Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. águst 1959 MORCUTVBLAÐ1Ð 3 L JÓSMYNDARI Mbl. Ó. K M. var staddur úti á Reykjavikur flugvelli í gærdag þegar þátt- takendur á þjóðhátiðina í Vest mannaeyjum voru að Ieggja af stað þangað með Faxanum, sem fór kl. hálf fjögur. Margt manna beið í afgreiðslunni, þegar kallað var, að farþegar til Vestmannaeyja mættu ganga um borð í vélina. En málið var ekki eins einfalt og myndin að ofan sýnir. Stiginn tekinn í burtu, hurð- inni lokað og vélin sett í gang. En hvað er þetta Annar hreyf- illinn er stöðvaður og Henning Bjarnason flugmaður kallar eitthvað út um gluggann til að- stoðarmanns á flugvellinum. — Er eitthvað að? Von Brentano ánægður BON, 7. ágúst — Von Brentano, utanríkisráðherra V-í>ýzkalands, sagðist í dag fagna mjög fyrir- huguðum viðræðum þeirra Eisen- howers og Krúsjeffs. Farþegarnir eru komnir um borð í vélina, þegar ung stúlka kemur aðvífandi og segir við flugfreyjuna, Valgerði Vals- dóttur: — Guð minn góður, á ég að vera með þessari vél? Flugfreyjan brosir og athugar farþegaskrána: — Nei, þér eigið að fara með næstu ferð. Góðar frettir fyrir íhalds- .nenn EONDON 7. ágúst: — Fregnin um að Bretadrottning eigi von á barni hefur haft mikil áhrif — jafnvel á stjórnmálaviðhorfið. Vitað er, að Macmillan hefur ver ið í kosningahugleiðingum — og ýmsir hafa spáð haustkosning- um. Hins vegar virtist sem ekki yrði um annað að ræða en að hafa kosningarnar í október, því fyrirhuguð var opinber heim sókn drottningar til V-Afríku síð ar í haust — og að drottningu fjarstaddri er ekki hægt að rjúfa þing og efna til kosfiinga. Þegar Afríkuför drottningar hefur hins vegar verið slegið á frest, gefst Macmillan tækifæri til að efna til kosninga í nóvember, en það er af mörgum talinn heppileg- asti tíminn fyrir íhaldsmenn. M. a. í sambandi við fund Eisen- howers og Krúsjeffs, en þó fer það auðvitað eftir árangrinum af þeim viðræðum. Stórsprenglng á miðri götu NEW YORK, 7. ágúst — í dag varð geysimikil sprenging í smá- bæ einum í Oregon fylki í Banda ríkjunum, með þeim afleiðingum að 9 menn létu lífið og yfir 50 særðust. Vörubifreið hlaðin sprengiefni var ekið fram hjá húsi, sem kviknað hafði £. Á bílpallinum voru tvær lestir af dynamiti og hálf fimmta lest af nitrati. Þegar bíllinn fór fram hjá húsinu læstist eldur í bílinn og sprakk hann þegar í loft upp. Miklar skemmdir urðu á nálæg- um húsum, m. a. sjúkrahúsi, sem stóð í 800 metra fjarlægð — og vart var heil rúða eftir í öllu þorpinu. Mikill eldur gaus upp — og breiddist um nágrennið svo að brunalið réði ekkert við hann í fulla tvo tíma. Meðal þeirra, sem fórust var lögreglu- þjónn, sem stóð á gangstéttinni, við umrætt hús, þegar spreng- ingin varð. Hafa engar leyfar fundizt af honum. Tignoimenn gistn Skinnn- stnð RAUFARHÖFN, 7. ágúst — Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, vísiteraöi hér í dag, en hann er nú á vísitazíuferö um Norður-Þingeyjarprófasts- dæmi. Var prófasturinn, Páll Þorleifsson á Skinnastaö, í för með biskupi. Biskup flutti stólræðu og talaði til safnaðarins frá alt- ari eftir messu, en prófastur inn þjónaði fyrir altari. — Kirkjan var þéttsetin prúð búnu fólki — og má segja, að þetta hafi verið hátíöardagur hér á Raufarhöfn. Biskup vísiterar næst Víði- hólskirkju á Hólsfjöllum, á morgun, en í nótt mun hann gista hjá séra Páli á Skinna- stað. — En séra Páll og kona hans eiga von fleiri gesta í kvöld. Forsetinn, Ásgeir Ás- geirsson, sem er að koma að austan, hefir sem sé beiðzt þar gistingar í nótt. Verður kvöldvakan 7. ágúst 1959 væntanlega lengi í minn- um höfð á Skinnastað. WASHINGTON 7. ágúst: — Sextán öldungadeildarþingmenn