Morgunblaðið - 03.09.1959, Qupperneq 9
Fimmtudagur 3. sept. 1959
Moxcrnvnr 4ðið
9
# fáum orðum sagt
Framhald af bls. 8.
að hugsa um að lenda strax í
Landeyjum. En mér hefur verið
bent á, að við lentum ekki þar
heldur fyrir vestan bæinn á
Fljótshólum. Ég man það núna,
að við Halldór Jónasson fórum
ríðandi heim úr Landeyjunum
eftir Vestmannaeyja-förina og á
leiðinni fundum við ágætan bala
neðan við Hólma, en ég gat ekki
greint hann frá mýrlendinu í
kring, þegar við flugum frá Vest-
mannaeyjum. Þess vegna héldum
við áfram vestur, þó benzinið
væri orðið lítið, og treysti ég á
sandinn ef ben2Ínið þryti. Þegar
við vorum yfir Þjórsárósum í
3000 feta hæð, rann síðasti drop-
inn úr benzíngeymnum og vél-
in stöðvaðist. Þá höfðum við
nokkurn mótvind, en samt tókst
mér að lenda á sandinum, eins
og ég sagði áðan.^Ég þorði ekki
að lenda á grasinu, því það var
allþýft, að mér sýndist, og ekki
á það treystandi, að vélin
skemmdist ekki í lendingu. Þeg-
ar þetta gerðist hafði nóttin lagzt
yfir landið og við ákváðum að
reyna að sofna undir vélinni. En
kuldinn var svo mikill, að við
héldumst ekki við úti, heldur
sofnuðum nokkra stund í sæt-
um okkar og var þar einnig mjög
kalt. Við áttum dálitinn afgang af
benzini vestur á Eyrarbakka.
Sturla Jónsson, bóndi á Fljóts-
hólum, sendi menn og hesta að
sækja þennan dreitil og einnig
nokkra viðbót sem við fengum
frá Reykjavík. Þegar við höfðum
fengið benzínið, reyndum við að
koma vélinni á loft af sandinum,
en það mistókst. Við létum karl-
ana halda í vængstangirnar og
svo veifaði ég þeim, þegar þeir
máttu sleppa, en með þessu móti
átti vélin að komast á fulla ferð
strax. Þessi fyrsta tilraun okkar
mistókst. Þá fengum við okkur
hesta og spenntum fyrir flug-
vélina og létum þá draga hana
upp á grasbalann. Svo létum við
karlana enn halda í stangirnar
og heppnaðist okkur nú að kom-
ast á loft, þó þýft væri. Við héld-
um sem leið lá til Reykjavíkur
en komum þó við á Stóra-Hrauni
hjá séra Gísla og fagnaði hann
okkur vel. Við flugum í 9000 feta
hæð yfir Hellisheiði til þess að
hafa sem bezt svigrúm, ef eitt-
hvað kæmi fyrir. En þá munaði
litlu, að ég yrði áttaviltur, því
kompásinn var vitlaus, ef svo
mætti segja, og ekki gátum við
tekið stefnu af neinu nema sól-
inni og smáblettum af landi,
sem grillti í annað veifið.
Þegar loksins rofaði til, sá-
um við land og sjó, en Reykja-
vík hvergi. Ég þóttist þó vita, að
við værum yfir sundunum og
að litilli stundu liðinni móaði
fyrir Reykjavík í fjarska og hef
ég aldrei verið neinni sjón fegn-
ari. Þar lá hún eins og klettur á
ströndinni og beið okkar. Turton
hafði aldrei verið neitt sériega
hrifinn af Reykjavík, en ég held
ekki hann hafi brosað fallegar
í annan tíma. — Við lent-
um svo klukkan 10 á mánu-
dagskvöldið 26. og hafði ég þá
orðið af söngskemmtun Péturs
Á. Jónssonar. En ég man við
sáum stórbruna í Reykjavík,
þegar við flugum yfir bæinn. Þá
brann hús Jónatans Þorsteinsson-
ar, stórkauþmanns, við Laugaveg
31, til kaldra kola og var það
mikill eldsvoði. Mig minnir tjón-
ið hafi verið metið á hálfa millj-
ón og var það ekki lítill peningur
í þá daga.
