Morgunblaðið - 22.08.1959, Síða 12
12 MORCUNBT/AÐIÐ
Hún leit í augu hans. — Hann
hafði brún augu eins og rádýr, en
þau voru líka ástríðuþrungin og
ofsaleg. Vera herpti munninn
saman. Hún titraði. Henni fannst
hún verða að halda handleggjun
um föstum hvorum með öðrum,
því þeir vildu verða óháðir. Þeir
vildu leggjast um háls karlmanns
ins.
Alit í einu varð þögr. inni. —
Það varð alveg dauðaþögn. Regn
inu var slotað jafn skyndilega og
það hafði byrjað. Um leið hættu
dýrin að hljóða*
Anton rankaði við sér. Hann
bar sig meira að segja til eins og
hann væri að losa sig úr faðm-
lögum, sem alls engin höfðu ver-
ið. Hann gekk til dyra.
„Við verðum að fara“, sagði
hann. „Það getur bráðum farið
að rigna aftur“,
Skyrtan hans var ekki orðin
þurr, en hann fór í hana.
„Treyjan yðar er blaut enn-
þá“, sagði hann, „en þér getið
smeygt yður í jakkann yðar“.
í þetta skipti sagði hann ekki,
að hann ætlaði að snúa sér und-
an. Hann staðnæmdist þegjandi
þannig, að hann sneri bakinu að
henni.
Hann stóð þannig þangað til
hún sagðist vera tilbúin.
Hún gekk til dyranna. Þegar
hún kom að honum á leiðinni út,
tók hann hana í fang sér. Hann
kyssti hana ekki. Hann hélt
henni í fanginu og horfði í and-
lit hennar. Hún losaði sig ekki
úr faðmi hans. Hún reyndi að
telja sér trú um, að hún yrði að
gera það, en hún gerði það ekki.
Hún fann til hamingju og sorg-
ar samtímis. Hún gat ekki að-
greint þessar tilfinningar. Hún
vissi nú það, sem hún hafði
aldrei viljað kannast við síðari
árin, að hún elskaði ekki mann-
inn, sem hún lifði með. Henni
varð nú hræðilega Ijós öll eymd-
in í lífi hennar og lygin, sem það
var byggt á. Hún laug ekki leng-
ur að sjálfri sér. Ástin var ekki
kulnuð út í henni. Hún hafði log-
að undir yfirborðinu. Hún vissi
ekki, hafði ekki einu sinni hug-
mynd um, hvort hún elskaði
Anton. En ástin var til, brenn-
andi og tilbúin. Hún lokaði aug-
unum.
Hve iengi kossinn stóð, vissi
hún ekki. Síðar mundi hún það
eitt, að hún hafði skyndilega
slitið sig lausa úr faðmi Antons.
Nú sá hún að dyrnar, sem þau
höfðu staðið í, voru hálf-opnar.
Hún reif þær upp og hljóp út í
skóginn af handahófi. Fætur
hennar sukku niður í leirinn.
Heitir droparnir féllu niður af
trjánum. Hann náði henni.
„Það væri nú eftir öðru, að þér
færuð að villast", sagði hann. —
Rödd hans var róleg. Hann tók í
hönd hennar. Hún staðr.æmdist
og kastaði mæðinni.
Síðan gengu þau í hægðum sin
um samhliða að vagninum. Þau
gengu eins og tvær mar.neskjur,
sem óttast að tíminn líði hraðar,
ef þær hraða á sér.
1 sama mund og Anton og
Vera óku gegn um skóginn frá
nýlendu Adams Sewe, var Her-
manni Wehr verkfræðing til-
kynnt, í skrifstofu hans í Leopold
ville, að ung, innfædd stúlka
vildi tala við hann.
Hann vissi þegar í stað, að það
var sama stúlkan, sem hann
hafði hitt við veginn á leiðinni
frá Adam Sewe.
