Morgunblaðið - 14.08.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.08.1959, Qupperneq 8
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. ágúst 1959 Hagstœð þróun efna- hagsmála í Frakklandi En talið er að verkalýðsfélögin muni krefjast launahœkkana áður en langt Myndin sýnir vel, hvernig nota á akreinarnar á Miklubraut. Ökumenn virðast sýna nýju umferðalögunum tómlæti Fjöldi manns veit ekki hvað akreinn- skiptingin þýðir i rauninni í>EIR, sem hafa með höndum yf- irstjórn umferðamála, hafa veitt því eftirtekt, að margir þeirra, sem bílum aka hér í bænum, virðast sýna hinum nýju um- ferðarlögum furðulegt tómlæti. Þetta kemur m. a. fram £ því, hve margir virðast ekki hafa hug- mynd um hvað akreinakerfið í rauninni táknar. Fjöldi ökumanna sýnir einnig vankunnáttu sína á ýmsan ann- an hátt. Til dæmis beita furðu fáir stefnuljósum, þegar þeir aka inn á hringtorgin og hafa af þessum ástæðum orðið árekstr- ar og lengið við öðrum. Er að dómi yfirstjórnar umferðarmála bæjarins full þörf á því að öku- menn hvort heldur þeir aka einkabílum eða leigubílum, kynni sér rækilega hin nýju umferðar- lög. P Einangrunar- CUDOCLER HF ^ , BRAUTARHOL T/ í sambandi við akreinaskipt- inguna á Miklubraut, milli Rauð- arárstígs og Lönguhlíðar, virð- ast fjölmargir halda að þetta sé einungis gert til að merkja miðj- una á akbrautinni. Sumir aka eftir henni, ýmist hægra megin eða vinstra, aðrir hafa miðlínu þessa milli hjólanna og enn aðr- ir aka til skiptis á brautunum, sem getur haft í för með sér árekstur og slysfarir. Til þess að gera mönnum grein fyrir því, hvað akreinaskipting þessi táknar, skal vitnað í 46. gr. laganna, en þar segir: „Nú eru tvær eða fleiri ak- reinar fyrir sömu akstursstefnu á vegi og skal þá ökumaður í tæka tíð áður en komið er að vegamótum færa ökutækið { þá rein, sem heppilegust er miðað við fyrirhugaða akstursstefnu.. í næstu grein umferðalaganna, sem einnig fjallar um akreinarn- ar segir m. a.: „Þegar akbraut er skipt í tvær eða fleiri akreinar með sömu akstursstefnu, má aka vinstra megin fram úr ökutæki, en gæta skal þá sérstakrar varúðar“. Þessi regla er frávik frá hinni almennu reglu, eins og augljóst er. Þegar ekið er í hægri akrein Miklubrautar, svo tekið sé nær- tækt dæmi, má ökumaðurinn alltaf eiga von á því að bíll verði ekið framúr honum vinstra meg- in. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum skipta um ak- rein, nema hafa áður gefið gætur að umferðinni á vinstri ak- reininni, og ökumaðurinn er þá skyldaður til þess að gefa stefnu- merki um að hann ætli að skifta um akrein. Þetta eru hinar ein- földu reglur um akstur á göt- unum, sem skipt er niður í ak- reinar. um líður FYLGZT hefur verið af sérstakri athygli með efnahagsþróuninni í Frakklandi að undanförnu vegna hina miklu breytinga, sem {þar hafa orðið á stjórnmála- ástandinu. Segja má að efnahags þróunin hafi verið hagstæð á öll- um sviðum atvinnulífsins fyrstú sex mánuði þessa árs. Iðnaðar- framleiðslan jókst, utanríkisvið- skiptin voru hagstæð og gjald- eyrisaðstaðan batnaði verulega, en jafnframt var kaupgjald og verðlag stöðugt. Uppskeruhorfur eru góðar og er jafnvel búizt við metuppskeru á hveiti og vín- þrúgum, en mikil uppskera gæti einnig valdið erfiðleikum, þar sem, til dæmis, miklar vínbirgðir eru fyrir í landinu. Undanfarna mánuði hefur iðn- aðarframleiðslan vaxið á flest- um sviðum og hefur einkum orð- ið mikil aukning í vefnaðariðn- aðinum, en einnig í flugvéla- smíði og bifreiðaframleiðslu. Eina atvinnugreinin, sem segja má að dregizt hafi saman er kola nám, en bæði hafa markaðsað- stæður og áhrif opinberra aðila átt sinn þátt í því, þar sem kola birgðir eru nú mjög miklar í V- Evrópu. Dregið hefur úr árstíðabundnu atvinnuleysi í Frakklandi og verkföll hafa verið nær engin að undanförnu. Á hinn bóginn hafa ýmsar af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar verið gagn- rýndar og er talið að ýmsar stétt- ir hafi hug á launahækkunum. Stjórnarvöldin hafa margoft lýst yfir að halda þurfi verðlagi og kaupgjaldi stöðugu, um alllangt skeið, ef takast á að byggja upp heilbrigt efnahagslíf og traustan gjaldmiðil í Frakklandi. Hefur ríkisstjórnin því staðið á móti launahækkunum, en hefur á hinn bóginn aukið nokkuð sumar bóta- Helgi Hjörvar: Grettishólmi Skagafirði a Cóð afvinna Kvenmaður, sem getur annast sníðingu á fatnaði, getur <fengið atvinnu.Starfsreynsla í verksmiðju æskileg. Framtíðaratvinna. Umsóknir með sem ítar- legustum upplýsingum um fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Sníðing—4629“. N ý k o m i n pils í miklu úrvali VÍRXLUMIN LAUCAVE C .16 ÞAÐ viljum vér