Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIE Laugardagur 8. ágúst 1955 „Við skulum ræða einstök at- riði á morgun“, sagði Delaparte. Síðan dró úr samræður.um, eins og vant er, þegar menn hittast til að ræða eitt einstakt mál. Þau fóru út skömmu fyrir klukkan cilefu. Sigaunarnir í útsamuðu ein- kennisbúningunum sínum með víðu linu skyrtuermunum, spil- uðu „En vagyok a falu rossza" — „Ég er sá versti í þorpinu“. Hinir angublíðu fiðluhljómar fylgdu konunni og karlmönnunum báð- um út úr hinu skrautlega Potem- kin-þorpi, þar sem iðkuð voru við skipti og hljómlist. „Má ég aka yður heim til yð- ar? “, spurði Delaparte. „Nei, þakka yður fyrir“, við höfum vagninn okkar“, svaraði Vera. Maðurinn frá Leopoldville kvaddi. Vera og Hermann gengu til útidyranna. Skyndilega nam Vera staðar og sneri sér við. Hún horfði upp til Atomium með hin- um níu silfurlitum kúlum, sem litu út eins og níu útréttir hnef- ar. Henni fannst því líkast, sem hnefar þjökuðu henni úr öllum áttum. Á hinni hlýju aprílnótt varð hún ekki vör við annað en skinið af táknmynd þessa tíma. ★ Monsieur Delaparte hafði ekki lofað of miklu. Einbýlishúsið, sem félag Dela- partes lét fjölskyldunni Wehr í té, stóð á hér um bil fjögurra metra hárri hæð, Mont Leopold- Vue, í vesturhluta borgarinnar. Það var einnar hæðar hús, snjó- hvítt, með flötu þaki, hringboga- dyrum og hvelfdum gluggum, nærri því of stórt fyrir litla fjöl- skyldu og svo nýtt, að í sumum herbergjunum var málningar- lykt. í miðju húsinu, sem var reist í ferhyrning, var spansk- ur „Patio‘, lagður mislitum steinhellum, skuggasæll húsgarð- ur, og í honum miðjum lítil sundlaug umkringd pottapálm- um, kaktusum og blómum. Ofan af þakinu og út um hina mörgu glugga sást út á Kongófljótið með hinu grunna, leirblandaða vatni. Á því voru tveggja hæða ferhyrnd skip, langir trébátar og þar var margbreytt líf, sem aldrei var kyrð á. Niðri við fljótið stóðu mörg einbýlishús, lík húsi Wehr-fjölskyldunnar og þar var líka hið víðáttumikla, mjallahvíta aðsetur landsstjór- ans. Úr öðrum gluggum og af hinum litlu veggsvölum sást yfir Leopoldville, eða „Leo“, eins og hinir innfæddu kölluðu hana. Það sá yfir borg hinna hvítu inn- flytjenda með háum, mjóum hús um eftir nýjustu tízku, með breið götum girtum háum pálmum, með hitabeltisgörðum og kirkju- garðinum, þar sem frumbyggj- arnir hvíldu undir hvítum kross- um. Að nóttunni blikuðu mörg þúsund ljós í borginni eins og stjörnurnar hefðu fallið af svört um himninum níður á jörðina í Afríku. Vera vildi kenna loftslaginu um það, að hún losnaði ekki vlð þá vanlíðan, sem hafði gripið hana við brottförina frá Briissel. Það var nærri því sífelld rigning. Hinn óhreini himinn rann saman við hið óhreina fljót. Maður vakn aði og fannst eins og rökum dúkum væri vafið utan um sig og menn sofnuðu með þéirri til- finningu, að þeir væru í rökum dúkum. Hermann var hér um bil aldrei heima fyrstu tíu dagana. Hann var ágætlega fyrirkallaður og meira að segja nærri því ofsa- glaður. í hiriu risastóra skrif- stofuhúsi námufélagsins, sem Róbert Delaparte réði fyrir, hafði verið tekið á móti honum eins og konungi. Honum virtust framtíð arhorfurnar ótakmarkaðar. Á hverju kvöldi kom hann heim með nýjar fréttir; og hver frétt var um hina ótakmörkuðu mögu- leika, sem buðust hinum nýja verkfræðingi. Hann jós í Veru gjöfum handa henni sjálfri og heimilinu og gleymdi aldrei börn unum, sem hann færði margs kon ar leikföng, sem innfæddir menn höfðu búið til. Loksins — síðasta daginn