Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. ágúst 1959 MORCUNBL 4ÐIÐ 15 — Afmæli Frh. á bls. 6 Magnús bar fljótt glöggt ,skyn á hæfileika þá, er sönnum for- manni sæmir. Varð hann fljótt,- er hann fékk aldur og þroska til, formaður, bæði á opnum bátum og síðar mótorbátum, ávallt afla sæll og lánsamur, vel virtur af hásetum sínum. Einnig var hann sjómaður á skútum þeirra tima. Svo breyttust tímar. Róðrnr urðu ekki eins arðvænlegir ein- göngu og þá tók hann að sér mjólkurflutninga frá Hvalfirði, en þá var enginn akvegur um Hvalfjörð og enginn mjólkurbíh til á þeirri leið. í þessum ferðum sínum eignaðist hann marga vini meðal bænda og annarra þar efra og marga, er nutu þessara sam- göngubóta, því oft hafði hann marga farþega með í þeesum ferðum sínum. Ég minnist þess einn fagran sunnudag um liá- sumarið, að hann bauð mér og konu minni, sem var systir hans — ísland og Kýpur Framh. af bls. 14. væg, og íbúar eylands okkar munu að eilífu vera þakklátir hinni frelsiselskandi íslenzku þjóð.“ Erkibiskupinn undirritaði bréf- ið „Makaríos af Kýpur“, með rauðu letri, en leyfi til slíkrar undirritunar fengu Kýpurbiskup- ar forðum hjá býzantísku keis- urunum. Samkvæmt því, er ákveðið var í Zúrich og London í febrúar síðastliðinn, verður stofnað lýð- veldi á Kýpur í næstkomandi febrúarmánuði. Og mun Makar- íos erkibiskup verða fyrsti for- seti þess. — Heyannir Framh. af bls. 2. að geta bjargað miklu með hey- skapinn hér um slóðir, og má gera ráð fyrir, að ýmsir hirði sig upp. Auk þess munu menn losa eftir því sem tími vinnst til, en víða er eftir að slá eitthvað, þótt fæstir eigi mjög mikið eftir. — Gunnar. — o —. Þurrkurinn mun hafa verið slakari, er austar dró, til dæmis var tæpast hægt að tala um hey- þurrk í Landeyjunum í gær, að því er fréttaritari blaðsins, Egg- ert Haukdal á Bergþórshvoli, sagði — en þó þurrt veður. Aft- ur á móti rigndi talsvert í fyrra- dag. Brakandi þurrkur var í gær, og raunar víða í fyrradag líka, um allar sveitir upp um Hval- fjörð, Borgarfjörð og Snæfells- nes. — Þarf ekki að spyrja að því, að bændur hafa tekið þurrk- inum feginshendi. og börnum olckar, í eina Hval- fjarðarferð, en áður höfðum við ekki komið í þann fagra fjörð, hve okkur var alls staðar vel fagnað á bæjum þeim, er við höfðum aðstæður til að heims- sækja. Nutum við þar vináttu og trausts sem Magnús hafði hjá öllum þar. Ef ég man rétt flutti hann mikið af því er bændur þurftu til heimilisins, sem kaliað var að nota ferðina, og brást Magnús aldrei því trausti gr bændur höfðu á honum. Ég minntist á að Magnús hafi misst konu sína eftir mjög stutta sambúð. Hét hún Guðlaug og var systir hins þekkta Vestur-íslend ings, Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, skálds, gáfuð og myndarleg kona. Eftir lát hennar bjó hann með, móður sinni nokkur ár, eða þar til hann giftist í annað sinn Guð- rúnu Hákonardóttur. Voru þau meira að segja upp alin í sama túninu, sem oft var svo nefnt. Guðrún bjó Magnúsi ágætt heim ili, enda fáguð í allri umgengni og ágætis kona. Ólu þau upp bróð urdóttur Guðrúnar sem sitt eigið bam. Svo liðu árin í farsæld og umhyggju heimilisins, þar til Guðrún mssti heilsuna og varð að vera á sjúkrabeði alllengi, þar til lífinu lauk. Þrátt fyrir allt þetta, ’sem Magnús hefur gengið í gegnum, hefur hann ekki gefizt upp í lífs baráttunni og þótt hann hafi leg- ið þungar legur og liðið tæinbrot oftar en einu sinni, sá hann ávallt bjarma lífshamingju framundan. Á efri árum, þegar hann þoldi illa miklar stöður sem fylgir sjó- mannastéttinni, keypti hann sér vörubíl og ók honum allmörg ar, en varð að láta af því starfi, er hann lærbrotnaði og lá lengi og hefur síðan ekki gengið heill til skógar. Magnús er skarpgreindur mað ur, tilfinningaríkur, viðkvæmur og mjög hjálpsamur til alls, sem betur má fara. Árið 1940 missti hann einkasystur sína. Sá ég honum mjög brugðið, en ástin á systurbörnunum var hin sama og er ennþá. Hann gleymir því kki er einu sinni hefur grópast í sálar líf hans. Og nú þegar kyrrðin hefur færzt yfir hann og árin hafa svo mjög fjölgað, hefur hann tekið sér fyrir hendur að skrifa gamlar minningar um sjómennsku á Suð umesjum. Efast ég ekki um að það, sem annað, er Magnús gerir, er ekki kastað frá sér af handa hófi. Þessar fáu línur