Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 8
8
r
MORCUWBT. 4 ÐIÐ
Þrlðjudagur 11. ágúst 1959
Baráttan viö
náttúruöflin
Fréttaritari IVIbl segir frá fe^ð
austur um Hýrdslssind
SKAFTFELLINGAR hafa allt
frá fyrstu tíð orðið að heyja
harða baráttu við óbjíð náttúru-
öfl. Annars vegar eru eldstöðv-
arnar Katla og Lakagígir, hins
vegar eru jökulvötnin, sem bylt-
ast fram sandana og eru hinir
verstu farartálmar.
Við nútímamenn gleymum oft
erfiðleikum forfeðranna. Okkur
eru öflnur og betri skilyrði búin
til að sigrast á duttlungum móð-
ur náttúru. Þó erum við einnig
oft minntir á hina fornu sögu.
Svo er enn í dag. Nú er á Mýr-
dalssandi háð barátta milli hug-
vits mannsins og náttúruaflanna,
þar sem á ýmsu hefur gengið.
Sú barátta hófst í fyrrasumar,
þegar jökulvatn undan Mýrdals-
jökli teppti venjulega umferð
um Mýrdalssand. Hefur hún
staðið síðan með litlum hvíldum
og ýmsum veitt betur.
Og nú hafa stórtíðindi gerzt
austur á Mýrdalssandi. Gerður
hafði verið tæplega 6 km langur
varnargarður, sem vegurinn var
lagður eftir. 1 bili virtist maður-
inn hafa yfirhöndina í barátt-
unni. En nú hefur náttúran spil-
að út sínu trompi. Á tæpum 15
klukkustundum höfðu rofnað
þrjú skörð á garðinn, eitt að vísu
gert af manna völdum, en tvö
voru gerð af vatninu sjálfu í
fullu óleyfi! Og þar með eru
fréttir af Mýrdalssandi orðnar
mikilvægt fréttaefni. Síminn
stanzar ekki: Hvað er að frétta
af Mýrdalssandi? Ég á einskis
annars úrkosta en fara sjálfur
austur og skoða verksummerkin.
Þá fyrst ^t ég sagt öðrum frá,
hvernig þar sé umhorfs.
Það var um hádegi mánudag-
inn 3. ágúst, að ég kvaddi konu
mína og sagði henni, að óvíst
væri, hvort ég kæmi heim fyrr
en næsta dag. Hún þyrfti ekkert
að undrast um mig, því að ég
ætlaði austur yfir Mýrdalssand
að reyna að útvega myndir og
fréttir af átökunum þar.
Ég ek austur að Hafursey. Þar
skil ég bílinn minn eftir við
tjöld brúarsmiðanna, sem eru að
brúa Blautukvísl. Bið ég ráðs-
konu þeirra að gæta hans fyrir
mig, þar til ég komi aftur. Er
það auðsótt mál. Eftir að hafa
þegið kaffi, er síðan haldið af
stað með vegagerðarbíl Gunnars
Sigurðssonar frá Litla-Hvammi
í Mýrdal. Hann er á leið austur
yfir sand, ásamt tveimur vega-
vinnumönnum, Finnboga Einars-
syni, Presthúsum og Eiríki Jóns-
syni, Vík.
Eftir þriggja kílómetra akstur
komum við að vesturenda varn-
argarðsins. Þar sjáum við djúp-
an farveg vestan við hann ofan
í Blautukvíslarbotna. Þar sér
verksummerki vatnsstraumsins,
sem daginn áður hafði brotizt
vestur fyrir garðsendann. Nú er
búið að hefta rennsli vatnsins
þarna, svo farvegurinn er
þurr, en mikill hefur straumur-
inn verið, því að farvegurinn
er allt að 2—3 m á dýpt og 10—
15 m að breidd, þar sem hann
er mestur.
☆
Enn höldum við áfram austur
eftir sunnan garðsins og komum
að vestasta skarðinu á honum
um 400 m frá enda hans. Lengra
komust við ekki hjálparlaust, en
við eigum von á jarðýtu okkur
til aðstoðar. Skarð þetta er 100
—150 m að breidd og allmikið
vatn rennur gegnum það. Mikill
straumur er í því. Nú er mynda-
vélinni brugðið á loft og reynt
að taka myndir. Ég er hræddur
um, að árangurinn verði heldur
lélegur, því að ég kann lítið til
þeirra hluta. Vonandi tekur Ólaf-
ur K. viljann fyrir verkið!
Meðan við bíðum eftir jarð-
ýtunni og sjáum hana nálgast,
sveimar flugvél uppi yfir okkur.
