Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 2

Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 2
2 MORVVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 23. ágúst 1959 < 4 SUMARIÐ 1939 var sólríkt og blíðviðrasamt í Evrópu. I’að er sagt, að fleira fólk hafi þá þyrpzt á baðstrend- urnar við Ermarsund, Norð- ursjó og Eystrasalt en nokkru sinni fyrr. Fólk reyndi að lifa á- hyggjulausu lífi við útivist og skemmtanir. Síðar var þeirra stunda minnzt með eftirsjá og söknuði. í endur- minningum fólksins í stríðs- hrjáðum löndum urðu þær hinzta gleðin er slokknaði með haustinu og myndi aldrei koma aftur. Vissulega gat enginn vitað sín örlög. Fjölskyldurnar sem nutu sumarblíð-.nnar gat ekki rennt grun í að innan tíðar yrðu þau sundruð, ústvinjr lu'dnir á víg- stöðvum, heimili lögð í rústir í loftárásum, hungur og kvaiir í fangabúðum. Smáþjóðirnar, sem vopnlausar treystu á drengskap og mannúð í alþjóðaviðskiptum gátu ekki séð fyrir, að innan skamms yrði sjálfstæði þeirra fóium troðið og sakleysi þeirra lítilsvirt. ★ Þótt enginn gæti séð fyrir öll hin grimmu örlög styrjaldarár- anna, mátti þó greina, að stormur var 1 aðsigi. Gegnum skemmtan friðaráranna heyrðust raddir út- varpsþulanna með siðustu frétt- ir. Það voru fréttir um hótanir og hernaðaræði. Haustið 1938 óttuðust menn að Molotov undirritar hinn illræmda samning. — Ribbentrop og Stalin horfa á. GriðasáttmáH Hitlers og Stalins varð upphaf heimstyrjaldarinnar styrjöld væri að brjótast út, þeg- ar Hitler gerði kröfurnar til þýzku landanna i Tékkóslóvakíu. Chamberlain forsætisráðherra Breta flaug þá til Þýzkalands með regnhlíf sína og „bjargaði friðnum í Evrópu um aldur og ævi“ á Múnohen-ráðstefnunni. Sú björgun fólst í því að Vest- urveldin sviku Tékka, sem Frakk ar þó voru skuldbundnir með samningi til að hjálpa. Þau gengu að öllum kröfum Hitlers. Við samningsgerð í Múnchen fékk Hitler meiri fyrirlitningu en nokkru sinni áður á hinum lingerðu lýðræðissinnum. En for- ustumenn Breta, sem fengu nú í fyrsta sinn persónuleg kynni af þessum furðulega foringja þýzku þjóðarinnar, ofstopa hans og rosta, hrukku nú loksins við og hófu vígbúnað. ★ í marz 1939 sveik Hitler Múnc- hen-samninginn með því að her- nema Ieifarnar af Tékkóslóvakíu. Hann þrengdi að smáríkinu Lithá en um sama leyti og neyddi það til að láta af hendi Memel-hér- aðið. Og sumarið 1939 hófust upp kröfurnar um að fríríkið Danzig sameinaðist Þýzkalandi og ýmsar kröfur um pólska hliðið. Fyrir þessu hófu Þjóðverjar gegndar- lausan áróður og þeir stofnuðu til pólitískra æsinga í Danzig og þjóðernislegra árekstra, þar sem blönduð var byggð pólskra og þýzkra manna. í kjölfar þess fylgdu svo hótanir um hefndir og stríð vegna þess að Pólverjar misþyrmdu þýzkum mönnum. — Þannig var spennan skipulega aukin og margfölduð, unz „der Fúhrer“ gat farið áð flytja hams- lausar ræður á útifundum og í útvarp um ofbeldi Pólverja og að Þjóðverjar krefðust hefndar. ★ Vesturveldin voru nú farin að skilja, að friðarstefna og undan- látssemi eru gagnslaus gegn ein- ræði og hernaðaræði. Þau leit- uðust nú við að mynda bandalag til að stöðva útþenslu nazista og varð þeim þá fyrst fyrir að reyna að gera samtök við Rússa, sem menn héldu að væru pólitískt á algerlega öndverðum meið við nazista. Vesturveldin leituðu hóf- anna