Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 11

Morgunblaðið - 23.08.1959, Page 11
Sunnudagur 23. ágúsí 1959 MOR'GVNBL'AÐIB 11 JÞessi mynd er af stórhýsi Byggingarsamvinnnfélags prentara við Hálogaland í Reykjavík. — Hafa 12 hæðir þess verið steyptar upp með skriðmóíum. Þrettánda íbúðarhæðin verður reist síð- ar. Mun þetta verða hæsta og stærsta íbúðarhús á íslandi. Er gert ráð fyrir að í því verði 62 íbúðir, tveggja til fimm herbergja. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 22' ágúst 17 0 mill jónir króna g j aldey risand vir ði síldarafurða Þegar þetta er ritað er síldar-. aflinn í sumar orðinn um ein milljón mála og tunna. Má telja, lauslega reiknað, að gjaldeyris- andvirði þessa aflamagns muni nema um 170 milljónum króna. Saltaðar hafa verið rúmlega 200 þús. tunnur og um 800 þús. tunn ur hafa verið lagðar upp í bræðslu. Gjaldeyrisandvirði Norður- landssíldarinnar mun á síðast- liðnu ári hafa numið rúmleg'a 100 millj. kr. Er því auðsætt að vertíðin í sumar er farin að nálg ast það að gefa af sér helmingi meiri gjaldeyristekjur en vertíð- in síðastliðið ár. Síðastliðna viku hefur verið nokkur síldveiði fyrir Austur- landi og ekki er ólíklegt að veiði haldist þar áfram enn um skeið. Ekki er heldur talið vonlaust að um frekari veiði verði að ræða fyrir Norðurlandi, ekki hvað síst ef tíð héldist sæmileg. Norðurlandssíldveiðin í sum- ar er orðin all-miklu meiri en hún hefur nokkurn tímann verið síðastliðin 14 ár. Hin bættu aflabrögð í sum- ar er áreiðanlega hægt að þakka nokkuð bættum tækj- um, sem skipin hafa nú við síldarleitina. Mörg þei-ra skipa sem sæmilega hafa afl- að á þessu sumri hafa tiltölu- lega sjaldan séð síldina vaða. Skipstjórar þeirra hafa fyrst og fremst orðið að treysta á hin nýju leitartæki og á þá reynslu, sem þeir hafa öðlazt á notkun þeírra. Horfur á miklum heyfeng Samkvæmt upplýsingum Stein gríms Steinþórssonar búnaðar- málastjóra, eru horfur á því, að heyfengur verði með allra mesta móti í sumar. Segja má að gras- sprettan hafi verið mikil svo að segja um allt land. En nokkuð skrykkjótt hefur gengið með verkun heyjanna. Einna erfiðast mun heyskapurinn hafa gengið í Mýrdal í Vestur-Skaftafells- sýslu. Sums staðar í Rangárvalla sýslu hafa bændur einnig átt við verulega óþurrka að stríða. Yfir leitt má segja að óþurrkar hafi verið á einstökum takmörkuðum svæðum. Á Norðurlandi, Vest- fjörðum og Austurlandi hefur heyskapurinn yfirleitt gengið sæmilega. Á Norðurlandi hafa þó verið óþurrkar síðastliðnar þrjár vikur. All-mikið hey er víða úti, en ef þurrkar verða sæmilegir á næstunni, má gera ráð fyrir mjög miklum heyfeng um land allt. Búnaðarmálastjóri teiur að töðufengurinn á öllu landinu muni í sumar, ef allt er með felldu, nema um 2,5—3 millj. hestburða. Útheys fengurinn mun hins vegar nema 6—800 þús. hest burðum. 