndir sýna glögglega hvers konar friður — og hvers konar vinátta — felst að baki hinum síendurteknu slagorðum mótsins: „Friede und Freundschaft“ (frið ur og vinátta). Tvisvar á dag hefir verið séð fyrir ókeypis-ferðum til landa- mæra Austurríkis og Ungverja- lands. Hefir verið mikil þátttaka í þeim, mesf þó úr hópi mótsgesta frá Afríku, Japan og arabisku- löndunum. En sagt er, að nokkr- um rússneskum ungmennum hati jafnvel tekizt að komast í slíka ferð. —o—0—o— Hinni frægu og umdeildu bók Boris Pasternaks, „Dr. Zivago", hefir verið útbýtt ókeypis í upp- lýsingastöðvunum, bæði rúss- neskri og pólskri útgáfu — og það hefir bókstaflega verið rifizt um bókina. Einnig hefir verið mikil eftirspurn eftir bók Djilas- ar, „Hinni nýju stétt“ — en henni var einnig útbýtt á mörgum tungumálum. Þegar á allt er litið, virðist sem þeim fjórum milljónum dollara, sem Sovétríkin veittu til þessa hátíðamóts hafi ekki verið sér- lega vel varic Innrásarher kommúnista 80 km. inn í Laos Bardaga hefur lœgt í bili VIENTIANE í LAOS, 6. ágúst (Reuter) — Bardagana við landa mæri Laos og Norður-Vietnam hefur nú nokkuð lægt eftir or- ustu sem stóð samfleytt í þrjá sólarhringa. Standa nú aðeins yfir minniháttar skærur í skóg- um norðurhéraðanna, en óttazt er að nýir bardagar blossi upp á hverri stundu. Yfirhershöfðingi Laos-hers Gu- an Nattikone segir að her hans hafi misst um 300 manns í bar- dögunum að undanförnu. Stöð- ugt er unnið að herflutningum til innrásarsvæðisins mest með herflutningaflugvélum. Innrásm í Laos virðist vera framkvæmd með skæruliðum úr flokki kommúnista Pathet Laos, sem hafa að undanförnu notið þjálfunar í Norður-Vietnam og hefur kommúnistastjórnin þar einnig búið innrásarflokkana vopnum. Liðsforingj ar frá Norð- ur-Vietnam stjórna herflokkun- um. Lengst er innrásarliðið nú komið um 80 km inn í Laos. Ríkisstjórn Laos hefur sent Dag Hammarskjöld framkvæmda stjóra S. Þ. skeyti, þar sem hann er beðinn um að skýra þátttöku- ríkjum S. Þ. frá innrás þessari og aðstæðum. Stjórnin lýsir marklausar staðhæfingar komm- únista um að hér sé aðeins um að ræða innanlandsuppreisn, eng inn vafi sé á því að innrásarliðið komi frá Norður-Vietnam og sé stjórnað þaðan. Enn er ekki Ijóst, hvað komm- únistar hyggjast fyrir með mn- rás þessari, hvort ætluri þeirra sé að taka Laos með vopnavaldi, eða hvort ætlunin er fyrst og fremst að steypa stjórn Phoui Sananakoni, sem er vinsamlegur Vesturlöndijm og koma á nýrri stjórn sem fylgir hlutleysissteín- unni. Landvarnarráðherra Thailands, Tanom Kittikachorn lýsti pví yfir í dag, að stjórn Thailands væri reiðubúin að senda heri’ð inn í Laos, ef stjórn þess óskaði eftir hernaðaraðstoð. Gat hann þess í því sambandi, að Laos væri á varnarsvæði Seato-banda- lagsins, þótt landið væri ekki að- ili að samtökunum. Aburðarverksmiðjan í GÆR var útbýtt á Alþingi frum varpi til laga um breytingu á glldandi lögum um áburðarverk- smiðju, nr. 40 frá 23. maí 1949. Það er Einar Olgeirsson, sem frumvarpið flvtur, og miða breyt ingarnar að því, að áburðarverk- smiðjan hf. verði algjört rík:s- fyrirtæki, sem einstaklingar eða félög eigi ekki aðild að, eins og verið hefur fram til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.