Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 19
Fðstudagur 14. ágúst 1959 MORGUWBL 4Ð1Ð 19 Cóð síldveiði tyrir ausfan SAMKVÆMT upplýsingum síld- arleitarinnar á Raufarhöfn í gær- kvöldi hefur veiði verið góð úti fyrir Austfjörðum s.l. sólarhring. Síldin fer mestmegnis í bræðslu og hafa síldarverksmiðjurnar á Austfjörðum ekki við og verða því skipin að sigla norður fyrir Langanes með afla sinn, inn á Raufarhöfn. Síldin hefur aðallega veiðzt um 24 sjómílur SA af Dalatanga. I»ar hefur veður verið sæmilegt til veiða. Að vísu gerði smá kulda gjólu upp úr hádeginu en lægði aftur með kvöldinu. Bræla var aftur á móti fyrir Norð-Austur- Iandi og voru sjómenn tregir til að stefna skipum sínum full- hlöðnum norður fyrir Font. Tólf til fimmtán skip höfðu tilkynnt komu sína til Raufar- hafnar seint í gærkvöldi flest með 400 til 1200 mál, næstum eingöngu í bræðslu. Aflahæstu skipin voru þessi: Hafþór 700 mál Snæfell 1200; Björgvin EA 800; og Gunnar 700. Er útlit fyrir á- framhaldandi veiði. Handfæra- bátur frá Raufarhöfn lóðaði góða síldartorfu Norður af Svínalækj- artanga á austanverðu Langa- nesi, en þar er ekki bátaveður. Engin teljandi óhöpp hafa átt sér stað. Þó hafa nokkrir bátar sprengt nætur sínar í stórum köstum. Til Austfjarðahafna komu í gær samtals 54 skip með 23000 mál síldar. TIL Neskaupstaðar hafa borizt 6000 mál síldar s.l. sólarhring með 17 skipum. Átta skip komu þangað eftir hádegi með 2700 mál. Aflahæst voru Grundfirð- ingur II. með 700 mál og Sæ- borg með 600 mál. í kvöld biðu þar 15 skip löndunar. Til Vopnafjarðar komu 19 skip 1 nótt og í dag með 10 þús. mál síldar. Aflahæst voru: Sigurð- ur Bjarnason EA 1300 mál, Smári TH 700; Þórkatla GK 650; Stíg- andi VE 650; Björn Jónsson RE 600; Bjarmi EA 600. Á Vopnafirði var saltað í all- an dag en síldin var ekki vel söltunarhæf. Þar hefur einnig verið stöðug bræla og bíða skip enn löndunar. SEYÐISFIRÐI. — Tuttugu skip bíða hér löndunar með 7500 til 8000 mál í bræðslu. Löndunar- bið fyrir þá sem síðast komu inn mun verða upp undir 3 sólar- hringar. Sildin veiddist í nótt, SA af Norðfj arðarhorni, og var þar ágæt veiði. Saltað hefur ver- ið úr nokkrum bátum í nótt og fram eftir degi. Afli flestra báta hefur verið 200—300 mál. Þó hafa nokkrir bátar fengið 600 mál og þar yfir. Þeir eru: Guðmundur Þórðarson RE 600 mál, Ólafur Magnússon KE 700 mál, Áskell TH 850 mál, Júlíus Björnsson 600 mál og Sjöstjarnan VE 600 mál. ESKIFIRÐI síðd. í gær: — Hér er stöðugt verið að landa smá- slöttum í bræðslu úr skipum sem hafa legið hér inni frá því fyrir helgi. Afköst verksmiðjunnar hér eru 8—900 mál á sólarhring. Þró- arpláss er aðeins fyrir 3000 mál. Er mikið rætt um það hér að byggð verði hið bráðasta ný og af kastameiri síldarbræðsla. — Hér hefur verið saltað í alla nótt og stendur söltun enn yfir. Þessi skip hafa komið með síld til sölt unar: Pétur Jónsson Húsavík 500 tunnur, Hólmanes SU 80t tunn- ur og Marz RE 100 tunnur. Er von á fleiri .skipum í kvöld og í nótt. Þessi síld fékkst 15—30 mílur úti í Reyðarfj arðardýpi. Horfur á áframhaldandi veiði eru góðar, þó er komin smá kvika á miðunum. Ikaðdr NAT0 segjá Belgíumenn RlíSSEL, 13. ágúst. — .elgiska stjórnin hefur form- ;ga snúið sér til Bandaríkja- tjórnar og bent á það, að ó eppilegt sé, að Eisenhower| igi aðeins viðræður við ein- taka bandamenn í Evrópu áð- r en fundum hans og Krús- sffs ber saman. Telur Belgíu' tjórn, að fulltrúar allra At mtshafsbandalagsríkj anna ;ttu að koma saman til við- æðna og undirbúnings, en iisenhower ætti ekki að eiga yrirhugaðar viðræður við siðtoga V-Þýzkalands, Frakkjt ands og Bretlands eina. Tals laður belgiska utanríkisráðu^ Leytisins sagði í dag, að „tak- aarkaðar" viðræður, eins og¥ yrirhugaðar væru, sköðuðuj| itlantshafsbandalagið. Vitað :r, að stjórnir Hollands og juxemburg hafa gert svipað-<| ir umkvartanir við Banda íkjastjórn. Bezti þurrkdagurinn á sumrinu var í gœrdag Bœndur unnu fram í myrkur ÞETTA er bezti þurrkdagurinn, sem komið hefur á þessu sumri, sagði Gunnar Sigurðsson í SeJja- tungu í Gaulverjabæjarhreppi í símtali við Mbl. síðdegis í gær. Hann sagði, að það væri erfitt að ná tali af bændum, því það mun almennt vera svo í sveitum hér eystra í dag, að bændur og búnandlið hafa tekið daginn mjög snemma og allir unnið óslitið dag Farmiðar í skemmti- ferð Varðar verða seldir í Sjálfstœðis- húsinu (uppi) til kl. 10 í kvöld Viðgerð ó Þormóði Goða útgerð- inni að kostnuðorlausu ABgangur Ijósmyndara að þingfundum rceddur — Kvartað yfir birtingu myndar ÁÐUR en gengið var til dagskrár í efri deild Alþingis í gær, kvaddi Páll Zóphóníasson ser hljóðs í tilefni birtingar á mynd af Finnboga Rúti Valdimarssyni í einu af dagblöðum bæjarins, en mynd þessi hafði verið tekin, meðan þingmaðurinn var að hvíla sig í einu af hliðarherbergj um þinghússins, sama dag cg kjördæmabreytingin var endan- lega samþykkt í efri deild. Svívirðilegt franiferði. Átaldi Páll Zóphóníasson for- seta deildarinnar fyrir að hafa leyft ljósmyndurum aðgang cg kvað slíkt ekki hafa tíðkazt í þinginu. Myndin hefði verið ..k- in á milli funda, þegar þingmað- urinn hefði, svo sem algengt væri hallað sér til hvíldar, en síðan verið birt honum til hnjóðs. Mæltist PZ til þess, að þingmönn um yrði í framtíðinni forðað frá svo sívirðilegu framferði. cins og hann komst að orði. Deildarforseti harmar. Deildarforseti, Eggert G. Þor- steinsson, kvað fleiri en eitt dag — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 En nú er sem sagt enn meira í húfi. Og Uanna dregur enga dul á það, að hann kvíði því, er Krús jeff birtist á bandarískri grund. __Hann gætti atómsprengjunnar á styrjaldarárunum, en það var hreinasti barnaleikur, segir Uanna sjálfur, hjá þvi að þurfa nú að ábyrgjast líf og limi siálfs Krúsjeffs. blaðanna hafa óskað eftir að fá að hafa ljósmyndara viðstadda lokaafgreiðslu kjördæmabreyting arinnar og, þar sem sér heíði verið tjáð, að slík leyfi hefðu verið veitt, hefði hann ekki séð ástæðu til að meina þeim að- gang. Þeir hefðu verið á staðnum lengur en áætlað hefði verið í upphafi, sökum þess, að af- greiðsla málsins hefði dregizt. Kvaðst forseti harma slíka mis- notkun á leyfi, sem veitt hefði verið til þess að ljósinynda ákveð inn atburð. TOGARINN Þormóður goði, sem er eign Bæjarútgerðar Reykja- víkur, lá í Bremerhaven í Þvzka landi frá 12. febrúar til 21. júlí þ. á., en þar fór fram gagnger viðgerð á aðalvél og endurnýjun hjálparvéla skipsins, en alvarleg- ir gallar komu fram_ á þeim skörpmu eftir að skipið kom hing að til lands. — öll viðgerð var framkvæmd Bæjarútgerðinni að kostnaðarlausu, og ennfremur greiddar bætur vegna útgjalda í sambandi við hina löngu legu skipsins í Bremerhaven nú og stöðvunar þess, sökum vélargalla, í desember 1958. Þetta kom m. a. fram í skýrslu, sem Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðarinn- ar, flutti á fundi Útgerðarráðs í gær, en hann fór til Þýzkalands í sambandi við þetta mál og kom heim úr þeirri för 2. þ.m. — Auk framangreinds, segir m.a. í skýrslu Jóns Axels, að eftir hina rækilegu viðgerð á aðalvélinni, standi vonir til, að leguskemmdir þær, sem orðið hafi að undan- förnu, séu úr sögunni Tólf mánaða ábyrgð.