Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. ágúst 1959 MORCUNBLAÐ1Ð II 99 Hr SLEPPA —. Rödd Jóns skip- stjóra glymnr úr brúarglugga. Ilásetarnir hlaupa til að leysa landfestar og innan stmndar líður Huginn NK 110 út úr Raufarhöfn, með lð vaska sjó- menn innanborðs auk eins landkrabba — fréttamanns blaðsins. Eftir langa mæðu, tókst honum að fá skipspláss, — hann hafði gengið á vit nokkurra þekktra og aflasælla skipstjóra, en þeir neitað að taka hann á skipsf jöl af þeim einföldu ástæðum, að síldin fæidist þessar ,skrifstoftubIæk- ur“, sem ekkert gera annað en að pikka á ritvél guðs langan daginn. Og hjátrú skipstjór anna sem byggja alla sína af- komu á hegðun þessa dutlunga fulla fisks varð ekki yfirbug- uð. En með herkýunum hefst það og á endanum samþykkíi Jón Sæmundsson skipstjóri að lofa mér að fljóta með — hann hafði enga reynslu af fréttamönnum. Og út var haldið klukkan ná- kvæmlega 5 mínútur yfir eitt. Stefna var tekin í NA frá Raufar höfn, en þar skammt undan landi hafði heyrzt um nokkrar vænar síldartorfur. Hafði Huginn feng ið dágóðann afla þar nóttina áð- ur. Ekkert af þeirri síld hafði sézt vaða, en með hjálp asdic- tækja hafði þeim tekizt að kasta fyrir hana. Asdic-tæki er nú á næstum öllum bátum flotans enda alveg ómissandi. Skipshöfnin á Hugin, hefur veitt um 7000 mál síldar í sumar og þar af aðeins Þeir hafa orðið varir. Fyrsta verk eftir að sildin er fundin er að kasta nótinni. stjdrnklefa Hugins er asdic-tæk- betra að fara til Mallorca með ið í gangi og ritar í sífellu. — Það er aðeins sjávarbotninn sem kemur fram. Eftir tveggja stunda siglingu frá Raufarhöín er dregið mjög úr ferðinni og byrjað að leita að síldinni. Það tekur oft Flugfélaginu í haust. En það er lítil von til að við förum þetta, því upphaflegu lágmarkstekjurn- ar fyrir þetta ferðalag voru 80 þúsund. Ætli það endi ekki með því að maður eyði þúsund kall | Með vélbátnum Hugin á síld I austur af Hraunhafsiartango 1 % Það er búið að kasta fyrir torfuna. Með snörum handtökum er nótin dregin inn í bátinn. um 300 mál af vaðandi síld — hin 6700 málin með aðstoð asdic- tækja. Það var mikið rætf og skrifað um asdicið á sínum tíma, en það er samt alls ekki úr vegi að skýra frá notkun þess í fáum wðum. Á botni skipsins er komið fyrir hreyfanlegu „auga“, sem stjórnað er með sveif, sem stað- sett er upp í brúnni. Tækið sendir frá sér breikkandi rafgeisla út um „augað“ og endurkastast hann svo til skipsins, ef um einhverja mótstöðu í sjónum er að ræða. Áhrifin ritast niður á pappír í tækinu í stjórnklefanum og þann ig er hægt að finna síldina án þess að til hennar sjáist úr bátnum. Mönnum hefur gengið misjafn- lega vel að notfæra sér þetta „undratæki" og má segja sem svo að aflamagn hvers skips á þessari vertíð fari að nokkru leyti eftir því, hve skipsmenn eru lagnir að beita asdicinu. í margar klukkustundir og jafnvel daga og því ganga hásetar fram í lúkar, þar sem Sæmundur kokk ur er með heitt kaffi á boðstólum. Og það er skrafað um það yfir kaffinu hvað eigi nú að gera við kaupið — 35 þúsund krónur nú þegar — það er enginn smáskild- ingur. Kokkurinn ætlar að byrja á því að byggja bílskúr. — Þú færð ekki leyfi til að byggja bíl- skúr, segir Jón háseti. v — Ég segi þá bara, að þetta sé kassi. Hvað kemur mönnum það við, þó að maður setji upp stóra kassa á lóðinni. En Sæmundur hættir við það áform, því þá myndu allir apa þetta eftir hon- um svo að allar lóðir yrðu fullar af kössum. — Nei nú' man ég, við vorum búnir að ákveða að fara til París- ar, segir annar og allir skelli- hlæja. — Nei, það væri nú annars í tveggja daga fyllerí. Maður verðúr að gera sér ein- hvern dagamun. — En sam- ræðurnar hætta skyndilega. Jón skipstjóri birtist í lúkaropinu kl. 7 og tilkynnir að hann hafi lóðað á sæmilega síldartorfu. Allir rjúka upp til handa og fóta og reka upp siguróp. Nótabáturinn er dreginn upp að skipshlið og tveir ungir sjómenn stökkva um borð og byrja á því að kasta út rauðu dufli. Svo er byrjað að kasta nótinni. 220 faðma löng nælonnót liggur í bátnum ög rennur greiðlega í sjó- inn. Skipinu er stefnt í hring á mjög hægri ferð svo að en'dar nótarinnar liggi að því á báðar hliðar. Úti á sjónum flýtur kork- urinn upp úr, en stöku sinnum hverfur hann algjörlega í hafdýp- ið og þá gella við húrra hróp— þetta er merki þess pð síld sé í nótinni. En þá ber einn í áhöfn- inni fram þá athugasemd að þetta geti nú bara alveg eins verið straumnum að kenna. Allir þagna, en herða tökin og bíða í ofvæni eftir svarinu við þessari athugasemd. Frammi í stefni er spilið sett í gang og nótinni er lokað. Nokkrir menn til viðbótar fara í nótabátinn og þá er byrjað að draga nótina. Það er mikið verk og tekur um eina klukku- stund. Þrír menn eru enn eftir á skipinu. Þeir fylgjast með og vinna þau handtök, sem ekki eru framkvæmd í nótabátunum. — Fjörutíu og fimm mínutur eru liðnar síðan drátturinn hófst. Ein og ein síld er tekin úr nótinni um leið og hún er dregin í bátinn. Það er lítið sagt. Skyldi kastið ekki hafa heppnazt- Múkkahópur er á sveimi rétt við skipið og steypir sér við og við niður að sléttum haffletinum. — Hann virðist hafa orðið var. Enn er dregið. — Er engin síld í nótinni, verður fréttamanninum að orði? — Það er ekki gott að segja er svarið. Þó að korkurinn hafi nær allur verið dreginn að bátnum, getur nótin náð langt út í sjó. Og það er rétt. Nú kemst hreyfing á við nótabátinn. Og það er ekki um að villast — þetta er síld. Framh. á bls. 19. Nótin hefur verið dregin. Spriklandi síldin liggur á milli skips og báts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.