Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 16
16
MOHriJTSTlJAÐIÐ
Miðvikudagur 19. ágúst 1959
Þeir stóðu og hölluðu sér upp
að grindunum á svölunum. Það
var dimmt á pallinun og því
greinilegar sást fólkið í salnum,
sem var mjög vel lýstur.
„Delaporte er hérna“. sagði
Anton.
„Ég veit það“.
Inni í salnum var hinn hand-
leggslausi námuforstjóri á tali
við hinn litla lögreglustjóra
Verneuil.
„Það er einkennileg kona —“
Bagði Anton.
„Hver?“
„Gestgjafinn okkar. Rauð ráð-
gáta. Hún syngur í hinni al-
ræmdu næturknæpu — og býr
eins og þjóðhöfðingi. Hún skipt-
ir við glæframenn og smyglara,
og hefur lögreglustjórann meðal
gesta Sinna. Delaporte tekur
boði hennar og þér neitið henni
ekki heldur“.
„Zenta er einmitt fyrirtak",
*agði Luvin kæruleysislega.
í sömu andránni vaknaði eftir
tekt þeirra beggja á Zentu, sem
gekk í gegnum salinn. Þegar hún
gekk um, virtist allt herbergið
rera á hreyfingu. Hún var í
öegnum, grænum kvöldkjól, sem
gerði það að vaxtarlag hennar
•aut sín mjög vel. Hún gekk til
jyranna, þar sem Hermann
Wehr var einmitt að koma inn.
„Þarna er bróðir yðar“, sagði
úuvin.
„Eruð þér hissa á því?“
„Hann er að minnsta kosti far-
inn að kynnast fljótt í Leopold-
ville“.
„Hann þekkir Zentu frá fyrri
heimsóknum sínum“.
„Gætuð þér ekki komizt að ein
hverju hjá Zentu?“
„Ég hef betri ráð“.
Hann skildi við Luvin og gekk
inn í hinn mikla sal.
Zenta fór með Hermann frá
einum hópnum til annars og
kynnti hann. Að Delaporte
undanteknum virtist enginn
þekkja hann. Zenta var mjög
ástúðleg við hann. Ef til vill er
Hermann fær um að elska, hugs-
aði Anton, fær um að elska hina
rauðhærðu nætur-klúbbs-söng-
konu. Þau eiga saman. Aftur datt
honum Vera í hug. Hverju skyldi
Hermann nú hafa logið að kon-
unni sinni í kvöld? Snöggvast
greip hann sú tilfinning að hann
yrði að verja Veru, en hann
hristi hana frá sér.
„Þið þekkizt", sagði Zenta,
þegar hún staðnæmdist með Her-
mann hjá Anton.
„Já, gamlir striðsfélagar",
sagði Anton brosandi.
Augu Hermanns hvörfluðu bak
við gleraugun.
Anton sneri sér undan. Hann
fór að ganga fram og aftur með-
el gestanna með hendur í vös-
um. Ef til vill var gott tækifæri
til að komast að einhverju í
þessu samkvæmi Zentu. Honum
datt Lúlúa í hug. Hún var heima
gröm yfir því, að henni var ekki
boðið. Þau Lúlúa og hann áttu
Barnasápa
Höfum fyrirliggjandi íslenzka barnasápu (Shimen)
Kemíkalía h.f.
Dugguvogi 21 — Sími 36230
AFGREIÐSLUSTÚLKA
Rösk og ábyggileg afgreiðslustúlka óskast í hljóð-
íæraverzlun. Þarf að kunna á hljóðfæri og vera
vön afgreiðslustörfum. Æskilegur aldur 18—30 ára.
Umsækjendur mæti aðeins kl. 5—6 í dag og á morgun
í Vesturveri. — Engar upplýsingar í síma.
Hljóbfæraverzlun
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR s.f.
VESTURVERI
nú alls í mesta lagi þúsund
franka. Það var kominn tími til
að hann drægi eitthvað á bátinn.
Smáhópar sátu eða stóðu hvar
vetna. Enginn gaf sig að tónlist-
inni. Það var drukkið viský og
kampavín og talað um viðskipti.
Lítill, gildur maður, ber sköllótt
ur, sem var orðinn all-drukkinn,
gerði gys að Ameríkumönnum,
semv æru að „stela“ úran frá
Kongó. Hann fullyrti, að hann
kynni ráð til að svipta Ameríku-
menn úrani sínu. Delaporte og
Luvin læddust hvor kringum
annan eins og köttur og mús. —
Tveir aðrir, — útiteknir og
djarflegir á svip eins og rándýra-
veiðarar - • töluðu hljóðlega sam
an í einu horninu. Anton heyrði
slitur af samtalinu. Þeir voru að
lýsa því, hvernig væri hægt að
fara á bak við toll-yfirvöldin. En
þeir töluðu svo lágt, að Anton
gat ekki heyrt, hverju þeir ætl-
uðu að smygla úr landi. — Ljós-
hærð kona í síðum kvöldkjól
hafði vafið berum handleggjum
sínum um háls belgiska ofurstan
um og hafði yfir kvæði í eyra
honum, háum rómi. Zenta gekk
frá einum hópnum til annars. —
Hún brosti eins og venja er hjá
húsmæðrum við slík tækifæri,
en útlit hennar minnti á kven-
manninn frá „Perroquet“.
