Morgunblaðið - 22.08.1959, Síða 8
8
MORCVWTiT 4Ð1T)
Laugar'dagur 22. ágúst 1959
Utg.: H.f. Arvakur Heykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HAGNYTING JARDHITANS
UTAN UR IIEIMI
........."...
Heyskapur hefir gengið misjafnlega hér á Tandi í sumar, ekki sízt sunnanlands. Undanfarið hefir
þó nokkuð rætzt úr í þessu efni, a. m. k. um suðvestanvert landið, og hafa sumir náð að hirða
fyrri slátt. — En þessi mynd er ekki úr Árnessýslunni, eins og þið munuð sjá, heldur er hér
danskur bóndi að aka síðustu „tuggunni" heim.
Geislavirk efni eiga greiban
aögang að mjólk
Sérfræðingar fylgjast með þróuninm
OHÆTT mun að fullyrða,
að ein mesta auðlind ís-
lands sé fólgin í jarðhit-
anum, sem er sennilega mun
meiri hér en í nokkru öðru landi.
Þótt enn sé aðeins nýtt lítið brot
af þessari orkulind, skiptir sú
notkun nú þegar, verulegu máli
fyrir þjóðarbúskapinn. Undan-
farið hefur mikið verið talað um
að koma á fót efnaiðnaði, er not-
aði gufu og heitt vatn sem orku-
gjafa. Mun ýmislegt koma til
greina í þessu sambandi, en sumt
þó ekki nema fjármagn og tækni
kunnátta kæmi að nokkru erlend
is frá. Vegna mikillar nauðsynj-
ar á fjölbreyttari atvinnuháttum
í landinu þyrfti að hraða sem
mest rannsókrium á þessum mál-
um, til að fá úr því skorið hvaða
framkvæmdir eru vænlegastar.
Arðbær fjárfesting
Hingað til hefur jarðhitinn nær
eing. verið notaður til upphitunar
en hann verður heldur varla not-
aður á annan hátt hagkvæmari.
Og ekki nóg með það, heldur er
vafasamt hvort hægt er að ieggja
i nokkra fjárfestingu, sem er
þjóðarbúinu hagstæðari, en að
koma upp hitaveitum í þéttbýli,
þar sem hverir eru í nágrenninu.
Má því ljóst vera hve nauðsyn-
legt það er, að áfram verði fylgt
hinu góða fordæmi, sem gefið var
með lagningu fyrstu hitaveitunn-
ar í Reykjavík.
Nytsemi hitaveitunnar
Af sjö þúsund íbúðarhúsum
í Reykjavík mun um helming-
urinn hafa haft hitaveitu um
síðustu áramót, og þegar nú-
verandi framkvæmdum í
Hlíða- og Teigahverfi er lok-
ið munu allt að 55% húsanna
hafa hitaveitu. En takmarkið
hlýtur að vera að þau fái hana
ÖII, einnig þau, sem byggð
verða í framtíðinni.
í sambandi við aukningu hita-
veitu I Reykjavík hefur verið
talað um að leiða heitt vatn (sem
hitað hefði verið með gufu) frá
Krísuvík og jafnvel frá Hengl-
inum. En nú hefur fundizt veru-
legt vatnsmagn í sjálfri borginni
Og er hugsanlegt, að þar fáist
mun meira vatn og gufa, þegar
frekari boranir hafa farið fram.
Ef vel gengur hlýtur það að flýta
mjög fyrir því, að fyrrnefndu
takmarki um hitaveitu fyrir alla
Reykjavík, verði náð.
Má það teljast eitt af undr-
um náttúrunnar að nyrzta höf-
uðborgin á jörðinni skuli
byggð á orkulindasvæði, sem
nægir til að hita hana upp, að
meira eða minna leyti.
í öllúm landshlutum mun ein-
hvern jarðhita að finna, en mjög
mismunandi mikið á hinum ýmsu
stöðum, og orkumagnið er sums
staðar í öfugu hlutfalli við notk-
unarskilyrðin. Þannig er vafa-
samt að nokkurn tíma verði hægt
að nota langstærsta jarðhita-
svæði landsins, sem er við Torfa-
jökul, en ekki er vonlaust, að
það mætti gera í sambandi við
orkufrekan iðnað.
Jarðhiti í nágrenni
þéttbýlis
í samræmi við það, sem sagt
var hér að framan, er mikilvæg-
ást, að jarðhitasvæði séu í ná-
grenni við kaupstaði og stærstu
kauptún, til þess að koma megi
upp hitaveitum. Svo heppilega
vill til, að þetta er víða hægt.
