Morgunblaðið - 11.08.1959, Blaðsíða 2
2
MOJtmvnr aðíð
Þriðjudagur 11. Sgðst 1959
Kjördæmamalið a lokastigi;
Gamla skipanin var úrelt og fékk
eigi staðizt lengur
Síðasta umræða um breylinguna er d
dagskrd e. d. í dag
ÖNNUR umraeða í efri deild um
stjórnarskrárfrumvarpið um
breytingu á kjördæmaskipaninni
fór fram í gær og var frumvarp-
inu í fundarlok vísað til þriðju
umræðu, sem fram á að fara í
dag.
Eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, fjallaði stjórnar-
skrárnefnd deildarinnar um frum
varpið á stuttum fundi fyrir
helgina og lagði meiri hluti henn
ar til, að frumvarpið yrði sam-
þykkt óbreytt.
Nauðsyn á breytingu
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri, vr~ framsögumaður meiri
hluta nefndarinnar á fundinum
í gær, og rakti fyrst í stuttu máli
gang breytingarinnar. Hann
sagði, að áður en hafizt var handa
um að koma henni á, hefði flest-
um ef ekki öllum landsmönnum
verið orðið ljóst, að sú kjördæma
skipan og tilhögun Alþingiskosn-
inga, sem hér gilti, var með öllu
úrelt orðin og fékk ekki staðizt
til lengdar, ef haga átti stjórn-
skipun okkar eftir meginreglum
lýðræðisins. f>að væri ekki ein-
stakt fyrir ísland, að gera þyrfti
slíka breytingu, heldur hefðu
flestar aðrar þjóðir orðið að gera
svipaðar ráðstafanir vegna
breittra þjóðfélagshátta, atvinnu-
hátta og tilflutnings fólks í land-
inu.
Bezta leiðin
Sú leið, sem hér hefði verið val
in, þ. e. nokkur stór kjördæmi
með hlutfallskosningum og upp-
bótarþingsæti til jöfnunar á milli
þingflokka, mundi hér án efa
reynast happasælust þeirra, sem
völ hefði verið á. Þær þjóðir, sem
okkur væru skyldastar, hinar
Norðurlandaþjóðirnar, hefðu um
langan aldur haft þennan hátt á
og gefizt vel, enda ekki uppi með
þeim neinar raddir um að hverfa
frá því skipulagi. Það væri algjör
rökfölsun, að erfiðleikar Finna
með stjórnarmyndanir ættu ræt-
ur að rekja til kosningafyrir-
komulagsins. Þeir orsökuðust af
áþján óbeinna hótana og þving-
ana, sem voldugur granni beitti
þá. Eftir síðustu kosningar hefðu
t. d. allir flokkar þar í landi, að
kommúnistum undanskildum,
getað komið sér saman um stjórn
armyndun, en samt ekki orðið úr,
af framangreindri ástæðu.
Mikil meiri hluti með þjóðinni
Að lokum vék ræðumaður að
því, að skv. stjórnarskránni yrði
frumvarpið að lögum, ef þetta
þing samþykkti það. Og niður-
staða síðustu kosninga hefði orð-
ið sú, að á þingi sætu 33 þing-
menn, sem allir hefðu áður en
kosið var lýst yfir stuðningi við
breytinguna, en 19, sem lýst
hefðu yfir andstöðu gegn henni.
Ekki væri aðeins mikill þing-
meirihluti með breytingunni,
Dagskrá Alþingis
BOÐAÐ hefur verið til fundar í
sameinuðu þingi í dag kl. 13,30,
og að honum loknum til funda í
báðum deildum.
Dagskrá er sem hér segir:
Sameinað Alþingi
Rannsókn kjörbréfs
Efri deild
Stjómarskrárbreyting, frv. —
3. umr.
Neðri deiid
1. Kosningar til Alþingis, frv.
Frh. 3. umr.
2. Áburðarverksmiðja, frv.
1. umr.
heldur einnig mikill meiri hluti
af þjóðinni og væri meiri hlutinn
með þjóðinn miklu meiri en þing-
mannatalan segði til um, vegna
þess að kosið hefði verið eftir
gömlu og úreltu fyrirkomulagi,
sem tryggt hefði andstæðingum
kjördæmabreytingarinnar meira
þingfylgi en atkvæðamagn þeirra
réttlætti.
Óbilgjörnu atkvæðavaldi beitt
Karl Kristjánsson, framsögu-
maður minni hlutans, kvað þá
þingmenn Framsóknarflokksins í
nefndinni leggja til að þinginu
verði frestað svo og afgreiðslu
málsins, en efnt til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið.
