Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 2
VORrVNTJT/JÐlÐ Föstudagur 14. agust 1959 * Talsverðar umræður um kosn- ingalagafrumvarpið í efri deild Afgreiðslu frv. lauk í gær — og verður tekið aftur til einnar umræðu í n.<i Kosningalagafrumvarpið var tekið til lokaafgreiðslu á tveim fundum efri deildar í gaer og voru gerðar á því minniháttar lagfæringar, sem valda því, að taka þarf frumvarpið til einnar umræðu í neðri deild aftur. Þegar deildin kom saman eft- ir hádegi í gær, skýrði Gísli Jóns- son frá störfum stjórnarskrár- nefndar deildarinnar, sem haft hafði frumvarpið til meðferðar á tveim fundum, síðan því var vísað til hennar í fyrradag, en áður hafði nefndin unnið með stjórnarskrárnefnd neðri deildar á fimm fundum og rætt þar flest- ar þær breytingar, sem gerðar voru á frumvarpinu í þeirri deild. Sagði G. J. að nefndin hefði orðið sammála um nokkrar breyt ingartillögur, sem í ljós hefði komið að gera þyrfti til lag- færingar og samræmingar, en tveir nefndarmanna, sem mót- fallnir væru kjördæmabreyting- unni, skrifuðu undir álit nefnd- arinnar með fyrirvara. Síðan gerði G. J. grein fyrir einstökum breytingartillögum og skýrði jafnframt frá því, að Páll Zóphóníasson hefði komið á fram færi þeirri skoðun sinni, að æski- legt væri, að heimilað yrði að hafa sérstaka kjördeild fyrir 12 kjósendur í afskekktum hreppum í stað 15, sem £ frumvarpinu er gert ráð fyrir sem lágmarki. Hann kvað ekki hafa orðið sam- komulag um frekari lækkun frá ákvæðum eldri laganna, sem höfðu 20 að lágmarki, en hins vegar hefði sá skilningur verið á þessu í nefndinni, að ekki væri heimilt að leggja niður slíkar kjördeildir, þótt kjósendum fækkaði niður fyrir lágmarkið. Nýjar kjördeildir mætti aftur á móti ekki stofna með færri kjós- endum. Kvaðst hann vonast til að með þessu'væri fullnægt óskum P. Z. og annarra, sem fyrir Dagskrá Alþingis FUNDUR er boðaður í neðri deild Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá eru fjögur mál: 1. Samkomudagur Alþingis frv. — 2. umr. 2. Kosningar til Alþingis, frv. — Eín umr. 3. Almannatryggingar, frv. — 3. umr. 4. Áburðarverksmiðja, frv. — Frh. 1. umr. Fundur er boðaður í sameinuðu þingi kl. 3 síðdegis. Á dagskrá eru 8. mál: 1. Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í mennta málaráð til loka yfirstandandi kjörtímabils. 2. Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórn vísindasjóðs til næsta þings eftir almennar alþingiskosningar. 3. Kosning Þingvallanefndar, þriggja alþingismanna, til loka nsesta þings eftir nýafstaðnar al- þingiskosningar. 4. Kosning landskjörstjórnar, fimm manna og jafnmargra vara manna til næsta þings eftir al- mennra alþingiskosningar, mennar alþingiskosningar. 5. Kosning 5 manna í útvarps- ráð og jafnmargra varamanna til næsta þings eftir almennar al- þingiskosningar. 6. Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í áfeng- isvarnaráð til næsta þings eftir almennar alþingiskosningar. 7. Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs til næsta þings eftir almennar al- þingiskosningar. 