Morgunblaðið - 22.08.1959, Page 13
Laugardagur 22. ágúst 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
l
Arínbjörn Þorvarðarson
Minningarorð
F. 3. júlí 1894.
D. 14. ágúst 1959.
1 dag verður Arinbjörn Þor-
varðarson Kirkjuvegi 15 í Kefla-
vík til moldar borinn.
Arinbjörn var borinn og barn-
fæddur Keflavíkingur. Hann
fæddist hinn 3. júlí 1894. Foreldr-
ar hans voru hjónin Þorvarður
Þorvarðarson og Margrét Arin-
bjarnardóttir, hin mestu sæmd-
arhjón. Þorvarður var kunnur
sjósóknari á sinni tíð.
Börn þeirra hjóna voru sex
alls, og komust fjögur þeirra til
fullorðinsára, en tvær systur dóu
á bernzkuskeiði. Elzt var Guðrún
(látin fyrir 2 árum), hún bjó
allan sinn búskap á Seyðisfirði,
næstur var Arinbjörn og yngst-
ar Kristín og Ragna, báðar. bú-
settar i Reykjavík.
Arinbjörn ólst upp í Keflavík
hjá foreldrum sínum. Ungur fór
hann að stunda sjóinn með föður
sínum, og kom bráit í ijós,
að hann var gæddur frá-
bærum dugnaðar og starfskrafti.
En þó fór svo, þegar til lengdar
lét, að honum fannst hann eigi
geta unað sjómennskunni, sem
ævistarfi. Hann var fróðleiksfús
og þráði að auka þekkingú sína,
enda prýðis vel gefinn.
Á þeeim árum var sú skoðun
enn talsvert almenn, að bókvitið
yrði eigi látið í askana, og því
var eigi laust við, að sumir létu
sér fátt um finnast eða teldu það
jafnvel hið mesta óráðsflan, þeg-
ar Arinbjörn yfirgaf sjóinn og fór
að búa sig undir nám við fram-
haldsskóla. En hann lét allar
fortölur sem vind um eyrun þjóta
og stefndi hiklaust að settu
marki. Haustið 1914 settist hann í
2. bekk Gagnfræðaskólans á Ak-
ureyri og lauk gagnfræðaprófi
þaðan vorið 1916.
Þegar heim kom að skólanámi
loknu, gerðist hann sjómaður á
ný. Fyrst var hann háseti, síðan
formaður og útgerðarmaður, og
fór jafnan af honum hið mesta
orð fyrir karlmennsku, harðfylgi
vild og dugnað. og eigi síður fyr-
ir góðvild hans, drengskap og
hjálpfýsi.
Hinn 7. apríi árið 1918 giftist
Arinbjörn eftirlífandi konu sinni,
Ingibjörgu Jónu Pálsdóttur frá
Gerðabakka í Garði. Hvar sem
þau komu, ungu hjónin, vöktu
þau athygli, vegna glæsileika í
útliti, framkomu og fasi. Ingi-
björg reyndist manni sínum frá-
bær eiginkona. enda var hjóna-
band þeirra hamingjuríkt grund-
v.allað á einlægri ást og gagn-
kvæmri virðingu. Þau eignuðust
þrjú börn, sem öll náðu fullorð-
insaldri. Margrét, sem var þeirra
elzt, lézt hinn 17. júlí s.l. eftir
langt og þungt sjúkdómsstríð, að-
eins 41 árs að aldri. Næstur henni
er Jón Norðdal, búsettur í Kefla-
vík og yngstur Þorvarður, býr
á Keflavíkurflugvelli.
Þegar Arinbjörn var 45 ára
gamall þá kvaddi hann sjó-
mennskuna fyrir fullt* og allt og
gerðist sundkennari í Keflavík.
Því starfi gegndi hann til ársins
1955 — við frábærar vinsældir
allra þeirra, er nutu tilsagnar
hans. Hann gekk að starfi sínu
að lífi og sál, eins og reyndar
öllu, er hann tók sér fyrir hendur.
Samhliða sundkennslunni hafði
hann með höndum bókavörzlu
við bæjarbókasafnið 1 Keflavík
um margra ára skeið.
Um önnur störf Arinbjarnar
skal ekki fjölyrt hér. En þau
voru mörg. Hann var baráttu-
maður og kom víða við. Manna
fúsastur var hann til að leggja
góðum málum lið og gerði þá
jafnan það, sem í hans valdi stóð.
Byggðarlagið hans, sem fóstraði
hann og fékk að njóta starfs-
krafta hans, á nú á bak að sjá,
einum sinna beztu sona.
