Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐtÐ Laugardagur 8. ágúst 1959 Ölóður maður veitist að dönskum hjónum og Páli Zophoníassyni alþm. er hugðist skakka leikinn Smánarlegf athæfi við erlenda full- trua á ráðstefnu hér i bænum. Árásarmaðurinn kveðst ekkert muna vegna ölvunnar sinnar EINN hinna dönsku fulltrú? á] norrænu bændaráðstefnunni sem hér hófst á fimmtudaginn, varð þá um kvöldið, ásamt konu sinni, fyrir líkamsárás. Drukkinn maður réðist á hjónin fyrir utan Framsóknarhúsið, og er þau flýðu aftur inn í samkomuhúsið, veittist hann enn á ný að hinum danska manni, er meiddist illa. Þá réðist hann einnig, í æðiskast- inu, á þriðja manninn, Pál Zophoníasson alþingismann, sem hugðist skakka leikinn, en árásar maðurinn sló Pál þá í andlitið. Páli, sem er aldursforrseti Al- þingis, tókst eigi að síður að snúa svolann niður, en hann er maður á bezta aldri. Skömmu síð- ar komu lögreglumenn á vett- vang og handtóku árásarmann- Dönsku hjónin sem hér um ræðir eru Kjærgaard forstjóri og kona hans. Kjærgaard forstjóri var við rúmið í gær, vegna þess að árásarmaðurinn sparkaði í fót- legg hans. I gærkveldi sendi sakadómara- embættið svohljóðandi frásögn af þessum atburði: Búnaðarfélag Islands hélt í gær kveldi veizlu í Framsóknarhús- inu fyrir fulltrúa á þingi Bænda- samtaka Norðurlanda og fleiri gesti. Hófi þessu lauk um kl. 23,30 og bjuggust gestir þá til brottferðar, þeirra á meðal voru dönsk hjón. Þau gengu nú niður sundið milli Framsóknarhúss- ins og Fríkirkjunnar, en þar varð mjög drukkinn maður á vegi þeirra. Hjónin skiptu sér ekki af manninum og hugðust ganga leiðar sinnar, en maður- inn vék sér þá að þeim og ávarp aði þau einhverjum orðum, en ekki skildu hjónin hvað maður- inn sagði. Er þau svöruðu engu greip drukkni maðurinn í annan handlegg danska mannsins og hugðist stöðva hann. Sá danski kippti að sér handleggnum og losaði sig, en þá greip sá drukkni enn í þann danska og náði taki á jakka hans og hélt hon um. Aftur tókst hinum, danska manni að losa sig, en í því hann var að losna, sló drukkni maður- inn til Danans, en kona hans, sem komin var bónda sínum til aðstoð ar, varð fyrir högginu, sem lenti á andliti hennar vinstra megin. Er hér var komið hörfuðu hjón- in undan til anddyris samkomu- hússins og kallaði Dar.inn til stúlkunnar í fatageymslunni og bað hana um að hringja til lög- reglunnar. Drukkni maðurinn hélt hins vegar á eftir hjónunum inn í anddyrið, var hann þá mjög æstur að sögn sjónarvotta. Veitt- ist hann nú enn að dönsku hjón- unum, en er maðurinn snerist til varnar, sparkaði drukkni maður inn i fótlegg hans og gat fellt hann. Páll Zophoníasson, alþing- ismaður, sem þarna var nær- staddur, hljóp nú til og hugðist skakka leikinn og fá þann ölvaða til þess að láta af barsmíð sinni og fara út úr húsinu, en árásar- maðurinn veittist þá að Páli, eins og öðrum, sem hann hafði náð Dagskrá Alb'mgis FUNDUR hefur verið boðaður i sameinuðu þingi í dag kl. 13.30, og er dagskrá svohljóðandi: 1. Niðurgreiðsla á landbúnaðar vörur, þál.till. (Hvernig ræða skuli). 2. Verðtrygging spariíjár þál. till. — Fyrri umræða. til. Skipti þá engum togum að hann sló Pál í andlitið. Brotnuðu við það gleraugu Páls og sprakk fyrir á vinstri augabrún hans. — Eigi að síður tókst Páli að koma manninum í gólfið og halda hon- um niðri þar til nokkrir gest- anna, sem í anddyrinu voru, komu Páli til aðstoðar og héldu þeir síðan manninum þar til lög reglan kom á vettvang og hafði manninn á brott með sér. Dönsku hjónunum og Páli var síðan ekið í slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum þeirra. Hafði konan hlotið all- mikua bólgu á vinstri vanga og upp undir augað við högg árás- armannsins, en við árásina mun konan hafa fengið lost/Eiginmað ur hennar hafði hins vegar hlot