Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 6
MORCDVBLAÐ1B
Þriðjudagur 11. 'ágúst 1959
Hæraldur Bdðvarsson
Siglufjörður
ÉG VAR svo heppinn að vera
nokkra daga á Siglufirði í fyrra
sumar, einmitt þá dagana, sem
mest aflaðist og nú í sumar var
ég þar líka nokkra daga þegar
mest aflaðist. Siglufjörður
er dásamlegur bær í góðu veðri
á sumrin þegar vel veiðist en
það eru líka til aðrar hliðar á
honum. Það er steindauður mað-
ur, sem ekki lifnar við að sjá
drekkhlaðna síldarbátana sigla
inn fjörðinn og allt athafnalífið
í sambandi við verkun aflans,
síldarsöltunina á hinum mörgu
síldarplönum og bryggjum en
þar er unnið af lifi og sál, nótt
Og dag þegar silfurfiskurinn
kemur og þar lætur kvenþjóðin
ekki sitt eftir liggja.
Gufubólstrarnir úr hinum
mörgu reykháfum síldarverk-
smiðjanna setja sinn mikilfeng-
lega svip á bæinn og það vekur
mann til umhugsunar um hin
miklu auðæfi sem hafið hefur að
geyma. Síldarverksmiðjur ríkis-
ins eru voldugasta fyrirtæki
bæjarins, sem eiga líka mikil-
virkt hraðfrystihús m. a. Svo á
bæjarfélagið sildarverksmiðjuna
Rauðku, en á milli þessara fyr-
irtækja er ekki eins góð sambúð
og vera skyldi, því verksmiðjur
ríkisins, sem líka eiga verk-
smiðjur á Skagaströnd, Raufar-
höfn og Húsavík, hafa skuld-
bundið sína viðskiptamenn til að
leggja síldina eingöngu upp hja
sér og er því mjög hæpið að
binda sig við Rauðku, sem ekki
hefur aðstöðu nema á Siglufirði.
Mér finnst að þessi einræðis-
kennd eigi ekki tilverurétt nú á
tímum hins mikla lýðræðis í okk-
ar landi, enda er þegar á þessu
sumri nokkur breyting orðin i
rétta átt á milli verksmiðjanna
og er vonandi að fullt frelsi í
þessum efnum verði framvegis
þannig að útgerðarmenn og sjó-
menn megi ráða því hvar þeir
leggja upp afla sinn án þess að
verða fyrir refsiaðgerðum. Ráðs-
menn verksmiðja ríkisins, þeir
Sigurður Jónsson og Vilhjálmur
Guðmundsson og verksmiðju-
stjóri Snorri Stefánsson í
Rauðku, sem allir eru miklir
mannkosta- og drengskapar-
menn ættu að leggja metnað
sinn í það að gera þessi viðskipti
frjáls og þvingunarlaus í fram-
tíðinni.
Siglufjarðarkaupstaður hefur
á undangengnum síldarleysisár-
Gufubólstrarnir úr verksmiðjunum setja svip á bæinn
hjá sér eða annars staðar, til
þess að losna undan útsvari á
Siglufirði. Þetta finnst mér að
hljóti að stafa af miklum mis-
séður með gestsaugum
um dregizt nokkuð aftur úr í
verklegum framkvæmdum, en þó
byrjaði á sl. ári fyrst að rætast
nokkuð úr og í ár sjást veruleg-
ar breytingar til batnaðar sam-
anber upplýsingar sem bæjar-
stjóri Sigurjón Sæmundsson gaf
nýlega í útvarpsviðræðum. Það
þarf mikið fjármagn til allra
þeirra framkvæmda er bæjar-
stjóri taldi upp og fyrirhugaðar
væru í næstu framtíð og þess
vegna verða tekjur bæjarsjóðs að
aukast. Mér var sagt að sumir
aðkomumenn, sem salta síld á
eigin síldarplönum á Siglufirði,
telji fram tekjur og veltu heima
skilningi og trúi ég vart öðru en
að þetta megi laga ef rétt er á
haldið.
Siglufjörður er og verður í
framtíðinni landshöfn síldveiði-
flotans fyrir Norðurlandi og
þessa höfn allra landsmanna ber
að gera þannig úr garði að hún
fullnægi hlutverki sínu, en það
vantar mikið á að svo sé. M. a.
þess vegna ber aðkomumönnum
sem njóta góðs af starfrækslu
sinni þar að greiða bænum sann-
gjörn útsvör o. s. frv.
Á Siglufirði er mjög gott gisti-
hús (Hótel Hvanneyri), sem rek-
ið er með miklum myndarbrag
skrifar úr
dagtegq lifinu
n
Einn lítri heitt vatn
kr. 16.00.
