Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 13
Miðvik'udaerur 19. áerúst 1959
MORCT’NnT 4ÐIÐ
13
Jens Eyjólfsson
byggingarmeistari — Minning
í>ANN 10. ágúst sl. andaðist
Jens Eyjólfsson, byggingameisc-
ari, á Landakotsspítala, eftir
stutta legu þar, tæplega 80 ára
að aldri. — Frá því í apríl 1952
átti hann við vanheilsu að stríða,
«n hafði þó mest allan tímann
fótavist, en gat ekki sinnt bygg-
ingameistarastörfum, enda orð-
inn aldraður maður.
Veikindi sín bar hann æðru-
launst, enda var hann bjarsýnis-
maður, trúhneigður og karl-
menni hið mesta. — Þessi ar
dvaldi hann lengst af hjá Gunn-
ari syni sínum, en hann hefur
numið trésmíði, eins og faðir
hans.
Jens Eyjólfsson fæddist 3. des.
1879, á Hvaleyri við Hafnar-
fjörð, sonur hjónanna Eyjólfs
Eyjólfssonar, sjómanns og Helgu
Einarsdóttur. —
Móður sína missti Jens er hann
var tveggja ára, en ólst upp með
föður sínum að Háteigi í Garða-
hverfi. Ungur hóf hann nám í
trésmíði, lærði fyrst í Hafnar-
firði, en síðan í Reykjavík, hjá
Guðmundi Jakobssyni, sem tal-
inn var einn lærðasti bygginga-
meistari í Reykjavík, í þá daga.
Að trésmíðanámi loknu stund-
aði Jens framhaldsnám í drátt-
list í kvöldskóla iðnaðarmanna,
en það var áður en Iðnskólinn
í Reykjavík var stofnaður. Að
þessu námi loknu sigldi Jens til
Kaupmannahafnar og dvaldist
þar í 2 ár. Þar vann hann að-
húsasmíði og stundaði jafnframt
nám í húsagerðarlist. — Árið
1903 kom hann aftur til íslands,
og 3. des, það ár, hóf hann starf
sitt, sem byggingameistari hér í
Reykjavík. — Hvernig var þá
umhorfs í byggingarmálum hér
á landi, er þessi lærði og mikil-
hæfi byggingameistari hóf starf
sitt?
Próf. Guðmundur Hannesson
segir í Iðnsögu Islands m. a.:
„Svo má heita, að öll hús, önn-
ur en torfbyggingar, sem byggð
voru frá 1850—1880, væru timb-
urhús, og íslenzku húsasmiðirn-
ir voru auðvitað leiknir í að
smíða þau....... Bygging Al-
þingishússins 1881 markar tíma-
mót í sögu steinhúsa og stein-
smiða hér á landi.
Eftir þetta hófst mikil stein-
húsaöld í Reykjavík og stóð hún
fram yfir aldamót.“
Nú fór almenningur í fyrsta
sinn að byggja hús sín úr steini,
og urðu þau engu dýrari en timb-
urhús. —
Flest af steinhúsum þessum
voru smávaxin verkamannahús
og allur fjöldi þeirra svonefndir
„steinbæir".
Því miður reyndust þessi nýju
steinhús ekki allskostar vel
(köld og rakasæl). — Þegar hér
var komið, hafði nýr keppinaut-
ur við steinhúsin komið í ljós:
steinsteypan".
Fyrsta steinsteypuhúsið er
reist í Sveinatungu árið 1895.
Barónsfjósið við Hverfisgötu
1897—98. Arið 1903 er reist tví-
lyít verzlunar- og íbúðarhús í
Bankastræti, einlyft íbúðarhús
við Ingólfsstræti og Ingólfshvoll
við Hafnarstræti. Árið 1906
fyrsta fullkomna steinsteypuloft-
ið gert í ullarverksmiðjunni Ið-
unni við Skúlagötu. Árið 1910 er
heilsuhælið á Vífilsstöðum reist.
Síðan segir í Iðnsögunni:
„Fram undir 1920 var steypan
hrærð í Reykjavík með hand-
afli á palli og dregin upp í vegg-
ina í fötum.
Fyrsta húsið, sem hrærivél
með hreyfli var notuð við i
Reykjavík, var hús Jóns Þorláks-
sonar í Bankastræti 11 (1917).
