Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 4
r MORGVHBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. agúst 1959
/
I dag er 223. dagur ársins.
Þriðjudag-ur 1. ágúst.
Árdegisflæði kl. 11:06.
Síðdegisflæði kl. 23:31.
Slysavarðstofan er opin allan
sólarhringinn. — Læknavörður
L.R. (fyrir vitjanir), er á sama
stað frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Barnadeild Heilsuverndarstöðv
ar Reykjavíkur.
Vegna sumarleyfa næstu tvo
mánuði, verður mjög að tak-
marka læknisskoðanir á þeim
börnum, sem ekki eru boðuð af
hjúkrunarkonunum. Bóíusetning
ar fara fram með venjulegum
hætti.
Athugið að barnadeildin er ekki
aetluð fyrir veik börn.
Næturvarzla vikuna 8. til 14.
ágúst er f Vesturbæjar-apóteki.
Sími 22290. —
Helgidagsvarzla 9. ágúst er
einnig í Vesturbæjar-apóteki.
Holtsapótek og Garðsapótek
eru opin alla virka daga frá kl.
9—7, laugardaga 9—4 og sunnud.
1—4.
Hafnarfjarðarapótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laugar-
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
dag kl. 13—16 og kl ■**—21.
Nætur- og helgidagslæknir
Hafnarfirði er Eiríkur Björnsson.
Sími 50235. —
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
kl. 9—16. Helgidaga kL 13—16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
IE3 Brúðkaup
8. ágúst voru gefin saman í
hjónaband, ungfrú Kristín Guð-
mundsdóttir, Barmahlíð 55 og
Rafn Júlíusson, fulltrúi, Týs-
götu 8. Heimili ungu hjónanna
verður að Týsgötu 8.
Hjónaefni
Hinn 1. ágúst opinberuðu
írú-
lofun sína- Hanna S. Kjartans-
dóttir, hjúkrunarnemi, Eskihlíð
33, Rvík. og Þráinn Karlsson,
vélsmiður, Akureyri.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Sigrún Jónsdóttir,
Hólsgötu 7, Neskaupstað og Jón
Reynir Eyjólfsson, háseti á M.s.
Hvassafelli.
IHS Skipin
Eimskipafélag íslands h.f.: —
Dettifoss fór frá Akureyri í gær
til Siglufjarðar, Húsavíkur, Seyð
isfjarðar og Norðfjarðar og það-
an til útlanda. Fjallfoss fór frá
Reykjavík í gær til Vestmanna-
eyja og þaðan til Antwerpen,
Rotterdam og Hull. Goðafoss fer
frá New York í dag til Rvíkur.
Gullfoss fór frá Leith í gær til
Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Stykkishólmi í gær til Akureyr-
a f Seyðisfjarðar, Norofjarðar,
Eskifjarðar og þaðan til útlanda.
Reykjafoss fór frá Vestmanna-
eyjum 31. f.m. til New York. —
Selfoss fór frá Hafnarfirði í gær
til Reykjavíkur. Tröllafoss kom
til Reykjavíkur 8. þ.m. frá Leith.
Tungufoss kom til Odense 9. þ.
m., fer þaðan til Gdynia og Ham
borgar.
Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell
er í Borgarnesi. Arnarfell er í
Reykjavik. Jökulfell lestar á
Norðurlandshöfnum. — Dísarfell
fór frá Riga ' þ'.m. áleiðis til
Hornafjarðar. Litlafell er í olíu-
flutningum í Faxaflóa. Helgafell
er í Stettin. Hamrafell fór frá
Batúm 6. þ.m. áleiðis til íslands,-
Flugvélar
Flugfélag íslands h.f.: — Gull-
faxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 8 í dag. Vænt-
anlegur aftur til Rvíkur kl.
22:40 í kvöld. — Hrímfaxi fer
Glasgow og Kaupmannahafnar
kl. 8 í fyrramálið. — Innanlands
flug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Blönduóss, Egils-
LITLA HAFMEYJAN
staða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauð
árkróks, Vestmannaeyja og Þing
eyrar. — Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Egilsstaða,
Hellu, Hornafjarðar, Húsavikur,
ísafjarðar, Siglufjarðar og Vest-
mannaeyja.
Loftleiffir h.f.: — Leiguvélin er
væntanleg frá Stafangri og Osló
kl. 19 í dag. Fer til New York
kl. 20:30. — Saga er væntanleg
frá London og Glasgow kl. 21 í
dag. Fer til New York kl. 22:30.