1 kringum árið 1930 var heildar heyskapur íslenzkra bænda um 2 millj. hestburða. Skiptist hey- skapurinn þá nokkurn veginn í tvo jafna hluta milli töðu og út- heys. Síðan hefur töðufengurinn nær þrefaldast en mjög dregið úr útheysöflun. Þannig hefur hin stóraukna ræktun haft það í för með sér að bændur afla nú megin hluta allra heyja sinna á rækt- uðu landi. Hefur það að sjálf- sögðu stórfellda þýðir.gu fyrir búskapinn, ekki kvað síst vegna stöðugs skorts á mann- afla við búskapinn. Hlé milli stórátaka Síðan Alþingi lauk fyrir rúm- lega viku síðan hefur stjórnmála deilum slotað nokkuð. Stjórn- málaflokkarnir vinna nú að því að byggja upp ný samtök í hin- um stóru kjördæmum til þ«6s að undirbúa framboð og aðra póli- tíska starfsemi í héruðunum. — Kosningar hafa, eins og kunnugt er, verið ákveðnar 25. og 26. okt. næstkomandi. Má gera ráð fyrir að kosningabaráttan hefjist þeg- ar í síðari hluta september-mán- aðar. En þá standa ýfir göngur, réttir og sláturtíð og munu þær annir að sjálfsögðu gera funda- höld og annan kosningaundirbún ing nokkru erfiðari. Mikill áhu«i almerniings Enda þótt kosningar færu fram í júní mánuði síðastliðnum, bend ir margt til þess að áhugi al- mennings fyrir síðari kosningun um muni naumast verða minni en í þeim fyrri. íslendingar hafa yfirleitt mikinn áhuga fyrir stjórnmálum og þátttaka í Al- þingiskosningum er hér oftast meiri en í flestum öðrum lýðræð islöndum. Þjóðin gerir sér einnig ljóst að úrslit kosninganna í haust eru mjög þýðingarmikil, og munu ráða miklu um það, hvern ig til tekst um stjórn landsins á næstu árum. Mikill meiri hluti þjóðarinn ar mun sammála um það, að þörf sé á heilbrigðara stjórnar fari og meiri festu í stjórnar- háttum en ríkt hefur á undan- fömum árum í landinu. For- usta vinstri stjórnarinnar var veik og fálmandi og í kjölfar hennar rann margvísleg upp- lausn og glundroði. Örlagaríkastur var þó hinn gíf- urlegi vöxtur verðbólgunnar og það verðfall gjaldmiðsins, sem hún hafði í för með sér. Enda þótt íslandinga greini á um stefnur og menn er það áreiðan- lega ósk flestra kjósenda að upp úr kosningunum í haust verði mynduð samhent og dugmikil ríkisstjórn, sem fær sé um að taka raunhæfum tökum á þeim fjölmörgu vandamálum, sem glundroðatímabil vinstri stjórn- arinnar leiddi ýfir þjóðina. Aukin yfirsýn íslendingar öðluðust aukna yf- irsýn yfir stjórnmálabaráttu sína á tímum vinstri stjórnar- inr.ar. Þjóðin fékk þá tækifæri til þess að kynnast því, hvað slík stjórn raunverulega þýddi. Leið togar hinna svokölluðu vinstri flokka höfðu sagt fólkinu að þeir mundu leysa öll vandamál í sam ræmi við hagsmuni „alþýðu- manna“ og fyrst og fremst á kostnað hinna „ríku“. En reynslan sýndi allt annað. Vinstri stjórnin eygði enga aðra leið til lausnar vanda efnahags- vandamálanna en að leggja á nýja skatta og tolla. Og hún lagði þessar auknu byrðar fyrst og fremst á allan almenning. Hún lagði 1200 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum á „almúgann" á sama tíma sem hún innheimti 12 millj. kr. af stóreignaskatti, sem gert er ráð fyrir að muni samtals nema um 100 millj. kr. Blekking lirunin til grunna Ríkisstjórnin rak sig þannig LONDON, 21. ágúst — „Daily Telegraph" skýrir frá því, að tekj ur fiskimanna í Fleetwood hafa rýrnað samfara vaxandi atvinnu- leysi, af völdum útfærslu ís- lenzku fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur. Færri togarar — minni afli Afli togara þeirra, sem gerðir eru út frá Fleetwood, fyrstu 7 mánuði ársins, er sagður vera meira en 2.100 lestum minni en á sama tímabili í fyrra. Fimm togarar hafa verið seldir til