Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
MiðviJíudagur 19. ágúst 1959
Ovœnt úrslit í landslei knum í Kaupmannahöfn
Ísíendingar og Danir skildu jafnir
Einkaskeyti til Mbl. frá Atla
Steinarssyni:
LEIKURINN hófst á upphlaupi af
íslendinga hálfu og var greinilegt,
að mikils taugaósty.rks gætti bjá
báðum liðum.
Á þriðju mínútu fengu íslend-
ingar mjög gott tækiíæri, er Rík-
harður brauzt í gegn um vörn
Dananna og var alemn með mark-
verðinum, sem tókst naumlega að
bægja knettinum frá, fyrir fætur
Þórólfs Beck, sem skaut framhjá.
Á 11. mín. eiga Danir sitt fyrsta
hættulega upphlaup. Yar þar að
verki hægri innherji, Ole Madsen,
sem átti hörkuskot af átta metra
færi, en Helgi varði vel. Bæði lið-
in þreifuðu fyrir sér næstu mínút-
urnar og varð af því nokkuð þóf
um miðblik vallarins. Á tuttug-
ustu mínútu komst mark íslend-
inga tvívegis í stórhættu. Jörn
Sörensen, sem lék vinstri útherja
í stað Jens Peter Hansen sem
forfallaðist rétt fyrir leikbyrjun,
átti mjög gott skot á markið, sem
Helgi varði glæsilega. í seinna
skiptið varði Helgi hnitmiðað skot
í horn. Tveim mínútum síðar
bjargaði Hreiðar á línu skoti frá
miðherja Dananna, Henning
Enoksen. Á 28. mínútu ver Helgi
gott skot frá sama manni, og upp
úr því tekzt íslandi að ná for-
ystunni úr góðu upphlaupi.
Knötturinn gekk frá manni til
manns, en Þórólfur leggur hann
fyrir fætur Sveins Teitssonar,
sem spyrnir viðstöðulaust, hnit-
miðuðu, fremur lausu skoti af
15 metra færi. Knötturinn hafn-
aði í hægra horni marksins; í
meters hæð, fast við stöngina.
Við markið færðist mikið líf í
íslendingana. Þeir áttu nú sam-
fellda sóknarlotu, sem aðeins
einu sinni var trufluð af hættu-
legu upphlaupi Dana. Á 33 mín.
átti bæði Þórólfur og Ríkharður
skot á markið. Mínútu síðar átti
Sveinn Jónsson mjög góðan
skalla, er Funch Jensen, mark-
vörður varði naumlega. Á 37.
mínútu átti Sveinn skot í þver-
slána, en var auk þess dæmdur
rangstæður.
Á 39. mínútu ver Helgi stór-
glæsilega, aukaspyrnu af 18 m
færi.
í þessum hálfleik áttu Danir
fleiri marktækifæri, en tækifæri
íslendinganna voru þó hættu-
legri, sökum mikils hraða í upp
hlaupum og virtust dönsku fram
verðirnir aldrei ná verulega vel
saman.
Og þannig lauk fyrri hálfleik
meS sanngjarnri forystu íslands.
Síðari hálfleikur
Er síða.i hálfleikur hófst, var
auðséð, að íslenzka lyiðið hugð-
ist leggja höfuðáherzlu á vörn-
ina, enda má segja, að Danir hafi
átt % hluta hálfleiksins. —— Til
marks un þetta má geta, að i
þessum hálfleik, áttu Danir 12
upphlaup, á móti 5 íslenzkum.
Hættulegustu upphlaup Dan-
anna vori. á 6. mínútu, er Ole
Madsen spyrnti viðstöðulaust, eft
ir mjög vel framkvæmda horn-
spyrnu. Virtist knötturinn, sem
kominn var framhjá Helga, vera
á leiðinni inn í netið. En þá birt-
ist Hreiðar á marklínunni og
spyrnti frá. Mínútu síðar varði
Helgi snilldarlega, mjög fast
skot frá vinstri innherja Dana,
Tommy Troelsen. Gerðust Danir
nú mjög ágengir við íslenzka
markið, og varð Helgi þrívegis
að hlaupa út og fleygja sér fyrir
fætur framherjanna, í þann
mund, er þeir voru að spyrna.
