Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 1
20 siður 46. árgangur 171. tbl. — Þriðjudagur 11. águst 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkisstjórnin setur fram akveðnar kröfur vegna árekstrarins á Kefla víkurflugvelli Yfirmaður varnarliðsins brýnir fyrir hermönnum að hlýða islenzkum lögum FUNDIR og viðræður hafa staðið áfram milli utanríkis- ráðherra og sendiherra Bandaríkjanna hér á landi vegna árekstrarins, sem varð í síðustu viku milli íslenzkr- ar lögreglu og amerískrar herlögreglu á Keflavíkur- flugvelli. Hefur utanríkisráð- herra sett fram kröfur af hálfu íslenzku ríkisstjórnar- innar. Meira en þetta fékkst varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins ekki til að segja um Keflavíkur- málið. Og ekki var hægt að fá upplýsingar um hvaða kröf- ur íslendingar gerðu í málinu. Ágústa á met- tíma Sundmeistaramót Norður- ^ > > s s s s s 1 s s ^ landa hófst 1 Danmöi'ku á j S sunnudagrinn. Þann dag keppti S j Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 • ^ m skriðsundi kvenna og Guðm. i S Gislason í 400 m skriðs. karla S $ en þau eru keppendur íslands • ^ á mótinu. s S Ágústa varð þriðja á 1:06,4 s ) mín., sem er sami tími og ís- • ^ landsmet hennar. Er það mjög i S gott afrek, þar sem keppt er í S i 50 m laug, en metið sett í 25 • ^ m laug. Guðm. Gíslason varð j S 6 á 4:50,4 mín Einnig það er S i mjög gott afrek, og annar bezti • ^ tími, sem hann hefir náð á s S þessari vegalengd. S $ í gær átti Ágústa að keppa í ■ J 400 m skriðsundi, en Guðm. í; S 100 m. S t 5 Ekki var húizt við neinni frétta- tilkynningu um málið og ekki vitað hvenær utanríkisráðherra myndi svara fyrirspurn um þessa atburði á Alþingi. Yfirmaður varnarliðsins, Gil- bert Pritchard, gaf á laugardag- inn út fyrirskipun um að bann- að væri að aka bandarískum bíl- um með einkennisbókstöfunum VL og J-O frá laugardagskvöldi til mánudagsmorguns og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu. Á laugardagskvöldið kl. 7,15 flutti hershöfðinginn ávarp í Keflavíkurútvarp til manna sinna, þar sem hann brýndi sér- staklega fyrir þeim, að þeir yrðu allir að hlýða íslenzkum lögum og sérstaklega því ákvæði ís- lenzkra laga, að bannað er að aka bifreið. eftir að hafá neytt áfengra drykkja. Ávarp hershöfð ingjans, sem endurtekið var kl. 11,15 á laugardagskvöldið fer hér á eftir í heild: — Gott kvöld, herrar mínir og frúr í varnarliðinu. Þetta er Pritchard hershöfðingi. Eins og mörg ykkar vita er ég nýlega komin hingað sem yfirmaður varnarliðs íslands. Ég hef ekki haft tækifæri til þess enn að hitta ykkur öll persónulega, en ég vænti þess að fá tækifæri til þess í náinni framtíð. Ætlun mín með því að koma hér í útvarpið í kvöld er að benda hverjum og einum manni á það, fyrst og fremst, að ég vænti þess að þið fylgið og hlýð- ið lögum lýðveldisins Islands, eins og fyrir er mælt í ákvæð- um íslenzk-ameríska samnings- ins frá 1951. Eins og flest ykkar vita, þá var þessi samningur þeg- ar þar að kom samþykktur af öldungadeild Bandaríkjanna og Alþingi íslendinga. Sérstaklega hef ég í huga, þau íslenzku lög, sem oftast eru brot- in, með akstri bifreiða undir áhrifum áfengis. Samkvæmt ís- lenzkum lögum er brotið bók- staflega fólgið í því að aka bif- reið eftir að hafa drukkið áfengi, andstætt okkar túlkun heima á því að aka undir áhrifum og einn drykkur nægir hér til þess að um lögbrot sé að ræða. Ég vil einnig minna ykkur á það, að borgaralegir starfsmenn Frh. á bls. 19 ;Þessa mynd tók Sigurgeirt | Jónasson fyrir Mbl. af > s tjaldborginni á Þjóðhátíð \ s Vestmannaeyja. Eins og j ; myndin sýnir, er tjald- > | borgin hin fegursta á aS; s líta og