Hermann var nýbúinn að fá
afgreiðslu við vínstúk ir.a. Hann
hélt í hendinni á diski með
styrjuhrognum, humar og laxi.
Anton gekk til hans.
„Ég verð að þakka aftur fyrir
hinn góða kvöldverð", sagði
hann.
„Ekkert að þakka". Andlit Her
manns var eins og steingerfingur
„Þú átt indæl börn“.
„Þú hefur sagt það áður“.
„Og fallega konu“.
„Það hefur þú líka sagt áður“.
„Þú ættir að gæta hennar bet-
ur“.
Hermann stakk í matinn á disk
inum sínum.
„Hvers vegna segirðu það?“
spurði hann.
„Ég segi svona. Þú ættir ekki
að láta hana aka umsvifalaust
inn í frumskóginn með manni
eins og mér“.
„Ég treysti konunni minni
fullkomlega".
„Þú hefur nýlegt gert mér
mikinn greiða, Anton“.
„Veit konan þín, að þú ert
hérna?"
„Hún ’veit, að mér er boðið.
Nægir þér það?“
Anton kveikti sér í vindling.
Hann tók hann úr öskju með
dökkum Kongó-vindlingum. —
Gullna tóbaksveskið hans var
fyrir löngu komið til veðlána-
stofnunarinnar í Lepoldville. —
Hann spurði:
„Engar árásir síðan“.
Hermann fölnaði. Hann hristi
höfuðið.
„Mér er spurn", sagði Anton,
„hvers vegna þú hefur áhuga á
Adam Sewe“.
Hann horfði rannsakandi á
bróður sinn.
„Hver segir þér, að ég hafi
áhuga á honum?“ svaraði hann
þegar. „Vera hefur áhuga á hon-
um. Hún er með þetta mannúðar
rugl“.
Anton ætlaði að svara ein-
hverju, en Róbert Delaporte var
nú kominn til þeirra. Anton og
Delaporte fannst óþarfi að kynna
sig hvor fyrir öðrum.
Snöggvast varð þögn, eins og
þegar þriðji maður truflar
tveggja manna tal. Því næst
sagði Hermann:
„Herra Antóníó var að segja
mér, að hérna hætti regnið
skyndilega í maí“.
Þú gerir ráð fyrir því að ég
þegi, hugsaði Anton. Honum var
þegar ljóst, að Hermann hlaut að
hafa einhverja ástæðu til að
breyta um umtalsefni. Hann var
ákveðinn í því að gera honum
það ekki auðvelt.
„Við vorum að tala um veðr-
ið“, sagði hann, „og um Adam
Sewe“.
Anton til undrunar gat Dela-
porte ekki dulið undrun sína og
gremju. Hann hleypti hinum
þykku augabrúnum.
„Hvað vitið þér um Sewe,
herra verkfræðingur?" spurði
hann Hermann ákafur.
Hermann er meiri hræsnari en
Delaporte, hugsaði Anton, því
Hermann svaraði þegar:
„Það er sagt, að hann sé helg
ur maður. Ég var að spyrja
herra Antóníó um hann“.
Antóníó hneigði sig með dá-
litlu hæðnisbrosi.
„Ég verð að fá mér eitthvað að
drekka“, sagði hann. „Ég er orð-
inn þyrstur".
Við afgreiðsluborðið, sem var
í minni salnum, lá við að hann
hlypi í fangið á lögreglustjóran-
um Verneuil.
Verneuil leit alls ekki út eins
og lögreglustjóri, gagnstætt flest-
um lögreglumönnum, sem líta út
eins og þeir vildu tilkynna af-
brotamönnunum það á löngu
færi, að þeir séu þjónar laganna.
Hann var lítill vexti, hafði lítil,
greindarleg augu, var farinn að
hærast og hélt höfðinu á slcá. —
Það var helzt hægt að ímynda
sér, að hann sæti venjulega með
skrifermar. Hann hefði getað ver
Stúlkur
Tvær röskar stúlkur óskast strax eða fljótlega til
afgreiðslu- og skrifstofustarfa í bókaverzlun, önn-
ur hálfan daginn. Enskukunnátta nauðsynleg. Um-
sóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Rösk—4653“.
ið venjulegur starfsmaður í póst-
þjónustunni.