NÝLEGA fór kunningi minn
einn á veitingahús ásamt
fleirum. Þéir félagar pöntuðu
sér rauðvín til drykkjar, fyrst
eina flösku og síðar hálfa og
eina flösku af gosdrykk. En þar
eð þeim þykir betra að drekka
rauðvínið í vatni, þegar það er
ekki haft með mat, þá báðu þeir
um heitt vatn og ferigu það.
Svo kom reikningurinn. Gos-
drykkurinn kostaði kr. 16,00, eins
og venjulegt er á slíkum stöðum
‘ Wii /, > ) CÍÁ4s<
/ fl íM V H,-
1 l \ •v u/. 11 y « |l
% •- % e • V* r, ■ - 1 ) 7y áo ■'ib '' *
V h ö "'l
(kr. 3,40 í búð), og heita vatnið
einnig kr. 16,00 (kr. 0 úr kran-
anum + upphitun). Að sjálfsögðu
var rauðvimð selt með venjulegri
álagningu, heilflaskan kostaði
kr. 142.60, miðað við 50—60 kr.
í Áfengisverzluninni.
Veitingahúsin þurfa auðvitað
að leggja á veitingarnar auka-
gjald. Gestirnir eru um leið að
greiða leigu af sæti og borði,
fyrir músíkina, sem þeir hlusta
a, afnot af dansgólfi o. fl. En
vatn á kr. 16,00 út í rauðvín, sem
búið er að leggja á, er það nú
ekki nokkuð langt gengið?
Mér er sagt að kalt vatnsglas
sé ennþá dýrara en þetta á veú-
ingahúsum, en veit ekki sönnur
á því, þar eð ég hef aldrei sjálf-
ur látið það henda mig að kaupa
kalt vatn á veitingastað. Ef *il
vill er skýringin sú, að kalt vatn
svalar og er af þeim sökum dýr-
ara.
Það er ekki undarlegt, þó menn
syngi af tilfinningu, þegar þeir
fara að finna á sér: „Vatn er leið-
ur leiður vökvi, sem að varast
ber . . .
Hækkuð laun,
þegar aðrir lækkuðu.
HÉR liggur hjá mér bréf frá
Svani sjómanni, sem fjállar
um skilt málefni. Hann skrifat:
„Mig langar til að minnast á
málefni, sem okkur sjómönnum
kemur „spánskt“ fyrir sjónir og
væri gaman að fá upplýsingar
um.
Síðastliðinn vetur lækkuðu
laun launþega í samræmi við
lækkun vísitölunnar, sem ailir
vita, og hefur almenningur tekið
að sjálfsögðu tekið því með jafn-
aðargeði, þar sem fólk sá fram á,
að þetta var byrjunarspor í rétta
átt til að stöðva verðbólguna.
Þessar ráðstafanir komu að
vísu ekki alveg jafnt niður á
launþegum, og ætla ég þar sér
í lagi að nefna veitingahúsþjóna,
sem eftir því, sem mér heíir
skilist taka aðallaun sín af hinu
15% þjónustugjaldi, er þeir fá af
sinni afgreiðslu. Það virðist, sem
þjónar þeir, er vinna á veitinga-
húsunum, hafi beinlínis hækkað
í kaupi, þar sem áfengi hækk-
aði í verði að mun um þetta leyti.
Okkur veitingahúsgestum finnst
að óhætt mundi að lækka pró-
sentur þessara manna í samræmi
við lækkun launa annarra laun-
þega.
Ekkert vínkort.
ANNAÐ langar mig til að minn
ast á í sambandi við veitinga
húsin. í vetur sem leið fórum
við hjónin í eitt af veitingahús-
unum í Reykjavik, til að borða.
Er við vorum sezt við borðið,
var okkur afhentur fullkomir.n
matseðill og ákváðum við „rétt-
inn“, síðan var farið að hugsa
um drykkinn með matnum og
báðum við um „vínkort", til að
auðvelda okkur valið í samræmi
við verð og gæði. — Andartak,
sagði þjónninn, sem sýnilega
vissi ekki um hvað var beðið,
fór rakleitt til yfirþjónsins, kom
að vörmu spori-aftur og tilkynnti
að það, sem um var beðið, væri
ekki til. Ég varð mjög undrandi,
þar sem verð á vínum er mjög
mismunandi og getur jafnvel
munað hundruðum króna á
einni flösku af sömu tegund, bara
misjafn gæðaflokkur. Síðan lief
ég heyrt að vínkort þekkist ekki
á neinu af veitingahúsum þeim,
er hér selja áfenga drykki“.