sagði fréttaritari • \ Mbl. í Vestmannaeyjum, í • Björn Guðmundsson, í s 1 gær, að tjaldborgin hefði ^ s verið stærri nú en oftast • 1 áður. — (Sjá bls. 3). — j V-Þjóðverjar fagna mjög heimsókn Eisenhowers BONN, 10. ágúst. — Því hefur almennt verið fagnað í V-Þýzka- lmdi, að Eisenhower forseti hefur ákveðið að koma til Bonn og ræða við Adenauer áður en hann fer til fundar við leiðtoga í París og London. Eisenhower áætlar að koma til Bonn 27. ágúst og dveljast þar einn dag. Fyrst og fremst er fregninni fagnað vegna þess, að Eisenhow- er sýnir með þessu, að hann vill í engu fara á bak við vestur- þýzku stjórnina og ætlar að hafa Synti í þoku og gafst í 15 klst. upp DOVER, 10. ágúst. — Danska sundkonan Elna Andersen varð í dag að gefast upp í 10. tilraun sinni til að synda yfir Ermarsund. — Eftir 15 klst. og 6 mín. sund frá Dover var hún dregin aðfram- komin af þreytu upp í fylgdarbát sinn um 2,5 mílur undan Cap Gris Nez á strönd Frakklands. Mistur var yfir sundinu og þoka við ströndina svo að sundkonan, sem er fertug, sá aldrei strönd- ina fyrirheitnu. 1 Iþessari 10. tilraun sinni reyndi Elna að synda „öfugu“ leiðina yfir sundið, því venjulega Enn samsœri gegn Castro HAVANA, 10. ágúst. — Útvarps- stöðin í Dominikanska lýðveld- inu tilkynnti í dag með miklu írafari, að fylgismenn Batista á Kúbu hefðu drepið Castro og borgin Santiago væri á valdi manna Batista. „Lengi lifi Kúba, lengi lifi frjálsir Kúbumenn!" sögðu dominikanskir í lokin. Nokkrum mínútum síðar til- kynnti útvarpsstöðin á Kúbu að Castro hefði aldrei verið spræk- ari — og fylgismenn Batista hefðu hvergi þorað að láta til skarar skríða, hvorki í Santiago né annars staðar. — Að vísu hefðu nokkrir verið handteknir, en þeim yrði flestum sleppt aft- ur. SlÐARI FRÉTTIR: — Tilkynnt var í kvöld að komizt hefði upp um víðtækt samsæri gegn stjórn Castro, en samsærismennirnir verið liandteknir. er synt frá Frakklandi til Eng- lands. Aðeins einni konu hefur tekizt að synda „öfugu“ leiðina, sú er bandarísk. Elna Andersen reyndi síðast við Ermarsund í júlí sl. En hún ætlar alls ekki að gefast upp, síður en svo. Hún er staðráðin í því að reyna aftur, því að hún var sérlega óheppin í dag. Allan tímann synti hún í þoku og vissi í rauninni aldrei hvert hún var að fara, sagði sundkonan, þegar hún kom í land. Landi hennar, Greta Andersen, sem undanfarin tvö ár hefur sigrað í Ermarsundskeppninni, ætlar að taka þátt í keppninni í ár, sem fer fram í ágsútlok. fullt samráð við hana um öll mikilsverð mál til jafns við de Gaulle og Macmillan. Þetta er ekki svo lítill stjórnmálalegur sigur fyrir hinn 83 ára gamla kanslara — og hafa þýzku blöð- in lagt áherzlu á það, að Banda- ríkjastjórn geri með þessu að engu áform Ráðstjórnarinnar um að einangra stjórnina í Bonn eða að reisa einhvers konar múr milli hennar og Bandaríkja- stjórnar. — o — Þetta verður í fyrsta sinn sem Eisenhower kemur til V-Þýzka- lands eftir að hann varð forseti. Síðast var hann þar í landi sem yfirmaður alls herafla Atlants- hafsbandalagsins. Adenauer fór í dag flugleiðis til N-ítalíu, en þar mun hann dveljast í mánaðarleyfi með þeirri undantekningu, að hann kemur til Bonn til þess að ræða við Bandaríkjaforseta. *--------------------------★ Efni blaðsins m.a.: Þriðjudagur 11. ágúst' Bls. 3: Þjóðliátíðin I Eyjuin. — 6: Siglufjörður séður með gests- augum, eftir llarald Böðvars- son. — 8: Baráttan við náttúruöflin. — 9: Framleiðslumáttur Rússa hefir verið ofmetinn. Kvikmyndir. — 10: Ritstjórnargreinar: Uppbygging Miðbæjarins. — Til og mikils mælzt. — 11: „Hraðferð“ á miðin. — 18: Iþróttir. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.