Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID Norðan-stinningskaldi, léttskýjað 174. tbl. — Föstudagur 14. ágúst 195L Vilhj. Finsen Sjá bls. 11 M enntamálaráð heiðrgr Kjqrval Mynd þessi var tekin i fyrra, er Eyjólfur Jónsson reyndi þá ▼ið Ermarsund. Hér er hann nýkominn upp í bátinn, er hann hætti sundinu þá. Á FUNDI Menntamálaráðs ís- lands 6. ágúst s.l. var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga: Menntamálaráð íslands sam- þykkir að láta semja skrá yfir öll málverk Jóhannesar S. Kjar- vals (stærð, gerð, heiti, ár eig- andi o. fl.). Skrá þessi skal gerð í þríriti. Afhendist eitt eintakið listamanninum. Hin séu varð- veitt í Listasafni ríkisins og Þjóðskjalasafninu. Skrá þessi verði samin af manni, sem Jó hannes S. Kjarval tilnefnir eða samþykkir til starfsins, en kostn- aður allur greiðist af Mennta- málaráði. Þá ákveður Menntamálaráð enn(remur að fengnu samþykki Jóhannesar S. Kjarvals að láta taka ljósmyndaplötur í litum (slides) af öllum meiriháttar verkum listamannsins. Haft verði samráð við hann um ráðningu á ljósmyndara til starfsins. Val á myndum verði framkvæmt af mönnum, tilnefndum af lista- manninum og í samráði við hann. Eyjólfur gafst upp eftir 73 klst. sund Var þá sfgddur 6 milur út af Deal alllangt nordaustan Dover EYJÓI.FUK Jónsson lagði í þriðja sinn til atlögu við Ermar- sund í fyrrinótt, en komst ekki yfir. Hann iagðist til sunds kl. 3,40, en varð að gefast upp eftir 13 klukkustunda sund. Var sjór þá úfinn nokkuð og straumur þungur, og Eyjólfur auk þess nokkuð þjakaður af sjóveiki. Var hann þá staddur um sex mílur frá landi, nálægt Goodwin- grunninu, út af bænum Deal. ★ Eyjólfur hóf sundið frá Wiss- ant. Dróst alllengi að hann gæti lagt af stað, en fylgdarbátur hans, „Vilhjálmur III“, hélt til Gris Nez í stað Wissant, að lík- indum vegna einhvers misskiln- ings, en Wissant er fjóra kiló- metra austur af Gris Nez. — Loks tókst með ljósmerkjum að beina leiðsögubátnum á réttan stað. — Lagðist þá Eyjólfur þeg- ar til sunds, en þeir félagar, Pétur Eiríksson og Eyjólfur Alþinj*i lýkur Snæbjörnsson, fylgdust með hon- um í bátnum. ★ Um nónbil í gær tók að hvessa á Ermarsundi og gerði allkrappa öldu. Mun Eyjólf þá hafa borið þegar mjög af leið norður eftir, auk þess sem hann hafði kennt sjóveiki, og því talið tilgangs- laust að halda sundinu áfram. — Má gera ráð fyrir, að töf sú, sem varð á því, að hann gæti hafið sundið, hafi stuðlað að „ósigri“ hans, en menn þurfa að vera mjög „stundvísir" í Ermar- sundi, ef straumar eiga ekki að bera þá of mikið af leið. — Eyjólfur lét svo ummælt við fréttamenn, að hann vonaðist til að geta enn freistað þess að synda yfir Ermarsund seinna í sumar — ef fjárhagurinn leyfði. Héraðsmóf Sjólístæðismanna í Borgarfjarðar- og Strondosýsln HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Strandasýslu verður haldið á Hólmavík laugardaginn 15. ágúst og hefst mótið kl. 8,30 síðdegis. Ræðtur flytja: Sigurður Bjarna son, alþm. og Ragnar Lárusson, forstjóri. Skemmtiatriði annast leikar- arnir: Bessi Bjarnason, Steindór Hjörleifsson og Knútur Magnús- son. Að síðustu verður dansað. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu verður haldið í Ölver sunniudaginn 16. ágúst og hefst klukkan 4 síðd. Ræður flytja alþingismennirn- ir: Sigurður Bjarnason og Jón Árnason. Guðmundur Jónsson, ópenusöngvari syngur einsöng og Brynjólfur Jóhannesson, leikari, skemmtir. Plútókvintettinn leikur á laug- ardags- og sunnudagskvöld. Jóhannes S. Kjarval Ljósmyndaplötusafn þetta verði eign Listasafns ríkisins. Allan kostnað af þessu verki ber Menntamálarúð íslands. I Russneski fiotinn nálgastl Issndið..., 1 ÍRAUFARHÖFN, 12. ágúst. —f J»Mikill fjöldi rússneskra veiði-S >skipa nálgast nú óðumÝ /strendur landsins. Þessi skip¥ fhafa verið á reknetum norð-4 lur af Færeyjum. Eru í flotan-Ý |um sögn kunnugra mörg4 4hundruð skip. Smám samanÉ fhefur hann verið að þokastj Énorður eftir og hafa skip úrl 4fIotanum sézt á veiðisvæðinuX IJnorður af Langanesi. Á þeimT ysömu slóðum hafa Norðmenn|> 4verið undanfarið að síldveið-É |um og hafa þeir aflað mjög¥ ^sæmilega. Síldin, sem þarna f ýveiðist, er sögð mjög góð tilX % iöltunar. — Einar. ¥ $X$X$<§X$X®<$X§x§X$X$x$X$<§X$X$XexSx$<$<$<$<$^ Fram vann f GÆRKVÖLDI fór fram á „mðl í Reykjavík" leikur í 1. deild milli Fram og Keflavíkur. — Fram vann með 3 mörkum gegn einu. Skemmtiferb Varðar: Mikil þáttfaka fyrirsjáanleg ÞAÐ er nú orðið Ijóst að skemmtx ferð Varðar n.k. sunnudag í Fljótshlíð verður mjög fjölmenn. Síðustu forvöð eru að kaupa miða í dag og verða þeir seldir til kl. 10 í kvöld i Sjálfstæðis- húsinu (uppi). Svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu verður farið austur í Fljótshlíð. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu kl. 8 stundvíslega á sunnudagsmorg- uninn og ekið sem leið liggur austur á Kambabrún og stanzað þar. Síðan verður ekið áfram austur að Þjórsártúni og einnig stanzað þar um stund. Þaðan verður ekið að Hlíðarenda og staðurinn skoðaður; þá Verður og skoðuð gróðrarstöðin í Múlakoti, en þaðan farið í Bleiksárgljúfur og verður snæddur hádegisverð- ^ur þar. Eftir matinn verður elc- ið niður Markarfljótsaura og að Bergþórshvoli, þar sem stanzað verður við á meðan staðurinn verður skoðaður. Síðasti viðkomu staðurinn í þessari ferð er Oddi. Til Reykjavíkur er áætlað að koma um kl. 11 um kvöldið. Þorsteinn Jósefsson, blaðamað- ur verður leiðsögumaður farar- innar, einnig verður læknir til taks í förinni. Mikill viðbúnaður er hjá Varð- arfélaginu við undirbúning og er allt gert til þess að förin megi verða hin ánægjulegasta. Verð farmiða er kr. 195.00 og er þar innifalinn hádegis- og kvöldverð ur ásamt gosdrykkjum og öli. Rétt er að benda fólki á að 1 fyrri ferðum hafa fjölmargir haft með sér heitt kaffi á hitabrúsum. Svo sem fyrr segir verða far- miðar seldir í Sjálfstæðishúsinu (uppi) til kl. 10 í kvöld. á ffior«un ÞESS er nú almennt vænzt, að Alþingi því, er nú situr, ljúki á morgun. — Afgreiðslu kosninga- lagafrumvarpsins lýkur væntan- lega í dag, og er af óhjákvæmi- legum málum aðeins eftir að af- greiða frumvarpið um næsta sam komudag Alþingis og ljúka nokkr um kosningum, sem eru á dag- skrá sameinaðs þings í dag. Skólameistara- embætti slegið upp í LÖGBIRTINGI, sem út kom í tgærdag, er slegið upp einu em- bætti, sem forseti íslands veitir. Er hér um að ræða embætti skólameistara við Menntaskól- ann að Laugarvatni. Núverandi skólameistari, dr. Sveinn Þórðarson, hefur sagt starfi sínu þar lausu, en hann varð skólameistari er Mennta- skólinn á Laugarvatni tók til starfa árið 1953. — Umsóknar- frestur er til 1. sept. — ^ Frá hinni fjölmennu Varðar ferð um Árnessýslu í fyrra. í % • * * ^ ' - í wH * Jn jffiT 'k '■'•■' ••• — ■ - -- ' • ----- mSmSm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.