Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. ágúst 1959 r' Fyrstu umræðu efri cleildar um kjördæmamálið lauk í gær Frumvarpið öðlast lagagildi, fyegar meðferð Jbess jbar lýkur Islenzka fegurðardrotlningin í heimsókn lijá landa ■inmn, leikaranum Pétri Rögnvaldssyni, í kvikmyndaveri Xwenteeth Century Fox. Hann er að benda henni á hvar hann á að drepa þorparann í kvikmyndinni „Leyndardómar Snæfellsjökuls". íslenzk fegurðardrottning og íslenzknr kvikmyndaleikori kittast STJÓRNARSKRÁRFRUM- VARPIÐ um breyting á kjör- dæmaskipuninni var til 1. umræðu á fundi efri deild- ar í gær, en að því búnu var frumvarpinu vísað til ann- arrar umræðu og stjórnar- skrárnefndar. Fyrsta umræða efri deildar 1144 Forsætisráðherra, Emii Jóns- son, fylgdi frv. úr hlaði og rifj- aði m. a. upp við það tækifæri, að í kosningum þeim, sem efnt var til, eftir að síðasta Alþingi hafði samþykkt frumvarpið og þing verið rofið, skv. fyrirmælum stjórnarskrárinnar, hefðu þeir flokkar, sem vitað var, að voru breytingunni fylgjandi, hlotið nær % hluta greiddra atkvæða — en andstæðingar þess aðeins fengið stuðning rúmlega 14 kjós- enda. — Neðri deild hefði nú afgreitt málið öðru sinni og skorti nú aðeins samþykki þessarar deildar, til þess að frumvarpið öðlaðist lagagildi. Meginverkefni þingsins Hf.nn hvatti einnig þingdeildar nienn til þess að stuðla að því, að málið fengi sem skjótasta af- greiðslu, og kvaðst líta svo á, að þegar það hefði verið samþykkt, ásamt kosningalagafrumvarpinu, sem því fylgdu, væri meginverk- efni þessa þings lokið. Stjórnar- skrárnefnd deildarinnar hefði þegar fengið tækifæri til að at- huga málið og ætti það, til við- bótar þeim kunnugleik, sem þingmenn hefðu haft á málinu fyrir, að geta orðið til þess að það fengi fljóta og góða af- greiðslu, eins og ráðherrann komst að orði. Pólitískir hrekkir Hermann Jónasson tók næstur til máls og kvað pólitískum hrekkjum hafa verið beitt, tii þess að koma í veg fyrir, að kosn- ingarnar gæfu rétta mynd af þjóðarviljanum. Af þeim sökum væri ástæða til að láta fram fara Xiýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og þyrfti það ekki að tefja fyrir væntanlegum kosningum í haust. Ennfremur sagði hann, að í þessu máli væri verið að spinna þræði, til þess að vefja úr tjald- búðir fyrir stjórnarsamstarf þeirra flokka, sem að breyting- unni stæðu. Allir vissu um afstöðu flokkanna Emil Jónsson sagðist síðan af gefnu tilefni vilja leggja sér- staka áherzlu á það, að allir þeir kjósendur, sem greitt hefðu at- kvæði einhverjum þeirra flokka, sem að breytingunni standa, hefðu mátt ganga út frá því, að flokkarnir mundu hafa sömu af- stöðu til málsins á síðara þing- j inu. Það væri því mjög fjarri I því, að nokkrir „pólitískir hrekk- ir“ hefðu verið hafðir í frammi. Öll þjóðin hefði vitað, hvað um var að ræða. Komið hefði verið beint framan að henni með þessa breytingu, og henni því verið ljóst, að um hana hefði verið kosið fyrst og fremst. Þó að rætt hefði verið um önnur mál jafn- framt, eins og alltaf hlyti að verða t. d. á þingmálafundum, breytti það ekki því, að allir stuðningsflokkar breytingarinn- ar hefðu fyrir kosningarnar gefið skýlausa yfirlýsingar um afstöðu sína til hennar. Þó að einstakir fylgismenn þessara flokka hefðu að einhverju leyti verið and- vígir breytingunni, hefðu þeir óhjákvæmilega hlotið að gera sér grein fyrir því, að með því að greiða einhverjum hinna þriggja flokka atkvæði sitt, væru þeir að greiða fyrir því, að mál- ið fengi sömu afgreiðslu og á fyrra þinginu. Málið hefði því verið lagt fyrir á fullkomlega eðlilegan hátt. Bernharð StefánSson kvað fram bjóðendur Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins hafa rætt mest um það á framboðsfundum í sínu kjördæmi, hvor væri meiri verkalýðsflokkur og hvor væri meiri svikari. Sjálfstæðis- menn hefðu gagnrýnt vinstri stjórnina og varað við annarri slíkri. Sagði hann, að það væri úrelt aðferð