Fullkomnari var umbúnaður-
inn, er hús Nathans og Olsens
var byggt (1916—18). Þar var
notuð hrærivél með hreyfli og
byggður lyftiturn, sem steypan
var dregin upp eftir í hjólbörum
með hreyflinum.
Húsið var byggt eftir upp-
dráttum próf. Guðjóns Samúeis-
sonar, en yfirsmiðir voru þeir
Jens Eyjólfsson og Kristinn Sig-
urðsson, húsasmíðameistarar.
Þá notaði Jens Eyjólfsson
járnrennur eða pípur, sem steyp-
an rann eftir niður í veggi Krists
kirkju í Landakoti (1929).
Eftir 1916 hefur hrærivél og
lyfta verið notuð við byggingu
flestra húsa í Reykjavík.
Þá steypti Jens Eyjólfsson,
byggingameistari, vikurstein með
2 holrúmum (1934) og fóðraði
hið mikla sjúkrahús í Landakoli
með þeim, en 1928 hafði hann
gert múrhúðun úr vikursandi
innan á útveggi kaþólsku kirkj-
unnar“.
Af þessu stutta yfirliti má
ráða nokkuð um byggingamáta
og tækni hér á landi og að Jens
Eyjólfsson hefur átt drjúgan
þátt í að bæta byggingartækn-
ina, og það mun meira, en getið
er um í Iðnsögu íslands.
Fyrsta verk Jens Eyjólfssonar
hér í Reykjavík sem sjálfstæðs
byggingameistara, var að teikna
og byggja timburverksmiðjuna
Völund, og setja niður allar tré-
smíðavélarnar.
Án efa hefur þetta verið
mjög vandasamt verk, og þar
hefur hið ríka hugmyndaflug og
verkhyggni hans komið að góð-
um notum.
Síðan rekur hver stórbygging-
in aðra, sem Jens Eyjólfsson
byggir, þótt hann hafi ekki gert
uppdrætti að þeim.
Þar á meðal má nefna þessar:
Hús Sláturfélags Suðurlands,
gasstöðina, pósthúsið, hús Nat-
hans & Olsens, nú Reykjavíkur
Apotek, hús Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, verzlunina Edin
borgfLaugavegs Apotek, Landa-
kotskirkju, Landakotsspítala,
verzlunarhús Egils Jacobsen og
timburverzlun Árna Jónssonar.
Uppdrætti að tveimur síðustu
húsunum ‘ gerði Jens Eyjólfsson.
Áuk þess, sem hér er upptalið
hefur Jens Eyjólfsson teiknað og
byggt fjölmörg íbúðarhús og aðr-
ar byggingar, sem ekki skal nán-
ar rakið hér.
Mér er ekki kunnugt um það,
hvaða múrarameistarar unnu
með Jens Eyjólfssyni a'ð þessum
stórhýsum, en þó skal þess getið,
að nokkur þeirra byggði hann í
ákvæðisvinnu í félagi með
Kristni Sigurðssyni, múrara-
meistara.
Af yfirliti þessu er auðséð að.
Jens Eyjólfsson og félagar hans,
'hafa unnið mikið og merkilegt
brautryðjendastarf í byggingar-
málum Reykjavíkur, og með
þeim hefst bygging stórhýsa úr
steinsteypu hér í bæ. —
Kirkjubyggingar hafa ávallt
verið mikið áhugamál Jens Ey-
jólfssonar og fyrir nokkrum ár-
um gerði hann uppdrætti að Sel-
áskirkju, sem hann ætlast til, að
helguð verði sjómannastétt ís-
lands.
Hann hefur á margvíslegan
hátt stuðlað að fjáröflun til
þeirra framkvæmda, en honum
íbúð
Höfum verið beðnir að útvega til leigu 2ja til 4ra
herb. íbúð. Aðeins þrennt í heimili.
DAVI® S. JÓNSSON & Co. h.f.
. Sími 24-333.
auðháðist ekki að sjá þann
draum sinn rætast.
Um þetta mál segir í viðtali
við hann í Kirkjublaðinu, 26.
april 1948, m. a.:
„Hefur þú sjálfur hugsað og
teiknað kirkjuna?
Já — ég hef únnið að upp-
drætti hennar í tómstundum
mínum árum saman. Hef ég
reynt að taka sem mest hug-
myndir úr íslenzkri náttúru og
sameina gotneska byggingarstíln
um“.