Lúlúa var í snotrum, en dálít-
ið skræpulegum *vorkjól, þegar
hún kom inn í hina nýtízkulegu
skrifstofu í skýjakljúf námu-
stjórnar Delaportes.
Hermann kom á móti henni og
rétti fram handlegginn.
„En hvað það var vingjarnlegt
af yður, að heimsækja mig“,
sagði hann.
Hann settist við skrifborð sitt,
sem var nærri autt. Hún settist
í hægindastól á móti honum. —
Hún krosslagði fæturna. Her-
manni fannst hann aldrei fyrr
hafa séð svo fallega fótleggi.
„Ég er búin að athuga tilboð
yðar“, sagði Lúlúa, „og ég átti
einmitt leið fram hjá skrifstofu
yðar“.
„Ágætt. Viljið þér þá vinna
hjá mér?“
„Ef til vill. En ég get ekki unn
ið nema'hálfan daginn".
Hún hafði ekki sagt Anton
frá því, að hún hefði hitt bróð-
ur hans, og því síður frá hinni
óttalegu fyrirætlun sinni.
„Það er betra en ekki neitt",
sagði Hermann.
„Ég er laus seinni hluta ’.ags-
ins. Eigum við að segja milli
klukkan tvö og sex“.
i Hermann hrukkaði ennið.
„Konan mín er að leita að ann
ari barnfóstru í viðbót. Sú, sem
við höfum, er orðin gömul“. —
Hann brosti. „Það þarf að létta
henni starfið. Þér gætuð gengið
um með börnunum“. Han hugs-
aði sig um. „Hafið þér nokkur
meðmæli? Þér skiljið — það jr
vegna barnanna".
„Ég sagði yður, að ég hefði
unnið hjá prófessor Sewe“.
„Það er langt síðan. Hvar
voruð þér síðast í vist?“
„Ég hef ekki verið í vist“. Og
áður en hann gæti tekið fram í
fyrir henni, sagði hún: „En ég
þekki nokkra í Leopoldville, sem
geta ábyrgzt mig. Til dæmis
prófessor Sarrault við konung-
lega háskólann Atheneum".
Hermann skrifaði nafn hans
hjá sér.
„Það myndi nægja“, sagði
hann. „Nú er ekki annað eftir
en að spyrja yður að nafni“.
Hann horfði á hana brosandi.
Það var ekki augljóst, hvort það
var föðurlegt bros.
„Lúlúa“, svaraði hún.-„Spyrjið
prófessor Sarrault um Lúlúu“.
Hermann brosti sífellt.
„Lúlúa“, sagði hann. „Það -.r
fallegt nafn“.
Hún stóð upp og lagaði kjólinn
sinn.
„Hvenær get ég byrjað?“
„Mín vegna á morgun, eða
öllu heldur hinn daginn. Eg verð
að tala við konuna mina“. Hann
var líka staðinn upp og gekk til
hennar. „Það væri auðvitað
betra, að konan mín------“
„Vissi ekki, hvar við hefðum
hitzt“, lauk hún við setninguna.
„Þér eruð hyggin stúlka,
Lúlúa. Ég hugsa, að við komum
okkur saman“. Þau voru komin
fram að dyrunum. „Við höfum
ekki talað neitt um kaup yðar
ennþá. Konan mín-------“
„Ég mun tala við konuna yð-
ar“, tók stúlkan fram í fyrir hon-
um. —
1 fyrsta skipti brá fyrir ein-
hverju í svip Hermanns, sem líkt
ist tortryggni.
„Peningarnir virðast ekki
skipta yður miklu máli“, svaraði
hann.
„Jú, mjög miklu“, svaraði hún
alvarleg.
„Konan mín er oft of sparsöm.
Hugsið þér ekki um það. Þér
munuð ekki iðrast eftir þessu —“
Hsmn rétti henni höndina og
horfði í augu henni.
Þegar hún fór út úr herberg-
inu gekk ha<in út að glugganum.
Það var farið að rigna.
Það var sama regnið, sem
hafði komið á Anton Wehr og
Veru í skóginum í Kwango.