(frá 21/7 sl.) er tekin á öllum hlutum sem útgerðin hafði kvartað um, svo og' hlutum, sem af sömu orsök- um eða í sambandi við þá höfðu orðið fyrir skemmdum. Á öll- um öðrum hlutum vélarinnar er tekin 6 mánaða ábyrgð. — Ef vélarnar reynast ekki í lagi munu byggjendur þeirra setja í skipið nýja aðalvél af viðurkenndri gerð, á sinn kostnað. — Fyrr- greindar bætur vegna stöðvun- ar togarans voru greiddar Bæjar- útgerðinni 24. júlí sl. langt við hey. — Hér hefur verið afbragðs þurrkur. Það var strax byrjað að snúa í morgun, sumir sneru þá nýslegnu heyi sínu frá því á miðvikudaginn. 1 dag hefur svo verið unnið jöfnum höndum að því að þurrka og flytja heim hey og ég tel að margir verði fram í myrkur við hirðingu. Veðurstofan er vongóð um að áframhald verði á þessari góðu tíð, og á morgun (föstudag) verði áframhaldi þurrkur, sagði Gunnar. Munu þá margir trúlega ná inn sínu bezta heyi, því er slegið var á miðvikudaginn, og ætti það að vera iðgrænt og i!m andi. Það, sem hirt hefur verið í dag hefur verið sæmilegt. Nú munu margir hafa lokið fyrra slætti. Einn þurrkdagur til viðbótar hjálpar verulega upp á sakirnar og þætti mér trúlegt, að bændur myndu þá fara langt með að alhirða fyrri slátt, sagðí Gunnar. En það kostar mikla vinnu — langan vinnudag. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Steinþór Gestsson, bónda á Hæli í Hreppum. Sagði hann, að hvar vetna hefði í gær mátt sjá fólk önnum kafið við heyskap- inn — í brúsandi þurrki. Hefðu Iþessir tveir þurrkdagar nú mjög ’bætt fyrir bændum, enda ekki veitt af, þar sem ástandið hefði víða verið mjög slæmt eftir hina langvarandi ótíð. — Sagði Stein- þór, að fólk þar eystra mundi margt vinna við heyið fram í myrkur um kvöldið. Allur væri varinn góður og sjálfsagt að nota hverja stund — þótt menn von- uðust að sjálfsögðu eftir fleiri þurrkdögum. Öllum þeim, sem sendu mér heillaóskir og kveðjur, eða glöddu mig á annan hátt á 90 ára afmæli mínu, hinn 1. júní s.L, sendi ég mínar beztu þakkir og árnaðaróskir. Ólafur J. Reykdal, Siglufirði. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum, sem auðsýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðis afmæli mínu 29. júlí. Cuð blessi ykkur öll. Guðrún Steinþórsdóttir, Þingeyri. I 'KrSoPl1 : ; Dtéyið - 1 [ll f : ; > $i Í ' '' '' Húsmæðurnar vilja eignast miða í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins vegna þess, að það hefur fjölbreytt úrval af heimilistækjum á meðal vinninga. Philco kæliskápur, Hoover sjálfvirk þvottavél með þurrkara, Pfaff sjálfvirk saumavél í tösku, Rafha-eldavél, Shellgaseldavél með bakaraofni og 10 kg. hleðslu, Passap Automatic prjónavél með kambi, Armstrong strauvél og General Electric hrærivél ■— létta heimilisstörfin. Látið ekki dragast að kaupa miða. Þeir eru seldir úr happdrættisbifreiðinni við Útvegsbankann, á skrifstofum Sjálfstæðisflokksins og happdrættisins og hjá umboðs- mönnum um land allt. MUNIÐ LANDSHAPPDRÆTTI , SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRfiÐUR JÓNSDÓTTIR Hringbraut 63, Hafnarfirði verður jarðsett frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, laugar- daginn 15. þ.m. kl. 2. Börn og tengdabörn Kveðjuathöfn um SIGRlÐI ÁSTU SNÆBJÖRNSSON frá Patreksfirði fer fram frá Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, laugar- daginn 15. þ.m. kl. 10 f.h. Jarðsett verður frá Eyrakirkju miðvikudaginn 19. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför STEFÁNS JÓNSSONAR frá Galtarholti Börn og tengdabörn Við þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við frá- fall móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SlMONARDÖTTUR • frá Núpum Felix Jónsson, Guðmunda Jóhannsdóttir Markúsína Jónsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Þórður Jónsson, Margrét Árnadóttir Guðríður Jónsdóttir, Sæmundur Þórðarson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.