Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Sunnan- eða suðvestankaldi og ______skýjaff síðdegis._ 169. tbl. — Laugardagur 8. ágúst 1959 Grein um fllaf Lárusson Sjá bls. 9. Góð veiði á austur- miðunum í fyrrinótt Mörg skip urðu oð biða löndunar GÓÐ síldveiði var á miðunum íyrir austan land í fyrrinótt og gærmorgun. Eftir því sem bezt verður séð, hafa a. m. k. 30—35 þúsund mál borizt til síldarhafn- anna á Austfjörðum í gær. Lítið veiddist þar í gærdag — var kaldi á miðunum, en að sögn síldarleitarinnar á Raufarhöfn, var tekið að hægja í gærkveldi, og voru þá (um kl. hálf-tíu) nokkur skip farin að kasta sunn- arlega á Gerpisflaki, en ekki vit- að um veiði. Aðeins tvö skip komu til Rauf arhafnar í gær, Helga RE og Stefán Þór. Höfðu þau bæði orð- ið fyrir óhappi, Helga rifið nót- ina og Stefán Þór misst bæði bát og nót á Digranesflakinu, en þar var bræluveður. — Ef áfram- hald verður á veiði fyrir austan, má búast við, að skipin fari að leita til Raufarhafnar, þar sem þau munu annars þurfa að bíða all-lengi eftir löndun víðast hvar á Austfjarðarhöfnunum. Eftirfarandi skeyti bárust að austan í gær. Er síldin að hverio af niiðunum ? ! NESKAUPSTAÐ, 7. ágúst: — ( S Fréttaritari Mbl. átti sem í S snöggvast tal viff Gunnar Her ) 5 mannsson, skipstjóra á Faxa- \ \ borg frá Hafnarfirffi, sem ver- s S iff er aff salta úr hér í kvöld, j > > S og spurffi hann um horfur | áframhaldandi síldveiði. \ Taldi Gunnar horfurnar S S ekki góffar, því aff útlitið væri \ \ nú mjög líkt og áffur, þegar \ \ síldin hefur veriff aff hverfa s ia' “ S nú s miðunum. — Til dæmis) . væri nú mjög mikil ferff \ henni suður á bóginn. ^ Þeir á Faxaborg munu S hafa fengiff samtals um 12600 | ) mál síldar, og hásetahlutur | ^ vera kominn yfir 70 þúsund s ( krónur. — Fréttaritari. j VOPNAFJÓRHUR, — Hing- aff hafa komið 15 skip í dag, öll með svo til fullfermi, eða rúmlega 10 þúsund mál sam- tals. — Búið er nú aff landa um 4 þúsund málum (um kl. 5,30), og bíffa þá 10—11 bátar löndunar enn. Auk fyrr- greindra 15 skipa, var búið að landa hér í morgun 1200 mál- um úr Björgvin frá Dalvík, en síldarþrærnar voru tómar áff- ur. Þær taka um 20 þúsund mál, og er því nokkurt þróar- pláss enn. Byrjaff verffur aff bræffa í verksmiðjunni kl. 8 í kvöld, en hún bræðir 3000 mál á sól- arhring. — Áffur hafffi verk- smiðjan tekiff á móti tæplega 60 þúsund málum síldar. Aflahæstu skipin, sem hing- aff komu í dag, eru þessi: Sig- urffur Bjarnason 1100 mál, Bergur VE 700; Askur KE 750; Björn Jónsson RE 850; Víffir n. 730 og Gunnar SU 1200. ESKIFJÖRÐUR: — Hér eru síld- arþrærnar fullar, en þær taka 3000 mál. Verksmiðjan getur brætt um 800 mál á sólarhring, og er því þegar fyrirliggjandi síld til nærri fjögurra sólarhringa bræðslu. Þessi skip hafa landað hér i nótt og í dag, mest til söltunar; Marz um 700 mál og tunnur, Jón Kjartansson 400—500 tunnur, Sig urður 400 tunnur og