Morgunblaðið - 22.08.1959, Page 14

Morgunblaðið - 22.08.1959, Page 14
I 14 MORCVNBL AÐIE Laugardagur 22. ágúst 1959 Flugráð hefur gefið út 500 skírteini til flugliða HINN 17. þ. m., var 500. fundur Flugráðs haldinn. í tilefrwi af því kvaddi flugráð fréttamenn á sinn íund í gær og flutti flugmála- stjóri og formaður flugráðs Agn- ar Kofoed Hansen stutt yfirlit yfir skipan þess og helztu verkefni, sem það hefur haft með hönd um. Flugráð var stofnað með lögum tir. 65, frá 31. maí 1947. Er það skipað fimrn aðalmönnum og fimm til vara. Þrír þeirra voru kosnir hlutfallskosningu í sam- einuðu Alþingi til fjögurra ára, en tvo skipar ráðherra, annan til átta ára og hinn til fjögurra ára, og skulu þeir hafa sérþekkingu á flugmálum. Sá sem skipaður er til átta ára skal vera formaður ráðsins. Flugráð skipa nú eftir- taldir menn: Agnar Kofoed-Han- sen, formaður, Guðmundur f Guðmundsson, Bergur G. Gísla- son, Þórður Björnsson og Alfreð Elíasson. Undir yfirstjórn ráðherra og Flugráðs statfar flugmálastjóri. Hann annast rekstur og viðhald flugvalla ríkisins og öll önnur störf sem flugið varða, svo sem nýbyggingu flugvalla, loftferða- eftirlit og öryggisþjónustu. Hon- um til aðstoðar eru fimm fram- kvæmdastjórar, þeir Björn Jóns- son, framkvæmdastjóri öryggis- vallarstjóri Reykjavíkurflugvall- ar, Haukur Claessen, fram- kvæmdastjóri flugvalla úti á landi, Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits og Pétur Guðmundsson, flugvallastj. Keflavíkurflugvallar. Hjá flug- málastjórninni starfa nú samta'.s um 260 manns. Á þeim tólf árum sem liðin eru síðan Flugráð tók til starfa hafa orðið miklar framfarir á sviði flúgmála hér á landi. Flug- vellir hafa verið byggðir, örygg- iskerfið bætt, flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli yfirtekin og íslendingar hafa eignast allstóran flugvélaflota. Gefin hafa verið út um 500 skírteini til flugliða og um 80 sjúkraflugvellir byggð- ir. Þrjár flugstöðvabyggingar eru í smíðum og radartæki hafa verið sett upp á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli. Loftferða samningar hafa verið gerðir við önnur lönd og fjárhagslega mikíl vægir samningar gerðir við AI- þjóðaflugmálastofnunina um flug umferðarstjórn á Norður-Atlants hafi. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, fyrir altari. Að lokum kvaðst flugmála- stjóri vilja þakka landsmönnum fyrir hönd flugráðs þá ómet- anlegu aðstoð sem þeir hefðu lát- ið í té á undanförnum árum og mála, Gunnar Sigurðsson, flug-' áhuga þeirra á flugmálum. Kirk/uvígsla í Vindáshlíð UM það leyti sem hin nýja Hall- grímskirkja í Saurbæ var vígð, vaknaði sú hugsun hjá Guðlaugi Þorlákssyni skrifstofustjóra, að fá umráð yfir gömlu kirkjunni í Saurbæ og flyjta hana fyrir Hvalfjörð og velja henni stað í ,,Héðan af verður is- lenzkri knattspyrnu veitt athygli á Norðurlöndum" BOGI Þorsteinsson, fréttarit- ari Mbi. á Keflavíkurflugvelli, var meðal áhorfenda að lands leik íslendinga og Dana í Kaupmannahöfn. Stutt frá- sögn hans fer hér á eftir: Það var sungið alla leiðina í vagninum, sem ák með íslenzka landsliðið frá Hotel Cosmopolite til Idrætspladsen. Baráttugleði piltanna okkar var svo áberandi að jafnvel þeir, sem varkárastir höfðu verið í spáaómum sínum, voru farnir að tala um sigurmöguleika. Ég hef aldrei kynnst samstilltari hópi íþróttamaiina, allir voru einhuga um að 0era sitt bezta. Það vakti mikla athygli í Kaup mannahöfn, að Frið.rik konung- ur IX. skyldi heiðra íslendingana með næj’veru sinni á landsleikn- um, því konungurinn er mjög sjaldséður gestur á knattspyrnu- kappleikjum. íslenzkir áhorfendur á leikn- um hafa víst skipt hundruðum, enda heyrðust þeir oft hvetja landa sína, en hinir dönsku áhorf endur fögnuðu okkar mönnuth einnig vel. Loftið titraði oft und- an lófataki þúsunda áhorfenda, þegar Helgi Daníelsson yarði hirx erfiðustu skot á meistaralegan hátt, enda má segja, að Heigi ásamt þeim Hreiðari og Herði Felixsyni, hafi