„Gott kampavín. Ágætt kampa-
vín“, sagði hinn litlj maður, um
leið og hann dreypti á glasi sínu
með velþóknun.
Anton hló.
I „Mér væri forvitni á að vita,
I hvers vegna þér eruð kominn í
þetta samkvæmi, Verneuil lög-
reglustjóri".
Hann þekkti Verneuil. Á þeim
árum, sem hann hafði verið í
Leopoldville, hafði hann kynnzt
lögreglustjóranum oftar en hann
kærði sig um. Einu sinni var hann
flæktur í gúmmísmygl. í annað
skipti vildi lögreglustjórinn fá
að vita, hvers vegna Anton
hafði áhuga á hinum fræga,
hollenzka demanta-kaupmanni,
Abrahams. Og Anton var hvað
eftir annað ónáðaður með lög-
reglunni af því að hann hélt
áfram að eiga heima í innfæddra
hverfinu, þótt hann væri hvítur
maður. Verneuil var einn þeirra
fáu manna, sem vissu það með
vissu, að það var hinn fyrrver-
andi þýzki majór í fiughernum
Anton Wehr, sem duldist undir
nafninu „herra Antóníó".
„Ég gæti spurt hins sama",
sagði Verneuil. „Hvernig stend-
ur á því, að þér eruð hérna?“
Anton lagði höndina á hina
grönnu öxl lögreglustjórans.
„Hafið ekki áhyggjur af því,
Verneuil", sagði hann. „Ég er
hér í hinum meinlausasta til-
gangi. Ég er blátt áfram einn
hinna föstu gesta Zentu. Hún hef
ur talið það réttast, að láta mig
einu sinni fá ókeypis glas. Skál!“
„Skál“.
Augu lögreglustjórans hvörfl-
uðu ákaft fram og aftur bak við
gleraugun. Nokkra stund athug-
uðu hinir ólíku menn samkvæm-
isgestina, sem reikuðu fram og
aftur. Þá sagði Verneuil skyndi-
lega:
„Hvernig ganga endurfundirn-
ir við bróður yðar, Antóníó?“
„Tiltölulega vingjarnlega".
„Vonandi valdið þér okkur
ekki neinum erfiðleikum".
SHlItvarpiö
a
r
L
ú
ó
1) Hérna eru loftmyndirnar af | verða víst ekki að miklu gagni.
slysstaðnum, Markús. En þú hef- Geturðu lánað mér stækkun-
ir þegar skoðað þær, svo að þær | argler, Tómas?
2) Ég held ég hafi fundið dá-
lítið hérna, segir Markús kampa-
kátur.
Hvað?
3) Heyrðu mig — hvert ertu
að fara?
Það skal segja þér seinna, ef
hugboð mitt reynist rétt.
Miðvikudagur 19. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir,
tilkynningar). —- 16.30 Veðurír.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19.25
Veðurfregnir).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leik
ari).
20.50 Tónleikar: Tilbrigði eftir Benja-
min Britten um stef eftir Frank
Bridge. Boyd Neel-srrer.gjahljóm
sveitin leikur. Boyd Neel stj.
21.15 Ferðaþáttur: Gestur í Garðaborg.
(Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur flytur).
21.45 Tónleikar: Kór rússnesku hákirkj
unnar í París syngur. N. P. Afon-
sky stjórnar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: ,,Allt fyrir hrein-
lætið“ eftir Evu Ramm. IV. (Frú
Álfheiður Kjartansdóttir).
22.30 í léttum tón:
a) Lög úr söngleiknum ,,My Fair
Lady'* eftir Frederich Loewe.
Einsöngvarar syngja með kór
og hljómsveit Peter Knight.
b) Carl Júlarbo leikur á harmon-
iku.
23.00^ Dagskrárlok.
Fimmtudagur 20. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir
og tilkynningar.)
12.50—14.00 ,,Á frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútv. — (16.00 Fréttir, til-
k.). — 16,30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — (19.
25 Veðurfregnir).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Dagskrá 5rá Færeyjum. (Sigurð-
ur Sigurðsson).
21.10 íslenzk tónlist. Lög eftir Hall-
grím Helgason.
21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse
eftir Alexander Kielland. III. lest-
ur. (Séra Sigurður Einarsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 KvÖldsagan: „Allt fyrir hreinlæt-
ið“ eftir Evu Ramm. V. (Frú Álf-
heiður Kjartansdóttir).
22.30 Sinfónískir tónleikar:
Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68
(„Pastorale") eftir Beethoven. —
Concertgebouw-hljómsveitin I
Amsterdam leikur. Erich Kleiber
stjórnar.
23.10 Dagskrárlok.