hjá Rússum snemma árs 1939, en Rússar drógu málið stöð- ugt á langinn. Það þótfi strax nokkuð grun- samlegt, þegar Litvinov utanrík- isráðherra Rússa var fyrri hluta ársins vikið úr embætti, en hann var talinn vinsamlegur Vestur- veldunum. f stað hans kom í em- bættið Molotov hinn þurri og kaldrifjaði maður, sem ætíð hef- ur verið mjög tortryggina í garð vestrænna þjóoa. Þar sem Rússar létu þrátt fyrir Reyna að finna lausn ! NÝJU-DELHI, 22. ágúst — Það var tilkynnt hér í borg í morgun, að þeir Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Ayub Khan, hers- höfðingi, forsætisráðherra Pak- istan, mundi bráðlega halda með sér fund til þess að ræða ýmis sameiginleg vandamál — og þá ekki sízt til þess að freista þess að finna lausn á Kasmis-deil- unni. Laos vill láta hlíta forystu SÞ SENDIMAÐUR ríkisstjórnarinn- ar í Laos hefur átt viðræður við Dag Hammarsjöld, framkvæmda stjóra Sameinðu þjóðanna, í að- alstöðvum samtakanna í New York, um ástandið í Laos. Rædd- ust þeir við góða stund í gær og einnig í fyrrakvöld. Sendimaðurinn lét svo um mælt við fréttamenn í gærmorg- un, að stjórn Laos mundi fúslega hlíta fyrirsögn Sameinuðu þjóð- anna í þessu máli, ef það mætti verða til þess, að bæta það vand ræðaástand, sem nú ríkir í land- inu. allt líklega sendu Bretar ög Frakkar hernaðarsendinefnd til Moskvu til að ræða nánar ýmis atriði um stofnun hernaðarbanda lags Breta, Ftakka og Rússa til þess að stöðva ..andvinmnga naz- ista. En það vakti nokkra at- hygli, að um líkt leyti kom tii Moskvu þýzk „verzlunarsendi- nefnd“. Rússar voru tregir að tala við brezku og frönsku hernaðarsendi nefndina, en drógu hana svo að segja á asnaeyrunum í heilan mánuð. ★ En viðræðurnar við þýzku „verzlunarsendinefndina“ urðu brátt hinar vinsamlegustu og fóru brátt að snúast meira um stjórnmál en verzlunarmál. Það þykir nú Ijóst, að Rússar og Þjóðverjar höfðu ákveðið þeg- ar 3. eða 4. ágúst að gera með sér pólitískt samkomulag um samstarf. En Rússar héldu áfram að taka á móti brezku og frönsku fulltrúunum, lofa öllu fögru en setja fram ný skilyrði og draga málið á langinn. Þegar ákveðið var hinn 19. ágúst, að Ribbentrop utanríkis- ráðherra Þjóðverja færi flugleið io til Moskvu, brá Vesturveldun- um í brún og þau gerðu síðustu Hawaii 50. ríki Bandaríkjanna EISENHOWER Bandaríkjaforseti lýsti því yfir formlega í fyrra- kvöld, að Hawaii-eyjar væru orðnar fimmtugasta ríki Banda- ríkjanna. í samræmi við þetta verður nú fána Bandarikjanna breytt í annað sinn á þessu ári — stjörnurnar verða 50 — en 49. stjarnan bættist í fánann, þegar Alaska var gert að sérstöku ríki í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Það hefur lengi verið í döí- inn, enda mikið áhugamál eyja- skeggja að Hawaii fengi þessi rétt indi, og eru nú hátíðahöld mikil á eyjunum í tilefni þessa atburð- ar. örvæntingarfullu tilraunina til að koma á bandalagi með Rúss- um. Þeir vildu miklu kosta til að koma á slíku bandalagi, sem nú virtist eina vonin til að stöðva ofbeldi nazista. En það gerði gæfumuninn, að Vesturveldin gátu ekki boðið sömu kjör og Þjóðverjar, sem settust að samningaborði með þeim og skiptu upp með þeim smáríkjum Austur-Evrópu. Snemma morguns 24. ágúst til- kynnti útvarpið í Moskvu að kvöldið áður hefði verið undir- ritaður í Kreml, ekki — árásar- samningur