Ástæðan til þess væri sú, að vilji
þjóðarinnar hefði ekki komið
fram í nýafstöðnum kosningum.
Hann taldi málið hafa verið
knúið í gegn á síðasta þingi með
óbilgjörnu atkvæðavaldi og hefði
mun meiri flýtir verið hafður á
afgreiðslu málsins en vera bæri.
Ýmsir annmarkar hefðu því verið
á frumvarpinu og þeir ekki feng-
izt lagfærðir, hvorki þá né nú.
Breytingin mest rædd
Gísli Jónsson var næstur á
mælendaskrá og skýrði frá því,
að í sínu kjördæmi hefðu allir
frambjóðendur varið meiri en
helmingi frumræðutíma síns á
nær öllum framboðsfundum, til
þess að fjalla um kjördæmamál-
ið. Þá taldi hann ekki sitja á
Framsóknarmönnum, sem m. a.
hefðu staðið að hræðslubandalag-
inu, að tala um pólitíska hrekki
og blekkingar. Hann lagði á-
herzlu á mikilvægi þess, að fuli-
komið lýðræði væri haft í heiðri,
og taldi hag dreifbýlisins mundu
batna stórum við það að breyt-
ingin næði fram að ganga.
Múgsefjun
Hermann Jónasson ítrekaði, að i
hefðu „reynt að breiða yfir stjórn
arskrárbreytinguna með öðrum
málum.“ Hræðslubandalagið
hefði verið löglegt, og sizt stæðu
Framsóknarmenn gegn lýðræðis-
legu stjórnskipulagi. Þeir, sem
standa mundu að samþykkt frum
varpsins, ynnu slæmt verk fyrir
þjóðfélagið.
Páll Zóphóníasson kvað nú
sannazt hafa, það sem hann hefði
sagt fyrir kosningar, að þær
mundu ekki sýna fram á vilja
kjósenda. Breytingin mundi
draga úr sjálfstæðum skoðunum
kjósenda á málum en styðja að
múgsefjun.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs
og fóru atkvæðagreiðslur svo, að
rökstudd dagskrá minni hluta
stjórnarskrárnefndar var felld
með 10 atkv. gegn 6, én sam-
þykkt með sama atkvæðafjölda
að vísa málinu til þriðju og síð-
ustu umræðu.
i Kapphlaup
i upp ú líi og
douða
c i
S MADRID 10. agust. — Að»
í undanfömu hafa 14 nautaban- i
| ar úr hópi hinna fræknustu, \
\ sem Spánverjar eiga, særzt ís
S viðureign við óða tarfa. Hinn i
j ókrýndi konungur nautaban- s
\ anna, Josele, sem er 23 ára, S
S liggur nú fyrir dauðanum af i
í þessum sökurq. Blöðin kenna \
\ því um, að stjórnarvöldin, scm S
S í þessu tilfelli hafa lálið i
í stjórnast af æsingarfullum |
\ unglingum, hafi hert regl-)
5 urnar um nauta-at um of. —\
\ Eftir gömlu reglunum þótti J
; verk nautabanans allt of auð S
S velt, en nú er það kapphlaup • 1 I;
' upp á líf og dauða. „Þurfas ^ 151UJ.JUII
\ Eyjólfur leggst
til sunds aðfara-
nótt fimmtudags
EYJÓLFUR Jónsson sundkappi
hefur dvalizt í Dover undanfarna
daga við æfingar fyrir Ermar-
sundskeppnina. I gærdag hélt
hann svo yfir til Calais á Frakk-
landsströnd. Mun hann leggja til
sunds frá Wissant, um 30 kílóm.
frá Calais, klukkan 2,30 aðfara-
nótt fimmtudags. Pétur Eiríksson
sundkappi, sem er þjálfari Eyj-
ólfs, telur að hann geti lokið
sundinu á 16—20 timum. Eyjólf-
ur hefur fengið brezkan Ieiðsögu
mann, sem er gamalreyndur skip
stjóri og sundmaður, þaulkunnug
ur Ermasundi.
\ menn að drepa sig til þess aðs
S sanna, að þeir séu hugrakk •
i ir?”, spyr eitt blaðið. ^
J i
MÓSKVU, 10. ágúst. — Banda-
ríska sýningin í Moskvu hefur
nú verið opin í 17 daga og hefur
ein milljón gesta sótt sýninguna.
