Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCTTIVRT 4 Ð1Ð Miðvilíudagur 19. ágúst 1959 Umferðamálin frá sjónarmiði atvinnubilstjóra Torfkirkjan að rísa HVE LENGI ætla yfirvöld þessa lands að láta viðgangast alla þá ómenningu er nú tíðkast í um- ferðarmálum okkar? Hvenær ætla þau að hætta öllum vettlinga tökum i þessum málum? Til hvcrs eru allar þessar nefndir og ráð, er um mál þessi eiga að fjalia þegar engin áhrif koma í Ijós? Til hvers er götulögreglan, ef hún á ekki að halda uppi aga á götunni? Ef við stöldrum augnabiik nið- ri á Lækjartorgi um hádegisbilið, þegar mesta umferðin er, þá sjá- um við umferðalögin brotin mörgum sinnum á mínútu hverri, bæði af akandi og gangandi fólki. Lögreglan lætur það afskipta- laust. Helzt er, að hún vakni af dvalanum, þegar fláutið er orð- ið svo óskaplegt, að allt ætlar að æra. Af hinu skiptir hún sér sjaldan, þegar fólk æðir út á götuna fram fyrir bílana, beint fyrir augunum á henni og stofnar sjálfum sér og öðrum í bráða lífshættu. Því að hvað getur ekki skeð, ef menn eru ekki nógu fljótir að stíga á bremsurnar? í svona tilfellum hefur komið fyrir, að bremsurnar hafa sprung ið og þar með dottið af allar brémsur. Þetta ættu gangandi veg farendur að athuga, áður en þeír hlaupa fyrir næsta bíl. Komið hefur og fyrir, að menn hafi ver- ið á bílum með vægast sagt léleg- um bremsum. Hugsar fólkið e. t. v sem svo: Þetta er allt í lagi Bílstjórinn er hvort eð er alltaf dæmdur sek- ur, hvernig sem slysið vill til? Hvaða réttlæti er í því, að bíl- stjóri sé dæmdur sekur fyrir slys, sem hann er saklaus af, en skeði þannig, að manneskja hljóp fyrir bilinn hans? Það er stundum verið að tala um það, hvað börn fari ógætilega í umferðinni. En er það nokkur furða? Mæður þeirra byrja á því strax og börnin geta gengið að draga þau á eftir sér yfir götuna beint fyrir bílana. Og þó, sumar byrja fyrr, því að það hættuleg- asta í umferðinni eru konur með barnavagna. Svo er alltaf verið að innprenta litlu greyjunum að taka fullorðna fólkið sér til fyr- irmyndar. Enda segir máltækið: „Það ungur nemur, gamall tem- ur“. Lögreglustjóri ætti að ieggja ríkt á við sína menn að reyna að vera fyrirmynd annarra í um- ferðinni að minnsta kosti meðar. þeir eru í búningi, en það vant- ar mikið á að svo sé. Og svo fyndist mér, að lögreglustjóri ætti að leggja meira upp úr því, að þeir tækju umferðabrjóta al- mennt, heldur en að leggja utan- bæjarbila eingöngu í einelti í stað þess að leiðbeina þeim eftir getu, því að margir þeirra brjóta lögin vegna ókunnleika en ekki trassaskapar. Lögreglan á að vera til fyrirmyndar Ég ætla að nefna hér eitt dæmi um það hvernig lögregluþjónar fara eftir þeim reglum sem þeir eiga að sjá um að sé hlýtt. Þegar umferðaljósin fyrir fót- gangandi vegfarendur voru sett, þá voru lögregluþjónar hafðir við það starf að leiðbeina fólk- inu fyrstu dagana, sem ekki var vanþörf á, því að fólkinu gekk illa að skilja það, að það átti ekki að ganga yfir á rauðu Ijósi held- ur bíða eftir grænu og það ætti að ganga eftir merktum gang- ræmum en ekki skáskera götuna bara þar sem það kom að henni. Þá var einn lögregluþjónn, sem var búinn að vera töluverða stund við það að leiðbeina og gekk vel að láta fólkið hlýða. Hann sér þá hvar starfsbróðir hans stendur hinum megin við götuna og þarf víst að tala við hann því að hann tók strikið ská- halt yfir götuna og var rétt orð- inn undir bíl, því að það var rautt ljós. Fyrirmyndarkennsla það! En annars eru nokkrir lögreglu þjónar mjög góðir, en því miður of fáir. Ekki nóg að kunna að stýra Hvenær á að hefjast handa um aðgerðir, sem duga gegn um- ferðaslysum? Bráðnauðsynlegt er að herða enn refsingar gegn ölv- un við akstur. Það er þó ekki ein- hlítt, því að það er ekki svo stór hluti slysanna sem verður í því sambandi, neldur verður líka að endurskoða löggjöfina um veitingu ökuskírteina og kennslu undir próf og einnig takmarka hve lengi menn fá að halda skírt- einunum eftir að þeir eru komnir á efri ár. Mun ég nú víkja lítillega að þessu, og hvað mér finnst helzt til úrlausnar og nefna dæmi máli mínu til sönnunar. Þegar við at- hugum akstur hjá fólki