átt áhorfendur. Það var sannarlega gaman að vera íslendingur og horfa á þenn an leik. Danir hafa alltaf litið klefana og íslenzku leikmönnun- um var fagnað með dynjandi lófa klappi, þegar þeir birtust í dyr- unum. Það tók piltana langan tíma að komast inn í bifreiðina, því eig- inhandarsafnarar veittu þeim harða aðsókn og komust þó færri að en vildu. Fyrir utan hótelið beið jafnan stór hópur ungra knattspyrnuunnenda til að grípa hvert tækifæri og næla sér í eiginhandaráritun, ef einhver piltanna sást á ferli. Hvemig sem fer í Noregi, þá er það staðreynd, að héðan af verður íslenzkri knattpyrnu veitt Færeyingar sigruðu SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram á Shetlandseyjum hinn ár- legi landsleikur í knattpyrnu milli Færeyinga og Shetlendinga. Leikurinn fóru fram í Lerwick og endaði með sigri Færeyinga, 4—1. Staðan í háifleik var 4—0. niður á okkur sem knattspyrnu - þjóð, en þeirri skoðun var brey t á þriðjudaginn var. Jafnvel í blaðamannastúkunni heyrðust viðurkenningarorð, þeg ar Þórólfur Beck var að leika á dönsku vörnina. Að leikslokum biðu hundruð áhorfenda fyrir utan búnings-athygli á Norðurlöndum. Akureyri sigraði Vest- mannaeyjar 6-2 ÚRSLITALEIKUR íslandsmóts- ins í II. deild fór fram á Mela- vellinum í gærkvöldi. Þar kepptu um sæti í fyrstu deild næsta sum- ar íþróttabandalag Akureyrar og íþróttabandalag Vestmannaeyja. Sigruðu Akureyringar með 6 mörkum gegn 2 en í hálfleik var staðan 3:1. Leikur þessi sannaði átakan- lega hvað breiddin er ennþá lítil í knattspyrnu okkar. Hvorugt þeirra liða sem kepptu þennan úrslitaleik virðast eiga annað erindi í fyrstu deild, en að falla aftur niður í II. deild nema þá að um mikla framför verði að ræða. Leikmenn skorti áberandi knattmeðferð og langar tilgangs- lausar spyrnur eitthvað út í blá- inn voru alltof algengar. Einkum var þetta áberandi í fyrri hálf- leik. Besti maður vallarins var Jakob Jakobsson ÍBA, hann hefir mjög góða knattmeðferð og einn- ig byggir hann vel upp og kann lagið á að skapa tækifæri fyrir samherja sína. Tryggvi Georgs- son er einnig hættulegur og fljót- ur og Steingrímur Björnsson er skotharður. Vörn Akureyringa er lélegri hluti liðsins að undan- skildum markmanninum Einari Helgasyni, sem er öruggur og ákveðinn. Lið Vestmanneyja var sundur- laust og óákveðið og lék nú mun verr heldur en gegn Sandgerði á mánudaginn var. Beztir í liði þeirra voru Guðmundur Þórarins son, sem hefir góða knattmeðferð og Ársæll Ársælsson, sem er fljótur og efnilegur leikmaður. Vörn ÍBV var öll í molum og spyrnur bakvarðanna óöruggar og flausturlegar. Mörk Akureyrar skoruðu Jakob Jakobsson á 23. mín fyrri hálfleiks og aftur á 25. mín og Tryggvi Georgsson bætti þriðja markinu við á 43. mín. Mark Vestmannaeyja skoraði Þorsteinn Sigurjónsson á 44. mín. í síðari hálfleik skoraði Tryggvi fyrir Akureyri á 10. mín. og Páll Jónsson bætti öðru marki við 10. mín síðar og Jakob skor- aði síðan þriðja markið er 33 mín voru liðnar af hálfleiknum. Á 36. mínútu tókst Þorsteini Sigurjóns syni að skora síðara mark Vest- mannaeyja. Síðari hálfleikur var mun bet- ur leikinn af báðum liðunum og náðu Akureyringar nokkrum upphlaupum, sem voru vel upp byggð. Vestmannaeyingar áttu einnig nokkur góð tækifæri, sem þeir sköpuðu sér með flýti fram- herjakna, fremur en að knöttur- inn væri látinn ganga frá manni tii manns. Dómari var Grétar Norðfjörð. Áhorfendur voru fremur fáir. — B.