Danir jafna
Á 35 mínútu komst Þórólfur
Beck einn innfyrir dönsku vörn-
ina. Stóð markvörðurinn einn
eftir til varnar. Þórólfur spyrnti
að markinu, en markverðinum
tókst naumlega að lyfta knettin-
um yfir þverslána. Bjuggust
allir við hornspyrnu, en til mik-
illar undrunar leikmönnum jafnt
áhorfendum, dæmdi dómarinn
ekki hornspyrnu, og spyrnti
markvörður því frá marki. Upp
úr þessari útspyrnu jöfnuðu Dan-
ir. Vinstri innherji þeirra, Troel-
sen, gaf mjög vel til Enoksen
miðherja- í þann mund er hann
bjó sig til að skjóta, kom Hörð-
ur og Helgi báðir aðvífandi, og
lentu þeir allir þrír saman. Knött
urinn hrökk úr þvögunni aftur
til Enoksen, sem sendi hann auð-
veldlega f autt markið.
Síðustu átta mínútur leiksins,
skiptust liðin á upphlaupum og
m. a. konist Þórður Jónsson i
hættulegt færi, en Erling Larsen,
bakvörður, bægði hættunni frá.
Þannig lauk þessum 7. lands-
leik- íslands og Danmerkur með
jafntefli, sem fæsta hefði grun-
að. Hraði leiksins var aldrei mjög
mikill og kom það sér vel fyrir
okkar menn.
Liðin
I liði fslendinga vakti mesta
athygli frábær frammistaða
Helga Daníelssonar markvarðar,
sem var langbezti maður vall-
arins. Vörnin var betri helming-
ur liðsins, enda mæddi meira á
henni, og léku Hreiðar Ársælsson
og Hörður Felixson ágætlega.
Framverðirnir unnu vel, en voru
nokkuð svifaseinir, enda vart á
öðru von gegn hinum fljótu inn-
herjum Dananna. Samleikur
sóknarlínunnar var mjög laus í
reipunum og reyndu þeir helzt
til mikið sjálfstæð gegnumbrot.
Bar mest á Þórólfi, sökum góðrar
knattmeðferðar.
í danska liðinu bar mest á
Mennimir, sem unnu við móttöku loftskeytamyndanna, við mót-
tökutækið. Frá vinstri: Ríkarður Sumarliðason, fulltrúi í Radíó-
tæknideild símans, Valdemar Einarsson, varðstjóri, og Karl
Eiríksson, verkíræðíngur.
miðtríóinu, Ole Madsen, Henning
Enoksen og Tommy Troelsen.
Þeir skutu mikið, en ónákvæmt.
Það vakti mikla athygli meðal
áhorfenda hve íslenzka liðið var
ákveðið og barðist af miklum
krafti. — Dönsku leikmennirnir
voru mjög fegnir, er leiknum
lauk, og kom geta íslenzka liðs-
ins þeim mjög á óvart, sérstak-
lega hin hröðu og hættulegu upp
hlaup. Voru þeir allir sammála
um, að miklar framfarir væri um
að ræða frá síðasta leik.
Helgi Daníelsson meiddist á
fæti og varð læknir að búa að
sárum hans eftir leikinn. Áhorf-
endur fögnuðu mjög sínum mönn
um eftir leikinn, því að með þessu
jafntefli hafa Danir tryggt sér
þátttöku í aðalkeppni Ólympíu-
leikanna í Róm næsta ár.
A. St.
SVEINN TEITSSON
skoraði mark íslendinga.
Sagt um leikinn
Erfiðustu stundir lifs míns
//
//
FYRIRI.IEI danska liðsins, Faul
Petersen, sagði eftir leikinn, að
þegar íslcndingar settu mark
sitt, hafi það verið erfiðustu min-
útur lífs hans, og hafi hann vart
getað hre>ft sig fyrst á eftir.
Þjálfari danska liðsins, Arne
Sörensen, sagðist aldrei hafa séð
jafn taugaóstyrkt lið og danska
liðið fyrir leikinn.
Enokse • sagði: „Þetta er mikil-
vægasta mark, sem ég hef skor-
að — gerði það með mínum síð-
ustu kröítum“.
Dómarinn sagði: „Ég bjóst við
engu af íslendingum — og varð
hissa“.
: „Bezti markmaður,
■ sem ég hefi séð“,...
■
|. . . sagði Erik Jensen
* einn elzti og reyndast
■
imaður danska liðsins
Landsleikir íslands og
Danmerkur frá upphafi
1946 í Rvik — ísl. 0 Danm. 3
1949 í Aarhus — Isl. 1 Danm. 5.
1953 í Khöfn — ísl. 0 Danm. 4.
1955 í Rvík — ísl. 0 Danm. 4.
1957 í Rvík — fsl. 2 Danm. 6.
1959 í Rvík — ísl. 2 Danm. 4.