að leita eftir vilja kjósendanna í almennum kosn- ingum, enda þótt það væri í fuli- komnu samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meðferð málsins Síðan ræddi B. S. um mikil- vægi þess, að vanda vel til stjórn- arskrárbreytinga og reyna að ná helzt samkomulagi allra flokka, en vék því næst að meðferð þessa máls og frumvarpsins um bréyt- inguna á kosningalögunum. Kvaðst ræðumaður telja að mun heppilegri vinnubrögð hefðu verið, að láta síðarnefnda frum- varpið koma til umræðu í efri deild fyrst, svo að hún hefði ekki þurft að bíða aðgerðarlaus eft- ir að kjördæmabreytingin yrði afgreidd frá neðri deild. Hann kvaðst annars álíta það hreint hneyksli, að stjórnar- skránni væri nú breytt, án þess að um heildarendurskoðun væri að ræða, eins og allir stjórnmáia- flokkar hefðu eftir stofnun lýð- veldisins lofað að fram skyldi fara. í því sambandi vísaði hann á bug staðhæfingum um það, að sérsjónarmið Framsóknarflokks- ins að því er kjördæmaskipanina snerti, hefðu þurft að koma í veg fyrir að endurskoðunin færi fram, og taldi alrangar. Þröngt á þingi Að lokum minntist BS á það, að þegar Alþingishúsið var byggt, árið 1881, hefðu þingmenn aðeins verið 36 að tölu, og síðan þeim hefði fjölgað, hefðu vinnu- skilyrði í þinghúsinu verið mjög slæm og nær óbærileg síðustu árin. í haust, þegar þingmenn yrðu væntanlega orðnir 60 sköp- uðust enn aukin vandræði vegna þrengsla í húsinu og væri jafn-* vel vafasamt, hvort unnt yrði að finna öllum sæti á þingfundum, nema gripið yrði til sérstakra ráð stafana. Hann kvað fyrrverandi þingforseta hafa byrjað að kanna möguleika á úrbótum og æskti upplýsinga um það, hvað nú væri fyrirhugað í þessum efnum. Vék hann sérstaklega að áformaðri ráðhúsbyggingu Reykjavíkurbæj ar á næstu grösum við þinghúsið og kvað það skoðun sína, að rikis stjórnin ætti að gangast fyrir laga Vilja samninga- leiðina GRIMSBY 7. ágúst: — Norð- menn og Bretar munu reyna að leysa landhelgismálið á skyn- samlegan og rólegan hátt, sagði varaformaður fiskveiðinefndar Stórþingsins í Grimsby í dag. — Það var við málsverð, sem sam- tök útgerðarmanna héldu norskri þingmanna-sendinefnd, að norski þingmaðurinn viðhafði þessi um- mæli. Hann sagði ennfremur, að leysa bæri öll deilumál við samn ingaborðið, verndun auðæfa hafs ins væri brennandi vandamál um allan heim. ■ i setningu sem bannaði bænum að „eyðileggja miðbæinn með því að byggja ráðhús úti í tjörninni." Eggert Þorsteinsson, forseti deildarinnar, upplýsti, að þegar hefðu verið gerðir tillöguupp- drættir að breytingum, sem kapp kostað yrði að ljúka fyrir haustið a. m. k. til bráðabirgða. Heildarendurskoðunin Vilhjálmur Hjálmarsson kvaddi sér síðast hljóðs og ræddi í upp- hafi máls síns um nauðsyn þess að heildarendurskoðun stjórrar- skrárinnar yrði hraðað. Ástæðan til þess að hún hefði dregizt á langinn, væri áreiðanlega ekki hvað sízt sú, að flokkamir hefðu verið önnum kafnir við undir- búning þeirra fjölþættu fram- fara, sem orðið hefðu í landiau, síðan endurskgðunin var ákveðin 1944, auk þess sem efnahagsmálin hefðu reynzt þung í vöfum. Það væri fyrst nú að 3 stjórn- málaflokkanna hefðu skyndilega komið sér saman um að breyta kjördæmaskipaninni einni. Tók ræðumaður svo tii orðs, að flokk- unum hefði að sjálfsögðu verið skylt að leita sem víðtækastrar samvinnu um málið, en til Fram- sóknarflokksins hefði hins vegar aðeins verið leitað til máia- mynda. Engin ástæða hefði verið til að hraða breytingunni svo sem gert hefði verið. Og ýmsar þjóðfélagsaðstæður, svo sem land helgismálið og efnahagsmálin, mæltu gegn því, að kveikja á þessu ári ófriðarbál tveggja kosn- inga. Stjórnlagaþing ekki gallalaust Þá vék VH að þeim möguleika, að sérstöku stjórnlagaþingi væri falið að fjalla um breytingar á stjórnarskránni, og kvað það ekki tryggja, að áhrifa stjórnmála- flokka gætti ekki við málsmeð- ferðina, en drægi þó úr líkunum fyrir því. Mikilvægt væri að fá fram óháða skoðun þjóðarinnar á slikum málum, en það hefði löngum reynzt erfitt. Sterkar lík- ur kvað hann benda til þess, að kosningarnar hefðu ekki nema . að litlu leyti snúizt um kjördæma breytinguna. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs, og fór því að svo búnu fram at- kvæðagreiðsla um að vísa málinu til annarrar umræðu og stjórnar- skrárnefndar. Var það fyrrnefnda samþykkt með 10 atkv. gegn 6. að viðhöfðu nafnakalli, en hitt mótatkvæðalaust. ÁÐUR en gengið var til dagskrár í neðri deild Alþingis í gær, kvaddi Hannibal Valdimarsson sér hljóðs og bar fram fyrirspurn í tilefni atburðar þess, sem skýrt er frá á öðrum stað í Mbl. í dag er flokkur bandarískra hermanna á Keflavíkurflugvelli hindraði islenzka löggæzlumenn þar í að sinna skyldustörfum sínum. Ef fregn þessi væri að ein- hverju leyti röng eða villandi, kvað hann fyllstu ástæðu tií þess að utanríkisráðherra gæfi skýrslu um hið sanna í málinu. Ef mns vegar farið væri rétt með, væri hér um svo alvarlegan atburð að ræða, að full ástæða væri til að ráðherra gerði þingheimi grein fyrir, hvaða ráðstafanir hann hyggðist gera, til þess að slíkir NÝLEGA fékk fegurðardrottn- ingin, Sigríður Þorvaldsdóttir, sem dvelst í Kaliforníu að af- lokinni fegurðarsamkeppninni á Langasandi, að horfa á landa sinn leika í kvikmynd. Það er Pétur Rögnvaldsson eða Peler Ronson, eins og hann er kallaður þar í landi, sem um þessar mund- ir er að leika í mynd eftir sögu Jules Vernes „Leyndardómur Snæfellsjökuls“ fyrir Twentieth Century Fox. Pétur leikur fylgd- armanninn Hans, sem er eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. Meðleikarar hans eru Pat Boone, Arlene Dahl og James Mason, atburðir endurtækju sig ekki. Atburður þessi, ef sannur væri, jafnaðist á við framferði brezkra herskipa í íslenzkri fiskveiðilög- sögu að undanförnu, nema hvað hér kæmi nýr aðili til sögunnar Þórarinn Þórarinsson tók undir þessi tilmæli og sömuleiðis Lúð- vík Jósefsson. Þegar fyrirspurnin var fram borin, var enginn af ráðherrum viðstaddur og leiddi athugun í ljós, að einungis dómsmálaráð- herra Friðjón Skarphéðinsson, var nærstaddur. Endurtók HV fyrirspurnina fyrir honum og iof- aði ráðherrann að koma henni á framfæri við utanríkisráðherra, þvx að sjálfur gæti hann ekkert upplýst um málið, sem væri sér með öllu ókunnugt. eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu. James Mason heilsaði íslenzku fegurðardrottningunni með þesfr» um orðum: „Ég sá þig í sjónvarp- inu meðan á fegurðarsamkeppn- inni stóð. Þú varst yndisleg og fluttir Ijómandi gott ávarp“. Arlene Dahl hafði lært nokkrar íslenzkar setningar hjá Pétri og notaði eina þeirra við Sigríði „Sleftpu honum“ (Sleptu ..on- um). Eftir að leikatriðinu var lokið, borðaði Sigríður hádegisverð með landa sínum, leikaranum Pétri Rögnvaldssyni. Kýpor og ísland MAKARÍOS, erkibiskup af Kýp- ur, lýsir því yfir, að íslenzka þjóð in hafi veitt Kýpurbúum stöðuga, einlæga og -mikilvæga hjálp og samúð í frelsisbaráttu þeirra. Hr. Savvas Johannidis frá Kýp- ur, sem síðastliðið vor dvaldizt í rúman mánuð á íslandi í boði Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og kynnti sér starfsemi hinnar íslenzku samvinnuhreyf- ingar, ritaði Makaríosi erkibisk- upi langa skýrslu um dvöl sína áður en hann yfirgaf landið í lok júnímánaðar. í skýrslunni fer hann mjög lofsamlegum orðum um starfsemi Sambandsins og kaupfélaganna. Þá getur hann og með fögrum orðum um vinarhug alþýðu og einstakra manna á íslandi í garð hins verðandi kýpranska lýð- veldis. í svari sínu til hr. Johannidis, sem nú dvelst í Kaupmannahöfn og kynnir sér danskt samvinnu- starf, segir Makaríos meðal ann- ars: „Sú hjálp og samúð, er íslend- ingar veittu Kýpurbúum, meðan á frelsisbaráttu þeirra stóð, hef- ur reynzt stöðug, einlæg og mikil Framh. á bls. 15. Alþingi ; Fyrirspurn um at- burðinn á Kefla- víkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.