Velvakandi hefur heyrt, að það
sé ein af þessum undarlegu regl-
um, um það hvernig umgangast
eigi áfengi hér á landi, sem ráði
því, að veitingahúsum er ekki
leyft að hafa vínkort. — Væri
fróðlegt að fá að heyra nákvæm-
ari skýringu á því.
og dugnaði af frú Þórönnu, konu
Sigurðar Kristjánssonar konsúls,
en hann er sparisjóðsstjóri Siglu-
fjarðar. Sparisjóðurinn er á
neðstu hæð hótelsins og þar er
líka til húsa sami myndarbrag-
urinn og dugnaðurinn.
Sjómannaheimilið á Siglufirði
er merk stofnun, sem veitir að-
komusjómönnum mikilvæga
þjónustu, en húsakynni þyrftu að
vera mikið rúmbetri. Steypiböð-
in þar eru mjög mikið notuð og
komast færri að þar en vilja. —
Þessari stofnun verður að hlynna
meira að en gert er nú og ættu
aðkomumenn, sjómenn og út-
gerðarmenn að minnast þessar-
ar stofnunar með fjárframlögum,
þegar vel gengur og væri þeim
fjármunum a. m. k. betur varið
heldur en til áfengiskaupa.
Áfengisútsala ríkisins á Siglu-
firði er mikill bölvaldur og ætti
að afmá hana úr bænum a. m. k.
ætti hún að vera alveg lokuð í
landlegum til að firra vandræð-
um. Þetta ættu allir að vera sam-
mála um og koma í framkvæmd.
VHI láta stofna hús-
stjórnarskóla í Rússlandi
oð íslenzkri fyrirmynd
SOVÉZKIR rithöfundar, sem
heimsótt hafa Norðurlönd, efndu
fyrir skömmu til fundahalda fyr-
ir almenning í „Húsi vináttu-
tengsla við erlendar þjóðir“ í
Moskvu. í fréttatilkynningu frá
rússneska sendiráðinu hér er sagt
svo frá, að á fundinum hafi ljóð-
skáldið Agnía Barto rætt þar um
íslandsför sína. Hún hafði m. a.
komizt svo að orði:
„íslenzkar konur eru ágætar
húsmæður" sagði Agnía Barto,
„enda þótt rnargar þeirra vmni
utan heimilis. Þeim er sýnt um
fatagerð og annan saumaskap,
og þær kunna að búa til góðan
mat. Þetta lær þær á sérstökum
hússtjórnarskólum. Ég held, að
við ættum líka að setja á stofr
slíka hússtjórnarskóla“.
Eftir heimkomuna frá íslandi
kveðst hún hafa farið að mála
ýmsa hluti við sumarhýsi sitt
skammt frá Moskvu í björ:um
litum að íslenzkum sið, steina
umhverfis blómabeð og meðf’’am
trjágörðum o. s. frv.
„íslenz náttúra er fremur lita
dauf, og til að bæta úr þessu
mála íslendingar hús sín og fleiia
með björtum litum. Þetta er til
fegurðarauka, eins og ég hef sann
færzt um af þessum tilraunum
mínum við sumarhúsið".
Agnia Barto minntist á Halldór
Kiljan Laxness, sem sovézka
kvennanefndin heimsótti.
Á íslandi kynnti nefndin sér
meðal ani.ars skólamál, stöðu ís-
lenzkra kvenna, listir og bók-
menntir.
„Það var gaman að sjá sýningu
á „Fjárhættuspilurunum" eftir
rússneska rithöfundinn Gogol á
leiksviði hinnar fjarlægu borgar,
Reykjavíkur. Það var einnig
ánægjulegt að hitta íslenzku rit-
höfundana Gunnar Benediktsson
og Stefán Jónsson, sem jafnframt
eru kennarar, og ræða við þá
margvísleg efni. Sú almenna ósk
að mega lifa í friði, frjálsu cg
hamingjusömu lífi var okkur öll-
um sameiginleg. Einmitt þessar
tilfinningar voru svo fallega og
hjartanlega túlkaðar af íslenzkri
stúlku, sem færi okkur á flug-
völlinn stóran blómvönd.
Þetta var blómagjöf frá góðum
hjörtum“.
SVEINBJÖRN DAGFINNSSON
EINAR VIÐAR
Múlflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Simi 19406.
LÚÐVÍK GIZURARSON
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa,
Klapparstíg 29 sími 17677.
Afmæli. — Þórunn Agnarsdótt-
ir, Smiðjustíg 10, er fimmtug í
dag.
Gís/f Einarsson
héraSsrlómslögma >u«.
Laugavegi 20B. — Sími 1.9631.
MáUlutniiigsskriistoia.
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa- fasteignasala
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
HILMAR FOSS
lögg.dómt. og skjalaþýð.
Hafnarstræti 11. — Sími 14824.