Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1959 Byrju&u búskap fyrir síldarhýruna fyrir HHHH20 árum ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■» AFLAHÆSTA skipið í síldveiði- flotanum er, eins og kunnugt er, Víðir II. frá Garði. Ritstjóranum datt í hug, að úr því við næðum ekki í skipverjana, sem enn eru við síldvéiðar fyrir norðan, þá skyldum við spjalla við ein- hverja eiginkonuna um þessa miklu búbót, sem maðurinn kemur með af síldinni, en há- setahluturinn á Víði II var um þessa helgi kominn upp undir 75 þús. kr. Ég hringdi í Garð- inn og bað um útgerðarmann- inn, Guðmund á Hrafnkelsstöð- um, til að fá upplýsingar um mannskapinn á skipi hans. Hann var í sumarfríi og mér var sagt að það væri engin skrifstofa í kringum útgerðina á þessum afla sæla bát. Því tók ég mér far suður á Reykjanes, til að leita uppi einhverja af þessum heppnu eiginkonum, því öll áhöfnin á Víði er úr Garðinum og Sand- gerði, nema tveir menn, sem eru frá Ólafsfirði. Þannig stóð á því að ég barði að dyrum á litlu húsi í Sandgerði í gær og stóð brátt inni í eld- húsi hjá Sveinlaugu Sveinsdótt- ur, konu Péturs Björnssonar, vélamannsins á Víði II. Hún er rétt nýkominn norðan af Ólafs- firði, þar sem hún var í mánuð, til að hitta eiginmanninn, þegar skipið kæmi inn. En þennan mánuð kom Víðir aðeins fjórum sinnum, því síldin hefur ekki verið nógu góð til að fara í sölt- un og Ólafsfirðingar geta tekið við svo litlu af bræðslusíld. Ekki alltaf 75 þús. krónur á sex vikum — Eru þeir ekki ánægðir ■■■■■■■■ Sveinlaug Sveinsdóttir — Og hvað á að gera við hýr- una? — Við ætlum að fara að byggja. Hinir eru allir komnir í góð hús, en við búum enn þessum hræðilegu þrengslum, þremur örsmáum herbergjum og eldhúskytru. Hingað til hefur allt farið í það hjá okkur að koma upp krökkunum, sem eru fimm. En síldveiðin í sumar ger- ir út um það, að nú verður hægt að byrja að byggja. Það hefur að sjálfsögðu ekki alltaf gengið svona vel, ekki allt- af hafst upp 75 þús. kr. á sex Nú gerír 75 þús. krhlufur þeim fœrt að byggja Samtal við konu vélamamisins á Víði IL með aflann í sumar? — Jú, mikil ósköp, geysilega ánægðir. Það væri nú lika annað hvort. Lánið leikur við þá. Þetta er svoddan happafleyta. Nú hafa þeir aflað mun meira en í fyrra, þá voru þeir með eitthvað um 10 þús. mál, nú nærri 15 þús. Maðurinn minn er búinn að vera á Víði II. síðan hann byrj- aði árið 1955 og manni þykir orðið vænt um þetta skip, þó maður eigi ekkert í því, segir Sveinlaug og sýnir mér mynd af Víði í reynsluferðinni. Nýja skipið hans Guðmundar má verða happasælt, ef það á að vera eins og þetta. Hershöfðingi Hitlers verður að svara til saka vikum, ekki einu sinni á mörg- um árum. Pétur er búinn að fara í 19 sumur á síld. Fyrsta sumarið var hann á Geir goða frá Keflavík, sem líka var happa- fleyta. Þá fengu þeir um 5000 mál og komu með 3000 kr. heim. Og með það byrjuðum við okk- ar búskap. Þá var verðlagið auð- vitað ekkert svipað því sem nú er. Það er alltaf síldin sem gild- ir. En hún er svo sem ekkert að tilkynna hvað hún gerir. Það er alveg hræðilegt fyrir menn að fara á síld og koma svo kannski með ekkert heim. Núna hafa þeir þó trygginguna úr rík- issjóði. En manni finnst að það hljóti nú að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að taka mikið úr ríkiskassanum. 