Hafnarfjörður, og þá einnig
Kópavogur hafa að nokkru leyti
sömu aðstöðu og Reykjavík í
þessum efnum. En hitaveita frá
Krísuvík, og þó einkum Hengl-
inum er svo mikið fyrirtæki, að
telja má víst að Reykjavíkurbær
þyrfti að standa að meira eða
minna leyti, að slíkum fram-
kvæmdum.
Utan Reykjavikur hefur hita-
veitum verið komið upp í Hvera-
gerði, Selfossi, Sauðárkróki og
Ólafsfirði. Boranir ættu að
tryggja þessum stöðum nægt vatn
í framtíðinni.
Reykjaneshitaveita?
Komið hefur til orða að* Kefla-
vík og Njarðvíkur fengju nita-
veitu frá Reykjanesí, en það er
nokkru lengri leið en frá Hafnar-
firði til Krísuvíkur. Mikill jarð-
hiti er í Borgarfirðinum. Þar er
t.d. stærsti h/er landsins, við
Deildartungu í Reykholtsdal. En
jarðhiti mun ekki vera í næsta
r.ágrenni Akraness eða Borgar-
ness, þótt ekki sé útilokað að
þeir staðir gætu síðar fengið
hitaveitu. Þannig er eilítill jarð-
hiti við Leirárlaug í Leirársveit
og einhver, sunnan megin við
ofanverða Andakílsá.
f nágrenni Akureyrar er dá-
lítill jarðhiti og þyrfti fijótlega
að fá úr því skorið, hvort þar
mætti ekki fá meira vatn. Væri
mjög mikilvægt, að unnt reyndist
að koma upp hitaveitu á Akur-
eyri, þar sem um er að ræða
næststærsta bæ landsms. Húsvik
ingar hafa mikinn hug á að koma
sér upp hitaveitu, enda búa þeir
í nágrenni við mikið jarðhita-
svæði, sem er í Reykjahverfi.
Víðar er sjálfsagt hægt að
finna heitt vatn og ný bortækni í
Reykjavík hefur sannað, að mik-
iil hiti getur verið í jörðu, þótt
lítið rjúki á yfirborði. Framund-
an eru því mikil verkefni á þessu
sviði.
Jarðhiti til ræktunar
Þá er einnig mjög þýðingar-
mikið að jarðhiti vefði sem víð-
ast notaður í sveitum landsins
til gróðurhúsaræktunar. Þjóðina
skortir enn mjög margs konar
grsénmeti og ávexti, sem unnt er
að framleiða í gróðurhúsum. f
heilum landshlutum, sem eiga
stór jarðhitasvæði er þessi mik-
ilvæga náttúruauðlind lítt eða
ekki hagnýtt. Er nauðsynlegt að
bæta aðstöðu sveitanna til þess
að hagnýta sér jarðhita, bæði til
ræktunar og upphitunar ein-
stakra sveitabýla, sem liggja vel
við jarðhitasvæðum.
Hér er um að ræða hið
mesta þjóðnytjamál, sem alllr
eru sammála um að gefa beri
vaxandi gaum. Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík höfðu giftu-
drjúga forystu um hagnýtingu
jarðhitans í þágu höfuðborg-
arbúa. Nú verður að snúa sér
að því að nýta jarðhitann,
sem víðast annars staðar.
GEISLUNIN, sem á undan-
förnum árum hefur valdið
stjórnvöldum og sérfræðing-
um á ýmsum sviðum áhyggj-
um, er farin að gera sérfræð-
inga í mjólkurframleiðslu
órólega. Geislavirk efni, sem
eitra andrúmsloftið og jarð-
veginn, eiga greiðan aðgang
að mjólkinni. Sérstaklega er
efnið Strontium 90 hættulegt,
því að það helzt geislavirkt
lengur en önnur svipuð efni
og hefur mjög skaðleg áhrif
á beinin, einkum hjá börnum,
sem nærast mest á mjólk.
— ★ —
Sérfræðingar á þessu sviði
fylgjast náið með þróuninni,
samkvæmt upplýsingum sér-
stakrar nefndar mjólkursér-
fræðinga. Hún var sett á lagg-
irnar af Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO), Matvæla-
og landbúnaðarstofnuninni
(FAO) og Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna (UNICEF).
Þessi nefnd hefur nýlega lok-
ið ráðstefnu þar sem rætt var
um hinar ýmsu orsakir mjólk-
urskemmda — gerla og smálíf-
verur af ýmsum tegundum,
geislun, skordýraeitur, sem hef-
ur áhrif á kúafóður, og ýmis
lyf, sem koma í veg fyrir sjúk-
dóma í kúm. Var sérstaklega var-
að við því að nota lyf án strang-
asta eftirlits. Margt fólk hefur
nefnilega ofnæmi fyrir sumum
þessara lyfja, og það verður
veikt, þegar það drekkur mjólk
úr kúm, sem hafa fengið þau.
