Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 16
16 " MORCVNBLAÐIÐ Þrlðjudagur 11. ágflst 1959 HASVS WOLFGANGi Hann horfði á hana hátt og lágt, eins. og þegar menn skoða skepnur. Hún hafði dökkrautt hár, sem féll laust ofan á hinar beru herðar hennar. Hörund hennar var mjallhvítt. Frekn- urnar gerðu hana öllu girnilegri. Augu hennar voru græn eins og í ketti. Munnur hennar var vara- þykkur, munaðarlegur og alltaf hálf-opinn. Ofan við hann var lítið nefið, hafið upp framan vert. Á milli nefsins og munnsins var lítill, svartur blettur. „Þú ert falleg", sagði hann, „en þú ert að verða gömul. Met- orðagirdin nagar þig“. — Hann snerti efri vör hennar með vísi- fingrinum. „Það er auðséð á munninum á þér. Hefur þú ekki nóga peninga? Hvers vegna selur þú ekki hússkrokkinn og sezt um kyrrt?“ „Ég á alls ekki húsið. Ekki ennþá. Þar að auki skilur þú það ekki, Antóníó". „Hvað er það, sem þarf að skilja?“ „Þú lifir og nýtur dagsins. Þú getur ekki hugsað þér, að það er líka dagur á morgun“. „Hvað um það. Hann er ekki öðru vísi en dagurinn í dag. Það er ekki til neitt heimskulegra en framtíðin. Hvers vegna er verið að reisa hús sem aldrei verður lokið við?“ „Það er farið að rigna aftur", sagði hún til þess að víkja að öðru. Regnið lamdi gluggarúðurnar á vínstofunni. Á sama andartaki var hurðin opnuð. Maðurinn, sem kom inn, nam staðar. Hann litaðist um eftir rauðhærðu konunni við af- greiðsluborðið, og um leið kom hann auga á Antóníó. Ósjálfrátt lét hann eins og hann ætlaði út aftur, en Zenta var búin að koma auga á hann. Hún gekk á móti honum með útbreiddan faðminn. Antóníó herpti saman augun og athugaði samfund söngkon- unnar og bróður síns. Honum var það þegar Ijóst, að þau þekkt ust og það áður en Hermann var nú kominn til Leopoldville. „Einn viský i viðbót“, skipaði Antóníó afgreiðslustúlkunni, án þess að snúa sér frá dyrunum. Það var komin upp í honum gleði, sem hann hafði ekki fund- ið til í mörg ár. Síðari hluta dags í dag hafði hann verið í húsi bróður síns og hann hafði kynnzt hinni fögru, ljóshærðu konu með blá-grænu augun. Og nú gekk Hermann inn í „Perroquet“-vín- stofuna. Hann hafði fundið það í marga daga, að hjólið hafði snú izt. Hann hafði heppnina með sér, en Hermann lenti í ógæfu. Hermann hafði dregið Zentu að litlu hornborði nálægt dyrun- um, sem stóð rétt hjá slaghörpu- leikaranum, og sat þannig, að hann sneri baki að Antóníó. —- Hann talaði í ákafa við stúlkuna, en það var helzt að sjá, að hann stæði upp og færi, þegar minnst varði. Antóníó gekk yfir borðið. — Reykskýin héngu eins og loft- belgir í loftinu. Hann gekk með olnbogana út frá sér, eins og hann ætlaði að ýta loftbelgjun- um til hliðar. Hann nam staðar við borð Zentu. „Gott kvöld, Hermann!" Hermann leit upp, en sat kyrr. Hann reyndi að stilla sig, en hann hrökk saman. Það var nærri því eins og hann byggist til varnar. „Gott kvöld, Ánton“, sagði hann síðan. „Þekkizt þið?“ spurði Zenta. Anton virtist hún spyrja í al- vöru. Sennilega hafði Hermann ekki haft tíma eða löngun til að skýra henni frá málavöxtum. „Já, við þekkjumst“, sagði hann. „Og þú gerðir mér greiða, Zenta, ef þú lofaðir okkur að vera einum stundarkorn“. „Verið þér kyrr“, sagði Her- mann í skipandi róm. „Farðu, það er þörf fyrir þig í vínstúkunni", sagði Anton. Konan stóð upp. Hún þekkti Antóníó og vissi að það kom fyr ir, að ekki mátti andmæla hon- um. Hún mælti: „Gerðu svo vel að afsaka mig, Hermann. Ég kem aftur að vörmu spori“. Anton brosti. Hermann þéraði hana, en hún þúaði hann. Hann settist á stól hennar. „Hvað ert þú að gera hérna?