Þessari hugsjón hefur hann
ávallt verið trúr í byggingum
sínum, hún hefur mótað stil
hans, í smáu sem stóru, enda
ótrauður að fara eigin leiðir. —
Jens Eyjólfsson var framsýnn
athafnamaður, stórbrotinn í hugs
un, hjálpsamur og greiðvikinn,
og á sínum beztu árum einn um-
svifamesti byggingameistari hér
í bæ. —
Hann hefur kennt mörgum
húsasmiðum og meðal þeirra eru
byggingameistararnir Ragnar
Þórarinsson og Zophonías Snorra
son. —
Hann var einn af stofnendum
timburverzlunar Árna Jónsson-
ar, er tók til starfa 1915. En það
fyrirtæki og timburverzlunin
Völundur, hafa veitt landsmönn-
um ómetanlega þjónustu við alls
konar smíði, og útvegun bygg-
ingarefnis.
Árið 1908 kvæntist Jens Ey-
jólfsson Valgerði Jónsdóttur,
hinni mestu myndarkonu. Þau
slitu samvistum fyrir nokkrum
árum.
Þau eignuðust tvö börn, Jón
og Helgu, en hún lézt barn að
aldri.
Ég votta aðstandendum þessa
mikilhæfa byggingarmeistara
mína dýpstu samúð við fráfall
hans.
Um leið og ég kveð Jens Ey-
jólfsson hinztu kveðju, þakka ég
honum fyrir samstarfsár okkar
hjá Reykjavíkurbæ, fyrir margs
konar fróðleik og vináttu í minn
garð.
Einar Sveinsson.
VINARKVEÐJA
Á kærleikans hæðum er heilög
dýrð
í háreistum friðarborgum.
Hver hugsjón í sannleikans ljósi
skýrð
og „symból“ á helgum torgum.
Til hamingju, vinur minn, nú þú
býrð
í nálægð guðs, langt frá sorgum.
Nú sérð þú í ljósi sannleikans
hinn skínandi Guðdóms-ljóma
af orðum og verkum Frelsarans,
er friðarins englar róma.
Sú fegurð er fegurri en andi
manns
sé fær um að leggja á dóma.
\ N. K.
J lírij'C
óknfar uin:
* KVIKMYNDIR *
NÝJA BÍÓ:
Drottnigin unga
Þassi þýzka kvikmynd, sem
tekin er í litv.m, er framhaid
myndarinnar „Sissi“ sem synd
var í Gamla bíói í vetur. Sagði
þar frá bernsku- og æskuárum
Elísabetar prinsessu af Bæern,
er síðar varð drottning Franz
Jósefs Austurríkiskeisara og laux
myndinni með giftinu þeirra.
í myndinni, sem hér ræðir um
segir frá fyrstu hjúskaparárum
Franz Jóseps og Elísabetar Þo
sambúð þeirra sé ofin ást og ríra
að þau unni hvort öðru heitt og
antík, þá bregður þar fyrir ýms-
um skuggum, Móðir keisarans,
sem einnig er móðursystir hinn-
ar ungu drottningar, er ráðrík
og lætur sig miklu skipta alla
framkomu drottningarinnar og
krefst þess að hún leggi sig undir
hina ströngu hirðisiðu En Elísa-
bet, hið unga og glaða náttútu-
barn á bágt með að sætta sig við
hina þvingandi hirðsiðu, sem alls
staðar verða á vegi hennar. Leið-
ir þetta til mikilla átaka með
henni og tengdamóður hennar.
En Franz Jósef, sem er þarr.a
á milli tveggja elda, og móður
Elísabetar, tekst pó að firra vand
ræðum í þessu efni svo að allt
fer skipulega með drottningu.nni
og keisaramóðurinni á yfirborð-
inu.
Á þessum árum, eins og reynd-
ar alla sína löngu stjórnartíð, aíti
Franz Jósef við mikla og marg-
víslega erfiðleika að stríða. Eink-
um voru hinir hugdjörfu og frels
isunnandi Ungverjar honum
þungir í skauti. En sagt var að
Elísabet miðlaði þar málum, enda
dáðu Ungveijar hana og elsk.'.ðu
Lýkur þessari niynd, þar sem þau
Franz Jósep og Elísabet eru
krýnd sem konungur og drottn-
ing Ungverjalands.
Franz Jósef var mikill mæðu-
maður alla sínu löngu ævi, en
hann dó 1916, er fyrri heims-
styrjöldin stóð sem hæst og hafði
þá ráðið ríkjum í 68 ár. Á'þessum
tíma var alltaf að saxast meir
og meir riki hans.Snemma öar
á því að drottningin undi lítt hag
sínum við hirðina og að eirðar
leysi hennar jókst með hverju ári.
