Morgunblaðið - 22.08.1959, Qupperneq 3
Laugarðagur 22. ágúst 1959
MORCVlSTiLAÐlÐ
3
Þýzki sendiherr-
ann heimsækir
Vestmannaeyjar
VESTMANNAEYJUM, 21. ágúst.
— Þýzki sendiherrann á íslandi,
hr. Hans Richard Hirschfeld og
frú hans komu síðastliðinn laugar
dag til Vestmannaeyja í stutta
kynnisför.
I ræðu, sem sendiherrann hélt
í síðdegisboði, sem hann og frú
hans héldu fyrir opinbera embætt
ismenn staðarins og nokkra aðra
gesti, lét hann svo ummælt að
sig hefði langað til að kynnast
hinni fornfrægu og mikilvægu
atvinnugrein Eyjaskeggja, fisk-
veiðunum og því sem þeim léti
bezt á því sviði. Persónulega
sagði sendiherrann að sig hefði
einnig langað til þess að kynnast
af eigin raun hinni rómuðu feg-
urð Eyjanna og hinu fjölskrúð-
uga fuglalífi, sem hahn hefði svo
víða séð getið um í bókum, og
hefði hann þess vegna komið með
konu sína með sér, sem hefði
engu minni áhuga á öllu þessu,
en hann sjálfur.
Séra Halldór Kolbeins sóknar-
prestur, þakkaði sendiherranum
Skógrækfarfélagsins
Tilraunastjóri í skógrœkt
skipa&ur nœstu daga
sagði Hákon Bjarnason á aðalfundi
Fundarlok í kvöld
í gærkvöldi ætlaði Kristján
Karlsson, skólastjóri, að sýna
gestum staðinn.
1 dag verður fundarstörfum
haldið áfram. Hefst fundur kl. 9.
Skila nefndir þá störfum og
ályktanir verða afgreiddar. Kl.
14 heldur fundur áfram eftir
UM kl. 9 í gærmorgun var sett-
ur á Hólum í Hjaltadal aðalfund-
ur Skógræktarfélágs íslands, og
voru þar mættir 54 fulltrúar, þar
með talin stjórn félagsins og skóg
arverðir, og auk þess 23 gestir,
samtals 77 fundarmenn. Blaðið
hafði í gær tal af Páli Guðmunds
syni frá Gilsárstekk, sem situr
fundinn og skýrði hann frá fund-
arstörfum.
Hákon Guðmundsson, hæsta-
réttarritari, sem er varaformað-
ur félagsins, setti fundinn og
minntist ýmissa látinna félags-
manna, þeirra á meðal Ander-
sens-Ryst, sendiherra Norð-
manna, Helga Tómassonar læknis
og Jóns Loftssonar, stórkaup-
manns.
Þá flutti Hákon Bjarnason,
skógræktarst j óri, yf ir litsskýrslu
um starfsemina á liðnu ári. Gat
hann þess að liðin væru 60 ár
frá því að danskur skipstjóri hóf
skógræktartilraunir á Þingvöll-
um. Þá hefðu íslendingar verið
75 þús. en nálugust nú 175 þús.
Hann skýrði frá því að stjórnin
hefði haldið nálægt 20 fundi á
árinu. Og í frásögn af þeim
fundum gat hann þess m. a., að
Einar Guðmundsson hefði ráð-
stafað jörð sinni, Brattholti í
Biskupstungum, til Skógræktar-
félagsins, að sett hefði verið upp
minningartafla um sendiherra
Norðmanna í Heiðmörk og minnt
ist hinnar ágætu gjafar systkin-
anna frá Jórvík í Breiðdal. Þá
skýrði hann frá því að næstu
daga yrði skipaður tilraunastjóri
í skógrækt, en það hefði tekið 5
ár að fá það samþykkt.
matarhlé. Verður þá stjórnarkjör
og fundarlok.
Síðdegis verður ekið að Varma
hlíð og skoðuð skógræktarstöðin
þar. Og kl. 19,30 verður ekið á
Sauðárkrók, en þar verður snædd
ur kvöldverður í boði sýslunefnd
ar Skagafjarðarsýslu, bæjar-
stjórnar Sauðárkróks og Skóg-
ræktarfélags Skagfirðinga.
s
• ÞAÐ var ekki laust við að
S þeir væru feimnir, litlu far-
) þegarnir, sem komu með
S „rútunni“ frá Laugarási í
) Biskupstungum síðdegis í
\ gær. Á efri myndinni horfir
\ ein litla stúlkan út um
• gluggann alvarleg á svip. —
S Það er stórt augnablik í lífi
| þeirra smáu, þegar þau fara
S að hciman — og koma
) heim aftur. — Á neðri
^ myndinni sést, hvar „litla
S systir“ hefir komið að taka
| á móti þeirri stóru, og verða
S þar fagnaðarfundir.
s (l.jósm,: Mbl. Ól. K. M.)
Of öflug trúfélög
í Rússíá
Moskva, 21. ágúst. — „Pravda“
segir í ritstjórnargrein í dag, að
viðgangur trúfélaga í Sovétríkjun
um beri þess vott, að ekki sé
haldið sem skyldi á hugsjóna-
legri baráttu gegn trúarbrögðum.
Boðar blaðið aukinn áróður fyrir
trúleysi í landinu.
hlýleg orð í'garð Eyjanna og
Eyjabúa, með nokkrum orðum.