Þar mun Björn Pálsson á ferð.
Ég frétti síðar, að hann hafi flog-
ið austur á Kirkjubæjarklaustur
til þess að sækja fólk, sem var
þar teppt. Ótrúlega margir hafa
lagt leið sína austur yfir sand-
inn, þrátt fyrir aðvaranir vega-
málastjóra. Nú kemur það þeim
í koll.
Jarðýtan kemur með jeppa I
eftirdragi. Okkur er ekkert leng-
ur að vanbúnaði. Bíllinn er fest-
ur aftan í ýtuna og lagt af stað.
Ég hafði notað tækifærið og
fengið mér far með jarðýtunni.
Þóttist ég ætla að taka myndir
af bílnum í eftirdragi. Ferðin
yfir vatnið gengur ágætlega,
hvergi er mjög djúpt, en dálítið
um smáskorninga, sem vatnið
hefur grafið. Því er betra að hafa
gát á öllu.
Þegar komið er austur fyrir
skarðið, er haldið upp á varnar-
garðinn og ekið eftir honum. Að
næsta skarði eru tæpir tveir kíló-
metrar. Það er enn breiðara og
vatnsmeira en hið fyrra, senni-
lega rúml. 200 m. Aftur er bíln-
um fest aftan í ýtuna, og ég tek
mér far með henni. Hér hefur
vatnið breitt mikið úr sér sunn-
an við skarðið og rennur góðan
spöl austur með garðinum sunn-
anverðum. Þegar komið er út í
mitt vatnið, verður mér að orði
við ýtustjórann, að það sé eig-
inlega alls ekki hægt að taka
mynd af bílnum, því að vatnið
sýnist svo grunnt. Hann býðst
til að fara dálítið dýpra með
hann, ef ég vilji ná góðri mynd,
en ég flýti mér að afþakka það
góða boð! Finnst mér óþarfi að
auka á erfiðleikana í ferðinni!
Við komumst heilir á húfi yfir
þetta vatn einnig, og enn er hald-
ið upp á varnargarðinn. Eru nú
tæpir 3 km að austasta skarðinu,
sem fyrst kom á garðinn að þessu
sinni. Þar eru tvær ýtur byrjað-
ar að þrengja að vatninu aust-
an frá.
Við leggjum út í vatnið í þriðja
sinn. Nú þori ég ekki annað en
sitja kyrr í bílnum, því að ekki
er trútt um, að ferðafélagarnir
séu byrjaðir að stríða. mér með
því, að ég þori ekki að sitja í
bílnum yfir vatnið. Vil ég því
sanna hugrekki mitt. Þarna er
vatnið langdýpst og sandbleyta
mikil. Sekkur bíllinn talsvert of-
an í sandinn, en ýtunni veitist
auðvelt að draga hann yfir og
upp á garðinn í þriðja sinn. Við
kveðjum ýtustjórann, Reyni
Ragnarsson, með virktum og
þökkum góða aðstoð á ferðalag-
inu.
Áfram er haldið austur yfir
Skálm í tjöld vegavinnumanna.
Þar stendur Brandur Stefáns-
son, vegaverkstjóri, í hlaði og
kona hans, Guðrún Jóhannes-
dóttir, sem er matráðskona vega-
vinnuflokksins. Þau fagna okk-
ur vel, enda gestrisin í bezta lagi
eins og er hjá Skaftfellingum.
Ég bil Brand afsökunar á þessu
flani mínu >og segist vera kom-
inn til að reyna að fræðast dá-
lítið af honum um átökin á Mýr-
dalssandi og reyna að ná nokkr-
um myndum, ef vel takist. Hann
biður mig velkominn vera og
heitir þeirri fræðslu, sem hann
megi í téláta. Jafnframt semst svo
með okkur, að ég fái tvær filmur,
sem hann hefur tekið á sandin-
um. Þykir mér þá heldur vænk-
ast hagur minn, því að ég veit,
að hann er ljósmyndari góður.
Við göngum inn í eldhús og
þiggjum góðgerðir. Brandur er
að fara út á sand til eftirlits og
býður mér með. Eg þigg óðara
boð hans með þökkum.
Þegar við komum að austasta
skarðinu, sést, að verkinu miðar
vel áfram. Ýturnar eru komnar
vel á veg með að ýta garði aust-
an frá út í skarðið. Brandur fer
í klofhá stígvél og veður út í
vatnið. Bendir hann ýtunum,
hvar og hvernig eigi að ýta, en
ég stend eftir á garðsendanum
og reyni að ná myndum af verk-
inu. Austan við skarðið eru þurr-
ar leirur, því að allt vatnið leit-
ar gegnum skarðið. Milli þess,
sem Brandur er úti í vatninu að
leiðbeina ýtunum, reyni ég að
spyrja hann 'um það, sem gerzt
hefur á sandinum. Leysir hann
greiðlega úr spurningum mínum.