Hún var því lengst af á sífelldu
ferðalagi utan lands og innan og
ivar að lokum myrt á ferðalagi
í Sviss. Hér við bættist að einka-
sonur þeirra hjóna Rudolph krón
prins var þeim til lítillar gleði
og lauk ævi sinni með sjálfs-
morði. Hefur verið gerð kvik-
mynd um það fræga drama og
hún verið sýnd hér.
Austurríski leikstjórinn Ernst
Marischa, hefur samið myndina
„Drottmngin unga“ og haft leix-
stjórnina á hendi, en samdi einn-
ig og stjórnaði kvikmyndinni
,Sissi‘, enda e rsama blær og har.d
bragð á báðum. Leikendur eru
flestir hir.ir sömu í báðum mynd
unum, Romy Schneider í hlut-
verki Elísabetar Karlheinz Böhm
sem Franz Jósef, Magda Schneid
er sem móðir Elísabetar, Gusiav
Knuth sem faðir hennar og Viima
Degischer sem Sophie tengda-
móðir hennar. Eru öll þessi hlut-
verk í óruggum höndum ágætra
leikara. — Myndin ei eins cg
,Sissi‘, enda er sami blær og hand
ekkert sé þar mngið, og margt
er þar að sjá, sem gleður augað,
heillandi fagurt landslag, giæst
salarkynni og litríkir og íburð-
armiklir búningar. Myndin er
prýðilega gerð, mörg atvikin
skemmtileg og notalegt að sja
hana, en hún skilur vart annað
eftir hjá áhorfendanum en ljóm-
ann af fegurð og ski-auti.
KÓP4VOGSBÍÓ:
Konur í fangelsi.
Þetta er amerísk kvikmynd,
er segir frá högum og há’t’.im
ungra kvenna í fangelsi emu
í Bandaríkjunum. Er þarna mis-
jafn sauður í mörgu fé, en flest-
ar eru stúlkurnar illa farnar and
lega, kaldrifjaðar og hatursfull-
ar og fjandsmalegar þjóðfélag-
inu, sem orðið hefur að svipta
þær frelsi. Ein. ung stúlka er þó
þarna ólík flestum hinna, Anna
Carson að nafni. Faðir hennar
er gamall ónytjungur og óþokki,
sem gerir sér upp veiki til þess
að láta fátækraframfærið og
Önnu dóttur sína sjá fyrir sér.
Hún lendir í félagsskap óbóta-
manna, flækist í bankarán og
er tekin höndum og dæmd í 5
ára fangelsi. En henni hefur tek-
izt að koma ránsfengnum, mikilli
peningaupphæð, undan. Hún heí
ur að vísu neitað því að vita
hvar peningarnir væru niður
komnir, en meðfangar hennar
reyna að þvinga hana til að segja
þeim hvar hún hafi falið þá. Hafa
stúlkurnar hyggju að flýja og
klófesta peningana. — Fangelis-
presturinn Fulton, sér að Anna
hefur betri mann að geyma en
hinar stúlkurnar og því tekur
hann mál henhar í sínar hendur
til þess að fá hana náðaða. —•
Stúlkunum heppnast, fyrir sér-
stakt atvik af framkvæma áform
sitt um flótta og taka Önnu með
sér. Fara þær heim til hennar til
þess að ná í peningana, en þar
er þá fyrir einn af bófunum frá
bankaráninu, í sömu erindum.
Presturinn kemur einnig á vett-
vang og kemur þarna til hat-
rammra átaka.
Hér er ekki um neina afbragðs
mynd að ræða. Þó er hún dável
gerð og mun betri en margar
myndir amerískrar af svipuðu
tagi. Spenna myndarinnar er tölu
verð, en leikurinn rétt í meðal-
lagi, þegar frá er tekinn leikur
Richards Dennings í hlutverki
prestsins, June Darwell er leikur
fangelsisstýruna og Adele Jerg-
ens er leikur Jenny eina af föng-
unum. Er leikur þeirra allra með
ágætum.
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða
stúlku
til símavörzlu og vélritunnarstarfa nú þegar, eða
um næstu mánaðarmót. Umsóknir ásamt upplýsing-
um um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
fyrir 22. þ.m. merkt: „4657“.