Sendiherrann og frú hans
skoðuðu fiskvinnslustöð Vinnslu
stöðvarinnar, verksmiðjur Lifrar
samlags Vestmannaeyja og Fisk-
mjölsverksmiðjunnar hf. og lét
hann í Ijós aðdáun sína á fram-
taki þessara fyrirtækja.
Á sunnudagsmorgun heimsóttu
hjónin Sjúkrahúsið hér, settan
yfirlækni, Guðmund Pétursson
og hjúkrunarlið, rómaði sendi-
herrann hina miklu hjálp og
mannúð, sem sjúkrahúsið og
starfslið þess hefði veitt þýzkum
sjómönnum, sem til Eyja hefðu
leitað, þessi hjálpsemi og vin-
semd Eyjabúa hefði vissulega átt
sinn þátt í að efla hin gömlu
og vinsamlegu samskipti Þýzka-
lands og íslands.
Að lokum fóru hjónin um
Heimaey í bifreið og skoðuðu
sögustaði og fleira, rómuðu þáu
mjög náttúrufegurð Eyjanna.
í fygld með, sendiherrahjón-
unum á meðan þau dvöldu hér,
en þau héldu heimleiðis síðdegis
á sunnudag, var vararæðismaður
Þjóðverja, Jakob Ó. Ólafsson, og
kona hans.
STAKSTEINAR
Ræða Birgis Rjarans
Ræða sú sem Birgir Kjaran,
formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík hélt um
síðustu helgi í skemmtiferðalagi
Varðarfélagsins hefur verið rædd
all mikið í blöðum Framsóknar-
manna og kommúnista undan-
farið. Sérstaklega hefur Tíminn
hrokkið við vegna þeirra um-
mæla hans, að valt muni að
treysta því, að kommúnistar láti
af kreddukenningum sínum og
verði haldið til heiðarlegs sam-
starfs innan ábyrgrar ríkisstjórn-
ar.
Um þetta komst Birgir Kjaran
m. a. að orði á þessa leið í ræðu
sinni í Varðarferðinni:
’ „Það eru til menn, sem halda
t.d., að hægt sé að sveigja komm-
únista frá marxistiskum fræði-
kenningum þeirra til raunsærrar
veruleikastefnu, knýja þá frá
lýðskrumi til ábyrgðar og hemja
þá til heiðarlegs samstarfs inn-
an ríkisstjórna. Ég er vantrúað-
ur éc þann boðskap. Ég held einn-
ig að sú stjórnarstefna, sem kaup-
ir sér frið fyrir skemmdarverka-
mönnum með því að afhenda
þeim hlutdéild í stjórn landsinr
hafi gefizt upp“.
„Brimbrjótur íslend-
inga“
„Þjóðviljinn", ræðir í gær
hlutverk „Alþýðubandalagsins“ í
íslenzkum stjórnmálum og tel-
ur það hið mikilvægasta. Kemst
kommúnistablaðið m. a. þannig
að orði að flokkur þess sé „brim-
brjótur fslendinga gegn hol-
skeflum og innrás auðhringa og
atvinnuleysis. Þann brimbrjót
þarf að treysta og bæta með sam-
huga stjórnmálaátökum vinnandi
stétta og allra framsækinna
afla —
Það er auðséð að kommúnistar
eru lafhræddir við hið geysilega
fylgistap sitt í kosningunum í
sumar. Þeir finna að þeir hafa
glatað trausti hjá stórum hluta
þess fólks, sem áður hefur fylgt
þeim að málum í kosningum.
Uppgjöf og svik vinstri stjórnar-
innar rifu í sundur þann blekk-
ingavef, sem kommúnistar hafa
ofið á undanförnum árum og
villt hefur alltof mörgum íslenzk-
um kjósendum sýn. Vinstri stjórn
in og þátttaka kommúnista í
henni reyndist ekki íslenzkum al-
menningi „brimbrjótur" gegn
verðbólgu. braski og dýrtíð.
Þvert á móti hafði stjórnarstefna
hennar í för með sér stórfelld
vandræði sem bitnaði ekki hvað
sízt á alþýðu manna.
Hermann og Hólma-
víkur bryggjan
Meðal fólks á Hólmavík ríkir
mikill óánægja yfir því að hafn-
armannvirki staðarins er orðið
svo hrörlegt, að vitamálastjórn-
in hefur orðið að skora á skip,
sem að því leggjast að gæta sér-
stakrar varúðar, þar sem ella
sé hætta á því að mannvirkið
hrynji. Hefur þetta valdið íbú-
um Hólmavíkur og útgerðinni
þar miklum erfiðleikum og vand-
ræðum.
En Tíminn í gær er ákaflega
ánægður með frammistöðu þing-
manns Strandamanna í þessu
máli Það telur umrætt ástand
hryggjunnar á Hólmavík hið
eðlilegasta, vegna þess að undan-
farin ár, hafi verið um það rætt
að byggja nýja bryggju! Ekki
mundi þetta vera talin gild rök
annars staðar.
1 sambandi við bryggjuafrek
Hermanns Jónassonar má einnig
benda á það, að þrátt fyrir
margra ára ítrekaðar óskir fólks
í héraði hans um smábryggju á
Óspakseyri og Borðeyri hefur
þingmaðurinn ekki hreyft legg
né lið til þess að framkvæma þar
nokkrar lendingarbætur.