1959 í Khöfn — ísl. 1 Danm. 1.
Eins og af þessu sést, hafa ís-
lendingar og Danir leikið 7 lands-
leiki, og hafa Danir unnið 6
þeirra, en einum lokið með jafn-
tefli. Markatalan er Dönum mjög
hagstæð. Þeir hafa sett 27 mörk,
en íslendingar 6. í síðustu tveim
leikjunum hafa metin milli þjóð-
anna jafnazt mjög, og vonandi
verður ekki langt að bíða, þar
til við getum hrósað sigri yfir
þessum höfuðandstæðingi okkar
í knattspyrnu.
/ gœr var komiö ágœtt
veður á síldarmiðunum
Flotinn var að veiðum út af Horðfirði
UPP úr miðnætti í fyrrakvöld
héldu síldarskipin aftur út eftir
landlegu frá því fyrir helgi, og
voru þau í gær að veiðum fyrir
austan, yfirleitt 40—60 mílur út
af Norðfjarðarhorni, í ágætu
veðri. Voru nokkur skip búin að
fá ágæta veiði þar í gærkvöldi
og nokkur lögð af stað inn á Aust
f j arðarhaf nirnar.
Er blaðið átti tal við fréttarit-
ara sinn á Norðfirði í gærkvöidi,
sagði hann að þrír bátar væru
komnir inn til Norðfjarðar, Einar
Hálfdáns með 250 uppmældar
tunnur, Hrafn Sveinbjarnarsor.
með 180 og Hafrenningur með
170. Ekki fengust þó nema 242
tunnur af nægilega góðri síld til
söltunar. Fjögur skip voru búin
að boða komu sína með söltun-
arsíld, Hafrún, Glófaxi, Goða-
borg og Þráinn, sem hafði fengið
um 400 tunnur um 40 míiur SA
af Norðfjarðarhorni, en þar voru
nokkrir norskir togarar að veið-
um. '
Ægir var út af Seyðisfjarðar.
djúpi um miðjan dag í gær og
varð var við síld. Hafði Guilfaxi
fengið þar 250 tunnur, sem hann
ætlaði með inn til Eskifjarðar og
hafði hann á leiðinni inn fengið
gott kast til viðbótar.
Nokkrir bátar höfðu einnig
komið inn til Vopnafjarðar í gær,
en verksmiðjan þar er nú búin að
taka við 100 þús. málum í
bræðslu.
New World
Wrilin^ komið
EINS og skýrt hefur verið frá
í Mbl., birtir bandaríska tímarit-
ið New World Writing ljóð eftir
9 íslenzk skáld í síðasta hefti,
sem er nr. 15. — Nú er rit þetta
komið í bókaverzlanir hér í bæ,
en það kom út í marz síðastliðn-
um í New York.
Verðlaun úr sjóðnum
Cjöf Jóns Sigurðssonar"
/r
SAMKVÆMT reglum um „Gjöf
Jóns Sigurðssonar" skal hér með
vakin athygli á því, að þeir sem
vilja vinna verðlaun úr þessum
sjóði, fyrir vel samin vísindaieg
rit viðvíkjandi sögu landsins og
bókmenntum, lögum þess, stjórn
eða framförum, geta sent slík rit
fyrir iok desembermánaðar 1959
til undirritaðrar nefndar, sem
kosin var á Alþingi til þess að
gera álit um, hvort höfundar
ritanna séu verðlauna verðir íyr-
ir þau tftir tilgangi gjafarinnar.
Ritgeerðir þær, sem sendar
verða í því skyni að vinna verð-
laun, eiga að vera nafnlausar,
en auðkenndar með einhverri
einkunn. Þær skulu verða vél-
ritaðar, eða ritaðar með vel
skýrri liendi. Nafn höfundarins
á að fylgja í lokuðu bréfi með
sömu einkunn, sem ritgerðin hef-
ur.
Reykjavík, 10. ágúst 1959.
Þorkell Jóhannesson,
Matthías Þórðarson,
Þórður Eyjólfsson.
Missti framan af
f jóriun fingrum
AKUREYRI, 18. ágúst. S.l. laug-
ardag um kl. 10,30 varð það
slys í hraðfrystihúsi Útgerðarfé-
lags Akureyringa, að 15 ára pilt-
ur, Finnbogi Júlíusson, lenti með
hægri höndina undir hlíf, sem
er utan um keðjudrif og lenti
með hendina í drifinu og tók
framan «f fjórum fingrum á
hægri hendi.
Drengurinn var fluttur í sjúkra
hús, og er líðan hans sæmileg.
— mag.