Yarnarliðsmonnum var bannað að aká
eigin bílum um helgina
íslenzkir leigubílstjórar urðu fyrir
banninu af misskilningi
YFIRMAÐUR varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli gaf á laugar
daginn út fyrirskipun um að á
tímabilinu frá kl. 8 á laugardags
kvöld til kl. 7 á mánudagsmorg-
un skyldi akstur einkabíla her-
manna og amerískra starfsmanna
hersins á KeflavíkurflugvelJi
bannaður. Var hér um að ræða
þá bíla hersins, sem merktir cru
íslenzku einkennisstöfunum VI,
og J-O. Mun þessi fyrirskipun
hershöfðingjans hafa verið geíin
út til að koma í veg fyrir ölvun
við akstur meðal hermanna.
Svo var að sjá, sem öllum
Ameríkönum á flugvellinum
hefði ekki verið kunnugt um
þessa fyrirskpun, því að það kom
þeim á óvart, að þegar þeir komu
akandi til flugvallarins að kvöldi
stuðningsmenn breytingarinnar 1 laugardagsins eftir að hafa verið
Kommúnistar gefa sam-
herjum sínum prentvel
DAMASKUS, 10. ágúst. —
í dag héldu 15 fyrrum með-
limir kommúnistafiokksins í
Sýrlandi fund með blaða-
mönnum og sögðu, að flokk-
urinn væri dauðadæmdur í
Sýrlandi, því að meðlimatal-
an hefði fallið um 80%. Astæð
an væri óánægja með núver-
andi leiðtoga og stefnuskrá,
svo og það, að augu æ fleiri
manna opnuðust fyrir því, að
kommúnismi væri ekkert ann
ið en ný heimsveldastefna,
;em vildi þjóðemisstefnu
Araba feiga. Meðal þeirra,
sem ræddu við blaðamennina,
var fyrrum ritstjóri aðalmál-
gagns kommúnista í landinu,
Abdul Bagi E1 Jamali. Hann
sagði, að kommúnistaríkin
hefðu haldið blaði hans fjár-
hagslega úti — og þeir hefðu
líka borið kostnað af starfsemi
sýrlenzka kommúnistaflokks-
ins. Eitt kommúnistaríkjanna
hefði meira að segja gefið
blaðinu geysiverðmikla prent-
véi. —
JarðsLjálftakippir fundust á Selíossi
AUSTUR á Selfossi fundu menn
um helgina allsnarpa jarðskjálfta
kippi, og var sá þeirra snarpast-
ur, er kom um kl. 10,30 á laug-
ardagskvöldið. Alls munu hafa
komið þrír kippir, sem menn
urðu varir við.
Veðurstofan hér gat litlar upp-
lýsingar gefið í sambandi við
þessar jarðhræringar. UpptöKÍn
munu hafa verið mjög nærri Sel
fossi, ekki þó í Hveragerði.
Á mælum Veðurstofunnar komu
þessar jarðhræringar fram. En
þær er þó ekki svipað því eins
miklar og urðu i sambandi við
jarðskjálfta, sem átti upptök sín
einhvers staðar í 180 km. fjar-
lægð frá Reykjavik á föstudags-
morguninn. Jarðskjálftamælarnir
sýndu þá 10 kippi hér í bænum,
þó ekki væru þeir svo miklir að
fólk yrði þeirra vart.
Þegar jarðskjálftarnir urðu á
Selfossi á laugardagskvöldið,
voru þeir það miklir, að dót í
búð, sem staðið hafi tæpt á hillu
brún, féll í gólfið. Tjón varð ekki
svo vitað sé.
Líka háloftin
GENF, 10. ágúst. — Bandaríkin
og Bretland hafa tilkynnt, að þau
vilji fella eftirlit með kjarnorku-
sprengingum í háloftunum inn i
hugsanlegan samning um gagn-
kvæmt eftirlit með því að kjarn-
orkusprengingar verði ekki gerð-
ar.
annarsstaðar, þá voru þeir stöðv-
aðir og urðu að skilja bíla sín
eftir við hliðin tvö, sem eru á
Keflavíkurflugvelli. Safnsðist
mikill fjöldi bíla þeirra við hlið-
in.
Skemmtanir voru á Keflavík-
urflugvelli á laugardagskvöldið
eins og tíðkast í öllum hermanna
og foringjaklúbbum og þar sem
nú hafði verið lagt bann við því
að hermennirnir ækju sjálfir bíl-
um sínum, sá herstjórnin fyrir
því, að þeim væri ekið heim,
bæði í strætisvögnum og svo
nefndum „station“-bílum, sem
taka nærri 10 farþega. En auk
þess voru við skemmtistaðina rll
margir leigubílar frá Keflavík.