Þ. Vindáshlíð í Kjós. Að fengnu samþykki prófasts og safnaðar Saurbæjarsóknar, og í samráði við stjórn K.F.U.K. og Hlíðar- stjórn K.F.U.K. varð þessi hlugs- un að framkvæmd. Var flutning- urinn erfiðleikum bundinn, en fyrir velvilja og hjálp borgar- stjórans í Reykjavík og bæjar- ráðs og annarra góðra vina greidd ist úr þeim vanda. Er kirkjan nú í fögrum stað í Vindáshlíð. En nú er kirkjan algerlega ný, svo vel er hún end- urbætt, og er nú eitt hið fegursta guðshús. Hefir undanfarið verið starfað að endurreisn og fegrun kirkj- unnar með fórnarríkum áhuga. Teikningu að innra útbúnaði gjörði Aðalsteinn Thorarensen húsgagnarkitekt og annaðist að- allega smíðina ásamt félögum sín um. Rafmagnsteikningu og upp- setnigu ljósa annaðist Magm'is Oddsson rafvirki. Margir aðrir hafa lagt hér hönd að verki og fórnað miklum tíma af einlægum kærleika til starfsins. Allt, sem kirkjuna prýðir, eru gjafir og fórnir, og vilja gefendur ekki, að Handknattleiks- mótið hef st í dag MEIgTARAMÓT íslands í úti- handknattleik kvenna hefst í dag kl. 16, og fer fram, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blað- inu, á hinu nýja íþróttasvæði Ármanns við Sigtún. Dregið hef- ur verið um leikröð, og leika fyrst saman: Ármann — Víkingur K.R. — Valur Á morgun kl. 14.00 leika saman: K.R. — Víkingur. Ármann —' Valur. Mótinu lýkur síðan á mánu- dagskvöld og hefst keppnin ki. 20,00 og þá leika saman, Valur — Víkingur og Ármann—K.R. Það skal tekið fram, að leikið er eftir gömlu handknattleiks- reglunum, þar sem þær nýju öðl- ast ekki gildi fyrr en 1. október n.k. Bæjakeppni Á MORGUN kl. 5 fer fram á grasvellinum í Njarðvík bæja- keppni í knattspyrnu milli Ak- ureyringa og Keflvíkinga. .Er þetta í fjórða skiptið sem slík keppni fer fram, en keppnin hef- ur farið fram til skiptis íýrii og hér fyrir sunnan. Árið 1956 unnu Akureyringar, 1957 varð jafntefli og 1958 unnu Keflvík- ingar. Fyrir þenan leik eða kl. 4, fer fram keppni milli 3. flokka beggja staða. nöfn þeirra séu nefnd. En öllum, sem hér eiga hlut að máli, kemur saman um, að nafn Þóreyjar Magnúsdóttur sé í heiðri geymt. Hún hefur kvatt þennan heim, en brennandi í áhuga vann hún með lífi og sál að kristilegu starfi í Vindáshlið, enda lagði hún fram alla krafta til stuðnings heilögu málefni. Við útför hennar var stofnaður minningarsjóður og gjafir gefn- ar. Hafa þær gjafir nú verið not- aðar í anda hennar. Sjást þær gjafir á altari kirkjunnar, þar sem eru hin fegurstu altaris- göngutæki og kertastjakar. Þá skal nefnt nafn Guðrúnar Jónasdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, en lampar allir í kirkjunni voru gefnir til. minn- ingar um hana. Síðastliðinn sunnudag 16. ágúst var hátíð haldin í Vindáshlíð. — Komu þangað um 500 manns. Hátíðin hófst kl. 3 með skrúð- göngu frá skálanum að kirkjunni. Voru þar biskup íslands herra Sigúrbjörn Einarsson og biskup- inn dr. Ásmundur Guðmundsson í fylgd með séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi og 6 prestar, og enn fremur stjórn K.F.U.K. og Hlið- arstjórnin. Er inn í kirkjuna kom veitti vígslubiskup viðtöku kirkjugrip- um t j ^etti á altarið. Guðsþjónustan hófst með þvx að Gústaf Jóhannesson lék á or- gelið. Þá flutti Guðlaugur Þor- láksson bæn í kórdyrum. Söng annaðist söngsveit K.F.U.M. og K. Vígsluræðu hélt séra Bjarni Jónsson, en prestarnir síra Frið- rik Friðriksson, síra Kristján Bjarnason, síra Magnús Guð- mundsson í Ólafsvík og síra Sig- urjón Þ. Árnason lásu ritningar- kafla. Að því loknu vígði sr. Bjarni kirkjuna og afhenti kirkj- una þ.e.a.Si Hallgrímskirkju í Vindáshlíð, Kristilegu félagi ungra kvenna, sem starfar á þeim stað. Þá prédikaði síra Sigurjón Guðjónsson prófastur og lagði út af guðspjalli dagsins. Guðsþjón- ustan endaði með því, að síra Magnús Runólfsson tónaði bæn og blessunarorð. Að lokinni kirkjuhátíð var sezt að kaffiborði, þar sem kirkju gestir fjölmenntu. Þar fluttú ræður dr. Ásmundur Guðmunds- son, dr. Bjarni Jónsson, sr. Sig- urjón Guðjónsson, sr. Kristján Bjarnason, sr. Magnús Guðmunds son, sr. Sigurjón Guðjónsson, frú Áslaug Ágústsdóttir, Guðlaugur Þorláksson og frk. Helga Magn- úsdóttir. Þó allir kæmust ekki inn í kirkjuna fylgdust allir með því, sem fram fór, því að gjallarhorn- um var svo fyrir komið, að hvort sem menn voru úti eða inni i skálanum gátu þeir heyrt söng og ræður. Er hátíð þesi öllum viðstödd- um ógleymanleg gleðistund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.