Rafnkell 300 tunnur. — Þessi síld hefur nær öll verið hin ágætasta tií söltun- ar, en annars er síldin, sem veið ist hér eystra dálítið misjöfn. — Hún er nú komin mjög sunnar- lega, eða allt suður á móts við Breiðdal. SEYÐISFIRÐI, — Hafin verður bræðsla í verksmiðjunni hér kl. 8 í kvöld. Standa vonir til, að ekki verði frekari tafir af völd- um brunans um daginn, og að verksmiðjan geti unnið með full- um afköstum, sem eru 3500 mál á sólarhring. Veitir ekki af, því að hér eru 15 þúsund mál í þróm, og 12 skip bíða löndunar meö um 6 þúsund mál síldar. Síðan í fyrrinótt hafa landað hér 20 skip, samtals nær 8.900 málum og tunnum síldar, en meirihlutinn er þó síld til bræðslu. Seyðisfjarðarverksmiðjan er fram til þessa búin að bræða tæp 30 þúsund mál síldar, salt- að hefir verið í 600 tunnur — og var það gert 1 gær og dag — og frysting síldar nemur sam- tals 930 tunnum. — Fréttaritari. NESKAUPSTAÐ — Saltað hef- ir verið hér úr þessum skipum í nótt og morgun: Áskell 300 tunnur, Mummi 140 og Glófaxi 112 tunnur. Er þá heildarsöltun hér orðin 1100 tunnur. — Ný- byrjað er að salta úr Faxaborg, ca. 250 tunnur, þegar þessi fregn er símuð, um kl. 20.30. Frá kl. 19 í gær til kl. 19 í kvöld, hefir verið landað um 4400 málum, mestmegnis úr bát- um, sem sagt var frá í frétt héð- an í gær, en auk þeirra, landaði Hrafnkell 410 málum. — Hefir verksmiðjan þá tekið á móti samtals 30 þúsund málum síld- ar í sumar. — Löndun tafðist hér lengi oftar en einu sinni í dag, vegna þess að öryggi bil- uðu í háspennustöð. Þessi skip bíða nú löndunar: Áskell 380 mál, Ólafur Magnús- son 650, Sleipnir 700, Mummi 500, Stígandi 550, Akurey 400, Gissur hvíti 800, Hvanney 700, Sjöstjarnan 600, Kópur 500, Kambaröst 550, Helguvík 700, Sæfaxi 750, Glófaxi 600, Haf- björg 700, Gunnvör 500 og Reykjanes 500. Eða samtals um 10 þúsund mál. — AxeL Tjaldbúffir þjóðhátíffargesta í Herjólfsdal. Veðurguðirnir Þjóðhátíðina í blessa Eyjum VESTMANNAEYJUM, 7. ágúst. — Hér hefir verið himinsins bless- uð blíða í allan dag, glaðasólskin og nær alveg logn — sannar- lega einn bezti dagur sumarsins hér í Eyjum. — Inni í dalnum, þai sem Þjóðhátíðin stendur sem hæst, hafa menn því notið dags- ins, eins og frekast verður á kosið. — Mun sjaldan hafa verið yndislegra veður. þegar hátíðin hefir verið haldin, en nú. Hátíðin hefir farið fram sam- kvæmt dagskrá, sem birtist í blaðinu í dag, og virðist hinn mikli fjöldi hátíðagesta hafa Stjórnorskm’nefnd Ed. nfgreiddi kjördæmamólið ó hdlftíma KL. 5 í GÆRDAG, rúmum klukkutíma eftir að Ed. hafffi vísað stjórnarskrárfrv. til 2. umræðu og nefndar, var fund- ur settur í stjórnarskrárnefnd deildarinnar. Var umræffu um kjördæmabreytinguna þar lok ið á hálftima. Klofnaði nefnd- in og lagði meirihluti hennar til aff frv. yrði samþykkt ó- breytt. í meirihlutanum eiga sæti Gísli Jónsson, sem er for- maður nefndarinnar, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarna- son, Eggert