Ennfremur er nauðsynlegt að
gæta fyllstu varúðar við notk-
un nokkurra nýrra tegunda skor-
dýraeiturs, sem notað er í fjós-
um og mjólkurbúum.
— ★ —
Auk þessa ræddi nefndin nýj-
ar aðferðir við geymslu mjólk-
ur og möguleikana á að geyma
mjólk í löndum, þar sem lofts-
lag er heitt. Var lögð sérstök
áherzla á gerilsneyðingu, sem
gerir mönnum kleift að flytja
Á NÁMSKEIÐI, sem nýlega var
haldið af Alþjóðakjarnorku-
stofnuninni (IAEA) og Vísinda-
og menningarstofnun SÞ
(UNESCO) í frönsku kjarna-
rannsóknastöðinni í Saclay, var
rætt um menntun sérfræðinga á
hinum fjölmörgu sviðum, þar
sem kjarnageislun er nú notuð
— í læknisfræði, landbúnaði,
iðnaði o. s. frv. Fjörutíu ríki áttu
fulltrúa á þessari ráðstefnu,
þeirra á meðal öll þau ríki, sem
haft hafa forgöngu um kjarn-
orkurannsóknir.
— ★ —
Forstjóri rannsóknastöðvarinn
ar í Saclay, Jean Debiesse, átti
fund við fréttamenn eftir nóm-
skeiðið og lagði þá áherzlu á,
að ríki eins og Frakkland, Bret-
land, Bandaríkin og Sovétríkin
stæðu öll andspænis sama vanda-
máli: hvernig á að hafa mennt-
un sérfræðinga í grein, sem er
annars vegar svo ný af nálinni,
að varla eru fyrir hendi sérfræð-
ingar til að hafa á hendi kennsl-
unna, og*hins vegar í svo örri
þróun, að aðferðir, sem eru góð-
ar og gildar í dag, eru úreltar
á morgun? Hvernig eiga háskól-
ar og aðrar æðri menntastofn-
anir, sem þegar búa við fjár-
skort, að bera kostnaðinn af þess
ari nýju og óhemjudýru náms-
grein? Á hvaða stigi námsins á
sérhæfingin að hefjast?
— ★ —•
Vísindamennirnir, sem komu
saman í Saclay, lögðu áherzlu á
mikilvægi þess, að náin sam-
vinna væri milli háskóla og
kjarnarannsóknastöðva. Eigi eitt-
hvert ríki kjarnarannsóknastöð
mjólk í heitum löndum án kæli-
tækja.
Þetta var önnur ráðstefna
nefndarinnar. Sú fyrri var hald-
in árið 1956, og var þó rætt um
sjálfa mjólkina, en á seinni ráð-
stefnunni var einnig rætt um
mjólkurflutninga, geymslu á
þurrmjólk og mjólkurafurðum.
með einhverjum mikilvægum
tækjum, t. d. brennsluofnum,
eiga þau einnig að notast í þágu
menntastofnana, þar eð einn
slíkur tilraunaofn kostar upp-
hæð, sem svarar til 350 milljóna
ísl. króna — og slíkum fjármun-
um ráða fáir háskólar yfir.
Þá var lögð á það rík áherzla,
að þrátt fyrir skortinn á sér-
fræðingum væri ekki hægt að
reikna með „skemmri skírn“ til
að útvega á stuttum tíma sem
allra flesta sérfræðinga. Notkun
kjarnorkunnar í þágu friðarins
er geysivíðtækt svið, og mennt-
un þeirra, sem að henni vinna,
verður að vera sérstaklega stað-
góð — bæði þeirra, sem starfa
við sjálfa bræðsluofnana, og
hinna, sem halda rannsóknunum
áfram og kanna ný svið. Af
þessum sökum má sérhæfingin
ekki hefjast of snemma á náms-
ferlinum.
—■ ★ —
Með náinni samvinnu bæði
innanlands og ríkja á milli er
hægt að spara bæði tíma og
penirfga. Annars vegar verður að
vera samvinna milli háskóla og
kjarnarannsóknastöðva og hins
vegar milli ríkja, sem geta skipzt
á nómsmönnum og sérfræðing-
um. —.
Á námskeiðinu var einnig
drepið á þá þróun, sem útheimt-
ir sérfræðinga til að rannsaka
og fara með geislavirkt ryk og
eðlisfræðinga með læknismennt-
un til að rannsaka áhrif geisl-
unar á mannslíkamann. í síð-
arnefnda tilvikinu er um að
ræða sérmenntað fólk, sem ætl-
að er að uppgötva, rannsaka og
hafa fullt vald yfir geisluninni,
áður en hún veldur skaða.
Samvinna háskóla og
kjarnarannsóknastöðva
mikllvœg