Hekla er væntanleg frá New
York kl. 8:15 i fyrramálið. Fer
til Oslóar og Stafangurs kl. 9:45.
ggJYmislegt
Orff lífsins: Eg steig niður að
grundvöllum fjallanna ,slagbrand
ar jarðarinnar voru lokaðir á eft
ir mér að eilífu. Þá færðir þú
mig upp úr gröfinni, Drottinn,
Guð minn! (Jónas 2).
Leiffrétting: — í afmælisgrein
um Baldvin Sumarliðason bónda
í Búðardal s. 1. fimmtudag, 6.
þ.m., eru nokkrar prentvillur, t..
d. að faðir hans hafi andazt 1889,
en átti að vera 1898. Þetta leið-
réttist hér með vegna samræmis
við aðrar frásagnir í greininni.
Læknar íjarverandi
Alfreð Gíslason farv. 3.—18.
ágúst. Staðg.: Árni Guðmunds-
son.
Alma Þórarinsson frá 6. ágúst
í óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Tómas Jónasson.
Arinbjörn Kolbeinsson fjar-
verandi um óákveðin tíma. Stað-
gengill: Bergþór Smári.
Árni Björnsson um óákveðinn
tima. — Staðgengill: Halldór Arin
bjarnar. Lækningastofa i Lauga-
vegs-Apóteki. Viðtalstími virka
daga kl. 1:30—2:30. £ími á lækn-
ingastofu 1 9690. Heimr.sími 35738.
Björn Guðbrandsson frá 30.
júlí. Staðgenglar: Henrik Linnet
til 1. sept. Guðmundur Bene-
diktsson frá 1. sept.
Björn Gunnlaugsson fjarver-
andi til 4. september. — Stað-
gengill: Jón Hj. Gunnlaugsson.
Brynjúlfur Dagsson héraðs-
læknir Kópavogi 31. júlí til 30.
sept. Staðgengill: Ragnhildur
Ingibergsdóttir viðtalstími í
Kópavogsapóteki kl. 5—7, laug-
— Viff erum frá skattstofunni.
Þér hafiff ckki borgað skatt siðast
liðin átta ár. —
Skólanefndarformaðurinn kem
ur í heimsókn í bekkinn.
— Getur nokkur ykkar drengj
anna sagt mér hvað net er?
spurði hann.
— Net er heil-mikið af litlum
ardaga kl. 1—2, sími 23100.
Erlingur Þorsteinsson til
sept. Staðg.: Guðm. Eyjólfsson.
Esra Pétursson fjarverandi. —
Staðgengill: Henrik Linnet.
Friðrik Einarsson fjarv. til 1.
sept.
Gísli Ólafsson frá 13. júlí um
óákveðinn tíma. Staðgengill:
Guðjón Guðnason, Hverfisgötu
50. Viðtalst. 3,30—4,30 nema
laugard.
Guðjón Klemenzson, Njarðvík-
um, fjarv. frá 3.—24. ágúst. —
Staðg.: Kjartan Ólafsson, héraðs
læknir, Keflavík.
Guðmundur Björnsson fjarver-
andi til 11. ágúst. Staðgengill:
Kristján Sveinsson.
götum, sem bundin eru saman
með spottum, svaraði gáfaði dúx-
inn í bekknum.
— Frú Anna, hrópaði Jón til
nágranna síns, hafið þér sagt
syni yðar að hætta að herma
eftir mér?
— Já, svaraði frú Anna. Ég
sagði honum að hætta að láta eins
og asni.
Á styrjaldarárunum.
— Segið þér mér, frú Madsen,
hvaða kona vilduð þér helzt
vera?
— Ekkja Görings, sem sæti
við dánarbeð Hitlers og segði
viðstöddum, að Ribbentrop hefði
verið skotinn við jarðarför
Göbbels.
Lögregluþjónninn: — Hvað
meinið þér með að aka með 80
kílómetra hraða?
Bifreiðarstjórninn: — Brems-
urnar eru bilaðar og ég var að
flýta mér heim áður en ég æki
yfir einhvern.
Guðmundur Eyjólfsson 8. júli
til 9. ágúst. — Staðgengill: Erling
ur Þorsteinsson.
Gunnar Benjamínsson fjarv. til
25. ágúst. Staðg.: Jónas Sveins-
son.
Gunnar Biering frá 1. til 16.
ágúst.
Halldór Hansen frá 27. júlí í
6—7 vikur. Staðgengill: Karl S.
Jónasson.
Hannes Þórarinsson fjarver-
andi frá 3. ágúst í 2 vikur. —
Staðgengill: Haraldur Guðjóns-
son.
Hjalti Þórarinsson frá 6. ágúst
í óákveðinn tíma. ■— Staðgengill:
Guðmundur Benediktsson.