yfirleitt, þá fer ekki hjá því að við hug- leiðum það, hvernig þetta fólk hafi farið að því að ná prófi. Þá kemur sú áleitna spurning: Hvað skyldu virkilega mörg prósent þeirra er hafa ökuskírteini kunna að aka og fara með bíl ,því að það er ekki nóg að kunna að setja í gang og stíga á benzínið, það þarf að kunna að haga sér í um- ferðinni. Hvað kann maður að aka og fara með bíl þó að hann hafi ekið 25 tíma hjá mjög misjöfnum kennurum? Hann kann að setja i gang og aka meðan vegurinn er beinn og auður framundan og síðan ekki söguna meir. Eg veit um mann, sem kunni ekki einu sinni að opna húddið á bíln- um sínum og það er mjög algengt segja verkstæðismennirnir. Ef allt hans akstursvit hefur verið eftir því, þá getið þið séð sjálf hve mikið öryggi er í því að hafa hann á bíl í umferðinni. Eða til dæmis konan, sem var að keyra hringinn á Miklatorgi nú fyrir stuttu og fór hringinn öfugt, var þó fyrir stuttu búið að mála ak- reinar inn í hringinn og þar að auki var nokkur umferð. Ekki nóg með það. Þegar búið var að láta hana bakka inn í hliðargötu og hún búin að koma bílnum í áfram gír, þá brenndi hún inn í hringinn, sem er aðalbraut, beint fyrir framan stóran stræt- isvagn, sem gat rétt með naum- EINS og áður hefur verið frá skýrt hér I blaðinu, var torf- kirkjan gamla á Silfrastöðum í Skagafirði rifin fyrir nokkru og flutt hingað suður, þar sem hún skal rísa af grunni á ný — við Árbæ. Silfrastaðakirkja var byggð um 1830 og er því um 130 ára gömul. Henni hafði fyrir löngu verið breytt í bæjarhús og var á síðari árum notuð sem skemma eða geymsla. — Þótt húsið sé þetta gamalt munu innviðir enn traustir, undum stoppað og forðað stór- slysi. Haldið þið, að þessum bíl- stjórum hafi verið kennt of mik- ið. nema þau séu svona tornæm? Eiga ellibiiaðir menn að vera bílstjórar? Hvernig stendur á því, að menn fá ekki að vera skipstjórar eftir að þeir eru orðnir 65 ára en svo fær fólk að halda sínu ökuskírt- eini hve gamalt sem það verður? I fyrra tilfellinu hafa þeir hóp af mönnum til aðstoðar en í því seinna verður fólk að treysta eingöngu á sjálft sig. Hvaða vit er í því, að fólk, sem komið er á efri ár. hafi ökuréttindi? Fólk, sem farið er að kalka, heyrnin farin að daprast, sjónin líka, það orðið stirt í hreyfingum, við- brgðsflýtirinn enginn orðinn, hætt að skynja hraðann og jafn- framt hvenær þörf er að draga úr hraðnum, þegar það nálgast gatnamót, skarpar beygjur eða aðrar hindranir, er verða kunna á leið þess og þar að auki sumtgeng ið í barndóm. Ég vil hafa hæfnis- próf einu sinni til tyisvar á ári fyrir fólk, sem komið er yfir 65 ára aldur til að prófa það í öku- hæfni þess og ef það ekki stenzt það, þá taka ökuréttinn af því, því að það verður að hindra að fólk valdi stórslysum í umferð- inni, vegna ellihrörleika, þegar það hefur ekkert vald á bílnum. Hvaða vit er í því að yfirvöldin verði að bíða eftir því að þetta fólk valdi slysum í umferðinni, svo að hægt sé að taka af því réttindin? Væri ekki nær að end- urskoða lögin og spara slysin? ÓOulinægjandi próf Rétt væri að koma á námskeið um fyrir gangandi vegfarendur, skyldunámskeiðum, því að ekki dugar annað jafnt fyrir unga sem gamla. Jafnframt verður að sekta fyr- ir öll umferðabrot og innheimta á staðnum og þyngja stórlega sektir hjá hvers konar farartækj- um, sem er og hafa sömu inn- heimtuaðferð. Þá verður að gjörbreyta regl- J unum um veitingu ökuskírteina, og verður mikið af þeim not- að, er kirkjan verður nú reist á ný. Fyrir nokkru er byrjað að hlaða útveggi kirkjunnar uppi við Árbæ, og eru þeir nú komnir nokkuð á veg, eins og myndin sýnir, en hana tók ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, nú um helginá. — Það er Skúli Helgason, safn- vörður á Selfossi, sem sér um endurbyggingu kirkjunnar, en ætlunin er, að hún verði gerð fokheld í haust, þannig að hægt verði að opna hana fyr- því að eins«og er núna getur hver sem er fengið bílpróf þrátt fyrir skort á hæfni til að aka bifreið. Þegar tekið er minnabílprófið er farið til einhvers hinna löggiltu ökukennara, helzt til þeirra, sem hafa flottustu bílana, svo er byrj að að aka. Jú, það gengur nokkuð