Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 1
20 sfðuK 178. tbl. — Miðvikudagur 19. ágúst 1959 Prentsmiðja MorgunT laðsins Jafntefli Y FIR 26 þúsund áhorfendur horfðu á íslendinga gera jafntefli við Danl í knattspyrnu á Idræts- parken í Kaupmannahöfn síðd í gær. Áður er. leikurinn hófst, fór fram látlaus, en mjög hátíðlcg setningarathöfn, og voru að venju leiknir þjóðsöngvar land- anna. Friðrik Danakonungur, er horfði á sjöundu viðureign Dana og íslendinga, heilsaði leikmönn- um á ieikvanginum, áður en keppnin hófst. Formaður KSÍ, Björgvin Schram, kynnti ís- ienzku leikmennina fyrir kon- unginum, og formaður danska knattspyrnusambandsins, Ebbe Schwarti., kynnti þá dönsku. I Kaupmannahöfn var hlð ágætasta veður, er leikurinn fór fram, 20—25 stiga hiti og hæg gola, en síðari hálfleik dró fyr- ir sólu. Hollenzkur dómari, Van Leuwen a nafni, dæmdi leikinn, en línuverðir voru sænskir. Dan- ir unnu hlutkesti og kusu að leika undan golunni. Friðrik Danakonungur heilsar fslenzku landsliðsmönnunum fyrir leikinn á Idrætsparken I gær. Með konungi er Björgvin Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands. Leikmennirnir á myndinni eru: Örn Steinsen (sem konungur er að heilsa), Þórður Jóns- son, Sveinn Teitsson og Sveinn Jónsson. SJA FRASOGN ATLA STEINA .SSONAR Á BLS. 2. ■■■■■■kMaraaaauua Heigi Daníelsson hefur hlaupið út og gripið knöttinn. Til vinstri á myndinni eru bakverðirnir, Hreiðar Ársælsson og bak við hann Árni Njálsson. Danski sóknarmaðurinn er Ole Madsen, hægri innherji, en bak við hann sést Sveinn Teitsson. Náttúruhamfarir í Bandaríkjunum | Fyrstu jsímsendu | mynd- | irnar til | Islands ■ ■ í GÆR var tekið á móti tveimur ljósmyndum á sím- stöðinni hér í Reykjavík, sem sendar voru með loft- skeytum frá Kaupmanna- höfn og er það í fyrsta skipti sem slíkum myndum er veitt mótaka hér á landi. Héðan hafa hins veg'ar ver- ið sendar fréttamyndir með loftskeytatækjum og var það gert í fyrsta skipti, er sænsku konungshjónin voru stödd hér á landi. Landssímastöðin fékk vandað móttökutæki í vor til að taka á móti myndum símleiðis, en tækið, sem fyrir var og stöðin hafði að láni, gat aðeins sent myndir, en ekki tekið við þeim. Loftskeytasamband var ekki verulega gott fram eftir kvöldi í gær og það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætíá í nótt að góð mynd kom í móttakarann, eftir langt og strangt strit þeirra, sem að móttökunni unnu. MATVÆLA- og Landbúnaðar- stofnun S. Þ. gengst fyrir ráð- stefnu 14.—25. september n. k. um sardínur, meðferð þeirra, veiðiaðferðir, verndun stofnsins, líffræði hans og alþjóðasamvinnu um rannsóknir á þessu sviði. Hitabylgja og rafmagnsbilujð í New York NEW YORK, 18. ágúst (NTB) — Síðastliðin nótt var sem hin versta martröð fyrir marga íbúa New York-borgar. Mjög mikil hitabylgja hafði gengið yfir borg ina seinni hluta þessa dags með háu rakastigi. Þegar vanlíðan fólksins af hitanum var sem mest bilaði rafmagnskerfi borg- arinnar, að því er talið er vegna of mikils álags, sem stafaði af því hve mikið af rafmagnsvift- um og kælikerfum hafði verið sett í samband. Rafmagnsbilunin stóð í 13 klst, og voru öll hin mörgu kælitæki borgarbúa óvirk á meðan, ijósin slokknuðu, neð- anjarðarbrautir stöðvuðust og lyftur urðu óvirkar, en það er mjög tilfinnanlegt í háreistum íbúðarhúsum borgarinnar. Er vitað til þess að langar stiga- göngur í hitanum háfa orðið fjölda fólks að fjörtjóni þennan sólarhring. ★ Fólk var mjög illa undir raf- magnsleysið búið, þvi að slíkar bilanir verða aðeins örsjaldan í stórborginni. Fæstir áttu til kerti né önnur ljóstæki. Varð kerta- sala í lyfjabúðum borgarinnar mjög mikil þetta kvöld og ungl- ingar gátu grætt góðan pening með því að ganga milli húsa og selja kerti. Jarðskjálftar í Klettafjöllum New York, 18. ágúst. SNARPIR jarðskjálftar urðu á Kyrrahafsströnd Bandaríkj anna og Kanada og víða í Klettafjöllum. Er þetta tald- ar mestu jarðhræringar, sem þar hafa orðið um langt ára- bil. Mestu hræringarnar stóðu samfleytt í 45 sekúndur, en jarðskjálfta varð vart í marg- ar klukkustundir. Svo virðist sem jarðskjálftar þessir hafi orðið einna harðastir í fylkinu Montana í Klettafjöll- um, þar sem upptök þeirra voru umhverfis fljótið Madison. — Fréttir þaðan herma, að skriðu- hlaup hafi orðið víða í hlíðum dalsins og valdið stórfelldum spjöllum á ræktarlandi, skógum og nokkru tjóni á húsum. — Þá hafa vegir sópazt burt með skrið- Framhald á bls. 19. ★----------------------★ Miðvikudagur 19. ágúst. • Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Hreindýraveiðar hafnar. — 6: Byrjuðu búskap fyrir síldarhýr* una fyrir 20 árum. Rætt viS sjómannskonu. — 8: Umferðarmálin, frá sjónarmiSl atvinnubíistjóra. — 9: Hlustað á útvarp. — 10: Ritstjónargreinin: Uppbygging nýrra afvinnugreina. — 11: Niðurgreiðslur landbunaðarvara hafa aldrei skaðað bændur. — Ræða Ingólfs Jónssonar. — 13: Kvikmyndir. — 18: íþróttir. *---------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.