Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNTJL AÐIÐ Fðstudagur 14. ágúst 1959 Stúlkur helzt vanar saumaskap óskast. Upplýsingar í Skip- holti 27 n. hæð. Sími 22453. hafa þessir hlutir verið smíðaSir í Schmalkalden. Undir heitinu Schmalkalden-gripir urðu þeir heimsfrægir. Enn þann dag í dag tryggir reynsla samstarfsmanna vorra, með hjálp nýtízku framleiðsluhátta, hin miklu og viðurkenndu vörugæði verkfæra þeirra og borðbúnaðar sem vér fram- leiðum. VEB VEREINIGTE WERKZEUG- UND BESTECK- FABRIKEN • SCHMALKALDEN / THOR. • DDR Heimsækið haustkaupstefnuna í LEIPZIG 30. ágúst til 6. september 1959. Umboðsmenn: K. THORSTEINSSON & Co., Pósthólf 1143, Reykjavík. Gróðrastöðin við Miklatorg. — Sími 19775 ' Cuðmundur Bjarnason frá Seyðssfirði — kveðja Guðmundur Bjarnason, starfs- maður í vélsmiðjunni Héðni, sem nú er til moldar borinn, kenndi sig á seinni árum við Seyðisíjörð eystri. Þó var hann hvorki Seyð- firðingur né Austfirðingur að ætt né uppruna. Til þess lág’.i aðrar orsakir. Hann var fæddur í Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi hinn 9. júlí 1889, og átti æsku sína hér syðra. Foreldrar nans voru Soffía ísleifsdóttir Ólafs- sonar frá Seli í Holtum og Bjarni Gunnarsson frá Stokkseyri. Var Bjarni sjómaður og fórst á kútt- ernum Comet írá Melshúsum á Seltjarnarnesi, og voru bcrn þeirra hjóna fjögur, þá öll í ómegð. Var hann elztur systkina sinna og aðstoðaði móður sína efti ir megni sem fyrirvinna. En er hann var 15 ára lézt móðir þeirra og tvístraðist þá hópurinn til vandalausra. Nokkrum árum sið ar tók hann sig upp og fluttist til Austfjarða og settist að á Seyðisfirði. Þar mótaðist siðan saga hans um þriggja áratuga skeið. Þar kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Ingibjcrgu Ólafsdóttur, sem er fædd og upp alin á Seyðisfirði. Eignuðust þau 4 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Rebekka, búsett í Reykja- vík, Soffía, búsett á Seyðisfirði, Hildir Maríus, sjómaður í Garði, og Haukur, vélstjóri á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði stundaði G-ið- mundur að mestu sjómennsku, átti lengi sinn eigin bát. Á fyrstu árum heimsstyrjaldarinu- ar fluttust þau hjón til Reykja- víkur og áttu þar heima síðan. Gerðist Guðmundur starfsmaður í vélsmiðjunni Héðni. þar sem hann vann því nær fram á síðustu stund. Hann veiktist seinni hluta vetr ar og lá um hríð í sjúkrahúsi, án þess að hljóta bata, enda var hér um illkynjaðan vágest að ræða. Hann átti sjótugsafmæli hinn 9. júlí sl og var þá uin- kringdur vinum sínum og vanda mönnum. Þráði hann þá að sjá Seyðisfjörð og brá sér austur, þótt sjúkur væri. En eftir fáa daga, er heim kom aftur, þyr.mdi yfir, og lézt hann í Landakots- spítala hinn 7. þ. m. Guðmundur Bjarnason var búinn mörgum góðum hæfileik- um. Hann var listrænn, hneigður fyrir teikningu og málaralist, og mátti segja, að hann notaði flest- ar tómstundir til þess að sinna þessum hugðarefnum sínum. Þá hafði hann ungur lagt stund á útsaum, sem fátítt mun vera um karlmenn. En fram á efri ár hafði Guðmundur unun aí að taka nálina og púðaborðið og sauma hinar fjölbreyttustu myndir, Þannig saumaði hann veggteppi og myndir, púða á stól bök og stólsetur og svæfla í hæg- indi. Þá var hann og mjög söng- elskur og söngmaður góður. Scng hann í kór meðan hann dvaldist eystra, og einnig var hann í kór starfsmannafél. Héðins, er suður kom. Fáir aðrir en vandamenn lians vissu um hugðarefni hans. Hann var dulur maður og fáskptinn, en þó glaður í samtali við sam- starfsmenn og kunningja. Hugur hans hneigðist einnig að duliæn- um efnum. Það bar eigi mikið á honum að jafnaði, en hann var hlýr og tryggur þeim, sem kynnt" ust honum. Þegar Guðmundur fluttist hing að suður, fannst honum sem hann væri gestur á æskustöðvunum og kenndi sig nú við Seyðisfjörð, æskustöðvar barna sinna. Ég kveð þennan frænda niinn með þakklæti fyrir minningar, sem sem ég á um hann frá sumr- inu, sem hann dvaldist hjá for- eldrum mínum á Flateyri, er ég var smábarn að aldri. Þar sátum við undir vegg, og hann teiknaði á blöð og gaf mér myndir rf Reykjavík, sem ég vissi ekki hvað var fyrr. Og Reykjavík var Grettisgata, skútur með seglum á höfninni og gullbor undir Öskju hlíðinni. Blöðin eru týnd, en myndirnar ekki. Þær erú mirn- ing um pilt, sem sennilega hafði mjög djúpa þrá til að njóta list- rænna hæfileika sinna, en varð að dunda að hugðarefnum að • eins í hjáverkum. Ef til vill nef- ur hann þó uppskorið gleði li’sta- mannsins. Með Guðmundi er genginn hljóðlátur maður og góður dreng- ur, sem minnzt verður jaínan með hlýju hugarþeli. G M. M. Tveggja herb. íbúö óskast á góðum stað í bænum. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Upplýsingar í síma 33262“. Kaupendur Morgunblaðsins á svæðinu milli Silfurtúns og Engidals a t h u g i ð ! Frú Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Sveinatungu mun framvegis annast dreifingu á blaðinu á ofan- greindu svæði. LandsmálaféBagið Vörður mmtiferð í Fljótshlíð Sunnud. 16. ágúst 1959 Ekið verður austur um Hellisheiði og Selfoss að Þjórsártúni og staðnæmst þar. Síðan verður ekið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og sta ðurinn skoðaður. Frá Hlíðarenda verður ekið að Múlakoti og stanzað þar. Síðan ekið í Bleiksárgljúfur og snæddur miðdegis- verður. Þaðan verður ekið niður Markarflj ótsaura að brúnni og áfram að Bergþórs- hvoli og sögustaðurinn skoðaður. Á heimle iðinni verður stansað í Odda. Kunnur leið- sögumaður verður með í förinni. Farseðlar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 195.00 (Innifalið í verðinu er miðdegisverður og kvöldverðnr) — Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishús- inu kl. 8 árdegis, stundvíslega. St|Órn Varðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.