Arinbjörn var einn þeirra
manna, sem ég kynntist fyrst, er
ég kom til Keflavíkur sumarið
1952. Þau sjö ár, sem leiðir okk-
lágu saman, var hann mér sem
allt í senn, — faðir, bróðir og
bezti vinur. Slík vinátta er fágæt.
Hún verður aldrei metin á mann-
legan mælikvarða, — og eigi
verður hún nokkru sinni að verð-
leikum þökkuð.
En Ijúft er að minnast liðinna
samverustunda. Yfir þeim öll-
um ljómar sú birta, sem ávalt
fylgdi Arinbirni sjálfum, hvar
sem hann fór.
Ástvinunum öllum, sem eftir
standa, eiginkonu, sonum, tengda
dætrum og barnabörnum, votta
ég mínar dýpstu og innilegustu
samúðar. Ég bið þess eiginkon-
unni til handa, að ljúfir og hlýir
geislar frá Guðs eilífu kærleiks-
sól megi veita henni ijós og yl
á ókomnum ævidögum.
Arinbjörn, — vinur minn góði,
— ég þakka Guði fyrir, að hann
gaf mér þig að vini. Megi blessun
hans lýsa þér — og heilög hönd
enda landi.
Já, - „Flýt þér vinur í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans,
fljúgðu á vængjum
morgunroðans,
meira að starfa Guðs um geim.“
Bj. J.
Minning um mætan mann.
STUNDUM virðist fáfengilegt að
skrifa eftirmæli þeirra sem farn-
ir eru. Allt gott og virðingarvert,
sem maður vill segja um látinn
vin og félaga, hefði verið betur
sagt' við hann sjálfan á meðan
hann var og hét. Það er eins og
hið daglega vafstur bindi hendur
og tungu, svo allt það góða og
innilega verður aldrei sagt á
meðan tími er til.
Þegar dauðinn hefur skilið
leiðir hérna megin, koma her-
skarar minninga og knýja á —
og það er léttir að láta hug stýra
hönd og nokkrar línur geymast
á gulnandi blöðum framtíðarinn-
ar — lítið brot af vináttu. og
þakklátum huga, lítið stef sem
svo margir vilja taka undir og
skilja nú betur en áður — þegar
kistan hvíta hylur farinn vin.
Ég ætla mér ekki þá dul að
rekja lífssögu vinar míns Arin-
bjarnar Þorvarðarsonar, leiðir
okkar lágu ekki saman fyrr en
síðla, um 1932, þá var það „eitt-
hvað“, sem dró okkur hvern að
öðrum eins og stál að segul.
Hetjusögu sjómannsins, frá br:m
lendingu og basli við útgerð
þekkti ég ekki nema að afspurn,
en á þeim sviðum neytti Arin-
björn afls og vits, en hinn
manninn þekkti ég — leikarann,
revíuhöfundinn, frístundamálar-
ann, bókavörðinn, sundkennar-
ann, blómavininn, framsóknar-
manninn, hirðmann Bakkusar og
heimilsföðurinn, hinn góðviljaða
elskulega Arinbjörn þekkti ág
svo vel að aldrei gleymist mér
maðurjnn.
í hita og baráttu dagsins risu
öldurnar hátt, þá var hvorugu
megin eftir gefið ,en eitt fagur-
blátt fjall gat sætt okkur á
samri stundu — eins og tvö lítil
börn andspænis hinni eilífu var-
anlegu fegurð. — Þar var Arin-
björn sannastur allra manna —
þessi veraldlegi harðhnakki gat
tárast yfir einu blómi og fallegu
skýi, sem sveif yfir hauðrið.
Margir eiga um Arinbjörn ýms-
ar minningar, sumar ljúfar, aðr-
ar óþægar — svo skal ávallt vera
um menn sem þora að vera til
og standa og stríða í baráttu
dagsins.
Síðast þegar ég hitti Arinbjörn
á förnum vegi, ætlaði ég að
þeyta honum svolítið upp í
pólitík eins'og við áttum vanda
til — en þá sagði minn karl: —
„Sjáðu heldur Esjuna, dreng\ir,
hún er snjólaus núna“. — Þannig
var þessi vinur minn og þannig
eru minningarnar um hann í
hundruðum huga.
Fyrir fáum dögum fylgdi Ar-
inbjörn dóttur sinni til grafar.
Beinn og óbugaður gekk hann
fram kirkjugólfið, en hélt hatt-
barði sínu fyrir augunum —
sjósóknarinn, leikarinn, gleði-
maðurinn, vildi ekki láta sjást,
saknaðartárin, sem féllu, því
undir sló viðkvæmt hjarta.
