Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. ágúst 1959 \rnncrivn* 4 mo 9 íslenzkur ritverk lögfræðingur hans og Grein um Ólaf Lárusson prófessor eftir Helga Refsum, lögdómara GREIN sú sem hér fer á eftir birtist fyrir nokkru í Oslóar- blaðinu Nationen. Hún fjallar um tvær bækur, aðra sem helguð var prófessor Ólafi Lárussyni á sjötugsafmæli hans, hin eftir hann. Má sjá af þessari grein hvílíks álits prófessor Ólafur nýtur á Norðurlöndum fyrir fræði- mennsku sína. 1. Afmælisrit helgað Ólafi Lár- ussyni prófessor dr. juris & philosophiae sjötugum 25. febr. 1955. Gefið út af íslenzkum lög- fræðingum og laganemum. Hlað- búð. 2. Ólafur Lárusson: Lög og Saga. Lögfræðingafélag íslands gaf út. Hlaðbúð. Reykjavik 1958. Þetta hátíðarit mun gleðja marga vegna þess að það er mik- ilvægt sem vísindarit og hand- bók. Það er eins konar alfræðirit um íslenzk lögvísindi. En Ólafur Lárusson hefur líka sérstöðu með al lögfræðinga Norðurlanda. Hann er í rauninni einn af horn- steinunum í nútíma lögvísindum lands síns. í öllum löndum eru fræðimenn 1 lögvísindum sem í réttarsögunni glæfa upp úr hinum stóra hópi lögfræðinga og rit þeirra upp úr flaum lögfræðibóka. Þeir hafa orðið upphafsmenn og lýsa eins og vitar yfir þau skerjóttu og hættulegu sund sem farvötn rétt- arins eru oft. Þegar við hugs- um til þeirra, gleymum við oft þeim sem voru á undan þeim. Svona er það. Þeir eru orðnir meira en primus inter pares, — þeir eru præceptores patriae. Frá Englandi má nefna t.d. nöfn eins og Blackstone, Bent- ham og Maitland, frá Bandaríkj- unum Oliver Wendel Holms, ♦Cardozo og Marshall og frá Þýzkalandi von Savigny, Kohler, Ihring og Windseheid. ísland var eins og Noregur tengt dönskum lögvísindum í margar aldir. Norræn lögvísindi voru á 17.—19. öld nátengd þýzk- um lögvísindum bæði að hug- myndum og orðaiagi, sérstaklega þó tengd rómantísku lögvísind- unum. Við háskóla hms sameiginlega konungsríkis í Keiel störíuðu að kennslu við framrás tímans marg ir framúrskarandi vísindamenn af þýzku bergi brotnir, m. a-slík stórmenni í lögvísindum sem Anton Friedrich Justus Thibaut (1772—1840) og Paul Johann Anselm Feuerbach (1775—1833) og margir fleiri. Hinum þýzku ríkjum og lönd- um konungsins var stjórnað frá Kaupmannahöfn og þýzka var stjórnvaldsmálið í þessum héruð- um, þar sem um þriðjungur af þegnum Danakonungs lifði. Því fór svo, að þýzk lögfræði, þýzkur hugsanagangur og lög- fræðihugtök hafði mjög mikla þýðingu fyrir lögfræðilegan hug- myndaheim dansk-norska kon- ungsríkisins. Þessu ber hver ein- asta lögfræðibók vitni næstum án undantekningar. Ef litið er á þetta með víðsýni sést að þetta varð bæði til gagns og tjóns. Hin dönsku og norsku lög Kristjáns V. voru rituð á tiltölu- lega alþýðlegu norrænu lögfræði máli. Þrátt fyrir það smituðust lögfræðingarnir með tíð og tíma mjög af hinu þýzk-rómanistíska fagmáli. Það var bæði frumstætt, nákvæmt, orðríkt og virtist rök- rænt og formfast fagmál. En því miður skildi leikmaðurinn lítið í þessu gerfimáli. • O. A. Vinje 'hefur kallað það Tartaramál, en Danir gáfu þvi