Fjörutlu og átta klukkustUnd-
um eftir að Anton fór með Veru
út í frumskóginn, fékk hann boð
frá bróður sínum að heimsækja
sig í skrifstofu sinni.
Það var heitur, nærri því sum-
arlegur morgunn. í skrifstofu
Hermanns, sem var blátt áfram
og útbúin með amerísku skrif-
stofusniði, snerist loftrellan, sem
var af gamalli gerð, þótt undar-
legt mætti virðast. Á veggjunum
héngu myndir af námum í ein-
földum, svörtum umgerðum. —
Þar var líka mynd af ungri konu.
Hún hélt á stóreflis málmhnull-
ung í hendinni.
Hermann sat við skrifborðið.
Svartur þjónn hafði komið með
ís-te. Anton var setztur í hæg-
indastól hinum megin við skrif-
borðið. Hann teygði frá sér fæt-
urna og var að reykja Pall Mall
vindlinga, sem Hermann hafði
boðið honum.
„Ég þyrfti að tala dálítið við
þig í hreinskilni, Anton“, sagði
Hermann.
Anton hnyklaði brýrnar. Hon-
um þótti það grunsamlegt, að
Hermann ætlaði að tala „í hrein-
skilni".
„Það er um viðskipti að ræða“,
hélt Hermann áfram. „En fyrst
um nokkuð persónulegt".
Anton hjálpaði honum ekki
með áframhaldið. Hann þagði.
„Þú lifir ekki mannsæmandi
lífi, Anton“, sagði Hermann.
v,Af hverju segir þú það?“
„Þú átt heima í innfæddra-
hverfinu. Þú ættir ekki að búa
með innfæddri konu“,
„Og hvað svo?“
„Þú veizt, að það er stranglega
bannað“.
„Mér er stranglega sama um
öll bönn“.
Hermann stóð upp og fór að
ganga um gólf. Því næst mælti
hann:
„Anton. — Þú hefur tekið upp
sérstakt háttalag. Þú læzt vera
bölsýnn mannhatari, og reynir að
sýna mannfyrirlitningu. Þetta
er ekki þér líkt. Ég þekki þig of
vel til þess“.
„Jæja, þetta er ekki mér líkt?“
sagði Anton háðslega. „Og þú
þekkir mig. Hvað veizt þú í raun
inni um mig, Hermann?“
„Ég veit, að þú slappst úr am-
erískum fangabúðum eftir stríðið
í Afríku. En í stað þess að rétta
aftur við fórst þú suður á bóg-
Kantes brjóstahöld
Kantes teygjubelti
VÍRMIUNIM
IAUGAVEC tð
S í m i 1 6 3 8 7
* ^
Utsala - Utsala
Aðeins í nokkra daga.
Fata & snyrtivörubúðin
Laugavegi 10.
NE WOULPN'T
BE POING A
PISAPPEARING
ACT, WOULP NE,
MISS PAVIS?
a
r
I
ú
ó
.. . Síðan flaug Markús héðan,
Ríkharður, og sagðist mundu
segja mér seinna, hvort hugboð
sitt væri rétt.
Heldurðu enn, að hann sé sak-
laus, Tómas? Ég fyrir mitt leyti
held, að hann sé það ekki, og I í Týnda skógi. Markús er ekki
ég ætla mér að komast að því hérna, Ríkharður. Hann er þó
hvað hann ætlar sér. — Seinna, ekki í feluleik, ungfrú Sirrí?
Laugardagur 22. ágúst 1959
inn og blandaðist innfæddum
mönnum“.
„í fyrsta lagi gat ég ekki „rétt
við“, eins og þú kemst svo fallega
að orði, af því að það voru engir
Þjóðverjar lengur í Afríku. Þar
að auki var ég búinn að fá nóg
af því öllu“.
„Óg eftir styrjöldina?"
