Morgunblaðið - 03.09.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 03.09.1959, Síða 10
10 MOKCVTVV T 4ÐIÐ Fimmtudagur 3. sept. 1959 jfttMðMfr Utg.: H.t. /vrvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasðlu kr. 2.00 eintakið. EINS OG RISAVAXINN FUGL IDAG er minnzt 40 ára af- mælis flugsins á íslandi. Hinn 3. september 1919 lyfti flugvél sér í fyrsta skipti upp af íslenzkri grund. Daginn eftir komst Morgunblaðið m.a. að orði á þessa leið: „Um kl. 5 í gær gerðist óvænt- ur atburður suður á Flugvelli. Reynsluflugið var ákveðið þá strax, og án þess að nokkur vissi ók Faber vélinni út á vðil, sett- ist við stýrið og renndi aí stað. Vélin rann nokkra „ugi faðma niður eftir túninu, eins og álft, sem flýgur upp af vatni og loks losnaði hún frá jðrðu og smá- hækkaði. Hljóðið frá mótornum heyrðist yfir bæinn og menn fóru að skima í kringum sig. Og allir, sem skimuðu, ráku augun í það sama: Vélin leið áfram um loftið, eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennisléttum vegi, sneri sér krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassvörðinn". Aðdáunin á hinu nýja sam- göngutæki leynir sér ekki í þess- ari lýsingu á hinu fyrsta flugi hér á landi. Fólkið fann, að einn af elztu draumum mannkynsins hafði rætzt, draumurinn um að geta flogið um loftin eins og fuglarnir. Nýr tími var kominn til þessa fjarlæga og afskekkta lands. Mikil verkefni framundan í dag er flugið msrkur þátt- ur í atvinnulífi þjóðarinnar og flugvélarnar eitt þýðingarmesta samgöngutæki hennar. Tvö ís- lenzk flugfélög halda uppi reglu- bundnum áætlunarferðum milli íslands og tveggja heimsálfa. Og innanlands nýtur öll þjóðin stór kostlegs hagræðis af flugsamgöng Það er vissulega ástæða til þess að fagna hinni öru þró- un í íslenzkum flugmálum og þakka brautryðjendum flugs- ins hér á landi fyrir dugnað þeirra og framsýni. En mikil verkefni eru ennþá framundan á sviði flugmála okk- ar. Okkúr vantar flugvelli víðs- vegar um land til þess að tryggja einstökum landshlutum öruggari flugsamgöngur. Ný og fullkomin öryggistæki þarf að setja upp og bæta flugvélakost þjóðarinnar. Mjög þýðingarmikið er að forystu menn flugmálanna fylgist vel með öllum nýjungum, sem gerast á sviði þeirra í heiminum. Mun óhætt að fullyrða ,að á næstu árum muni gerast margvíslegar breytingar, sem gera flugið ör- uggara og þægilegra. ÞEGAR FRAMSOKNARFRAMBJOÐ- ANDINN TALAÐI AF SÉR AÐ vakti mikla athygli í sumar, þegar einn af fram bjóðendum Framsóknar- flokksins lýsti því yfir á fjöl- mennum fundi norður í Skaga- firði, að það væri skoðun sín, að fólki myndi á næstu árum fækka stórkostlega í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Þetta þótti ekki hvað sízt athyglisvert, þar sem maðurinn, sem yfirlýsinguna gaf, var enginn annar en skóla- stjóri Búnaðarskólans á Hólum, setn gegnir því hlutverki að mennta ung bændaefni og glæða áihuga þeirra á landbúnaði og sveitastörfum. Heimskuleg hrakspá í þessum ummælum Framsókn- arframbjóðandans í Skagafirði kom greinilega fram svartsýni Framsóknuarmanna á framtíð sveitanna. Þeir þykjast sífellt vera hinir einu sönnu unnendur landbúnaðarins, og reyna að telja fólki trú um, að þeir hafi haffc forystu um allt það sem til heilla horfir fyrir íslenzkar sveitir. En undir niðri trúa þeir ekki á framtíð þeirra. Þess vegna gloppast það upp úr frambjóð- anda þeirra i Skagafirði, að fólki muni stórfækka á næstu árum í einum blómlegustu landbúnaðarhéruðum Norður- lands. Nú er það hinsvega’’ faðreynd að fólki hefur undanfarin ár ekki fækkað í þessum sveitum, heldur fjolgað. Þar hefur verið unnið stórkostlegt uppbyggingarstarf, bæði á sviði ræktunar- og húsa- bóta. Hrakspá bændaskólastj Ir- ans er þess vegna heimskuleg i fullyrðing, sem ekki á við minnstu rök að styðjast. En Fram sóknarmenn skammast sín fyrir hana, eins og greinilega kemur fram í forystugrein Tímans í gær. Framsóknarafturhaidið í raforkumálunum Sama máli gegnir um afstöðu Framsóknarmanna til hinna fyrstu tillagna Sjálfstæðisflokks- ins um rafvæðingu sveitanna. Framsóknarmenn fyrirverða sig nú fyrir það, að hafa snúizt gegn þessum tillögum árið 1929, þegar þeir Jón Þorláksson og Jón á Reynistað fluttu þær í fyrsta skipti. Formaður • Framsóknar- flokksins sagði þá, að stórvirkj- anir fyrir strjálbýlið myndu „setja landið á hausinn“, og tveimur árum síðar rufu F'ram- sóknarmenn Alþingi til þess að hindra fyrstu virkjun Sogsins, sem Tíminn kaliaði þá „samsæri andstæðinga Framsóknarflokks- ins.“! í gær kallar Tíminn raf- væðingatillögu Jóns Þorláksson- ar „hið falska raforkuplan íhalds ins“.! En þetta „raforkuplan" var ekki falskara en svo, að nú er verið að hrinda því í fram- kvæmd fyrir frumkvæði Sjálf- stæðismanna, sem tókst árið 1953 að neyða Framsóknar- menn tii þess að ganga inn á það. Það er vissulega von að Tím inn sé skömmustuleguir á svip- inn í gær. UTAN UR HEIMI Konungurí55 ár L A O S hefir mjög komið við sögu í heimsfréttunum undanfarið vegna átaka þeirra, er orðið hafa í land- inu. — Hinn aldni konungur Laos, Sisavang Vong, hefir nú afsalað sér völdum í hend- ur syni sínum, Savang krón- prins, sem tók formlega við völdum sl. mánudag, 31. ágúst. — Það er ekki vegna þess alvarlega ástands, sem skapazt hefir í landinu, að hinn 74 ára gamli konungur hefir nú vikið úr hásæti eftir framt nánu sambandi við Frakk- land sem meðlimur í franska ríkjasambandinu. Það gerðist ár- ið 1949, sem kunnugt er. 25 konur — 38 börn • Sisavang Vong, sem er af- komandi þúsund ára gamallar, suður-kínverskrar konungsætt- ar, hefir verið merkilegt sam- bland af hinum „óformlega“ konungi nútímans og austurlenzk um „ævintýrakóngi", eins og þeir gerast í sögum og sögnum. Hann á einar 25 eiginkonur, og með þeim á hann 38 börn — að því er vitað er. En aðeins VONG KONUNGUR — hrókur alls fagnaðar s Sisavang Vong, konungur í Laos, hetir | s ------ - ... s s s s afsalað sér völdum í hendur sonar síns, \ sem talinn er verðugur arftaki góðs þjóðhöfðingja óvenjulanga stjórnartíð — en hann hefir setið að völdum í 55 ár — heldur er hann sjúk- ur maður. Hollusta, góðvilji og vizka • Sisavang Vong tók við kon- ungdómi árið 1904, þegar þetta „land hinna hvítu sólhlífa“ eða „land hinna mörgu fíla“, eins og það oft var .nefnt, var frönsk nýlenda. — í opinberri tilkynn- ingu í sambandi við valdaafsal hans nú stóð m. a„ að stjórn hans hefði markazt af „hollustu, góðvilja og vizku“. Og það mun sannast mála, að Vong konung- ur hefir verið góður stjórnandi og framfarasinnaður — en þá sögu má einnig segja um marga aðra þjóðhöfðingja í hinum lítt þekktu „ævintýraríkjum“ Suð- austur-Asíu. 