— Var þetta sæmileg flugvél
sem þið höfðuð yfir að ráða?
— Ja, flugvélin var ágæt og
einkargóð kennsluvél, en tók að-
eins einn farþega. Við hefðum
t.d. getað flogið á henni til Ak-
ureyrar en það var ekki áhættu-
laust eins og þá var um hnútana
búið.
— Þið hafið auðvitað bundið
miklar vonir við innanlandsflug-
ið á íslandi.
Já, það gerðum við, og marg-
ir ágætismenn voru þess fullviss-
ir, að flugið mundi bæta úr sam-
gönguleysinu hér á landi og einn-
ig færa ísland nær umheimin-
um. En fæstum okkar datt í
hug, að flugvélarnar yrðu
eins fullkomnar og raun ber
vitni. Við héldum að loftskipin
mundu t.d. fljúa yfir Atlantshaf-
ið og Kyrrahafið, en ekki flug-
vélarnar, en þróunin hefur orð-
ið önnur. Á þessum árum var
álit sérfræðinga, að ómögulegt
væri að fljúga flugvél heimsálfa
á milli. En enskt máltæki segir,
að „það taki aðeins lengri tíma
að gera hið ómögulega en það
sem mögulegt er“.
— Þið hafið auðvitað flogið
með farþega hér í Reykjavík.
— Já, við fórum með marga
farþega í hringflug yfir bæinn.
Ég man t.d. eftir séra Friðriki
Friðrikssyni. Hann fermdi bróður
minn, þegar hann var prestur
vestur í Winnipeg nokkrum árum
áður og við þekktumst vel. Hann
sagði við mig, þegar við komum
úr fluginu: — Þetta er það næsta
sem ég hef komist himninum.
Hér hefur margt verið að ger-
ast, þegar þú varst hér?
— Já, hér gerðist margt, sumt
skemmtilegt, annað miður
skemmtilegt. Eitt sinn var hald-
ið iþróttamót á Melavellinum,
Friðþjófur Thorsteinsson hafði
heyrt, að ég hefði tekið þátt í
frjálsiþróttamóti, meðan ég stund
aði nám við Manitobaháskóla, og
þess vegna var ég beðinn um að
taka þátt í keppninni. Meðal
þátttakenda í kúluvarpi var
sænskur maður. Allir voru þess
fullvissir, að hann mundi sigra
Kúluvarpið Var ekki min sterk-
asta hlið, en samt tók ég þátt
í því, ög áður en ég vissi af,
hafði ég sett nýtt ísiandsmel í
keppninni — og sigraði Svíann!
Þá voru íslendingarnir montnir.
— Við vorum að tala um fiug-
ið. Segðu mér eitt, var ekki dýrt
að fljúga?
— Fyrst voru ferðirnar ódýrar,
en svo hækkuðum við fargjaldið
upp í 100 kr. fyrir 10 minútur.
Einn farþegi fékk þó alltaf frítt
far. Það var Jakob Kristjánsson,
nú prentari á Akureyri. Hann var
okkur mjög hjálplegur og ætiaði
að læra að fljúga hjá mér, en ég
fór, áður en hann varð fullnuma
í þeirri list.
— En af hverju hækkuðuð þið
fargjaldið?
— Ja, ætli okkur hafi ekki
bara farið fram í „bissness“?