1 þessa tvo áratugi hefur þetta gengið svona upp og ofan hjá okkur, þangað til Pétur kom til þessa útgerðarfélags. Það hefur ekki brugðizt árferði á þessu happaskipi, Víði n. og gengið vel á vertíðinni líka. Útgerðar- maðurinn, Guðmundur á Hrafn- kelsstöðum, er svo sjálfstæð per- sóna og leggur sig svo fram um að kynnast öllu nýju, og svo hef- ur hann góðan manskap til sjós og lands. Hér í Sandgerði rekur hann einhverja veglegustu ver- stöð landsins. — Já, það er tilbreyting í því, þó hann komi kannski ekki oft inn. Þetta er annað sumarið, sem ég fer til Ólafsfjarðar um síld- veiðitímann. Maður finnur minna til þess að vera ein, ef maður sér manninn einstöku sinnum. Skipstjórafrúin er á hverju sumri á Ólafsfirði. en hún er ættuð þaðan. Þegar vel gengur sættir maður sig við að eiga mami á sjónum — En er ekki þreytandi að eiga manninn alltaf á sjónum, fjarri heimilinu? — Jú, það veit trúa mín, það verður hræðilega þreytandi að vera alltaf einn. Sjómennirnir mega aldrei vera að því að vera húsbændur á heimilum sínum, þó þeir séu sjaldan eins lengi að heiman í einu og á síldveiði- tímanum. Síðan netin komu eru þeir líka talsvert að heiman á vertíðinni. Vélamennirnir nota þá oft tímann í landi í að lag- færa hjá sér. Og oft er fast sótt á sjóinn og þá eru áhyggjur í sambandi við það. En ég held að Eggert Gíslason, skipstjóri á Víði II, sé ákaflega öruggur mað- ur og það gerir mann rólegri, þó það sé að sjálfsögðu sjaldan neinum að kenna, þegar eitthvað kemur fyrir. — Kemur þetta ekki upp í vana? — Nei, ég held að það komi aldrei upp í vana. Én þegar vel gengur, sættir maður sig við þetta. Maður er búinn að leggja þetta á sig öll ungdómsárin, og vonar að það lagist þegar maður er kominn á efri ár. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, aflað fjárins og setið heima. — Og þér bregðið yður öðru hverju norður, til að hitta mann- inn, þegar hann kemur í land? Kom sem ráðskona á verstöð í Sandgerði fyrir 20 árum — En þér, hvaðan eruð þér ættuð? — Ég er frá Vestmannaeyjum. Kom hingað sem ráðskona í ver- stöð fyrir 20 árum og ílendist hér. — Og uppkomnu börnin, stunda þau sjóinn? — Nei, en eldri telpurnar tvær söltuðu síld frá 8 ára aldri. Þær byrjuðu að sniglast í kring- um stúlkurnar og hjálpa til og fóru svo að salta sjálfar. Önn- ur saltaði í 12 tunnur á dag 8 ára gömul. Þær eru giftar, en önnur kemur heim í haust til að salta. Þær konur, sem einu sinni byrja á þessu eru miður sín, ef þær eru með svo lítil börn heima að þær komast ekki í söltunina. Auk þessara tveggja dætra eig- um við son á Reykjalundi, og tvær dætur, 11 ára og 4 ára. Þegar ég kvaddi Sveinlaugu til að taka áætlunarbílinn til Reykjavíkur, hugsaði ég um það, að einhvern tíma yrði myndar- legt hjá henni í nýja húsinu, sem síldin í sumar gerir þeim hjónunum fært að eignast. Því þegar blaðasnápur ruddist svona inn á mitt gólf hjá henni í litla, gamla húsinu, daginn eftir að hún kom