8. Kosning tryggingaráðs, fimm manna og jafnmargra varamanna, til næsta þings eftir almennar alþingiskosningar. þessu kynnu að hafa áhuga. Karl Kristjánsson tók næstur til máls og kvað Framsóknar- menn efnislega á móti frumvarp- inu, vegna ákvæðanna um breytta kjördæmaskipan, sem upp í það væru tekin. Þeir viður- kenndu hins vegar breytingarnar á kosningalögunum sem eðlilega afleiðingu kjördæmabreytingar- innar. Þó hefðu þeir kosið, að ýmsum ákvæðum, sem nauðsyn- legt var að breyta, hefði verið breytt á annan veg. Vék K. K. síðan að ákvæðunum um kjör yfirkjörstjórna og kvaðst telja fráleita þá skipan, sem n.d. hefði samþykkt, þ. e. að þær skyldu kosnar af Alþingi eins og landskjörstjórn. Ástæðu- laust væri annað en héruðin sjálf veldu yfirkjörstjórnirnar áfram, ella yrði kosning þeirra of póli- tísk. Einhver segði máske, að sýslunefndir og bæjarstjórnir kysu flokkslega líka, en þær tækju þó fremur tillit til aðstöðu mannanna, til þess að gegna störfunum, enda kunnugri hög- um þeirra. Hann og Hermann Jónasson leggðu því til að ákvæð- ið um kosninguna yrði svohljóð- andi: „1 Reykjavík kýs bæjarstjórn fimm menn í yfirkjörstjórn og fimm til vara. Hlutfallskosningu skal viðhafa, ef bæjarfulltrúi krefst þess. Annars staðar kýs hver sýslunefnd og bæjarstjórn í kjördæmi einn mann, er sé bú- settur í hlutaðeigandi sýslu eða kaupstað, í yfirkjörstjórn og annan til vara. Nú er tala hinna kjörnu yfir- kjörstjórnarmanna ójöfn, og skip ar ráðherra þá úr þeirra hópi oddvita yfirkjörstjórnar og vara- mann hans. Sé tala hinna kjörnu yfirkjörstjórnarmanna jöfn, skip ar ráðherra einn mann úr hópi anharra kjósenda í kjördæminu í yfirkjörstjprn, og sé hann odd- viti yfirkjörstjórnar. Ráðherra skipar einnig varamann oddvita. Kosning yfirkjörstjórnarmanna og skipun oddvita gildir til fjög- urra ára í senn“. Lauk K.K. máli sínu með því að láta í Ijós þá von sína, að þing deildarmenn gætu fallist á þessa skipan. Páll ZóphóníaSson sagði, að þótt búið væri að breyta ákaflega miklu í lögunum. væri énn nokk- ur atriði, sem hann óskaði eftir að stjórnarskrárnefnd tæki tu íhugunar milli 2. og 3. umræðu. Taldi P.Z. þessi atriði síðan upp: Sagði hann að ákvæðum 2. gr. laganna um að enginn skyldi hafa kosningarétt, sem sekur hefði orð ið um verk, sem svívirðileg væri að almenningsáliti, væri hvergi framfylgt nema í Reykjavík, og væru dæmi til þess við hrepps- nefndarkosningar, að skapazt hefði meirihluti með slíku at- kvæði. Úr því að lögin væri víð- ast dauður bókstafur, væri ástæða til að fella þau úr gildi. Það væri þó ekki hægt í þetta sinn, því að ákvæði þetta væri einnig í stjórnarskránni. Þá vék P. Z. að því, að ekki væri í lögunum kveðið á um, að seta í yfirkjörstjórn væri borgaraleg skylda. Ennfremur vantaði þar ákvæði um, hve há greiðsla skyldi koma fyrir slík störf, en reyndin væri sú, að mjög væri á reiki, hvað hver fengi. Ákvæði frumvarpsins um skipan varamanna hvað hann ó- fullnægjandi, þar eð aðeins væri einn fyrir hvern nefndarmann, og yrði