Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 10
10
MOR'CTtNHT 4 Ð1Ð
Miðvik'udagur 19. ágúst 1959
Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johahnessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askj.iítargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
UPPBYGGING NÝRRA ATVINNU-
GREINA
AÐ mun naumast valda
ágreiningi að ein líkleg-
asta leiðin til þess að
skapa atvinnuöryggi í landmu
sé að gera bjargræðisvegi bjóð-
arinnar fjölbreyttari en þeir eru
í dag. Sjávarútvegur og land-
búnaður munu að sjálfsogðu
halda áfram að gegna þýðingar-
miklu hlutverki í þjóðarbúskapn
um. Sjávarútvegurinn stendur nú
að langmestu leyti undir útflutn-
ingsframleiðslunm og landbun-
aðurinn sér þjóðinni fyrir nauð-
synlegusta matvælum hennar.En
framleiðsla þessara atvinnugreina
getur hæglega orðið miklu fjöl-
breyttari en hún er nú Landbún-
aðurinn getur t. d. framleitt
meira af grænmeti og garðávöxt-
um en hann hefur gert til þessa
Segja má að jarðhitinn sé að litiu
leyti hagnýttur í heilum lands-
hlutum og suíium alls ekki. Á
þessu ve. ar að verða breyting.
Aukinn fiskiiðnaður
Við getum einnig hagnýtt af-
urðir sjávarútvegsins miklu bet-
ur en til þessa hefur verið gert.
Svo að segja allur sjávarafli hér
á landi er nú ýmist hraðfrystur,
saltaður eða hertur. En -iður-
suða fiskafurða er hér ennþá
hverfandi lítil, þrátt fyrir það, að
við eigum gnægðir hráefnis til
niðursuðu. Nágrannaþjóðir okk-
ar hafa á þessu allt am^u og
meiri skilning. Norðmenn, Danir
og Þjóðverjar hafa komið upp hjá
sér stófelldum niðursuðuiðnaði,
sem gefui af sér miklar tekjur.
Það er áreiðanlega eitt nær-
tækasta verkefnið í íslenzku.n
atvinnumálum að auka niður-
suðuiðnað okkar að miklum
mun. með verulegri frani-
leiðsluaukningu á því sviði
væri hægt að skapa þjóðinni
mjög auknar gjaldeyristekjur.
Til þess ber að sjálfsögðu nauð-
syn að auka enn hraðfrystiiðn-
aðinn, sern segja má að standi
nú að langsamlega mestu ieyti
undir atvinnu almennings um
land allt. Við höfum aflað okk-
ur rúmgóðra markaða fyrir hrað
frystan fisk og margt bendir til
þess að r ögulegt muni reynast
að vinna ný markaðssvæði fyrir
hann.
Uppbygging stóriðnaðar
En íslendingar mega ekki ein-
blína um of á þá möguleika, sem
hinir gömlu undirstöðu atvmnu-
vegir þeirra fela í sér. Við verð-
um að nema ný lönd, koma upp
nýjum atvinnugreinum, sem
skapa vaxandi fólksfjölda í land-
inu góð afkomuskilyrði og at-
vinnuöryggi. Með byggmgu
Áburðarverksmiðjunnar og Sem
entsverksmiðjunnar hafa stór
spor verig stigirt í þá átt að koma
upp stóriðnaði í landinu með .iý-
tízku sniði. Áburðarverksmiðj-
an hefur framleitt mikinn hluta
þess tilbúna áburðar, sem ís-
lenzkur landbúnaður þarfnast,
síðan hún til starfa. Ákveðið hef-
ur verið að gera framieiðslu
hennar fjölbreyttari, þannig að
hún geti fullnægt þörfum ianrl-
búnaðarir.s fyrir tilbúinn áburð.
Sementsverksmiðjan á að full-
nægja þörfum landsmanna fyrir
mikilvægasta byggingarefrd
þeirra.
Þetta eru vissulega mikil þjóð-
þrifafyrirtæki, sem almenningur
fagnar mjör að risin eru. En þau
hljóta aðeins að vera upphafið nð
stóriðnaði og frekari hagnyviagu
auðlinda landsins. Vatnsaflið
hefur ennþá aðeins verið hagnýtt
að litlu leyti til orkuframleiðslu.