háðsheitið ,lögfr-æðilegt hrogna- mál“. Sumir snerust með andúð gegn þessu nýja fagmáli það var hreint sérfræðingamál, leynimál, sem aðeins þeir útvöldu gátu not að. Sumir héldu því jafnvel fram að það væri notað til að skýla hugsunum, sem ekki væru til, það væri hylki utan um hugsana- snauðar hártoganir og orðhengils hátt. Svo slæmt var það víst ekki því fylgdu ýmsir kostir venju- legs fagmáls. íslenzkir lögfræðingar hlutu eins og þeir norsku menntun sína í Danmörku á sambandstímunum. Fyrsti íslendingurinn tók lög- fræðipróf við Kaupmannahafnar- háskóla 1738, sá síðasti á öðrum tug tuttugustu aldarinnar. Sam- tals luku 200 íslenzkir lögfræð- ingar prófi í Danmörku á sam- bandstímanum. Síðan 1908 hafa nærri 400 lög- fræðingar lokið prófi við laga- deild Háskólans í Reykjavík. Allir þessir ungu lögfræðingar hafa verið svo heppnir að eiga prófessor Ólaf Lárusson og aðra framúrskarandi fræðimenn að kennurum. Prófessor Ólafur gr einn sá lærðasti og fordómalaus- asti háskólakennari sem nokkru sinni hefur haldið fyrirlestra við nokkurn háskóla. Hann hefur þekkingu á lífinu og lítur bæði raunhæft og rökrænt á vanda- málin með heilbrigðri fyrirlitn- ingu á öllum lögfræðilegum orð- hengilshætti. Hann hefur alltaf hent gaman að lögfræðilegum fimleikum og hefur óbeit á kredd um og töfrakúnstum með orð. Það sem hann skrifar vitnar um ó- svikna rökfærslu, ótrúlega víð- tæka þekkingu og natni og var- kárni í mati sínu á verkum sam- verkamanna sinna úr öllum lönd- um og öllum tímum. Þetta virð- ist honum meðfætt. Sagt hefur verið um Ólaf, að fáir lögfræð- ingar Norðurlanda hafi jafn- mikla hæfileika og hann til að skilja í sundur það smáa frá hinu stóra. Eitt af stórvirkjum Ólafs hef- ur verið skerfur hans til að skapa alþýðlegt, nákvæmt og fullnægj- andi nútíma-lögfræðimál fyrir sjálfstætt ísland, sem gæti leyst af hólmi kansellí hrognamál skrif arans. ísland er nú svo vel sett, að um 90% af löggjöf þess, mælt i blaðsíðutali hefur síðan 1904 ver- ið ritað á nútíma íslenzku. Ritverk prófessors Ólafs eru mjög mikil. Prófessor Ármann Snævarr birtir ritverkaskrá hans í afmælisritiriu. Er hún nærri 8 blaðsíður og þar eru nefndar 180 ritgerðir og bækur. Fáir, ef til vill enginn löglærður maður í Vestur-Evrópu getur lagt á borð- ið skrá yfir neitt sem jafnast á við þetta, svo fjölhæfur er hann. Ólafur hefur einnig skrifað um norskar lögfræðibókmenntir t. d. um bækur eftir Knut Robber- stad prófessor og Kristian Öst- berg dósent og dr. juris. Hann hefur einnig komið með merki- legt framlag í sögu einstakra byggða og ríkisins í heild. Bók. hans „Byggð og saga“ (1944) er talin fyrirmyndarrit í íslenzkri byggðasögu. Þar að auki hefur hann skrifað margar ritgerðir um hrein málvísindaleg og þjóð- sagnaleg efni. Hin mörgu verk hans í réttarsögu íslands eru á- litin brautryðjandaverk. í safnritið „Nordisk Kultur“ hefur hann skrifað um íslenzku þjóðina í fornöld og um staða- nöfn. Hinar mörgu kennslubækur Ólafs eru vafalaust í hópi hinna beztu sinnar tegundar. Árið 1933 kom út „Um víxla og tékka“, Fyrirleestrar um