kjörstjórnin þannig ó- starfhæf, ef báðir létust, og slíkt gæti hæglega skeð svo seint, að Alþingi veittist ekki tækifæri til að bæta úr. Hann lýstí yfir óánægju sinni með, að ekki skyldi vera heim- ilað skýrum stöfum £ lögunum, að kjördeildir mætti starfrækja fyrir færri en 15, t.d. 12, og kvaðst draga í efa skilning stjórn- arskrárnefndarinnar á ákvæðinu, eins og það væri nú orðað. Þarna væri fyrir hendi aðstæða, sem nota mætti pólitískt, til þess aö koma í veg fyrir að andstæðingar kæmust á kjörstað. Nokkur fleiri atriði taldi hann ástæðu til að minnast á, en léti þetta nægja. Gísli Jónsson tók þá aftur til máls. Kvaðst hann ekki geta fall- izt á þau rök, sem Framsóknar- menn færðu fram til stuðnings tillögu sinni um skipan yfirkjör- stjórnar. Þau ákvæði, sem í frum varpinu væru, tryggðu, að kosn- ingin færi tram á fullkomlega lýðræðislegan hátt. Þingmenn, sem kjörstjórnina ættu að kjósa, væru sjálfir kosnir af fólkinu úti í héruðunum, til þess að fara með mál þessi. Ekki væri því á neinn hátt verið að ganga á hlut þess með urnræddri skipan. í sambandi við athugasmdir P Z. um varamenn yfirkjör- stjórnarmanna, sagði G. J., að yfirleitt þætti nóg að hafa þá jafnmarga nefndarmönnum. Ef svo ólíklega tækist til að þeir. forfölluðust allir, ætti dóms- málaráðherra að vera mögulegt að leysa úr þeim vanda með bráðabirgðarlögum. Um kjördeildir í fámenni væri það að segja, að ef komið væri niður fyrir 15, væri ekki síður ástæða til að leyfa öðrum aðilum, sem erfitt ættu með kjörsókn, t. d. sjúku fólki, að kjósa heima. Þessar og aðrar athugasemdir P. Z. gæfu því ekki sérstakt til- efni til þess að stjórnarskrár- nefndin kæmi saman enn á ný. Karl Kristjánsson sagðist ekki vera GJ algjörlega sammála um það, hve lýðræðisleg kosning yfirkjörstjórnar yrði í höndum Alþingis. Það væri rétt, að um- boð alþingismanna væri mikið, en þeir mættu ekki ganga of langt í að beita því. Ef þingið færi að kjósa kjörstjórnarmenn- ina, byggist hann við, að í Ijós kæmi, að kosið yrði út frá flokks- sjónarmiðum og myndu fara eft- ir þingstyrk flokkanna, hverjir kjörnir yrðu. Næsta skrefið gæti svo allt eins orðið það, að þing- ið færi að kjósa hreppsnefndir og sýslunefndir. Kvaðst hann telja tillögur þeirra Framsóknar- manna lýðræðislegri. Bernharð Stefánsson kvaðst hafa vonast e'ftir betra samkomu lagi í máiinu og sagði að sér þættu 2 fundir í stjórnarskrár- nefnd ekki bera vott um að frum varpið hefði verið ýtarlega at- hugað. Þó ætlaði hann ekki að tefja málið með miklum athuga- semdum. Sér hefði samt þótt æskilegt að nefndin útskýrði þær breytingar á lögunum, sem eiga að draga úr áhrifum útstrikana. Sjálfur stæði hann með breyt- ingu á þeim reglum sem í gildi hefðu verið, því að skv. þeim hefði litill hluti kjósenda getað ráðið því hver frambjóðenda á lista kosinn yrði. Það hefði líka komið fyrir og væri ekki lýðræð- islega réttmætt. Ekki hefði þó átt að þurfa að taka upp eins flókna aðferð og í frumvarpinu væri. Væri hann hræddur um að almenningi og einnig þeim, sem reglunum