“ spurði Anton. „Ég kom hérna inn af tilvilj- un‘:. „Ég á ekki við það. Hvað ert þú að gera í Leó?“ „Ég er hér í viðskiptaerindum. Og þú?“ „Þú horfir á mig eins og vofu. Þú ert orðinn náfölur. Heldurðu að ég sé afturgenginn? Hafðu engar áhyggjur. Ég var alls ekki dauður“. „Það gleður mig að heyra'*. Hermann þreifaði á eyma- sneplinum á sér, sem var í þykkrara lagi. Antóníó brosti. — „Þú klórar ennþá eyrnasnepil- inn á þér, þegar þér er órótt", sagði hann. „Þú hefur ekki held- ur breytzt mikið að öðru leyti. SEHVIS Þvottavélar Eftir beiðni Willkins & IHitchell Limited framleiðanda Servis þvottavéla höfum við tekið að okkur einkaumboð á íslandi. Aðalútsala í Reykjavík er hjá HEKLU h.f. Austurstræti 14 Sími 11687 Viðgerðir og varahlutaþjónusta hjá Raftækjavinnustofu HEKLU h.f. Laugavegi 170 — Sími 17295 Heildverzlunin Hekla h.f. Hverfisgötu 103 Þú ert þó orðinn fínni og þú hef- ur safnað dálítilli fitu. Það fer þér annars vel. Þú lítur út alveg eins og sá heiðursmaður, sem þig alltaf langaði til að sýnast vera. Þú berð fituna eins og grímu. í fyrsta svip lítur þú virðulega út“. Píanóspilarinn studdi á nót- urnar. Zenta hallaði sér fram á borðið og söng „Lili Marlen". „Það þýðir ekkert að þú sért að erta mig, Anton“, sagði Her- mann. „Eg læt þig ekki egna mig til reiði". „Það ætla ég ekki heldur að gera. Fjórtán ár eru langur tími. Ég hef nærri því gleymt því, *að þú ætlaðir þá að reka mig út í dauðann". „Af hverju heldur þú það?“ „Ég hef lesið ákærur þínar gef,n mér, Hermann. Það vildi svo til að ég átti vin í her- deild Rommels. Ef hann hefði látið ákærur þínar fara lengra, þá hefðu þeir skotið mig tafar- laust. Ef móðir okkar hefði ekki dáið vegna lýgi þinnar — þá myndi ég ekki nefna þetta fram- ar. Ég sp’T ekki heldur lengur, hvers vegna þú gerðir það — ég hef myndað mér skoðun um það fyrir löngu." Hann studdi höfuðið á hnefum sér og starði á Hermann. Hermann stóðst augnaráð hans. Einu sinni ætlaði hann að þreifa á eyrnasneplinum á sér, en stöðvaði sig ; miðjum klið- um. Hann mælti: „Hvað viltu heimta af mér?“ „Ekkert". „Vilt þú fá peninga?" „Ekkert, sagði ég þér“. „Hvers vegna komstu þá að' borðinu til min?“ „Til þess að þú vitir, að ég er ofar moldar". „Hvað meira?" „Ég er ofar moldar og ég er í Leopoldville. Ég veit ekki, hvað þú hefur þér fyrir stafni. En —“ Hann þagnaði snöggvast. „Hvað hefur þú hér fyrir stafni?" „Það kemur þér ekkert við“. „Þér virðist vegna mjög vel. Ég hef séð húsið þitt". Hermann fölnaði. „Þú hefur njósnað um mig", sagði hann. „Ég hlýt ag mega hafa áhuga á bróður mínum ennþá". Hann kveikti sér makindalega í vindl- ingi. „Er eitthvað, sem þú þarft að halda leyndu?" „Ég þarf ekki að standa þér skil á neinu". „Þú gætir boðið mér heim einu sinni, til dæmis til kvöldverðar. Ég á ennþá gömul „smóking“- föt. Mér þætti gaman að kynnast konunni þinni“. Hermann beit á jaxlinn. „Þú munt aldrei kynnast henni“, svaraði hann. Er hann jafnaði sig, sagði hann: „Mér er annárs forvitni á að vita, hvað þú ert að gera í Leopoldville". „Það er ekkert leyndarmál", svaraði Antóníó, „ég er í við- skiptaerindum“. „Það er ekki á þér að sjá —“ „Að þau gangi vel. Hafðu ekki áhyggjur af mér, Hermann. Ég get alltaf boðið þér heim upp á viský“. Hermann var búinn að taka af sér gleraugun. Nefrótin á hon um var rauð og augnaráð hans var óstöðugt. „Anton“, sagði hann, „ég ætla a r i d 1) Já, hann er áreiðanlega maðurinn — býst við, að freist- ingin hafi verið of mikil. Mark- ús hefur óreglulegar tekjur — og hann vill fara að gifta sig. 2) Segið þið eiginmanni leik- konunnar, að vð séum komnir á sporið. 