Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 19. ágúst 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 15 Kappreiðar í Fljólsdal SKRIÐUKLAUSTKI, 10. ágúst. — I gær, sunnud. 9. ágúst, hafði hestamannafél. Freyfaxi kapp- reiðar í Fljótsdal. Fóru þær fram nyrzt á Víðivallahóinum. Er þar ágætur völlur og ákjósanlegur staður. Veður var óhagstætt, mikil rigning lengst af dagsins og komu því mun færri til móts- ins en ella hefði orðið. Mótstjóri var formaður hestamannafélags- ins, Pétur bóndi á Egilsstöðum og setti hann samkomuna. — Reyndir voru 11 hestar á 300 m stökki. Tveir þeirra hlupu út af braut í keppninni. Úrslit urðu þau að fyrstur varð Rauður, eigandi Þorsteinn Jóns- son. Tími hans varð 26.3 sek. Annar varð Sprækur, eigandi Ingimar Sveinsson. Tími 26.9 sek. Þriðji varð Blesi frá Skriðu- klaustri. 5 hestar náðu tíma í for- keppni undir 26 sek. Bezti tími í undanrás var 24.9 sek. hjá Rauð Þorsteins Jónssonar og Blesa á Skriðuklaustri, er var þó sjónar- mun á eftir Rauð í mark. Þess skal getið að hleypt var móti golu, sem að vísu var hæg. Tíma- verðir voru Guttormur V. Þorm- ar og Stefán Thorsteinsson. — Dómnefnd skipuðu: Jóhann Magnússon, Magnús Einarsson og Þórir Ásmundsson. Á eftir kappreiðunum var sýnd kvikmynd frá landsmóti hestamanna á Þveráreyrum 1954 í hinu nýja félagsheimili Vé- garði og að lokum dansað. Var fjölmenni í Végarði um kvöldið. — J. P. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaftur. Aðalstræti 8. — Símí 13048. Qunnar Jónsson LögmaSur við undirrétti op hsestarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259- Hey til sölu 100 hektarar af ekta töðu til sölu strax. Uppl. gefnar í síma 54, Akranesi. keflavík nágrenni Til sölu er lítill, 3ja manna bátur, 2ja ha. utanborðs-mó- tor og bátastatíf, fyrir bíl. — Einnig topp-grind. Upplýsing ar eftir kl. 6 að Tjarnargötu 20, niðri. — Félagslíf Sunddeildir Ármanns og K.R. Sundæfingar ísundlaugunum verða sameiginlegar fram að vetraræfingum og eru hvert mið vikudagskvöld kl. 8,30. Mætið öll á æfingu í kvöld. — Stjórnirnar. Ármenningar — Handknattleiksdeild Karlaflokkar. — Æfing í Vals heimilinu í kvöld kl. 8. Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. Samkomur Kristniboðssambandið Kveðjusamkoma í kvöld kl. 8,30 fyrir hjónin Katrínu Guð- laugsdóttur og Gísla Arnkellsson í Kristniboðshúsinu Betanía, — Laufásvegi 13. — Allir hjartan- lega velkomnir. Sölumaður Norskt fyrirtæki óskar eftir sölumanni til að ann- ast sölu veiðarfæra. Umsækjandi þarf að hafa góð sambönd. Umsókn á dönsku eða ensku með meðmælum og öllum uppl. merkt: ,,948“ sendist til Bergens Annonee-Byra, Bergen, Norge. í dag hefst hin árlega útsala okkar á allskonar fatnaði, svo sem: Peysur, ýmsar tegundir. Drengjaskyrtur, köflóttar. Smábarnafatnaður o. m. fl. Munið að þið hafið oft gert góð kaup hjá okkur. Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. ★ Hljómsveit hússins Ieikur ★ Helgi Eysteinsson stjórnar Ókeypis aðgangur Skjalaskápar nýkomnir 10—15 skúffur. Pantanir óskast sóttar sem-fyrst 1 J. Bertelsen & Co Hafnarstræti 11 Sími 13834. N auðungaruppboð verður haldið eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. að Síðumúla 20, hér í bænum, miðvikudaginn 26. ágúst n.k. kl. 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-999, R-2168; R-2940; R-3212; R-4058; R-4665; R-5109; R-5321; R-6688; R-6770; R-6871; R-7098; R-8617; R-8647; R-8843; R-9504; R-9508; R-10147 og 1/10 hluti bifreiðarinnar R-5130. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK Stúlka 'óskast til símavörzlu. Upplýsingar á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.