milli Þýzkalands og Sovétríkjanna. Stjórnmálamenn Vestur-Evrópu vöknuðu upp af föstum nætursvefni og skunduðu til ráðuneytanna. Sumir vildu alls ekki trúa þessu, eins og Daladier forsætisráðherra Frakka sem sagði: — Þetta er fáránlegt gabb. En Chamberlain sagði niður- beygður en með stóískri ró: — Þetta er mér undrunarefni, — óskemmtilegt undrunarefni. En Hitler sat heima á sveita- setri sínu Berchtesgaden. Þangað kallaði hann alla nelztu hers- höfðingja sína og sagði þeim tíð- indin. Hitler var sigri hrósandi yfir samningnum við Rússa. Hon- um voru allir vegir færir. „Við hefjum árásina á Pólland 26. ágúst", sagði hann. „Ég mun sjá um áróður til þess að réttlæta það, að ég byrja styrjöldina. Það skiptir engu máli, hvort sá áróð- ur er skynsamlegur. Sigurvegar- inn er aldrei spurður, hvort hann segi sannleikann. Þegar við hefj- um styrjöld, er það ekki sann- leikurinn sem skiptir máli, — heldur sigurinn“. Hitler hélt áfram: „öllum undirbúningi er lokið að árásinni á Pólland. Hún á að hefjast eftir fjóra daga, 26. ágúst. Ég hef fengið Stalín í lið með mér. í fyrsta skipti í sögunni, munum við Þjóðverjar aðeins þurfa að berjast á einum víg- stöðvum. „Pólland er í greipum minum“, hélt Hitler enn áfram í ávarpi i sínu til þýzku hershöfðingjana. „Aldrei höfum við átt eins góð- an leik á borði. Nú er það ykk- ar hermannanna að sýna, hvað þið getið“. Loks hrópaði Hitler í æsingi: „Styrkur okkar liggur í viðbragðsflýti og hraða okkar og grimmd. Verið harðskeyttir og miskunnarlausir. Verið fljótari og grimmari en andstæðingarnir. Austur í Kreml hélt Stalín hús- bóndi hinum þýzku nazistum veg lega veizlu. Þar var vínið teigað af skálum og Stalín skálaði fyr- ir löngu lifi og góðri heilsu hins þýzka „Fúhrer" og Ribbentrop svaraði með því að skála fyrir Stalín. Þegar Ribbentrop kom heim til Berlínar næsta dag, tók Hnler á móti honum á Tempelhof-flug- vellinum eins og stórum sigur- vegara. En þennan sama dag er vitað, að Hitler spurði blaðafull- trúa sinn Otto Dietrioh um frétt- ir að vestan. Blaðafuiltrúinn skildi ekki, hvað Hitler átti við. — En Hitler æpti: — Ég vii fá fréttir af frönsku og brezku rík- isstjórnunum, — eru þær ekki fallnar. Engin ríkisstjórn í lýð- ræðislandi getur staðizt slíkt á- fall. ★ Kl. 3 síðdegis föstudaginn 25. ágúst gekk Keitel yfirihershöfð- ingi þýzka hersins út úr skrif- stofu Hitlei-s með fyrirmæli um að árásin á Pólland skyldi hefj- ast kl. 5,45 næsta morgun. Dul- málsskeyti um þetta voru send til allra þýzku herjanna við pólsku landamærin og herflokkarnir tóku að skipa sér í fylkingar. En kl. 5 síðdegis símaði yfir- maður þýzku upplýsingaþjónust- unnar í Lundúnum til Berlínar, að á þeirri stundu væri verið að undirrita hernaðarbandalag Breta og Pólverja. Þessi dirfska kom Hitler á ó- vart. Aldrei hafði honum komið til hugar, að þessi úrkynjaða og vesæla lýðræðis- og regnhlífaþjóð myndi þora að snúast gegn hon- um í fullri alvöru. Og í sama mund barst honum skeyti frá Mussólíni um það að ítalir væru ekki reiðubúnir að hefja styrj- öld. Nú gerðist einstakur atburður í sögu Hitlers. Hann hikaði og afturkallaði árásarfyrirskipunina. En það var aðeins gálgafrestur. Að morgni 1. september réðust þýzkar vélaherdeildir yfir pólsku landamærin. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.