demokrata hafa birt áskorun til Bandaríkjastjórnar, þar sem far ið er þess á leit, að hún biðji frönsku stjórnina að hefja friðar samninga við uppreisnarmenn í Alsír. — I ljós hefur komið, að ekki er sæti handa öllum farþegunum, sem komnir eru um borð í vélina. Flugfreyjan kallar upp nöfn þeirra og við nánari athugun er einum farþega of margt í vél- inni og hann er vinsamlegast beðinn um að ganga í land aftur, eins og myndin sýnir. En vonandi hefur frúin komizt með næstu vél — á þjóðhátíðina. Sjá ennfremur 16. siðu. STAKSTIINAR Framsókn eini sanni vinstri flokkurinn í þingræðu, sem hinn nýkjörnl þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík hélt fyrir skömmu, komst hann m. a. þannig að orði, að eiginlega væri Framsóknar- flokkurinn eini sanni vinstri flokkurinn í landinu. Honum væri þess vegna, einum treyst- andi til þróttmikillar baráttu við Sjálfstæðisflokkinn og bæri öllu vinstra fólki því að fylkja sér um hann. í þessu sambandi liggur beint við að minna á það, að á undan- förnum árum hefur Framsókn- arflokkurinn lagt á það megin- áherzlu að hann væri „frjáls- lyndur miIIiflokkur“. En nú er svo komið, að Framsóknarmenn halda því Sjálfir fram, að flokk- ur þeirra sé í raun og veru hinn „eini sanni vinstri flokkur** í landinu. , Kommúnistar fokreiðir Kommúnistar hafa reiðzt þess- um ummælum Framsóknarþing- mannsins, sem jafnframt er rit- stjóri Tímans, ákaflega. Þeir hafa til þessa talið sig sem helztu málsvara vinstri stefnunnar í ís- lenzkum stjórnmálum. Það sætir því engri furðu þótt þykkni nokkuð í „Þjóðviljanum“ þegar Framsóknarflokkurinn gerist allt í einu svo djarfur að telja sig „hinn eina sanna vinstri flokk“! Af tilefni þessarra kenninga Framsóknarmanna hefur „Þjóð- viljinn“ tekið flokk þeirra all rækilega til bænar og m. a. bent á margvísleg svik þeirra við vinstri stefnuna í fyrrverandi ríkisstjórn. Nefnir „Þjóðviljinn“ atferli Olíufélagsins h.f. og und- irfyrirtækja þess sem dæmi þess, hvernig ráðherrar Framsóknar- flokksins í vinstri stjórninni hafi framkvæmt vinstri stefnuna. Kemmst „Þjóðviljinn" þá m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Leiðtogar Framsóknarflokks- ins höfðu ekki áhuga á því að aflétta arðráni olíuhringanna af þjóðinni, heldur vildu þeir aðeins fá að taka sinn fulla þátt í arð- ráninu. Olíufélagið h.f. hefur á undanförnum árum haft forystu í því að reyna að halda verðlagi á olíu og benzíni sem hæstu og sjálfir ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa gengið fram fyrir skjöldu til þess að tryggja sem mestan gróða þessa auðsöfnun- arfyrirtækis, og þar með auð- vitað einnig olíuhringa íhaldsins. En þetta hefur ekki nægt Oliu- félaginu. Það hefur aftur og aft- ur verið staðið að því að brjóta lög, framkvæma hreinan þjófn- að til þess að hagnast sem 'mest, og ekki hefur staðið á Tímanum og leiðtogum Framsóknarflokks- ins að verja það athæfi“. „Stofnuðu hermangs- fyrirtæki“ Ekki er þetta falleg lýsing fyr- verandi samstarfsflokks á hin- um „eina sanna vinstri flokki“. En „Þjóðviljanum“ finnst þó ekki nóg að verið. í forystugrein sinni í gær heldur hann áfram að lýsa atferli Framsóknar- manna í vinstri stjórninni og kemst þá m. a. að orði á þessi leið: „Þeir notuðu fjármuni Sam- bands ísl. samvinnufélaga til þess að tryggja sér helminga- skipti á gróðanum af niðurlæg ingu íslands. Og þannig mætti nefna eitt dæmið af öðru, ekkert er svo auðvirðilegt að það verði leiðtogum Framsóknarflokksins ekki að kappsmáli, ef það getur aðeins fært gróða“. Þetta er það veganesti, sem Framsóknarflokkurinn fær frá fyrrverandi samstarfsflokki sin- um í vinstri stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.