minar þó ó- fullkomnar séu lýsa nokkuð ævi vinar míns, þó að stiklað sé á fáum steinum, og vil ég þakka mági mínum trygga vináttu fyrr og síðar og biðja þann, er kveikir ljós dagsins í morgunroða upp- risunnar að hann umvefji vin minn í hinum fögru kvöldgeislum líðandi dags. Andrés Andrésson. Óska eftir að kaupa bílleyfí á Vestur-Evrópu. Upplýsingar í síma 33183 Trétex — Harðtex n ý k o m i ð J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 Nú er tœkifœrið Kf samið er strax, er kjötverzlun á mjög góðum stað til sölu. Gott útlit fyrir vaxandi viðskipti. Tilboð merkt: „Vaxandi viðskipti — 4454“, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. ARKITEKTAR Frá verksmiðjusambandi okkar í Belgíu útvegum við leyfis- höfum : Dregið Gler „UNIVERBEL“ í öllum þykktum og 3 gæðaflokkum. Einangrunargler „POLYVERBEL“ með „TWINDOW“ samsetningaraðferð. xAíl og Vztt Ioftbil. Einangrunargler úr slípuðu gleri fyrir búðarrúðar Sól-vamar- gler fyrir flugturna og verksmiðjur. Gler til klæðingar framhliða húsa í mörgum litum. Hamrað, litað, svo og gler til framleiðslu spegla. Fyrirspurnum svarað um hæl. Guðmundur Jónsson h.f. Bókhlöðustíg 11 — Pob. 865 — Sími 12760 ¥ í dag er heiðursmaðurinn Magnús Þórarinsson, Bakkastíg 1, Reykjavík, áttræður. Hann er þekktur maður fyrir löngu síðan, í gegnum útgerð sína og formennsku, í það minnsta hér sunnanlands, af öllum almenn- ingi. Starfsemi hans sem formað- ur og útgerðarmaður var öðrum til fyrirmyndar. Skipverjar hans nutu hagsýni hans, með því að fá hærri hlut en flestir aðrir, jafnvel fyrix minni vinnu en aðrir urðu að láta í té. Hvert lof orð Magnúsar stóð sem stafur á bók. Viðmót hans til allra, sem honum kynntust vakti traust og hlýju. Magnús hefur fyrir alllöngu yfirgefið sjóferðir og fiskveiðar, en vinnur nú að því að safna verð mætum sem mölur og ryð fá ei grandað, ef vel er á haldið. Það er að safna gömlum heim- ildum, sérstaklega um Suðumes, fiskimiðum frá Akranesi og suð- ur um Reykjanes, sumt af því með aðstoð annarra. Og í því sam bandi vinnur hann að hinni vænt anlegu minningabók Suðurnesja, sem vonað er að geti komið út á þessu hausti. Þar munu þeir, er lesa, finna margt, er annars væri þegar að týnast, ef til vill er þetta eitt merkasta starf Magn- úsar um ævina. En ýmsir fle:ri merkir menn um Suðumes, vinna að sömu bók. Magnús Þórarinsson er einn af þeim mönnum sem flest hefur gjört, en ekkert illa gjört. Vonandi á hann eftir að starfa að þessum nýju hugðar- málum sínum um fjölda ára, því sálarkraftarnir eru enn í bezta lagi, engin hrörnun sjáanleg. Megi Guð og gæfan fylgja Magnúsi Þórarinssyni um öll ófarin æviár. Megi hann starfa sem lengst að hinum nýju áhuga málum sínum, óska áreiðanlega allir vinir hans og frændur. Gamall sjóari. Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vinsemd á 80 ára afmæli mínu 5. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Neríður Ketilsdóttir, Vestmannaeyjum Móðir mín, FRÚ SIGRlÐUR JÓNSDÓTTIR Hringbraut 63, Hafnarfirði andaðist aðfaranótt 7. þessa mánaðar. Ólafía Karlsdóttir Faðir minn, ÓLAFUR INGVARSSON verzlunarmaður andaðist á Hellu á Rangárvöllum, fimmtudag. 6. þ.m. Krla Ólafsdóttir Útför föður míns og tengdaföður, stefans JÓNSSONAR, frá Galtarholti fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 10. ágúst kl. 1,30 Fyrir hönd vandamanna. Stefanía Stefánsdóttir, Axel Gunnarsson Hringbraut 52 Móðir mín, GUÐRÚN SlMONARDÓTTIR frá Núpum verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 3 s.d. Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna. Felix Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við fráfall og jarðarför, GUÐNÝJAR GUÐBRANDSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Guðbrandsdóttir Þökkum innilega fyrir sýnda samúð við andiát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu LILJU BRANDSDÓTTUR Laugarnesvegi 118. Jón Grímsson, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum hjartartlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, RÚRIKS N. JÓNSSONAR Vigfúsína Erlendsdóttir Marteinn Rúriksson, Erla Rúriksdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HÓLMFRlÐAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Brekkulæk Börn og tengdabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.