veðréttindi komu út 1946, Kaflar úr kröfu- rétti 1948 Eignaréttur 1950, Sjó- Að handsama veiðifálka var at- ’ vinnugrein sem hafði litla efna- hagslega þýðingu en mikinn heið- ur í för með sér bæði á íslandi og Noregi. Ritgerðin er mjög at- hyglisverð bæði fyrir eldri sögu konungsvaldsins og fyrir veiði- söguna. Einar Arnórsson fyrrum pró- fessor hæstaréttardómari, dóms- málaráðherra og dr. juris. ræðir um hjónaskilnað sámkvæmt göml um íslenzkum rétti og kirkjurétti. Hann dregur fram mikið nýtt efni, sem hefur þýðingu fyrir réttur 1951. Margar aðrar kennslu réttar' °S menningarsöguna. Efni . . , , „ ...i sem einmg er mikilvægt fyrir bækur eftir hann hafa venð fjol norsk frægi_ ritaðar. Þær verða vonandi prent aðar með tímanum. Það er sagt um Ólaf Lárusson að þekking hans og ósviknir rannsóknarhæfileikar geri hann hæfan til að vera prófessor í þremur mismunandi greinum ut an lagadeildarinnar og í öllum greinum lögfræðinnar. Við hlið fræðimennskunnar hef ur hann alltaf haft tíma til að sýsla við raunhæf lögfræðileg úr lausnarefni og við framkvæmdar atriði. Hann hefur þrisvar verið rektor Háskólans og setið í fjölda opinberra nefnda, svo sem í fast eignamatsnefnd Reykjavíkur og yfirskattanefnd. Hann hefur oft verið aukadómari í Hæstarétti. Lögfræðirit sín hefur hann því ætíð skrifað i nánnum tengslum við réttarframkvæmd. Prófessor Ólafur Lárusson er meðlimur í norsku vísindaaka- demíunni og heiðursdoktor við Óslóarháskóla. Það var því eðlilegt að íslend- ingar heiðruðu þennan braut- ryðjanda á sjötugsafmæli hans rúeð því að gefa út frambærilegt afmælisrit. Rit sem gæti sýnt breidd og dýpt í íslenzkum lög- fræðivísindum í dag. Afmælisritið sýnir líka glöggt það lið góðra visindamanna og starfandi lögfræðinga með vís- indalega þekkingu sem ísland getur skipað fram, þótt íbúar þess séu aðeins 150 þúsund. Fyrsta ritgerðin í afmælisrit- inu er hin nákvæma og efnis- mikla ritgerð Ármanns Snævarrs prófessors um tvær hjúskapar- híndranir, sem áður gætti svo mjög 1) skyldleika og 2) fátækt. Fátækt var hjúskaparhindrun allt fram til 1917. Næst kemur glögg ritgerð eft- ir Benedikt Sigurjónsson dómara við borgardóminn um skaðabóta- skyldu vegna flugslysa. Bjarni Benediktsson fyrrum dómsmála- ráðherra og háskólakennari, sem nú er ritstjóri og alþingismaður ritar um hin mörgu vandamál varðandi vald Alþingis, viðvíkj- andi útgáfu þess sem við myndum kalla bráðabirgða-tilskipanir. Það ’er mjög vel skrifuð ritgerð, sem ætti að þýða á eitthvert heims- málanna, vegna þess, að hún varpar ljósi yfir vandamál í stjórnlagafræðinni, sem nú er mjög á dagskrá. Björn Þórðarson fyrrum for- Einar Bjarnason ríkisendur- skoðandi segir í mjög athyglis- verðri ættfræðiritgerð frá lög fræðingaætt á fslandi á árunúm 1360—1564. Friðjón Skarphéðinsson bæjar fógeti skrifar auðlesna og fræð- andi ritgerð um Svein Sölvason lögmann (1722—1782), sem varð examinatur juris. 1742. Er greint frá lögfræðilegum rithöfunda- störfum hans. Gunnlaugur Þórðarson, sem er lærður í þjóðarétti, dr. juris frá Parísar-háskóla á þarna grein um ólöglegar fiskveiðar innan landhelgi, — það er vissulega viðfangsefni, sem liggur mönn- um á hjarta á þessum tímum. Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneyt isstjóri ræðir um hin gömlu mann talsþing og er þar að finna margt athyglisvert um embættisstörfin í gamla daga. Ritgerð Ólafs Jóhannessonar prófessors fjallar um óhæfi sem ógildingarástæðu stjórnvaldsað- gerða. Hann kemur inn á svo mörg almenn Iögfræðileg vanda- mál í þessu sambandi, að grein- ina ætti að þýða á eitthvert heims málanna. Hin ýtarlega og áhrifamikla rit gerð Theodórs B I índals um ís- lenzku mannánafnalöggjöfina hlýtur að vekja sérstaka athygli á Norðurlöndum. Efnið er sund- urliðið og sett skipulega fram. Nú starfar konungleg nefnd í Noregi að endurskoðun nafnalög- gjafarinnar. Það er ætlunin að samræma hana eftir því sem hægt er á öllum Norðurlöndunum. En það verður þung þraut, því að nafnavenjur hafa orðið mjög ó- líkar meðal norrænu þjóðanna. Hinar málfræðilegu, tizkulegu, þjóðfélagslegu, sagnfræðilegu, staðarlegu og efnahagslegu að- stæður, jafnvel hin réttarlegu á- kvæði hafa verið ólíkari manna nafnaréttinum, en á flestum öðr- um sviðum réttarins. Þess vegna hafa mannanafnavenjur orðið sundurleitari, breytil^gri, stað- bundnari og tímabundnari en aðr ir þættir í þjóðlífi Norðurlanda og það jafnvel þótt vissar stefn- ur í nafnavenjum hafi verið sam eiginlegar ákveðnum þjóðum á öllum Norðurlöndum og jafnvel í allri Evrópu. Þórður Eyjólfsson hæstaréttar- dómari, fyrrum prófessor og dómsmálaráðherra lýsir í skarp- skyggnri ritgerð þremur gömlum íslenzkum dómum. Tveir þessara dóma frá árunum 1543 og 1545 sem eru kenndir Ara Jónssyni ligmanni virðast hreinar falsanir. Eg vil nota tækifærið í sambandi við þetta til að benda á það, að bókin Persónuréttur eftir Þórð Eyjólfsson, sem kom út 1949 er með réttu álitin í hópi hinna beztu kennslubóka i norrænni lögfræði. Afmælisritinu lýkur ágætlega með ritgerð Þorsteins Þorsteins- sonar sýslumanns um Laugar- vatnsdal og byggðina þar. Allar þessar 13 ritgerðir gefa afmælisritinu sinn svip. Þær vitna allar um það hve rannsókn- ir eru á háu stigi við Háskóla íslands. Erigin ritgerðanna er kærulaus skrifborðsframleiðsla. Það er eðlilegt að norskur lög- fræðingur láti í Ijósi ánægju sina yfir því, að það Norðurlandanna, sem á margan hátt stendur okk- ur næst, skuli hafa tekizt á 50 árum að skapa svo auðugt og sætisráðherra og dr. juris. segir i háþróað lögfræðisvið. Það er e. t frá réttindum konungs í sam-1 bandi við fálkaveiðar á íslandi. v. því að þakka að Island á gamla glæsilega, vísindalega og bók- í menntalega menningu, sem hefur varðveizt meðal fólksins, verið eign almennings. Þar að auki hefur ísland fengið þjóðlega, heimagróna, réttarskipun, sem er rík að erfðavenjum. Hún er nor- ræn og vestræn réttarskipun bæði í stjórn og löggjöf. Alþingi íslendinga er elzta þjóðþing í Evrópu. En fsland hef ur líka átt góða, frjálsa og óháða blaðaútgáfu, allt frá því fyrstu blöðin voru gefin út. Samt lá erfitt verkefni fyrir íslenzku lögfræðingunum, þegar þeir hófú brautryðjendastarf