slarkandi. Það er ekki brotið mjög oft af sér í umferðinni og yfirleitt engir árekstrar, enda sýna flestir ef ekki allir kennslu- bifreiðum ákaflega mikla tilhliðr unarsemi. Ef þetta gengur mis- fellulaust, sleppa nemendur eftir svo sem 10—12 tíma, en borga fyrir 25 tíma. Þeir læra á, helztu umferðarmerkin og fá einnig bókarpésa í hendurnar til að læra og út úr honum eru þeir spurð- ir á prófinu. Pésinn hefur inni að halda leiðbeiningar fyrir til- vonandi bifreiðastjóra, en venju- lega er mönnum bent á það af kennurunum um hvað þeir séu helzt spurðir, svo að þeir geti lesið þá kafla eingöngu en þurfi ekki að leggja það erfiði á sig að lesa allan pésann. Þörf á ökuskóla Hvað vita svo nemendurnir um bílaakstur? Ekki nokkurn skap- aðan hlut. Geta ekið meðan ekk- ert er framundan, sem trafala getur ollið. En vita þeir nokkuð hvað getur skeð, ef stýrið fer úr sambandi á mikillí ferð eða bara hvellspringur að framan? Vita þeir, að það getur sprungið bremsurör,- ef bremsað er snögg- lega á mikilli ferð? Ef þetta væri brýnt fyrir nemendunum af kenn urunum, þá yrði ekið varlegar að loknu prófi og um alla framtíð. Af hverju brýnir Slysavarna- félagið ekki fyrir gangandi veg- farendum þá hættu, sem það skap ar með því að hlaupa fyrir bíl- ana, því að bremsurnar geta allt- af bilað og viðbragðsflýtirinn er ekki of mikill hjá nýliðum í bíl- stjórastéttinni og eldra fólki? — Gangandi vegfarendur, hafið þið aldrei hugsað út í það, hvað þið eruð a& gera, þegar þið anið út á götuna beint fyrir bílana? Við það getur komið fát á bílstjór- ann og hann tapað nokkrum dýr- VI ð Arb œ ir safngesti næsta sumar. — Veggirnir eru hlaðnir með hinu sunnlenzka lagi — í streng sem kalfað er — og má glögglega sjá hleðslulagið á meðfylgjandi mynd. Fleiri framkvæmdir eru á döfinni við Árbæ, t. d. hefur verið flutt þangað timbrið úr Sjóbúð gömlu, sem stóð neðst við Vesturgötuna og rifin var fyrir nokkru. Skal hún rísa þar efra á ný, og mun grunn- ur hennar verða lagður í haúst. mætum sekúndum, sem ríða baggamuninn um það, hvort slys verður eða allt bjargast. Ef illa fer, þá er ekki nema um tvennt að ræða að keyra á manneskjuna eða aka á bíla, sem standa við götuna, hús eða ljósastaur. En hvor kosturinn, sem tekinn er og tjón verður, þá er bílstjórinn dæmdur sekur, en mðurinn, sem hljóp fyrir bílinn, fær ekki einu sinni áminningu þó að hann beri alla ábyrgð á því tjóni, er verður. Það, sem ég vil gera þessu til úrlausnar, er þetta: Setja á stofn Ökuskóla starfræktan af því op- -inbera, þar sem kenndur er akst- ur bifreiða og meðferð þeirra. Skal hver hópur vera minnst tvær til fjórar vikur, 6—8 tíma á dag, haldnir skulu fyrirlestrar um sem flest það, er komið get- ur fyrir í umferðinni og hvað hægt er að gera í hverju tilfelli og helzt að sýna kvikmyndir úr umferðinni til betri skýringa. Og þá ættu tryggingarfélögin að út- vega kennara til að skýra fyrir nemendum eðli og orsakir hinna tíðu umferðaslysa og hvað helzt er að gera til að forðast þau. Sér- staka áherzlu þyrfti að leggja á það við nemendur að temja sér kurteisi og nærgætni í umíerð- inni gagnvart gangandi fólki og öðrum farartækjum. Leggja ber áherzlu á það að hafa eingöngu hæfa menn við kennsluna, mer.n, sem reyna að fylgja umferðalög- unum fyrir utan kennslutímann, en ekki bara rétt á meðan verið er að kenna. Að endingu vil ég benda við- komandi yfirvöidum á, að ekki er nóg að hafa lágmarksaldur í sambandi við töku bílprofs held- ur einnig að hafa hámarksaldur, þannig að manneskja, sem kom- inn er yfir fertugt, megi ekki taka bílpróf. Því að það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt, að manneskja, sem komin er á þann aldur, getur aldrei !ært að aka bíl, svo vel sé. Þó að hún slamp- ist í gegnum prófið, þá er hún og verður alltaf hættulegasta fólkið í umferðinni. Hættan er nóg samt. Guðbrandur Guðmundsson. Ceymsluhús til sölu Geymsluhús úr bárujárni á trégrind 11x6 metrar er til sölu til brottfluttnings. Tilboð óskast. Uppl. í síma 17866 og 22755. C I P S þíSplöfur fyrirliggfandi. Marz Trac ing Co. h.f. Klauoastíg 20. — Sími 17373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.