Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 3
j>riðjudagur 11. agúst 1959
MORCVNBLAÐIÐ
3
Á fimmta þús. manns sóttu Þjóbhátubina
Þjóðhátíðargestir horfa á íþróttasýningu undir pálmatrjám
Á Þjóðhátíðinni var Ástarbraut — og ekki gleymdist staður
fyrir ruslið.
SIAKSTEINAR
Kaupskipaflotinn og hin
fyrri vinstri stjórn
Forysta Sjálfstæðisflokksina
um uppbyggingu fiskiskipastóls-
ins, togara og vélbáta á árunum
eftir siðustu heimstyrjöld hefur
nýlega verið gerð að umtalsefni
hér í blaðinu. Þær staðreyndir
standa óhagganlegar, að á valda-
tímabili hinnar fyrri vinstri
stjórnar Hermanns Jónasjonar á
árunum fyrir heimsstyrjöldina
grotnaði fiskiskipaflotinn niður.
Þá var beinlinis bannað að flytja
inn nýja togara, og segja má að
kyrrstaða hafi einnig ríkt á sviði
bátabygginga.
En það er ómaksins vert að
athuga einnig, hvernig hin fyrsta
vinstri stjórn bjó að kaupskipa-
flota landsmanna. Við þá athug-
un kemur í ljós að i lok stjórn-
artímabils Alþýðuflokksins og
Framsóknar á árinu 1939 var
kaupsskipafloti þjóðarinnar kom-
inn í hina hörmulegustu niður-
lægingu. Þegar þessi stjórn hrökl
aðist frá völdum áttu landsmenn
aðeins fjórtán farmskip og var
meðalaldur þeirra 21 ár. Lesta-
tala þessara skipa var 14440 lest-
ir. Af þessum fjórtán skipum
voru aðeins 12,7% yngri en tíu
ára.
Árið 1956, eftir að Sjálfstæð-
ismenn höfðu haft meira eða
minna forystu í sjávarútvegsmál-
um þjóðarinnar allt frá stríðs-
lokum, áttu íslendingar 30 farm-
skip sem voru 41.234 lestir að
stærð. Meðalaldur þessara þrjá-
tiu skipa var átta ár og 87,6%
þeirra voru yngri en tíu ára.
Þessar tölur segja sína sögu.
íslendingor lítn á Norðmenn sem
nónustu ættingjo
Engar flugsamgöng■
ur síðan á laugar-
dagskvöld — og
margir hafa farib
til lands á bátum
VESTMANNAEYJUM, 10. ágúst.
— Þjóðhátíð Veestmannaeyja
lauk á laugardagskvöldið, eins
og lög gerðu ráð fyrir. Munu all-
ir hafa gengið ánægðir frá gleð-
inni og þótt hátíðin hafa vel
tekizt. — Fjölmenni mikið sótti
hátíðahöldin, 'eins og fyrr hefir
verið sagt, og má ætla, að liðlega
þúsund manns hafi gist Eyjar af
þessu tilefni, en á fimmta þúsund
mun hafa verið á hátíðinni, þeg-
ar flest var.
Þjóðhátíðin fór fram, sam-
kvæmt dagskrá, sem birt var í
upphafi, og er ekki ástæða til að
fjölyrða mjög um hana. En fólk
virtist kunna vel að meta, það
sem á „borð var borið“. — Bál-
Mynd af Anderson hinura
brezka vakti athygli á
hátíðinni
kðstur mikill var að venju hlað-
inn á Fjósakletti og var þar
brenna mikil í blíðviðrinu á föstu
dagskvöldið. — Það vakti athygli,
að kösturinn var klæddur utan
með strika, sem á var máluð
mynd af þeim hinum misfræga
manni, Barry Anderson, flota-
foringja brezkra hér við land,
sem raunar er víst farinn til síns
heima nú. Er kveikt var í kest-
inum um miðnættið, var það þvi
Anderson, sem fyrstur varð eld-
inum að bráð og fuðraði upp —
við kátinu margra.
Eins og venja er, var keppt í
ýmsum íþróttum. Komu þar fram
ýmsir góðir gestir, m. a. úr IR
í Reykjavík og' Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar. Þess má kannski
geta til gamans í sambandi við
íþróttirnar, að Eyjamenn, sem
eitt sinn voru landsins frægustu
stangarstökkvarar — og inn-
leiddu raunar þá íþrótt hér —
áttu nú ekki einn einasta fulltrúa
í þeirri keppni. Höfðu sumir orð
á því, að þar væri Bleik ilía
brugðið.
Óvejustór og glæsileg tjald-
borg var í dalnum, og skreyting
hátíðarsvæðisins þótti öll hin
smekklegasta. — Eins og venja
er, var gerður gosbrunnur úti í
tjörninni í miðjum dalnum, en
kringum hana var komið fyrir
haglega gerðum „pálmatrj ám“,
sem upplýst voru með rafljós-
um, er dimma tók. Setti þetta
hinn ævintýralegasta blæ á um-
hverf ið.
Óhætt er að segja, að þessi
Þjóðhátíð hafi farið vel fram í
flestum greinum. Auðvitað fengu
ýmsir sér nokkra brjósthlýju,
eins og gerist og gengur, en yfir-
leitt var það allt af mestu hóf-
semi gert og olli engum vand-
ræðum.