úr mánaðarferðalagi, var allt hreint og fágað, kökur í skápunum og rjómaís í ís- skápnum. E. Pá. Nóg við peninga að gera á stóru heimili Fréttamaður Mbl. leit inn hjá ku.u Sigurðardóttur á Sæ- bóli í Sandgerði í gær, en maður hennar er háseti á afla skipinu Víði II. — Finnst yður ekki gott til þess að hugsa, að maðurinn skuli koma með a. m. k. 75 þúsund krónur heim úr sild- inni? _ — Almáttugur, hvort það er. Eg segi nú ekki margt. — Hvað ætlið þið nú helzt að gera við þessa peninga? — Eruð þið nokkuð að byggja? — Nei, nei. Við eigum þetta gamla hús. En það vetður víst nóg við þá að gera samt á svona stóru heimili. Börnin eru 5, það elzta 7 ára. EINN af helztu hershöfðingjum Hitlers á stríðsárunum Hasso von Manteuffel skriðdrekahershöfð- ingi verður á næstunni leiddur fyrir hæstarétt í Dússeldorf sak- aður um morð fyrir 15 árum. Samkvæmt ákæruskjali á hers- höfðinginn að hafa fyrirskipað að ungur þýzkur hermaður yrði skot inn án dóms og laga. Gamall nazisti Von Manteuffel er bæjarfull- trúi í bænum Neuss í Westfalen og er formaður hins svonefnda þjóðernissinnaflokks, sem er tal- inn hálfgerður nazistaflokkur en er lítill og áhrifalaus. Hershöfð- inginn er nú 62 ára og þótti á stríðsárunum einn harðskeytt- asti herforingi Þjóðverja, einkum á Rússlandsvígstöðvunum. Sakarefni í málinu gegn von Manteuffel eru þau, að hann hafði látið skjóta þýzkan her- mann þann 13. janúar 1944, án þess að dauðadómur hefði verið kveðinn upp yfir honum. Þennan dag höfðu Rússar náð einu fram- virki Þjóðverja og tveir hinna þýzku hermanna, sem virkið vörðu sneru á flótta til megin- stöðva hersins. Þetta var álitin vanræksla hjá þeim og voru þeir dregnir samdægurs fyrir herrétt. Annar þeirra var sýknaður en hinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. En von Manteuffel gaf út skipun um að láta taka þann, sem tveggja mánaða fangelsi hlaut og skjóta hann tafarlaust á staðnum öðrum raggeitum í hern- um til viðvörunar. Réttarhöld yfir hershöfðingjanum hefjast í Dússeldorf 17. ágúst. Rækjuveiðar hef jast aftur fyrir vestan ÍSAFIRÐI, 13. ágúst. — Fimm- rækjubátar hafa nýlega byrjað veiðar á ný. Hefir afli verið góð- ur og mikil vinna í sambandi við nýtingu rækjunnar. Rækjuverksmiðja Guðmundar og Jóhanns hefir fengið svo- nefnda rækjupillingar- og skel- flettingarvél frá Bandaríkjunum. Er hér um stórvirka vél að ræða, og munu afköst hennar við skel- flettingu rækjunnar vera á við 60—70 manns. — Vélin kostar hingað komin um 1,3 milljónir króna, en hún mun verða sett upp á næstunni. Þá mun Björgvin Bjarnason hafa fengið aðra vél af svipaðri tegund, en nokkru minni. Verður hún starfrækt á Langeyri við Álftafjörð, en þar er Björgvin að koma á fót rækjuverksmiðju. Nokkrir aðkomubátar hafa nú byrjað veiðar í þorskanet hér í ísafjarðardjúpi. Var aflinn allt upp í 4 lestir fyrstu dagana, en í morgun var hann minni. — G. K. skrifar ur dagleqq íífínu ] Undurfallegt gulgrænt mosahraun. Isunnudagsblaði Morgunblaðs- ins var frétt um að Þrengsla vegurinn nýi væri nú að komast út úr Þrengslunum svokölluðu og birtist góð yfirlitsmynd rneð fregninni. Ekki er ég nægilega