Jóhannes Björnsson 27. júlí til
15. ágúst. Staðgengill: Grímur
Magnússon.
Jón Nikulásson fjarverandi frá
4. ágúst til 12. ágúst. Staðgeng-
ill: Ólafur Jóhannsson.
Ævintýri eftir H. C. Andersen
Fjórða systirin var ekki eins
kjarkmikil og sú þriðja. Hún
hélt kyrru fyrir langt úti í hafi
og sagði, að þar væri líka falleg-
ast. Þar sæist margra mílna
vegalengd í allar áttir, og him-
ininn risi uppi yfir eins og stór
glerhvelfing. — Hún hafði séð
skip, en þau voru langt í burtu,
og virtust líkjast svartbökum í
fjarskanum. Hún sagði, að hinir
fjörmiklu höfrungar hefðu steypt
> kollhnís, og stóru hvalirnir
hefðu spýtt vatni upp úr nasa-
holimum, svo það hefði virzt
sem ótal gosbrunnar væru að
gjósa allt í kringum hana.
Nú kom röðin að fimmtu syst-
urirmi. Hún átti afmæli að vetr-
inum, og þess vegna sá hún ýmis-
legt, sem hinar höfðu ekki séð.
Sjórinn virtist golgrænn á lit, og
allt um kring voru stórir hafís-
jakar á reki, hver um sig eins
og perla, sagði hún — en þó
miklu stærri en kirkjuturnarnir,
sem mennirnir byggja. Þeir
birtust í hinum furðulegustu
myndum pg glömpuðu eins og
demantar. — Hún hafði sezt á
einn stærsta jakann. Seglskipin
sigldu í stórum sveig til þess að
forðast hann, en hún sat þar og
lét goluna þjóta á síðu hárinu.
Undir kvöldið varð himininn
hulinn skýjum, þrumurnar
drundu og eldingarnar leiftruðu,
en sjórinn varð svartur og úf-
inn og lyfti hafísjökunum hátt
upp, svo þeir ljómuðu í sterku
bliki eldinganna. — Seglin á
skipunum voru felld, og angist
og ótti ríkti um borð, en hún sat
hin rólegasta á fljótandi ísborg-
inni og horfði á bláhvítar elding-
arnar hlykkjast niður í blikandi
sjóinn.
FERDIIMAFilÐ Hun hefur rétt fyrir sér, hengið hann
Jón Þorsteinsson til 12. ágúst.
Staðgengill: Tómas A. Jónasson,-
Jónas Bjarnarson fjarverandi
til 1. sept.
Karl Jónsson fjarverandi til
10. ágúst. Starfslæknir: Árni Guð
mundsson, Hverfisgötu 50.
Kristján Sveinsson frar: í byrj
un sept. Staðg.: Sveinn Péturss.
Kristján Þorvarðsson 27. júli
til 1. september. Staðgengill:
Eggert Steinþórsson.
Magnús Ólafsson frá 31. júlí.
til 1. sept. Staðgengill: Guðjón
Guðnason.
Oddur Ólafsson fjarv. frá 5.
ágúst í 2—3 vikur. Staðg.: Hen-
rik Linnet.
Ófeigur Ófeigsson frá 9. ágúst
til 23. ágúst. Staðgengill: Bjarni
Bjarnason, Sóleyjargötu 5.
Ólafur Helgason fjar . frá 20
júlí í einn mánuð. Staðg.: Karl
S. Jónasson, Túngötu 5.
Ólafur Þorsteinsson til 10.
sept. Staðg.: Stefán lÓafsson.
Páll Sigurðsson, yngri, frá 28.
júlí. — Staðg.: Oddur Árnason,
Hverfisgötu 50, sími 15730, heima
sími. 18176. Viðtalstími kl. 13,30
til 14,30.
Skúli Thoroddsen fjarverandi.
— Staðgenglar: Guðmundur
Bjarnason, Austurstræti 7, sími
19182, heimasími 16976. Viðtals-
tími 2—3.
Stefán P. Björnsson fjarver-
andi óákveðið. — Staðgengill:
Oddur Árnason, Hverfisgötu 50,
sími 15f30, heimasími 18176.
Viðtalstími kl. 13,30 til 1^,30.
Valtýr Bjarnason 1/5 um óákv.
tíma. Staðg.: Tómas A. Jónasson.
Victor Gestsson fjarv. 20. júlí
til 15. ágúst. Staðg.: Eyþór Gunn
arson.
Þórður Möller fjarv. 4. ágúst til
18. ágúst. Staðg.: Ólafur Tryggva
son.