Meirihlutl þjóðhátíðargesta
mun hafa ætlað flugleiðis heim
á sunnudaginn, en þá gaf ekki
til flugs og gerir ekki enn —
hafa því engar flugsamgöngur
verið hingað síðan seint á laug-
ardagskvöld. — Mikill hluti þess
fólks, sem hugðist nota flugferð-
irnar, mun hins vegar hafa kom-
izt leiðar sinnar til lands eigi
að síður. Allmargir fóru upp til
Þorlákshafnar í gær með vél-
bátnum Helga Helgasyni. Einnig
fór fólk í morgun með mjólkur-
bátnum, og Helgi fór aðra ferð
síðdegis í dag. Loks mun Skaft-
fellingur halda til Þorlákshafn-
ar með fólk í kvöld. Einhverjir
munu þó enn bíða flugfars.
— Bj. Guðm.
Samtal við Harald
Guðmundsson
í Arbeiderbladet
„ARBEIDERBLADET“ í Osló
birti síðastl. laugardag ýtarlegt
samtal við Harald Guðmundsson
sendiherra íslands í Noregi. Ber
þar margt á góma. Blaðið ræðir
fyrst uppruna sendiherrans og
pólitískan feril. Síðan svarar
sendiherrann spurningum blaðs-
ins, meðal annars um afstöðu ís-
lendinga til fornbókmenntanna,
um tryggingamál, lífskjör ís-
lendinga, kommúnisma og spírit-
isma. Spurningum blaðsins um
það hvað 12 mílna fiskveiðitak-
mörkin þýði í raun og veru svar-
ar sendiherrann m. a. á þessa
leið:
„Það eru 18 km eða þriggja
kortéra sigling fyrir nýtízku
togara. Ég vænti að þér gerið yð-
ur ljóst, að hvorki Noregur, Dan-
mörk eða Sovétríkin hafa mót-
mælt þessari útfærslu ísl. fisk-
veiðitakmarkanna. En nokkur
önnur ríki hafa sett fram mót-
mæli, þeirra á meðal England,
og England er eina ríkið, sem
ekki hefur virt fiskveiðitak-
mörkin.
Eins og kunnugt er hafa Sovét
ríkin einnig sett 12 mílna fisk-
veiðitakmörk. Englendingar hafa
enga tilraun gert til þess að
brjóta þau niður. En gegn okk-
ur senda þeir herskip, sem skipa
þeirra eigin togurum að fiska
innan við fiskveiðitakmörkin,
ekki fyrst og fremst til þess að
fiska heldur til þess að sýna
okkur að þeir virði ekki ákvarð-
anir okkar.“
Um sambandið við Danmörku
segir sendiherrann að það hafi
aldrei verið betra en eftir lýð-
veldisstofnunina og skilnaðinn.
Á Norðmenn líta Islendingar
sem nánustu ættingja, segir
sendiherrann að lokum.
Framsókn og efnahags-
málin
Þegar vinstri stjórnin síðari var
mynduð sumarið 1956, undir for-
ystu Framsóknarflokksins, var
það höfuðstefnumál hennar að
ráða niðurlögum verðbólgu og
dýrtíðar í landinu. Framsóknar-
menn lýstu því þá yfir, að ómögu
legt væri að leysa vandamál efna-
hagslífssins með Sjálfstæðis-
flokknum. Þess vegna tóku þeir
kommúnista í ríkisstjórnina.
Allir vita hvernig vinstri stjórn
inni tókst til í þessum efnum.
Dýrtíð og verðbólga margfaldað-
ist, hrikalegar nýjar skattaálög-
ur voru lagðar á almenning og
þegar vinstri stjórnin hrökklað-
ist frá völdum í byrjun desember
s.I. lýsti Hermann Jónasson því
yfir, að „ný verðbólgualda væri
risiní' og efnahagsmálaráðunaut-
ur vinstri stjórnarinnar sagði að
þjóðin væri að „ganga fram aí
brúninni".
í kosningunum á komandi
hausti hlýtur þjóðin að hafa þetta
í huga. Það er Framsóknarflokk-
urinn, sem ber höfuðábyrgð á
því einstaka öngþveiti, sem
vinstri stjórnin leiddi yfir efna-
hagslíf og atvinnuvegi þjóðar-
innar.
Útrætt mál
En Framsóknarmenn munu
reyna að hylja sig í nýjum reyk-
mekki æsinga og uppnáms um
kjördæmabreytinguna. Með þvi
munu þeir freista þess að breiða
yfir uppgjöf sína í efnahagsmál-
unum á tímum vinstri stjörnar-
innar. En íslenzkir kjósendur
gera sér ljóst, að kjördæmabreyt-
ingin er nú útrætt mál. Hún mun
hljóta samþykki á Alþingi í þess-
ari viku, og á komandi hausti
verður kosið eftir nýrri og rétt-
látari kjördæmaskipun. Þá hiýtur
fyrst og fremst að vera kosið um
það, hverjum þjóðin treystir
bezt til þess að ráða fram úr
þeim mikla vanda, sem úrræða-
leysi og uppgjöf vinstri stjórn-
arinnar hafði í för með sér.