Þeim fækkar óðum, sem
fremstir stóðu og aðrir koma í
staðinn. Við vissum það báðir,
Arinbjörn og ég, að moldin verð-
ur jöfn hvort sem við lifum eða
deyjum. Sársauki líðandi stund-
ar hverfur og jafnast og bráðum
fer ég með endurminningar mín-
ar yfir djúpið -— þá málum við
kannski mynd, en semjum tæp-
lega skopleik um lífið á jörð-
inni.
Ég vissi að Arinbjörn mnndi
hverfa á brott héðan fyrr en
síðar. Það gerum við öll, þeg-
ar þar að kemur, en gjárnan
hefði ég viljað eiga með hon-
um lengri samleið hérna megin,
því við slíkan persónuleika og
góðan dreng, var gott til sam-
lags.
Ég þakka svo Arinbimi sam-
veruna. Engu er gleymt. Eins og
hann auðgaði líf sinnar fjöl-
skyldu, eins auðgaði hann
mitt líf og ótal margra annara.
Umvafinn ást og virðingu skalt
þú stíga yfir landamærin, fyrir-
bænir, heillaóskir og þakklæti
eru þitt vegabréf til landsins
ókunna.
Formenn Ungmennafélagsins
halda undir kistunna og gera það
með virðingu og þökk — við hin
stöndum upp í kirkjubekkjunum
og gerum það í virðingu og þökk
— þökk fyrir allt, sem þú skild-
ir eftir handa okkur — þitt merki
er reist, þegar eitthvað gott og
djarft er gert.
Minn fátæklegi sálmur, sem
fylgir þér áleiðis til næstu ver-
aldar, kann að verða þér ein-
hvers virði, því bak við hann
er hugur minn allur, þó orð nái
ekki að tjá sem skyldi.
Innilegar samúðarkveðjur flyt
ég Ingibjörgu, konu Arinbjörns
og börnum þeirra og ástvinum
hans öllum.
Helgi S.
íbúðir éskasi
Höfum kaupendur að:
3ja herb. íbúð í Austurbænum. Bílskúrsréttindi þurfa
að fylgja. Útborgun 3000 þúsund kr. —•
4ra herb. hæð í Laugarnesi. Útborgun 300 þús. kr.
5 til 6 herb. nýtízkuhæð. Útborgun 500 þús kr.
Einbýlishúsi á góðum stað. — Fuil útborgun.
MÁLFLUTNINGSSKBIFSTOFA
Vagns E. Jónssonar.
Austurstræti 9. Sími 14400
Verkstjóri — Stúika
Stúlka, sem getur tekið að sér verkstjórn í verk-
smiðju, þar sem 15 stúlkur vinna, óskast.
Gott kaup, góð vinnuskilyrði. Tilboð sendist afgr.
Mbl. merkt: „Verkstjórn—4670“.
Lokað
vegna sumarleyfa frá 24. ágúst til 1. sept.
Sveinn Helgason h.f.
Lækjargötu 10 A.
Vogabúar
Opna FISKBÚÐ í dag á Langholtsvegi 128. Reynið
viðskiptin.
Virðingarfyllst.
MAGNÚS E. GESTSSON.
H úsgagnasmiðir
Okkur vantar húsgagnasmiði
nú þegar.
Kristján Siggeirsson h.f.
Laugavegi 13. Reykjavík.
Útboð
Tilboð óskast í smíði yfirbyggðra aftanívagná ur
stáli, á gúmmíhjólum.
Útboðslýsing og teikningar verða afhentar á skrif-
stofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Verkfræðideild,
Hafnarhúsinu 3. hæð, gegn 100.00 kr. skilatryggingu.
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR
Veitingar í Skíðaskálanum
Rekstur í Skíðaskálanum í Hveradölum til veitinga
og gistingar, er til leigu frá 1. október n.k.
Skálanum fylgir séríbúð fyrir veitingamann.
Nánari uppl. gefur formaður félagsins, Stefán G.
Björnsson.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu, sendi umsókn
eða tilboð til formannsins fyrir 15. sept. n.k.
SKÍÐAFÉLAG REYKJAVlKUR
íbúð til sölu
100 ferm. enda-íbúð á 2. hæð í sambýlishúsi við
Hvassaleiti, er til sölu. íbúðin er fjögur herb. með
tilheyrandi. Tilbúin undir tréverk. — Nánari uppl.
gef ur:
SVEINN FINNSSON hdl.
Ægissíðu 50 — Sími 22234.
PÍPUR
%“ — 4“ svartar
- 2“ galv.
Fyrirliggjandi
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227