kunnugur málinu til að vita hve mikil bót verður að þessum nýja vegi, en hitt þykist ég vera farinn að sjá, að umhverfi hans sé miklum mun fallegra en hins gamla. Ég ók fyrir skömmu eftir þeim kaí'ia, sem búið er að opna fyrir um- ferð, þ. e. a. s. meðfram Bláfjöll- unum og þangað til beygt er út á gamla veginn neðan við Skiða- skálann, og gat ég ekki haft aug- un af hrauninu á þessum vegar- spotta. Það er svo undurfall?gt mosagróið og gulgrænt á lit. Satt að segja man ég ekki eftir að hafa séð svona fallega gulgræn- an mosa. Væntanlega hafa fleiri en ég veitt þessu athygli, það vona ég a. m. k., því annars hef ég kannski verið í svona góðu skapi í bæði skiptin, sem ég þyk- ist hafa veitt þessu athygli. Nú má vel vera, að þegar vog- urinn er kominn alla leið, breyt- ist þessi skoðun. Við missum t. d. að mér skilst útsýnið af Kamba brún. En mér er kunnugt um að í staðinn xiggur leiðin ekki langt frá hinum kynlega Raufarhóls- helli, þegar farið er niður af heiðinni að austan. Og varla trúi ég því, að ekki fáist líka fallegt útsýni af brúninni þar, þó hún sé kannski ekki eins há og Kamba brún. Götuljóskúlurnar endur- nýjaðar að degi til. LUGTARKARL“ hefur skrifað Velvakanda eftirfarandi bréf, í tilefni af því, að það fór í taugarnar á einum vini mínum að sjá logandi á götuljósunum í hverfinu, þar sem hann býr, í nokkra daga: „Einum vini þínum finnst asna legt að si-'. „logandi götuljós í sól- skininu" og óttast, að formúlan um ljósatíma hafi gleymst. Um fjöldamörg ár var það hlut verk reiðs „Borgara“ í Vísi að hneykslast á þessu sama og fékk jafnan þá skýringu, sem nann gleymdi svo aftur eftir nokkur ár. Og enn kvað hann: Götuljósperurnar hafa það sam eeiginlegt við aðrar ljósakúlur að þær endast ekki eilíflega. — Vinnuflokkur er stöðugt á ferð og endurnýjar peruf þar sem þess er þörf. Hvort ljóskúla er heil eða ónýt má marka af þvi„ hvort ljós kemur á hana, þegar straumur er settur á, eða ekki. Þar sem verkið er unnið í dag- vinnu, þarf að hafa straum á heil- um götum að degi til, svo sjá megi hvar endurnýjunar er þö,,f. Svona er þetta gert. Ef þessi asnaskapur skyldi raska sálarró borgaranna al- mennt, mætti náttúrlega vinna þetta verk í næturvinnu, þegar logar á götljósunum hvort sem er, eða láta karla á daginn klifra upp í luktarstaur, skrúfa Ijós- kúluna úr og hrista hana til að sjá, hvort hún er í lagi. Þeita hvorutveggja þykir óhandhægt“. Verkið tekur langan tíma. ÞÁ vitum við það. Nei, það er alveg áreiðanlegt að borgar- arnir vilja heldur þola ljósin að degi til, heldur en að þurfa að borga mönnum næturvinnukaup fyrir að skipta um ljóskúlur. Nóg eru útgjöldin úr bæjarkassanum samt. Þessa skýringu hefði Velvak- andi auðvitað átt að láta sér detta í hug. Það ruglaði mig bara dálítið í ríminu, að þetta skyldi taka svona langan tíma. En ef aðrar eins rusl-ljósakúhtr eru í götuljósunum, eins og ég verð sjálfur að nota á heimili mínu, af því ég fæ ekki annað, þá er ekki undarlegt þó klifra þurfi upp í marga staura til að taka úr ónýtar og setja aðrar nýjar í staðinn. Og verkið taki lagan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.