ættu að beita, mundi ganga erfiðlega að skilja þær. Þá sagði BS að ef tillaga KK og HJ um kjör yfirkjprstjórn- anna fengist ekki samþykkt, teldi hann rétt að hverfa aftur að tii- lögu dómaranna, sem var í frum- varpinu í upphaflegri mynd þess. Vitanlega yrði kosningin á Al- þingi algjörlega pólitísk. Því væri rétt að fela Hæstarétti að fara með störf landskjörsstjórn- ar. Þá mælti hann með því, að tekin yrði upp í lögin, að seta í yfirkjörstjórn væri borgaraleg skylda, því ella gæti alvarlegt ástand skapazt. Jafnframt yrði ákveðin þóiknun lögfest fyrir starfið. Páll Zóphóníasson ítrekaði enn nauðsyn þesa að varamenn yfir- kjörstjórnarmanna yrðu fleiri, eða einhverjum tilteknum aðila falið að kjósa þá, ef þyrfti. Gísli Jónsson kvað ákvæðin um áhrif útstrikana virðast flók- in, þegar þau væru lesin yfir í fyrsta sinn, en sannleikurinn væri sá, að þau væru mjög auð- skilin. Þau hefðu í för með sér, að í kjördæmum, þar sem 5 þing- menn væru kjörnir, þyrfti 27,3/11% atkvæða, til þess að flytja frambjóðanda um sæti, í kjördæmum 6 þingmanna þyrfti 23,1/13% og í Reykjavík 12%. Þessi breyting hefði verið rædd mikið í báðum stjórnarskrár- nefndtmum og samkomulag orðið um þessa lausn. GJ kvað fráleitt að halda því fram, að pólitík kæmi ekki til greina í sýslunefndum. Þegar á það reyndi, drægi hver taum sins flokks og eins væri það í kjör- stjórnunum. Hann kvaðst ekki skilja, að það væri nein goðgá, að Alþingi væri falið að kjósa yfir- kjörstjórnirnar, eins og það kýs landskjörstjórn. Sú skipan, sem Framsóknarmenn fylgdu væri sízt minna pólitísk. Sjálfur minnt ist hann þess, að pólitískir and- stæðingar hefðu notað styrk sinn, til þess að útiloka frá setu í yfir- kjörstjórnunum Sjálfstæðismenn, sem verið hefðu í þeim í áratugi. Ekki væri ástæða til þess að draga afgreiðslu frumvarpsins á sérstökum ráðstöfunum varðandi fleiri varamenn. Páll Zóphóníasson tók enn til máls og ítrekaði fyrri athuga- semdir sínar. Frumvarpið var síðan borið undir atkvæði. Var breytingartil- laga KK og HJ felld, en frum- varpinu vísað til 3. umr. með 16 samhljóða atkvæðum, og fundi slitið. Fundur var síðan settur að nýju óg samþykkt með afbrigð- um, 13 atkv. gegn 1, að taka frum varpið til 3. umræðu. Páll Zóphóníasson kvaddi sér þá þegar hljóðs og kvaðst mundu flytja skriflega breytingartillög- ur um þau tvö atriði, sem hann hefði vakið máls á, úr því að stjórnarskrárnefndin fengi ekki tækifæri til að koma saman. Það varð þá úr, að gert yrði hlé á fundi, til þess að athuga málið í nefndinni. Var komið saman aftur klukku stundu síðar, og skýrði Gísli Jónsson formaður stjórnarskrár- nefndar þá frá því, að nefndin hefði orðið ásátt um að flytja svohljóðandi breytingartiliögu: „Nú forfallast landskjörstjórn- armaður eða yfirkjörstjórnarmað ur eða flytzt búferlum úr kjör- dæminu og varamaður er ekki tiltækur, skipar þá ráðherra menn í þeirra stað eftir tillögu þess flokks, sem mennina kaus á Alþingi“. Hann skýrði jafnframt frá því að nefndin hefði ekki talið rétt að setja sérstakt