Milljónir hestafla eru ennpá
fólgnar í íslenzkum fossum og
fljótum. Rætt hefur verið um að
koma á fót áluminiumvirinsíu
og framleiðslu þungavatns hér á
landi. Stóriðnaður á ýmsu öðra
sviði kemur einnig til greina að
loknum vandlegum undirbúningi
og ýtarlegum rannsóknum á auð-
lindum landsins.
Þegar um íslenzkan stóriðnað
er _ætt, ulýtur að vera stefnt
að útflutr.ingi og aukinni gjald-
eyrisölfun í skjóli hans. í því sam
bandi má benda á það að Áburð-
arverksmiðjan hefur þegar flutt
út töluvert magn af framleiðsiu
sinni. Vitanlega verða íslendmg-
ar að gæ . þess að atvinnuvegir
þeirra verði samkeppnishæfir á
erlendum mörkuðum. Ef þeir eru
það ekki, er um tómt mál að ta'.a
þegar ráðgerður er útflutningur
íslenzkra iðnaðarvara.
Með fi.verzlun og viðskípta-
bandalögum Evrópuþjóða e.
einnig stefnt að því, að samræma
sem mest verðlag innan þessara
viðskiptaheilda og greiða íyrir
viðskiptum milla þessara þjóða.
Það má ekki henda að íslendingar
einangrist í þessari viðleitm til
þess að byggja upp heilbrigðari
viðskiptahætti.
Mikil verkefni
Þegar a þetta er litið verður
það auðsætt, hversu mikilva.gt
verkefni það er að vinna sem öt-
ullegast að rannsóknum á auð-
lindum iandsins. Nýjar atvinnu-
greinar verða ekki byggðar upp
í einu vetfangi. Þar verður aó
byggja á traustum grijndveiii og
fjölþættu undirbúningsstarfi
Öflun fjármagns til slíkra íram
kvæmda verður einnig að undir-
búa vel. En mjög líklegt verður
að telja að alþjóðleg samtök
muni á i.æstu árum veita fjár-.
magni víða um lönd til uppbygg-
ingar bjargræðisvegum þjóðarma.
Á því ríki vaxandi skilningur
að ekki er hægt að byggja fiið
og farsæl.. í heiminuum eingöngu
á mynaun hernaðarbandalaga,
jafnvel þótt þau hafi þann tilgang
einan að halda uppi vörnurn. en
ekki til þess að hefja árásir.
Efnahagslegt öryggi þjóðanna,
batnandi lífskjör og velmegun
mun eiga sinn stóra þátt í þvi
að eyða ágreiningsefnum og
draga úr hættu á stórátökum
milli einstakra heimshluta.
Við ís.endingar verðum þess
vegna að búa okkur markvist
undir það, að stíga stór skref
í baráttunni fyrir uppbyggingu
lands okkar og atvinnuvcga
þjóðarinnar. Þar má enga
möguleika láta ónýtta. Ef við
trúum á framtíð lands okkar,
þá getum við lifað hér menn-
ingarlífi við góð lífskjór og
vaxandi öryggi.
UTAN UR HF.IMI
Þessi mynd er frá siglingakeppni unglinga, sem fram fór við Englandsstrendur fyrir skömmu.
Það þykir ekki til að fást um þótt farkostinum hvolfi í slíkri kappsiglingu, og oftast teksí áhöfn-
inni — hvort hún telur einn eða fleiri — að ré tta skútuna við að sjálfsdáðum, og þá er sigl-
ingunni haldið áfram eins og ekkert hafi í sk orizt. — Hér hefir þó veika kynið þurft að leita
aðstoðar hins sterkara í slíku tilfelli — en dömurnar virðast ekki láta óhappið hið minnsta á
sig fá. Að minnsta kosti taka þær „baðinu“ m eð bros á vör.
Hvað kosta sígarettur
i Bandaríkjuaum ?
^ — Þessa spurningu leggja Rússarn ^ i
^ /r stöðugt fyrir vélheilann RAMAC ^
á bandarísku sýningunni í Moskva
ÞAÐ, sem vekur mesta athygli
á bandarísku sýningunni í
Moskvu, er vélheilinn RAMAC
frá risafyrirtækinu I.B.M. (Inter-
national Business Machines). —
Hann getur svarað hvorki meira
né minna en 4000 spurningum —
á rússnesku. •— Sýningargestirn-
ir geta valið einhverjar þessara
spurninga, „matað“ vélheilann á
þeim — og svarið kemur umsvifa
laust, ritað á „strimil", og einnig
kemur það fram á eins konar
sjónvarpstjaldi, svo allir viðstadd
ir geta lesið það. — Rússarnir
hafa þyrpzt að þessu undratæki
og alveg ætlað að kæfa það með
spurningum.