Þegar Frank Fredérickson hugs
aði um þetta mál frekar, mintist
hann þess, að Flugfélaginu hafði
brugðizt benzín sem það átti von
á frá Bretlandi og var ástæðan
sú, að brezka stjórnin bannaði
útflutning á því. Flugfélagið átti
þá benzín í aðeins tveggja
klukkustunda flug og var ákveðið
að selja tíu farmiða sem giltu í
tíu mín. hver. Vegna benzín- og
fjárskorts varð félagið að hætta
starfsemi sinni þetta sumar og
Frank Fredrickson pakkaði vél-
inni niður í kassa, kvaddi kóng
og prest og hélt til Englands í
því skyni að fá brezkt flugfélag
til að veita aðstoð sína við innan-
landsflug á fslandi, en gekk bón-
leiður til búðar. Aftur á móti fór
hann flugferð sem fræg er orðin,
með kapt. Hoare frá Martelsham
Heath til Felixstowe. Það var í
fyrsta skipti sem flugvél fór á
loft af flugvelli, en lenti á sjó.
Þótti það afar merkilegt og fehgu
flugvélaverksmiðjurnar 10 þús.
punda verðlaun. Frank hugðist
kaupa slíka flugvél fyrir íslands-
flug, þvi hann var þeirrar skoð-
unar, að flugbátur hæfði íslands-
flugi bezt, en af ýmsum ástæðum
varð ekki af kaupum í Bretlandi.
Hélt hann þá heim til Kanada
aftur.
M.
Félagslíf
Farfuglar — Ferðafólk
Nú er siðasta tækifærið að
fara skemmtiferðalag með Far-
fuglum á þessu ári, því um næstu
helgi 5.—6. september er ráðgerð
síðasta ferðin á áætlun, en það
er ferð í Hítardal og að Hítar-
vatni. Lagt verður af stað kl. 2
e. h. úr Reykjavík og síðan ekið
til Borgarness og drukkið kaffi
þar, en haldið siðan upp í Hítar-
dal og tjaldað þar við Stekká,
rétt fyrir neðan bæinn Hítardal,
sem er innsta býlið í dalnum. Á
sunnudag verður gengið inn að
Hítarvatni og m. a. gengið á fell-
ið Hólmur, en útsýni þaðan er
mjög gott niður eftir dalnum og
út á Mýrar, sem og yíir vatnið
sjálft. Leitið uppl. ískrifst., Lind-
argötu 50, sem er opin á mið-
vikudags- og föstudagskvöldum
kl. 8,30—10. — Sími 15937.
— Nefndin.
Söngkonan Stella Felix
Iíljómsveit Felix Velverts
og Neo-quartettinn
skemmta frá kl. 7.
Sími 35936.
Aiv'.nna
Stúlka, helzt vön afgreiðslustörfum óskast í vefnað-
arvöruverzlun í miðbænum. Umsókn er tilgreini
aldur og fyrri atvinnu sendist afgr. Mbl. merkt:
„Lipur — 4197“.
Útge.oarmenn — Háseigendur
Tökum að okkur að annast sölu fasteigna, báta og
skipa.
Málflutningsskrifstofa
LtJÐVlK GIZURARSON, hrl.
Klapparstíg 29 — Sími 17677.
AðstoSarlœknístaða
Staða aðstoðarlæknis á lyfjadeild Landsspítalans er
laus til umsóknar frá 1 .janúar 1960 að telja. Staðan
er veitt til tveggja ára. Laun samkvæmt launalögum.
Úmsóknir með upplýsingum um aldur, nám og
fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, Reykjavík fyrir 15. okt næstkom-
andi.
SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA.
iveU -- Suðurnes
Höfum fengið mikið úrval af skólavörum og rit-
föngum. Skóla og ferðaritvélar margar gerðir
fyrirliggjandi. Útvegum allar gerðir af Rhinemetal
og Astra skrifstofu- og bókhaldsvélum.
VERZLUIMIIM KYIMDILL
Hringbraut 96 — Sími 790.
Siwa Savoy
þvottavélarnar sjóða,
þvo, skola og þurr-
vinda þvottinn á
skömmum tíma.
Væntanlegar í þess-
um mánuði.
Tökum á móti pönt-
unum.
Reildverzlun
ÓLAFSSON
& LORANGE
Xlapparstíg 10
Sími 17223.