Þorsteinsson og Björn Jónsson. Minnihlutinn, þeir Hermann Jónasson og Karl Kristjáns- son lögffu til aff málinu yrði vísað frá með rökstuddri dag- skrá. Gert er ráff fyrir aff 2. um- ræða um kjördæmabreyting- una fari daginn. fram í Ed. á mánu- skemmt sér hið bezta — og af hinum mesta sóma. Flugfélag íslands hefir sent flugvélar sínar tólf ferðir til Eyja í dag, og enn eru áætlaðar tvær ferðir í kvöld. Mun láta nærri að um 350 manns hafi bætzt við hópinn, sem fyrir var — og enn munu fleiri bætast við á morgun. Um það bil, sem þetta er sím- að, er fólk að byrja að streyma til dansins inni í dal, en þar munu mörg danssporin verða stigin í kvöld og nótt. — Bj. G. Ingi vann t 10. UMFERÐ fóru leikar þann- ig, að Ingi R. vann Liljenström og Olsson vann Niemelá, en aðr ar skákir í landsliðsflokki fóru í biff. — Jón Halfdánarson tapaffi og einnig Vjörn Jóhannesson. — Biðskákirnar úr 9. umferff fóru þannig, aff Nielsen vann Petter- son og Stahlberg vann Nyman. Viðskiptasamningar við Frakk- land og Ítalíu Iramlengdir BLAÐINU hefir borizt svohljóð- andi fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu: „Viðskiptasamningar íslands við Frakkland og Ítalíu hafa nú báðir verið framlengdir um eitt ár. Gert er ráð fyrir svipuðum viðskiptum og áður við bæði þessi lönd. Viðskiptasamningurinn við Frakkland hafði fallið úr gildi 31. marz s.l. og var hann fram- lengdur til 1. apríl 1960 með er- indum, er hr. Agnar Kl. Jónsson, ambassador, og hr Louis Joxe, ráðuneytisstjóri franska utanrík- isráðuneytisins, skiptust á í París hinn 10. júlí s.l. Viðskiptasamningurinn við Ítalíu hafði fallið úr gildi 31. október s.l. og var hann fram- lengdur til 1. nóvember 1959 með erindum, er hr. Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, og hr. Giuseppe D’Amico, verzl- unarráðunautur við ítalska sendi- ráðið, skiptust á í Reykjavík hinn 22. júlí s.l.“ Bráðuria fangi blaðamanna > s s \ s > s s s s s s s Anne s SSOGNI 7. ágúst: — \ Marie F.asmussen, tilvonandi ) i eiginkona Steven Rockefeller, \ S situr nú í stofufangels.". á heim ( s ili foreldra sinna, Rasmussens S | kaupmanns og konu hans. — • ( Ástæffan er sú, aff blaöamenn ^ S og ljósmyndarar vakka um- s i hverfis húsiff nótt sem dag —) \ og þaff er ekki opnaffur gluggi \ S svo aff ekki verffi þröng Ijós- ( S myndara fyrir framan. Anne S • Marie kann ekki vel öllum > j þessum látum — og foreldrar ^ S hennar eru bæffi hneykslaffir \ ) og slegnir. Fjölskylduvinur S ' hefur þaff eftir ungu stúlk- \ s unni, aff hún þori ekki aff fara ( S út fyrir hússins dyr meffan s | þessi ófögnuffur er á sveimi \ S allt í kring, hún geti ekki ^ S einu sinni fariff til saumakon- s S unnar og mátaff brúffarkjól- S \ inn, en brúffkaup kaupmanns • S dótturinnar og milljónaerfingj ( S ans fer fram í heimabæ henn- S S s s i ar 22. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.