í apríl — rauf sólin skýjaþykknið. Það var engin vorsól, sem var að ryðja sér braut smám saman. Hún virtist hafa beðið að baki skýjunum og skein nú allt í einu brennandi heit frá heiðum himni. Klukkan var fimrn eftir hádegi. Vera hafði verið við heimilisstörf allan daginn, því Hermann ætlaði að koma með gesti um kvöldið, og aðstoðarfólkið, sex að tölu, léttu Veru tæplega starfið, því það gerði ekkert nema samkvæmt á- kveðinni skipun húsmóðurinnar. Vera var nýfarin út úr stofunni út í litla garðinn til þess að gá að, hvernig blómin hefðu þolað regntímann, þegar börnin komu hlaupandi til hennar. „Hann er kominn! Hann er kominn!" kall- aði Silvía langt í burtu. Vera vissi ekki þegar í stað, hver það myndi vera. Þá mundi hún það. Rétt hjá hús inu var opinber skemmtigarður, ekki nema að hálfu leyti tilbúinn, með pálmum vatnsleikjum og íþróttasvæðum. Alltaf þegar veð- ur leyfði, höfðu börnin verið að leika sér í garðinum undir umsjón svartrar konu, — þau áttu ekki að fara í skólann fyr en í næstu viku. •— Þegar á öðrum degi komu þau heim með þær fréttir, að þau hefðu kynnst merkilegum manni. Þau sögðu, að maður nokk ur hefði ávarpað sig. Það var hvítur maður, mjög útitekinn og leit út eins og .hvítur Indíáni“, eins og þeim fórust orð í lýsingu sinni. ,Hvíti Indíáninn" virtist ékki hafa mikið að gera, því að hann reikaði um í garðinum og talaði auk þess stundum saman við Silvíu og Pétur og sagði þeim hinar ævintýralegustu sög- ur. Silvía sagði aftur með ákefð og samhengislaust frá þessum sögum um veiðar, villidýr, Kongó ferðir og viðburði í frumskógun- um, en Pétur, sem var ekki síður hrifinn, en öllu vantrúaðri, áleit, að þessi ókunni maður kynni að segja „allra fallegustu lygasög- ur“. Vera hafði fengið megna andúð á hinum undarlega, ókunna manni vegna sagnanna. Hún hafði sagt umsjónarkonunni að sneiða hjá hinum ,hvíta Indíána" en þar sem hin geðgóða, svarta kona virtist ekki fær um það, skipaði hún börnunum að reyna að fá manninn til að koma heim, ef þau mættu honum aftur. Hún hafði ekki búizt við, að hann kæmi. Nú var hann kominn. „Bjóðið þið manninum hingað inn“, sagði hún. Hún var í brúnu pilsi og hvítri treyju, með breitt leðurbelti. Hún lagaði hárið á sér í snatri. Pétur og Silvía hlupu þegar út og komu brátt aftur í ljós í „Pat io“- dyrunum og höfðu ókunna manninn á milli sin. Pétur hélt í hönd honum, feiminn en vingjarn legur, en Silvía hékk utan í hon- u meins og vínber á vínviði. Síðar gerði Vera sér ekki ljóst, hvers vegna hún hafði þekkt ó- kunna manninn þegar í stað. Ljós myndin, sem hún fann innan um skjöl mannsins síns kvöldið góða, þegar dansleikurinn var í Briissel, líktist mjög lítið „hvíta Indíánan- um“, sem nú staðnæmdist í dyr- unum. Ef til var það vegna hins djúpa örs á enninu og ef til vill var það augnaráðið, sem var hörkulegt og nærri villimannlegt. Hún fékk hjartslátt. Átti hún að gefa til kynna, að hann- væri henni ekki ókunnugur? Hún á- kvað að látast ekki þekkja hann — og það því fremur sem hún var ekki alveg viss í sinni sök. ,Komið þér nær, herra sagði hún og þagnaði í miðjum klíðum. Hann kom nær. „Ég heiti Ant- óníó“, sagði hann. Hún rétti honum höndina. Hin hvíta hönd hennar hvíldi andar tak í hinni sinaberu, dökku hendi hans. „Fáið yður sæti“. Hjá sundlauginni stóðu nokkrir garðstólar. Hann settist þegar. Það varð vandræðaleg þögn stutta stund. Vera virti Antóníó fyrir sér. Hann var í hvítri fráhnepptri skyrtu og í bláum léreftsbuxum. Hinn granni háls hans var sina- ber eins og á góðum hlaupahesti. Frá hlið leit hann raunverulega út eins og Indíáni, en þegar hann snéri andlitinu alveg að, þá minnkaði harkan dálítið í andlits dráttunum. Það var sennilega vegna munnsins, sem var fallegur og dálítið bros lék ávallt um. „Börnin hafa sagt mér mikið frá yður“, sagði Vera og fékk sér líka sæti. „Sennilega hræðilegar sögur", svaraði hann. Hann talaði frönsku. „Hafið þér orðið hrædd?