3) Á meðan: Sjáðu bara, hvað Markús gaf mér í gær, Tómas. — Mjög fallegt, Sirrý. — Þetta hlýtur að hafa verið dýrt! — Já, það var það líka, Markús hreykinn. að segja þér nokkuð í hrein- skilni. Mér hefði komið það bet- ur, að við hefðum ekki hitzt hérna. Það er auðséð, að þú átt hér heima undir fölsku nafni“. „Ég vildi ekki gera þínu góða nafni neina skqmm“. „Þú mátt það mín vegna. Ég er virtur maður, og mér gengur vel, eins og þú segir. Ég á fjöl- skyldu, sem mér þykir vænt um. Hvað myndi það kosta, að þú færir úr Leopoldville?" „Ég e rfarinn að venjast lofts- laginu hérna, Hermann, og ég er ekki að hugsa um að fara burt. Vel á minnzt: fjölskyMu. Hvenær kynntist þú þessari konu, Zentu?" „Ég þekki hana yfirleitt ekki“. „Þú varst alltaf lyginn krakki, Hermann". Zenta hafði nú iokið „Lili Mar- len“. Það var klappað við tvö borðin. Píanóspilarinn spilaði eigin hugleiðingar. Konan kom að borðinu, þar sem þeir sátu — og nam þar staðar. „Jæja, eruð þið nú búnir að tala saman?“ sagði hún. „Hvað- an þekkizt þið annars?" „Gamlir striðsfangar", svaraði Antóníó. „Það er að segja, fé- lagar frá stríðinu. Hermann var nokkuð nærsýnn. Hann varð ut- an við það. Það er líka hægt rð kalla það langsýni". Zenta dró stól að borðinu „Antóníó", sagði hún, „mig grunar, að þú ætlir að fara að efna til deilu ennþá einu sinni“. Hún lagði handlegginn blíðlega á herðar Hermanni. ,í þetta skipti skalt þú eiga mér' að naæta". „Ég? Deilur? Ég er friðsamastl maðurinn á jörðinni. Hvaðan þekkir þú annars félaga minn?“ „Það kemur þér ekki við“. „Ég er aðeins að spyrja þín vegna“. Hann hló, s' o að skein í tennurnar. „Félagi minn á sem sé konu og tvö börn. Ég ætlaði að forða þér frá ástarsorg, Zenta“. „Hugsaðu um það, sem þig varðar! Þú ert annars ekki búinn að borga við afgreiðsluborðið“. „Það ætlar félagi minn að sjá um fyrir mig! Ég fékk fjóra tvö- falda. Þú getur fengið peningana þegar í stað, því við erum nú að fara“. Hermann kreppti hnefann. „Ég er ekki að hugsa um það“, sagði hann. „Ó-já, Hermann", sagði hinn. „Það er reyndar dálítil rigning, en við skulum ganga dálítið sam- an. Athugaðu það að þú varst að gera mér tilboð. Við ættum að tala um það“. „Það er nægur tími á morgun". „Á ég að koma til þín í námu- húsið?" ajlltvarpiö Þriðjudagur 11. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Erindi: Rímur og raunvís- indi. Fyrra erindi. (Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur). — 20,55 Tónleikar. 21,25 íþróttir (Sigurð- ur Sigurðsson). 21,45 Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eft- ir Johannes Brahms. 22,10 Lög unga fólksins. (Haukur Hauks- son). 23,05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 12. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón- leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 „Að tjalda baki" (Ævar Kvaran leikari). — 20,50 Tónleikar. 21,20 Upplestur: Gísli Halldórsson leikari les þýð ingar Matthíasar Jochumssonar á kvæðum eftir Burns, Wergeland og Runeberg. 21,40 Tónleikar: Drengjakórinn í Vín syngur. — 22,10 Kvöldsagan: „Allt fyrir hreinlætið" eftir Evu Ramm, L (Frú Álfheiður Kjartansdóttir). 22,30 í léttum tón: George Shear ing og Lolo Martinez leika. 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.