sitt á sviði lögfræðinnar. Árangurinn hefur orðið slíkur, að hann get- ur orðið fyrirmynd jafnvel fyrir gömul vestur-evrópsk ríki. Hin mörgu ungu ríki út um víða veröld gætu lært mikið af aðgerðum íslendinga á sviði lög- fræðinnar. íslendingum tókst á skömmum tíma með nútíma-lög gjöf sinni og lögfræðiritum, að þroska gamalt menningarmál, sem stóð föstum rótum í gömlu bændaþjóðfélagi, í tæknilega fullkomið nútíma fagmál. Þetta er alveg einstætt framlag enda þótt fsland tilheyri hinu gamla vestur-evrópska menningarsviði. Það er því skiljanlegt að banda- ríski sagnfræðingurinn Ellsworth Huntington veiti fslandi heiðurs- sess í riti sínu „Mainsprings of Civilization“. Þetta kemur fram í ríkum mæli í síðustu bók prófessors Ólafs Lárussonar „Lög og saga“ sem kom út skömmu fyrir síð- utu jól. Bókin inniheldur úrval ritgerða frá ýmsum sviðum lög- fræðinnar. Þær hafa áður birzt í íslenzkum og erlendum tíma- ritum. Bókin hefst á ágætri rit- gerð um straumhvörf í fjármuna- réttinum. Hin þýðingarmikla at- hugun á stjórnskipun og lögum lýðveldisins íslenzka og minni ritgerð um hof og þing eru einnig með í ritgerðasafni þessu. í þessum tveimur ritgerðum kvað Ólafur Lárusson niður þá kenningu sem áður var svo út- breidd, að náið samband hefði verið milli hofs og þings, þ. e. a. s. milli trúar og réttarskiprmar ís- lands. Báðar ritgerðirnar eru mjög mikilvægar fyrir norska réttar- sögu Nýjar staðreyndir og sjón- armið sem hafa úrslitaþýðingu koma fram í þeini cllum. Ritgerðin um íslenzku lögbók- ina „Grágás“, sem hefur verið prentuð á dönsku í „Tidsskrift for Rettsvitenskap“ árið 1953, varpar skýru ljósi yfir mörg vandamál, sem hingað til hafa verið óleyst í norrænni réttar- scgu, sérstaklega norskri réttar- sögu. Hér sýnir Ólafur hina miklu hæfileika sína sem rit- skýrandi og einnig sýnir hann á sannfærandi hátt þekkingu sína á fornnorskum bókmenntum. Grá gás er sérkennilegra og sjálf- stæðara íslenzkt verk en menn hafa hingað til haldið. Hún er hvorki alþýðulög né safn af rétt- arvenjum. Hún er raunveruleg lögbók, sem er líkast tih samin af nefnd lærðra og reyndra lög- fræðinga. Grágás er á æðra lög- fræðilegu stigi en samtíma lög á hinum Norðurlöndunum. Ritgerð- in „Hefndir" sem er 30 bls. er líklega mikilvægasta framlagið til sögu norræns og sérstaklega íslenzks refsiréttar, sem nokkru sinni hefur verið skrifað. Ólafur Lárusson kemst þar að niðurstöð- um og leiðir fram staðreyndir með heillandi og kjarnyrtum frá- sagnarhætti, varkár og gagnrýn- andi, Þannig skýrir hánn megin- hugmyndirnar og rökstuðninginn í íslenzkum refsirétti eðlilfega og opinskátt. Hann litar niðurstöður sínar hvergi með sundurlausum né auð unnum sálfræðilegum eða félagslegum einkaskoðunum né kenningum um það sem lítið er hægt að vita um. Rómantisk fegr un eða þjóðernissinnuð litskreyt- ing standa honum eins fjarri eins og barnalegur orðhengilsháttur. Greinin um „Véfang" sýnir hvað eitt einasta orð, sem enn er við lýði getur skýrt fornan ís- lenzkan rétt og menningu. .Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.