ætla, að eftir 30 ár muni eitthvert bezta og feg- ursta blað iands vors heita t.d.: „Framtíðin". Hinn 14. ágúst 1989 mun í því blaði standa glæsileg frásaga eftir ungan og stórefni- legan blaðafulltrúa, frægan íþróttaritara. Þá verður fögur tíð og ferðasögur tíðar og allra helzt íþrótta „árangrar“ stórkostlegir. Þá mun í því blaði gefast þetta að lesa: „Grettarshólmi er' í akkúrat miðjum Skagafirði, nefniléga í sjónum sem heitir Skagaf jörð- ur, en þeir þar í kring kalla iíka mýrarnar og holtin Skaga fjörð, þó það sé lengst upp í sveit. Þessi hólmi er úr klett- um og ansi hár og bara pen. Einu sinni var einkur maður, sem heitti Grettir. hann stal kindum og synti kappsund (líklega bara bringu sund) undan þeim sem áttu skjáturnar út í þennan klett, því þeir þorðu ekki að synda, og hann þorði aldrei upp á landið aftur, því þeir sem áttu stóra hrútinn ætluðu að drepa hann með öngli. Af því er kletturinn kallaður Grettars- hólmi, en heitti víst áður Drangakletbur eða Grettings- ey.“ Þá mun einhver blaðamaður þykjast vita betur og segist hafa lesið gamla bók, sem heiti Grettissaga. En sá ágæti íþrótta- ritari er ekká aldeilis upp á slíkt kominn og svarar fullum hálsi, að hann hafi spurt allar skvísurnar í síldinni, og þær hafi barasta aldrei heyrt klettinn kallaðan annað en Grettars hólma. — Takk! Útrætt mál. og styrkgreiðslur til aðstoðar þeim, sem minnst hafa fyrir sig að leggja. Verðlag á matvörum hefur haldizt stöðugt, og lækkaði jafnvel lítið eitt i maímánuði, og hefur þetta gert auðveldara um vik að koma í veg fyrir launa hækkanir. Hagstæð'ur verzlunarjöfnuður í maí sl. var verzlunarjöfnuður Frakklands hagstæður um 27 milljónir dollara og er það fyrsti mánuðurinn síðan síðari heims- styrjöldinni lauk að verziunar- Jöfrtuðurinn er hagstæður. Inn- flutningurinn í mánuðinum nam 291 millj. dollara, en útflutning- urinn 318 millj. dollara. Átti mik- ill útflutningur flutningatækja verulegan þátt í þessu. Undanfarna mánuði hefur út- flutningurinn til Bandarikjanna og innflutningurinn þaðan veri3 nokkurn veginn jafn. Til að bæta enn stöðuna gagnvart Bandaríkj- unum og flýta efnahagsþróun- inni hefur franska stjórnin ákve'ð ið a3 gera enn meira en áður til að laða bandarískt fjármagn til landsins. Uppbygging atvinnuvega 1 ný- lendunum er nú mjög til umræðu í Frakklandi og sagt að eigi að vera til gagnkvæms hagnaðar í- búunum þar og Frökkum sjálfum. Þannig eru miklar vonir bundn- ar við olíuvinnslu í Sahara, er» bardagarnir í Alsír setja mikíS strik í reikninginn í þvi sam- bandi, því að olíuflutningarnir verða að fara fram um Alsír. Tak- ist Frökkum að vinna mikla olíu þarna og koma henni örugglega á markað, getur það haft veruleg áhrif á efnahag Frakklands og þeirra landa, sem eru í efnahags- samvinnu við það. Mikil atvinna á Flateyri FLATEYRI, 11. ágúst. _ Hey- skapur byrjaði hér um slóðir með fyrra móti í sumar, og þurrkar hafa yfirleitt verið ágætir þar til nú síðustu dagana, að nokkuð hefir rignt. Atvinna hefir verið mikil I plássinu og oft nokkur skort- ur á verkafólki til fiskverkunar og ýmissa annarra starfa. — Handfæraveiðar hafa verið mik- ið stundaðar og afli oft verið ágætur. Togararnir hafa verið í slypp í Reykjavík, en annar þeirra er nú búinn að fara eina veiðiferð eftir það og landaði hér fyrir helgina 120 lestum af fiski. — Fréttaritari Slettist upp á vinskapinn milli Indverja og Kínverja NÝJA DELHI, 12. ágúst. Reutor. Sambúðin milli Indlands og Rauða Kína hefur versnað mjög upp á síðkastið. Ýmsir atburðir í þessari, síðustu viku bera vott vaxandi ágreinings milli land- anna. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands hefur sakað Kínverja um það í þingræðu að svíkja gerða samninga um verzlunarviðskipti milli Indlands og Tíbets og á síð- asta fundi sínum með fréttamönn um, sem haldinn var um helgina, sagði forsætisráðherrann, að hon- um þætti óviðurkvæmileg hin langa þögn Kínverja vegna mót- mæla gegn útgáfu rangra landa- bréfa af landamærum Kína og Indlands. Tveir mánuðir eru liðnir síðan Nehru sendi Chou En-lai persónu- legt bréf með mótmælunum. Höfðu Kínverjar birt landabréí af Asíu, þar sem sýnt var, að þeir eignuðu sér allstórt svæði af ir.d- verska héraðinu Assam. Kröfðust Inndverjar þess, að landabréfin, sem voru gefin út af opinberri stofnun í Kína væru innkö’luð og nú gefin út með réttum landa merkjum. Við þessari orðsendingu hefur t ':kert svar fengizt og þykir fram” koma Kínverja í garð Indverja hafa breytzt á skömmum tíma, því að ekki er langt síðan kin- verskir kommúnistar lýstu Ind- verja vini sína og bandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.