ákvæði um laun yfirkjörstjórnarmanna, fyrr en í ljós kæmi, hve umfangsmikil þau yrðu. Óþarft væri að flytja breytingartillögu um að seta í yfirkjörstjórn sé borgaraleg skylda, því það væri tekið fram í 12. gr. frumvarpsins og lag- anna. Breytingartillagan var sam- þykkt og frumvarpinu síðan vís- að til neðri deildar aftur, vegna breytinganna. Lárus Sigurjánsson skáld 85 ára í DAG er 85 ára Lárus Sigur- jónsson skáld. Mun hann vera elztur núlifandi ljóðskálda ís- lenzkra sem eitthvað hefur kveð- ið að. Lárus fæddist 14. ágúst Lárus Sigurjónsson 1874 í Húsavik í Borgarfjarðar- hreppi eystra og dvaldist þar til tvítugs. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Jóhannesdóttir frá Brekku í Mjóafirði og Sigur- jón Jónsson bóndi, ættaður úr Jökuldal. Lárus lærði undir skóla hjá séra Einari Jónssyni, síðar presti og prófasti á Hofi í Vopnafirði og innritaðist í Lærða skólann í Reykjavík vorið 1897. Lauk hann stúdentsprófi 1903 og sneri sér að guðfræðinámi. yarð hann kandídat í guðfræði við Presta- skólann 1906. Veturinn eftir sótti hann fyrirlestra við lýðskólann í Askov í Danmörku. Þaðan fór hann til Kanada árið 1907 og dvaldist þar óslitið við ýmis störf fram til 1920. Þá fluttist hann til Bandaríkjanna og dvald- ist lengst af í Chicago. í þeirri borg sótti hann m. a. námskeið í siðfræði og mælskulist við hinn kunna háskóla þar, og síðar, á árunum 1926—28, lagði hann stund á framburð og raddbeit- ingu við Orchard School of Music and Expression í Chicago. Árið 1920 kvæntist Lárus Mabel N. Eyers, sem var mennt- uð í sönglist, og héldu þau hjón- in skóla í Chicago með allstórum starfsmannahópi frá því árið 1924 og fram að síðustu heims- styrjöld. Lárus kom heim til Islands ár- ið 1943, en kona hans var þá bundin við störf í Bandaríkjun- um. Hann fór aftur vestur eftir stutta dvöl, en síðar fluttust þau hjónin bæði 'til íslands og sett- ust hér að. Lárus var orðinn þekkt skáld áður en hann hvarf til Ameríku, og iðkaði hann íþrótt sína af kappi vestan hafs, eins og fram kom þegar ísafoldarprentsmiðja gaf út ljóðabók hans, „Stefja- mál“ árið 1946, en þar eru milli 130 og 140 kvæði. Elztu ljóðin í bókinni eru frá fyrstu árum aldarinnar og hin yngstu frá 1946. Meginhluti ljóða Lárusar mun hins vegar vera óprentað- ur, m. a. hinn mikli ljóðabálkur frá 1930 um stofnun Alþingis. Er hann samtals 30 kvæði undir fornum háttum. Hér er að lokum eitt sýnis- horn iúr ljóðabók Lárusar. — Kvæðið er ort í febrúar 1946 og nefnist „Ástir við ísland“ (Bréfbæn): I. Dýrliga dís. Dælt er að bera vilmæli vís Vífi frera. Ástir við Island óði klökkum, geðs míns gullsand, gjarna þökkum. II. ísland viða á hauk í horni. Heimsáttanna fær það milli kveðju og bæn að kveldi og morgni kærleiks óska sundafylli. Aldri rístu upp að morgni, aldri ferðu í rekkju að kveldi, svo að bæn þín ei því orni yzt í stjarna og sólna veldi. Fyrir kærleik þenna þakkir, þessar bænir lands og þjóðar, yfir þeirra höppum hlakkir, hugarástir sálar óðar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.