Helztu upplýsingar fara hér á
eftir samkvæmt minni.
Vatnið úr Mýrdalsjökli kemur
nú um 400 metrum vestar und-
an jöklinum en í fyrra. Þess
vegna rennur það miklu vestar
fram á sandinn. Sunnan við jök-
ulinn eru háar sandöldur. Vatnið
hefur brotið stórt skarð í þær
og flytur sandinn úr þeim með
sér fram á Mýrdalssand. Þegar
straumurinn lendir á varnargarð
inum, hleður vatnið sandinum
undir sig og byltir honum til
með miklum straumköstum. Oft
myndast miklar straumiður í
vatninu, þar sem öldurnar geta
orðið allt að mannhæðarháar. —
Slíkar öldur nefna Skaftfellingar
„dríli“. Af því að sandburður-
inn hækkar stöðugt farveg vatns-
ins, er nauðsynlegt að hækka
garðinn stöðugt, þar sem mest-
ur straumur mæðir á honum, svo
að vatnið renni ekki yfir hann
og rjúfi skörð í hann. Má nærri
geta, hversu erfitt þetta verk er,
þar sem aðeins eru fjórar ýtur
að verki, en garðurinn er orð-
inn tæpir 6 km á lengd. Auk
þess eru ýturnar stöðugt í gangi
og unnið við þær í vaktavinnu.
Vilja þær því bila og eru ekki
alltaf allar í gangi í einu. Þar
sem mest hefur hlaðizt að garð-
inum, hefur sandurinn eflaust
hækkað á fjórða metra, en víð-
ast mun hækkunin vera hátt á
annan metra.
Austasta skarðið kom mjög
snögglega eins og frá hefur ver-
ið skýrt í fréttum. Brandur var
á ferð þarna á garðinum um mið-
nætti aðfaranótt sunnudagsins 2.
ágúst. Þá bar ekki á neinu sér-
stöku, enda sýndist hættan miklu
meiri um miðjan garðinn, þar
sem ýturnar voru að vinna við
hann. Um 2 leytið var aftur far-
ið þarna um, og enn ók bíll þar
um kl. 3. Virtist allt þá með
kyrrum kjörum. Klukkustund
síðar er vatnið farið að streyma
gegnum garðinn og skarðið
stækkar óðfluga. Annað hvort
hefur vatnsyfirborðið hækkað
svo mikið, að vatnið fór að
streyma yfir garðinn, eða vatn-
ið hefur náð að skola burt kafla
úr grjóthleðslunni norðan á
garðinum og síðan náð að grafa
undan honum.
Þegar menn urðu varir við
skarðið, var strax sent eftir ýt-
unum, en þær voru of langt und-
an. Er þær komu á vettvang, var
skarðið orðið svo breitt og vatns-
mikið, að þær fengu við ekkert
ráðið.
Einni til tveimur klukkustund-
um síðar fréttist svo, að vatn
væri farið að renna vestan við
endann á garðinum ofan í
Blautukvíslarbotna. Gerði það
erfitt fyrir um alla brúarvinnu
þar, Var því strax farið af stað
til að hefta það vatnsrennsli.
Gekk það vel, og var verkinu
lokið eftir fimm til sex klukku
stundir.
☆
Þegar var sýnt, að erfitt mundi
að loka austasta skarðinu, með-
an svo mikið vatn rynni gegn-
um það. Varð því að ráði að
reyna að rjúfa skarð á garðinn
vestarlega, þar sem það væri
engum til baga. Strax á sunnu-
dag var hafinn undirbúningur
þess. Jafnframt var áfram unn-
ið að því að styrkja garðinn, þar
sem vatnið lá hæst að honum.
Flestir vegavinnumenn aðrir
en ýtustjórar höfðu farið til
Víkur yfir helgina. Voru þeir
kallaðir til vinnu síðari hluta
sunnudags. Ætlunin var að bíða
með að rjúfa skarðið, þar til þeir
væru komnir austur yfir.
En þá fór vatnið að renna yfir
garðinn rétt vestan við miðju,
þar sem ýturnar voru þó að
verki. Höfðu þær ekki við vatn-
inu, sem gróf sig gegnum garð-
inn og rauf stórt skarð í hann.
Um sjöleytið á sunnudagskvöld
voru þá komin þrjú skörð á garð-:
inn. Og þannig standa sakir nú,1
er verið að reyna að loka aust-
asta og elzta skarðinu.