nið- urrifs og tveim lagt upp, af því að þeir voru ekki nægilega stór- ir, til þess að geta leitað til fanga á fjarlægari mið en við strendur íslands-. Blaðið skýrir í þessu sambandi óþyrmilega á þá staðreynd að það er ekki hægt að leysa efna- hagsvandamál íslendinga með því einu að skattleggja hina ör- fáu efnamenn þjóðfélagsins. Þar með var ein af stærstu blekking- um flokka hennar hrunin til grunna. íslendingar vita nú hvernig vinstri stjórn snýst við vanda- málum efnahagslífs þeirra. Nú þýðir hinum svokölluðu vinstri flokkum ekki lengur að lofa gulli og grænum skógum, ef þeir aðeins geti komið á sameigin- legri stjórn sinni. Þjóðin er orðin reynslunni ríkari af getu þeirra til þess að starfa saman að raun- hæfari lausn hinna þýðingar- mestu mála. Allir landsmenn vita nú að þessir flokkar áttu í stöðugum illindum innbyrðis um hin mikilvægustu mál. Ríkis- stjórn þeirra var nærri klofnuð vegna ágreinings um landhelgis- málið vorið 1958, sex mánuðum áður en hún endanlega lagði upp laupana. „Vinstri samvinna" er þess vegna ekkert annað en innan- tómt slagorð. Enginn ábyrg- ur maður getur byggt á henni hið minnsta traust. Þetta er vissulega merkileg- ur lærdómur, sem íslenzkir kjósendur munu áreiðanlega draga af réttar ályktanir i kosningunum í október i haust. Jákvæð og raun- hæf stjórnarstefna 1 þessum kosningum verður fyrst og fremst kosið um það, hverjum þjóðin vill fela forust- una í því mikla viðreLnar- og uppbyggingarstarfi, sem fram- undan er. Það verk verður ekki unnið með góðum árangri nema af samhentri ríkisstjórn, sem markar sér raunhæfa og ábyrga stjórnarstefnu.. Vinstri stjórn myndi ófær um að marka slíka stefnu. Engin breyting hefur gerzt, sem gerði vinstri flokkana hæfari um það nú en áður að ráða sameiginlega fram úr vanda málunum. Þvert á móti bendir allt til þess að úrræðaleysi þeirra og sundrung yrði nú meiri en r.okkru sinni fyrr. Þegar á þetta er litið verður það auðsætt að höfuðnauðsyn ber til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn komi sem sterkastur út úr kosningunum í haust. Eftir styrk leika hans fer það, hvort efna- hagsleg viðreisn tekst, og hvort hægt verður að halda áfram að byggja upp bjargræðisvegi lands ins og tryggja vaxandi fólks- fjölda batnandi afkomuskilyrði. Allir frjálslyndir menn sem muna hina hrikalegu uppgjöf vinstri stjórnarinnar haustið 1958 verða þess vegn? að sam einast undir merkjum Sjálf- stæðisflokksins, og leggja þannig grundvöll að heilbrigð ara og réttlátara stjórnarfari í landi sínu. einnig frá því, að sjómenn í Grimsby og Hull hafi ekki orðið eins illa úti af völdum hinna breyttu fiskveiðitakmarka. Kem- ur það til af því, að þeir eiga stærri togara, sem leitað geta á miðin við Bjarnarey og í Hvíta- hafi. Viðskiptin beinast til Hull og * Grimsby Þar sem fiskmarkaðurinn f Fleetwood byggist að verulegu leyti á fiski af íslandsmiðum, er talin hætta á, að fiskikaup- menn hætti að leita þangað eftir fiski af heimamiðunum, og beini þess í stað viðskiptum sínum eingöngu til Grimsby og Hull. Af þessum ástæðum, segir blaðið, að útgerðarmenn í Fleetwood séu uggandi um framtíðina. Versnandi hagur sjó- manna í Fleetwood

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.