ið brot á öðru fótleggsbeini hægra megin. Páll hlaut skurð neðan við vinstri augabrún auk þess sem sprungið hafði fyrir á munnslímhúð, en gleraugu hans brotnuðu í árásinni eins og fyrr segir. Árásarmaðurinn, Jens Þórðar son, sem setið hefur í haldi síðan hann var handtekinn í gær- kveldi, hefur borið fyrir sig al- geru minnisleysi um málsatvik ekki véfengt á nokkurn hátt sak ir þær, sem á hann eru bornar. Hann kveðst harma tiltæki sitt og hefur lýst sig reiðubúinn að bæta að fullu þann skaða, sem hann hefur valdið. Jens hefur ekki verið dæmdur áður en hef- ur 4 sinnum gengizt undir sekt- argreiðslu með dómssátt fyrir ölvun á almannafæri. Framangreindar upplýsingar eru byggðar á frumrannsókn í máli þessu, sem rannsóknarlög- reglan hefur haft með höndum í dag, en dómrannsókn í málinu hefst í kvöld. (Fréttatilkynning frá saka- dómar aembættinu). Úr Hellisgerði BœjarútgerSin tók við rekstri Fiskiðjuversins KLUKKAN eitt í gærdag tók Bæjarútger? Reykjavíkur við rekstri fiskiðjuversins á Grandagarði, sem bæjarsjóð- ur keypti á dögunum af ríkinu. Maiteinn Guðjónsson, skip- stjóri á Þorkeli mána mun veita hraðfrystihúsinu forstöðu fyrir Bæjarútgerðina og á þessum fyrsta degi eftir að húsið varð bæjareign, var tekinn þar til vinnslu karfi úr togaranum Þor- keli mána. Ennfremur kom í gær af veiðum togarinn Jón Þorláks- son, en afli hans mun hafa ver- ið orðinn það gamall, að hann fór að mestu eða öllu leyti til bræðslu. — Um þessa helgi koma fleiri togarar af veiðum og verð- ur, ef skipin verða heppin með farma sína, mikil vinna í hrað- frysti’húsunum næstu daga. — Tögarinn Hallveig Fróðadóttir og Þorsteinn Ingólfsson komu af veiðum í gær. í gærkvöldi var blaðinu kunnugt um að togara- afgreiðslan, sem annast losun á afla tógaranna, vantaði marga menn til starfa. I dag eða á morg- un koma af veiðum til viðbótar Jón forseti, Hvalfell og Askur. Skemmtun í Hellis- gerði á morgun HAFNARFIRÐI, _ Á morgun kl. 2,30 heldur Málfundafélagið Magni sína árlegu skemmtun i Hellisgerði. Eins og undanfarin ár, verður þar fjölbreytt skemmti skrá og einnig mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika í garðinum. Hefst hátíðin með ræðu, sem Jóhann Þorsteinsson. forstjóri flytur, en áíðan mun okkar ágæti söngvari, Sigurður Björnsson, syngja og B'rynjólfur Jóhannes- son leikari flytja gamanþátt. Eitt hvað fleira verður ef til vill til skemmtunar. Hellisgerði skartar nú sínum fegursta skrúða og sækir þangað Miklar heyannir víða um sveitir í gær SELJATUNGU, 7. ágúst. — í dag er afbragðs-þurrkur, en skúrir voru í gær, og því ekki hægt að sinna heyi til gagns. — Aftur á nióti er harla verk- drottning r a von á barni Fögnuður um gervallt Bretaveldi LONDON.7. ágúst — Elízabeth Englandsdrottning á von á þriðja barni sínu snemma á næsta ári. Fregn þessi var birt í Bucking- ham höllinni í dag — og fagnað innilega um allt brezka heims- veldið. Drottningin, sem nú er 33 ára, ól yngra barn sitt fyrir níu árum. ★ Bæði drottningin og Filip prins hafa alltaf þráð að eignast fleiri börn — og þau eru bæði mjög hamingjusöm, sagði blaðafulltrúi drottningar, er hann tilkynnti hvernig komið var. Drottningin mun ekki koma opinberlega fram fyrr en einhvern tíma á miðju næsta ári, en hún á von á barn- inu í febrúar n. k. ★ Af þessum sökum mun hún ekki fara í opinbera heimsókn til V-Afríku á næstunni, eins og áætlað hafði verið — og heim- sóknum til Skotlands, Shetlands ! átti níu börn. Anna drottning og Orkneyja verður einnig skot- (1702—1714) átti þó flest börn, ið á frest. eða 17. Orðrómur um að þannig væri ástatt fyrir drottningu komst á kreik á dögunum, er hún kom í skyndi úr Kanadaförinni fyrr en ætlað hafði verið. Af opin- berri hálfu var orðrómurinn kveðinn niður — og í fréttinni í dag sagði, að mjög fáir hefðu vitað þetta utan fjölskyldunnar, meðal þeirra voru Diefenbaker, Eisenhower og Nkruma. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar drottning mun ala barn sitt, en hún dvelst nú á sveitasetri ásamt fjölskyldu sinni og er við beztu heilsu. ★ Ef barnið verður piltur mun hann ganga næstur á eftir Charles prinsi að ríkiserfðum — og Anna prinsessa, sem er 8 ára mun þá verða þriðja. Ef það verður hins vegar stúlka, munu börn Elízarbethar og Filips ganga að ríkiserfðum eftir aldurs röð, en Margrét prinsessa, syst- ir Elizabethar verður hin fjórða í röðinni. Síðasti kvenmaðurinn, sem réði ríkjum í Bretlandi á undan Elízabethu var Victoria, en hún legt um að litast í sveitinni í dag — alls staðar verið að vinna í heyi, flytja heim eða sæta. — Það hefir líka held- ur hækkað brúnin á bændun- um, og er nú vonazt eftir þurrki sem lengst. En þótt þurrkurinn endist ekki nema fram yfir helgina, ætti það Framh. á bls. 15. Eisenhower fil London 28. ágúst WASHINGTON 7. ágúst: Eisen- hower forseti mun fara til fund- ar við Macmillan í Londan hinn 28. ágúst — og de Gaulle mun hann hitta í París 2. september. Var þetta tilkynnt samtímis í París, Londor og Washington í dag — og fylgdi það fréttinni, að leiðtogarnir mundu ræða helztu vandamálin á alþjóðavettvangi. Ekkert hefur enn verið ákveðið um það, hvort Adenauer kanslari kemur til London eða Parísar til þess að hitta forsetann, eða hvort Eisenhower fer til Bonn til þess að ræða við v-þýzka leiðtogann. Ekki er heldur tilgreint í tilkynn ingunni, hve lengi Bandaríkjafor seti dveljist í Evrópu. Viðræður þessar verða hinar mikilvægustu og sem kunnugt er til undirbúnings fundum þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs, sem kemur í Bandaríkjaheimsóknina 15. september. fjöldi fólks dag hvern. Var unn- ið mikið í vor og sumar að fegr- un Gerðisins, og hvíldi það verk eins og undanfarin ár á þeim Ingvari Gunnarssyni umsjóna- manni Hellisgerðis og Sigvalda garðyrkjumanni. Er allt skipu- lagt eins og bezt verður á kosið og öll umgengni um Gerðið með ágætum. — Er ekki að efa að mikill msmnfjöldi verður þar á morgun, en allur aðgangseyrir rennur í að fegra Hellisgerði. Að sjálfsögðu verður skemmtunin ekki haldin nema veður verði hagstætt. — G. E. — Herlögregla Framh. af bl. 1. skal það tekið fram, að í vamar- samningnum við Bandaríkin er það skýrt tekið fram, að varnar- liðsmenn og skyldulið þeirra skuli hlíta íslenzkum lögum, og er þar m. a. s. sérstaklega tekið fram, að í einu og öllu skuli þeir hlíta íslenzku umferðarlöggjöf- inni. Á meðan á þófinu stóð þarr.a við varðskýlið, kölluðu viðstadd- ir yfirmenn úr varnarliðinu út allstóran flokk herlögreglu, 30 tii 40 manns. Komu þeir þegar á vettvang, flestir vopnaðir skamm byssum og rifflum, og umkringdu varðskýlið, þar sem deilan stoð. Að lokum varð það, að sam- komulagi, að farið skyldi með konuna til hersjúkrahússins á flugvellinum, en þar hefir verið venja að framkvæma blóðrann- sóknir, þegar til þess hefir komið. — En þegar til hersjúkrahússins kom, neitaði konan enn harðiega að láta taka sér blóð. — Þarna voru aðeips þrír íslenzkir lög- reglumenn til staðar, og er þeir hugðust færa konuna til bioð- rannsóknar niður í Keflavík, hindraði hin vopnaða herlögregla það, en íslenzku löggæzlumenn- irnir gátu að sjálfsögðu ekki að gert. Á fimmtudagsmorguninn var þegar send skýrsla um atburð þennan til utanríkisráðherra * Björn Ingvarsson, lögreglu- stjóri, tók það fram í samtali sínu við blaðið að hér væri um algerlega einstæðan atburð að ræða, því að samvinna við varnar liðið um löggæzlu hafi ætíð verið mjög góð. Mætti hér sennilega aS einhvrju leyti kenna um ókunn- ugleika nýrra yfirmanna varnar- liðsins, sagði Björn Ingvarssoh að lokum-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.