Meðan við Brandur röbbum
saman, miðar ýtunum vel að
mjókk'a skarðið. Við höldum til
tjalda og borðum kvöldmat.
Eftir það skrepp ég niður í Álfta-
ver til að útvega mér gistingu.
Jafnramt hef ég samband við
Morgunblaðið og hvet til þess að
senda Ólaf K. með flugvél til að
taka loftmyndir af sandinum.
Þær sýna bezt verksummerkin.
Þegar ég kemst aftur út á garð,
er klukkan farin að ganga ellefu.
Nokkrir gestir eru þá komnir
þangað. Úrslitaorrustan um
skarðið er hafin. Brandur stend-
ur enn úti í vatninu og stjórnar
ýtunum. Skarðið er nú orðið
örmjótt, en mikill straumur er
í því. Jafnframt því sem ýturn-
ar ýta sandi fyrir strauminn,
reyna þær að beina honum aust-
ur með garðinum. Tekst það
smám" saman, skarðið minnkar
stöðugt ,og loks, þegar klukkuna
vantar stundarfjórðung í ellefu,
loka ýturnar fyrir síðasta vatns-
rennslið gegnum skarðið. Vatnið
er aftur farið að renna austur
i Skálm.
☆
Ég flýti mér að klöngrast yfir
sandhrúgurnar og» tek í hönd
Brandi. „Til hamingju!“ Hann
brosir, þreytusvipur ef á andlit-
inu. Mér verður hugsað til þess,
að hann hefur þegar átt margar
vökunæturnar þarna á garðinum
og enn fleiri á hann eflaust í
vændum. Þar við bætast áhyggj-
ur vegna framgangs verksins.
Hvíldarstundirnar eru fáar og
stopular.
En þannig er það einatt. Hann
er eins og liðsforinginn, sem
stjórnar mönnum sínum í stríð-
inu. Hann getur ekki unnt sér
langrar hvíldar, meðan harðast
er barizt. Og þrátt fyrir þennan
sigur, er fullnaðarsigur langt
undan. Návígið við náttúruöflin
heldur enn áfram.
Ég held til næturstaðar í Álfta-
veri. Þar fylgjast menn með at-
hygli með verkinu á Mýrdals-
sandi. Bændur í Veri eiga mik-
ið undir því, að það takist að
veita jökulvatninu af byggð
þeirra. Og ég hverf inn í drauma
landið eftir viðburðaríkan dag.
Að morgni er ég vakinn með
frétt um, að enn sé vatn farið
að renna ofan í Blautukvíslar-
botna vestan varnargarðsins.
Brandur tekur fréttinni með ró.
Hann þarf ýmsum erindum að
ljúka í landssíma. Margir þeirra,
sem strandaglópar hafa orðið
austan sands, eru stöðugt að
spyrja, hvenær von sé til þess að
komast út yfir. Á mánudeginum
fór einn „Dodge“-bíll og tveir
jeppar vestur Fjallabaksveg. Nú
er Gísli bóndi Tómasson á Mel-
hól í Meðallandi mættur í Alfta-
veri með tvo „stóra „trukka“.
Hann ætlar að selflytja nokkra
bíla vestur yfir sand, svonefnda
syðri leið. Gengur honum vel.
Ég held aftur upp á sand í
fylgd með Brandi. Hann þarf að
fara að athuga rennslið vestan
við garðinn, og ég kemst með
honum út yfir. Við komum við
í tjaldbúðunum. Þar skammt frá
er grjótnámið, þaðan sem grjót-
ið er flutt út á garðinn. Tvær
stórar loftpressur vinna að því
að sprengja grjótið og tvær vél-
skólfur eru til að setja grjótið
á bílana. Og hér er ekki um
neitt smáræði að tefla. Tólf vöru-
tíílar eru í vinnu. Brandur segir
mér, að suma dagana aki þeir
allt að 400 tonnum út á garð-
inn. Og þó sýnist manni fara
heldur lítið fyrir öllu þessu
grjóti, þegar ekið er eftir garð-
inum. Sandurinn er ótrúlega
fljótur að gleypa það, sem að
honum er rétt.
Við leggjum af stað út á sand.
Nú ‘endurtekur sig svipuð saga
og daginn áður. Þegar komið
er að skarðinu á miðjum garði,
er auðséð, að vatnið er farið að
gerast of nærgöngult við suður-
brún garðsins austan skarðsins.
Hér þarf fljótt að grípa í taum-
ana, ef frekara tjón á ekki af
Framh. á bls. 12
Vatnsflaumurinn lendir á varnargaróinum