“ Pétur og Silvía hlógu, því þau héldu að hræðslan, sem Antóníó talaði um, ætti við sögurnar. „Dálítið ....“, sagði Vera. „Verið þér áhyggjulaus, frú. Ég hef ekkert illt í hyggju. Ég ráfa um, af því að ég hef ekkert að gera. Og mér þykir vænt um börn. Eða réttara sagt: Mér þyk- ir ekki vænt um hina fullorðnú*. „Þú verður að segja mömmu söguna um ljónið og kettina þrjá“ tók Silvía fram í fyrir honum, en hún veik ekki frá hlið hans. „Mamma myndi ekki trúa þeirri sögu“, sagði Pétur við hana. „Ég er líka hræddur um það", sagði Antóníó brosandi, og beindi síðan orðum sinum að Pétri. „Veiztu, að það er þessvegna, sem mér geðjast ekki að fullorðnum. Það, sem þeir geta ekki hugsað sér, halda þeir að sé allt lygi“. Hann hefir komið sér í mjúkinn hjá börnunum, hugsaði Vera. Hann hefir gert það til þess að komast inn í húsið. Nú hefir hann náð takmarki sínu. Hvers vegna var ég að segja þeim að koma með ókunna manninn. „Má ég bjóða yður eitthvað, herra Antóníó?“ spurði hún. „Ef þér hafið glas af viský“ sagði hann glaðlega. „Án íss“. „Viljið þið segja Samba ....“ Nú slepptu börnin manninum loksins. Þau hlupu burt og 'var báðum áhugamál að verða við óskum herra Antónió. Það var þögn. Úr þakrennunum duttu einstaka dropar niður á steinhellurnar af regnvatninu, sem sat eftir. Það var undarlegt hljóð á þessu sólbjarta síðdegi. „Hversvegna hafið þér komið, herra .... Wehr?“ spurði Vera loks. „Ég er nýbúinn að taka eftir því, að þér þekktuð mig. Hvaðan þekkið þér mig?“ „Af ljósmynd". „Ég vissi ekki, að þróðir minn geymdi myndir af mér“. STARFANDI FÓ r — m Tfr1 -r- v:'-" r.-_ U~t —'aO velur hinn rit - m júka T-Bsll Hagsýnn maður! Hann veit að skriftin verður að vera jöfn og áferðarfalleg. Þessvegna notar hann hinn frábæra Parker T-Ball . . . þann gæða- penna sem skrifar jafnt og áferðarfallega. Gefur strax og honum er beitt. Rispar ekki. Pourous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hina fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker kúlupenni A PRODUCT OF Ý THE PARKER PEN COMPANY 9-B214 a i u 1) Demants-eyTnalokkar! — Og Markús er heiðarleikinn sjálf- ur — eða hvað? Bíðið þér við! — Hver veit nema Sirrí eigi þá. 2) Er hún kona, sem mundi ús getur gefið skýringu. á þessu, bera demanta, er kosta 3000 dali? — Nei, Tómas, ég sá sjálfur um matið á þessum eyrnalokkum! Ég er sannfærður um, að Maxk Ríkharður. 3) Mér þætti vænt um, ef þér létuð ekkert uppi um þetta Tóm- as, fyrr en borginni. Jæja þá — ég kem til baka úr látum svo vera. aititvarpiö Laugardagur 8. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega: — 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryn dís Sigurjónsdóttir). — 19.30 Tón leikar: Ungversk þjóðlög, sung- in og leikin. — 20.30 Tónleikar: Lög úr tveimur óperettum. — 20.45 Upplestur: „Ekkja Kilden- bauers“, smásaga eftir Lars Dill- ing, í þýðingu Málfríðar Kiiart- dóttur. — 21.10 Tónleikar. — 21.30 Leikrit: „Bréfdúfan“ ettír Eden Phillpotts. — Leikstjóri og þýðandi: Þorsteinn Ö. Steptœa- sen. — 22.10 Danslög (pi — 2400 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.