„Hvaða erindi átti ég til Þýzka
lands eftir styrjöldina? Slesía
var glötuð. Heimalandið var
orðið að nýlendu. Það voru rússn
eskar, enskar, franskar og amer-
ískar nýlendur. Það var hægt að
velja um þær. Ég vildi heldur
vera kyrr í nýlendunum".
„Hefur þér vegnað vel?“
Hermann gekk enn um gólf.
Anton leit ekki á hann. Hann tal
aði við mannlaust skrifborðið.
„Diogenes sagði við komu-
manninn“, sagði hann, „að hann
gæti gert sér greiða. Hann mætti
þoka sér frá sólinni, svo að hann
skyggði ekki á tunnuna hans. —
Ég lifi í minni tunnu. Ég er ekki
að kvarta".
Hermann sneri aftur að skrif-
borðsstólnum sínum. Hann depl-
aði augunUm bak við gleraugun,
um leið og hann hallaði sér nær
Anton.
„En það er einmitt það, An-
ton, að þú ert enginn heimspek-
ingur, sem lifir í tunnu. Þú elsk-
ar lífið, hið góða líf. Þú og nægju
semi — mér liggur við að hlæja.
Þú hefur alltaf elskað vín, óð og
fagran svanna. Ég er ekki að
álasa þér fyrir það. Það á við þig!
Ég hef nýlega tekið eftir þér —*
í gömlu smoking-fötunum, með
viský-glas í hendinni. Þú ert
fæddur til að njóta auðæfa“.
„Ef þú hefðir ekki dulið pen-
ingana, Hermann, væri ég ef til
vill auðugur". Það var ekki
ákæra í málrómnum.
Hermann settist. Hann fór að
leika sér að pennahníf.
„Ekkert hef ég dulið", sagði
hann, en það var ekki sannfær-
ing í rómnum. Það var ekki að
heyra, að sá, sem talaði, tryði
meira að segja sinni eigin full-
yrðingu. „En það skiptir ekki
máli í dag. Ég hef fundið þig aft-
ur og ég kenni í brjósti um þig.
Ég vil ekki vera hinn ríki og
virti bróðir, sem horfir á að bróð
ir hans stefnir til glötunaj1.
„Ef þú ferð nú að tala um sam-
vizku, Hermann, þá stend ég upp
og fer“.
„Þú vilt þá ekki að ég hjálpi
þér“.
Anton svaraði ekki þegar í
stað. Hann virti manninn við
skrifborðið fyrir sér. Hermann
var ennþá unglegur og leit vel
út, en hann var farinn að safna
ístru. Var hann farinn að safna
samvizku með ístrunni? Hann gat
ekki trúað því.
„Þú varst áðan að tala um við-
skipti", sagði hann. „Sá sem tal-
ar um viðskipti við einhvern,
ætlar ekki að gefa honum neitt.
Við skulum sleppa allri tilfinn-
ingasemi. Hvað viltu að ég geri?“
„Ég ætla að vera hreinskilinn
við þig, Anton“.
„Þú ert búinn að segja það“.
„Það hefur fundizt úran á
svæði Adams Sewe“,
Það sáust engin svipbrigði á
hinu hörkulega andliti Antons.
„Ég veit það“, sagði hann.
aiútvarpiö
Laugardagur 22. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. —■ 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar.)
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig*
urjónsdóttir).
14.15 ,,Laugardagslögin“ (16 00 Frétt
ir og tilkynningar).
16.30 Veðurfregnir.
12.25 Veð *rfregnir.
19.30Tónleikar: Lög frá Týról. Austur-
rískir listamenn syngja og leika.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: 150 ára afmæli Hmida-
dagastjórnar. (Vilhjálmur t>. Gísla
son útvarpsstjóri).
20.55 Tvær frægar söngkonur: Claudia
Muzio og Conchita Supervia. —
Guðmundur Jónsson kynnir.
21.30 Leikrit: „Næturævintýr" eftir
Sean O’Casey í þýðingu Hjartar
Halldórssonar menntaskólakenn-
ara. (Leikstjóri: Lárus Pálsson),
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.