Nú gerðist það, þegar hermenn
komu út úr svonefndum NCO-
klúbbi á flugvellinum, sem er
klúbbur undirforingja, að her-
lögreglumenn, sem voru staddir
tilkynntu hermönnunum, að þeir
yrðu fluttir heim í strætisvögnum
og „station“-bílum, en létu það
fylgja, að íslenzkum leigubílum
væri bannað að aka á Keflavíkur
velli um þessa helgi, eins og einka
bílum hermanna.
Þetta varð til þess að enginn
hermaður óskaði eftir flutningi
með leigubílum frá Keflavik.
Óku leigubílstjórarnir þá 20—
30 saman niður að lögregluvarð-
stofunni í aðalhliði flugvallarin-s
og vildu fá þetta leiðrétt. í fyrstu
viðurkenndu amerískir herlög-
reglumenn alls ekki að nein fyr-
Hæstu vinningar
Happdrættis
Háskóla Islands
DREGIÐ var í 8. fl. Happdrættis
Háskólans í gær. Hér fara á eftir
hæstu vinningarnir:
100 þús. kr. á heilmiða nr.
30708 hjá Frímanni í Hafnarhús-
inu. —•
50 þús. kr. á fjórðungsmiða
nr. 24261, 2 hlutar á Kópaskeri,
2 hjá Frímanni.
10 þús. kr. á 1580 12236 12723
13112 20728 24942 35454
5 þús. kr. á nr. 2302 3212 7013
15902 20083 33826 35852 38126
42139 og 49199.
3212 kemur upp í 4. sinn í ár.
Frá Æskulýðsráði Reykjavíkur
Leiklistarkvöld fyrir 13 ára og
eldri í Skátaheimilinu í kvöld
kl. 8. — Umferðarleikhúsið sýnir
leikrit.
irskipun hefði verið gefin um að
banna hermönnum að fara i ís-
lenzka leigubila, en daginn eftir
viðurkenndu þeir að einhver rai3
tök hefðu orðið í þessa átt. Nokkr
ir herlögreglumenn hefðu* skilið
bannið við akstri amerískra bíla
svo, að íslenzkir leigubilar mættu
ekki heldur aka á flugvallar-
svæðinu um þessa helgi.
Leigubílstjórar í Keflavík
segja, að 'Ameríkanar á Vellin-
um hafi verið mjög óánægðir með
bannið sem sett var við akstri
bandarískra bíla yfir helgina. —
Kvarta þeir yfir því, að hermenn
irnir kenni leigubílstjórunum um
um að hafa haft áhrif í þessa átt
í þeim tilgangi að fá auknar tekj-
ur og hafi þeir haft í frammi
ýmiskonar dónaskap við íslenzku
leigubílstjórana vegna þess.
Ingi R. hafnaði
í 4.-5. sæli
SKÁKMÓTI Norðurlanda i Öre-
bro er nú lokið. — Norðurlanda-
meistari varð Norðmaðurjnn
Svein Johannesson, hlaut 714
vinning. Stórméistarinn Stáhl-
berg varð annar, þriðji varð Ohl-
son, Svíþjóð, en í 4.—5. sæti höfn
uðu Ingi R. Jóhannsson og N!e-
melá frá Finnlandi með 614.
Jón Þorsteinsson varð sigur-
vegari í A-riðli meistaraflokks.
SkúlagarSur
1 Kelduhverfi
vígður
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var
félags- og skólaheimilið Skúla-
garður í Kelduhverfi, sem risið
hefir að Krossdal þar í sveit, vígt
við hátíðlega athöfn. — Vígslu-
hátíðin hófst kl. 2 síðdegis. Ræð-
ur fluttu m. a. formaður bygginga
nefndar, Björn Þórarinsson í
Kílakoti, Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri og Stefán Jónsson,
námsstjóri.
Við þetta tækifæri afhjúpaði
Árni Óla, ritstjóri, fulltrúi Þing-
eyingafélagsins í Reykjavík,
minnismerki um Skúla Magnús-
son, landfógeta, sem stendur úti
fyrir hinu nýja félagsheimili. —
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
hefir gert minnismerkið, en það
er í líki arnar á háum stuðli.
Héraðsbúar fjölmenntu til
Skúlagarðs þennan dag, og þang-
að komu 'einnig margir buri-
fluttir Keldhverfingar og aðrir
gestir. — Nánari frásögn mun
birtast í blaðinu síðar frá vígslu
þessa félagsheimilis, sem er
sérstakt að því leyti, að þar verð-
ur jafnframt heimavistarskóli.