—• —
-fc En einn daginn stanzaði
RAMAC. Gólfið hafði víst ekki
verið nógu hreint og ryk náð að
komast í „heilabú" furðuverksins.
— Allir vita, að menn verða oft-
ast dálítið óskýrir í hugsun, þeg-
ar þeir eru „rykaðir" — og það
virðist ekki síður gilda um vél-
heilann, því að hann varð alger-
lega staður og gat ekki svarað
einni einustu spurningu, sfem
fyrir hann var lögð. — Rússnesku
blöðin gripu þetta á lofti og hentu
hið mesta gaman að. — Vélheil-
inn náði þó brátt aftur fullri
„heilsu" og hélt áfram að svara
spurningum Rússanna — að með-
altali um þúsund á dag.
-jlr Umsjónarmenn „heilans"
hafa rannsakað lauslega, hvaða
spurningar hafa oftast verið
lagðar fyrir hann. Og það, sem
rússnesku sýningargestirnir hafa
langoftast leitað fróðleiks um, er:
„Hvað kosta sígarettur í Banda-
ríkjunum?" — En svarið við þess
ari spurningu er svohljóðandi:
„Verð á 20 stk. sígarettupakka er
í Bandaríkjunum 20—30 cent. —
Venjulegt tímakaup verkamanns
nægir til þess að kaupa átta
pakka af sígarettum. Nær allar
þær sígarettur, sem seldar eru í
Bandaríkjunum, eru framleiddar
í landinu".
Næst algengasta spurningin
hefir verið: „Hver er óskadraum
ur Bandaríkjamanna-“ Og RA-
MAC svarar: „Að allir menn
njóti réttar og frelsis til þess að
leita fegurra og betra lífs, við
hugsana-, mál- og ritfrelsi, félags
mála- cn trúfrelsi, almennan
kosningarétt og jafnrétti allra til
menntunar“.
— • —
★ Þriðja algengasta spurningin:
„Hvert stefnir þróun bandarískr-
ar jazztónlistar?" — Svarið:
„Jazzinn er nú fágaðri á yfir-
borðinu en áður, og tónskáldin
nota flóknari hljómasambönd, en
nokkurrar tilhneigingar gætir
jafnframt í þá átt að vekja upp
gamlar venjur í þessu efni, svo
sem hinn frjálsa „improviseraða"
einleik“.
Þá hefir einnig oft verið spurt:
„Hve margir blökkumenn hafa
verið teknir af lífi án dóms og
laga í Bandaríkjunum síðan
1950?“ — Og vélheilinn hafði
svarið á reiðum höndum sem
endranær: „Sex“ — og tók jafn-
fram skýrt fram, að allir hugs-
andi Bandaríkjamenn fordæmdu
slíkt athæfi — og ódæðismann-
anna biði þung refsing.
— •—
Svarið við spurningunni:
„Hverjar eru meðaltekjur banda-
rískrar fjölskyldu?“ Svarið hljóð
ar: „6100 dollarar árið 1957“ —
og þegar Rússarnir (sennilega
einkum konurnar) spyrja, hvað
bandarísk húsmóðir, sem lifir af
meðaltekjum, eigi af fatnaði,
telur vélheilinn allt upp sem sam
vizkusamlegast: — „Vetrarkápa,
sumarkápa og regnikápa, fimm
hversdagskjólar, fjórir „betri“
kjólar eða síðdegiskjólar, þrjú
pils, sex blússur, þrjár peysur,
sex undirkjólar, fimm náttkjól-
ar, átta pör af nærbuxum, fimm
brjóstahöld, tvö sokkabandabelti
eða lífstykki, tveir samkvæmis-
kjólar, sex pör af nælonsokkum,
tvennir sportsokkar, þrennir
hanzkar, ein baðföt, þrennar
stuttbuxur og — einar síðbuxur“.
— Það er eins og þeim rússnesku
létti, þegar þessi nákvæma
skýrsla er loksins á enda.