'k Vong konungur hefir alla tíð verið tengdur mjög traustum böndum við Frakkland — fransk- an anda og frelsishugsjónir. — Hann fæddist á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí 1885 — og menntun sina hlaut hann í frönskum skólum. En hann var líka sá, sem undirritaði samning þann, er gerði Laos að frjálsu og fullvalda ríki — en hélt jafn- ein af öllum þessum eigin- kvennaskara er opinberlega „við- urkennd", og aðeirfs tvö af öll- um börnunum eiga tilkall til krúnunnar, krónprinsins, Savang Vatthana, sem nú hefir tekið við völdum eins og áður segir, og Souphantharangsi prins, sem er titlaður „aðalritari“ konungsins. Hrókur alls fagnaðar • Áður en kóngur gerðist heilsutæpur, var hann oft hrókur alls fagnaðar í hirðlífinu, tók þátt í ýmiss konar íþróttum, var hinn fyrsti út á gólfið á hirðdansleik- unum og ákafastur allra við pókerspilaborðin. Hann var einn- ig liðtækt tónskáld og hljóðfæra- leikari, og mátti oft sjá hann standa frammi fyrir hinni kon- unglegu hljómsveit leikandi af miklum móði á blásturshljóðfæri nokkurt, sem er sérstakt fyrir Laos, en líkist að nokkru orgeli. Vong konungur dvaldist oftast í höfuðborg sinni, Luang Prab- ang, en fór við og við til Frakk- lands til lengri eða skemmri dval ar. Hann hélt kyrru fyrir í Luang Prabang, þegar borgin var í hvað mestri hættu í Indókína-styrjöld- inni. Verðugur arftaki • Hinn nýi konungur, Savang, stundaði nám í París, og er því nákunnugur Frakklandi eins og faðir hans. Hann hefir oft verið fulltrúi lands síns á erlendum vettvangi. Hann er talinn verð- ugur arftaki föður síns, og hyggja landsmenn gott til að lúta for- ystu hans, ef takast má að hrekja hina kommúnisku innrásarheri á brott og koma aftur á ró í „landi hinna hvítu sólhlífa". Tilraunir til að bæía mataræði Cóður árangur í baráttu við bœti efnisskorfinn Á SÍÐARI árum hafa bæði Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvæla- og land- búnaðarstofnunin (FAO) og Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) fengizt við tilraunir í því skyni að bæta mataræðið, og þá einkum mataræði barna á uppvaxtarárunum, í löndum, þar sem bætiefnaskortur í mat er almennur. Stefnt er að því að nota þær nytjajurtir, sem fyrir eru í hverju landi, til að fram- leiða bætiefnaríka fæðu, sem falli börnum í geð. Árangurinn af þessum rannsóknum hefur reynzt jákvæður: fundizt hafa ýmis efni, sem hafa talsvert magn af próteini og öðrum nyt- sömum næringarefnum og falla jafnframt börnum í geð. k TJmræddar stofnanir Samein- uðu þjóðanna hafa gert víðtæka alþjóðlega rannsókn á ýmsum fæðutegundum, og Barnahjálp SÞ hefur safnað niðurstöðum rannsóknanna í skýrslu, sem verður lögð fyrir stjórn Barna- hjálparinnar í september. — í skýrslunni er lögð áherzla á, að rannsóknirnar hafi sannað það, að mikilvægar nýjar fæðuteg- undir séu fyrir hendi á þeim svæðum, þar sem bætiefnaskort- urinn er hvað tilfinnanlegastur. Ákveðin samsetning þeirra jurta- efna, sem fyrir hendi eru, hefur sama næringargildi og mjólk, og framleiðslan er ekki dýrari en svo, að lægst launuðu stéttirnar geta veitt sér þennan sjálfsagða „munað“. Það hefur komið í ljós, að börn, sem þjást af „kvashiork- or“ (veiki sem stafar af miklum 1 próteinskorti) þola þessar fæðu- tegundir og hafa ekki neitt við bragðið að athuga. — Sérstök tegund af mjöli úr baðmullar- fræi, sem hingað til hefur verið álitið óhæft til manneldis, er t. d. sérlega hollt fyrir börn. Loks hefur verið sýnt fram á það með tilraunum, að efni, sem eru sjálf óheppileg til manneld- is sökum próteinskorts, geta orð- ið tilvalin fæða þegar þau eru blönduð öðrum próteinríkum efnum. k 1 Indónesíu hefur um tveggja ára skeið verið rekin „mjólkur- verksmiðja", sem notar soja- baunir og sesamfræ sem hráefni. Hún framleiðir árlega 200—300 tonn af þurrmjólk, og eru 150 tonn árlega látin í té börnum og mæðrum fyrir milligöngu heilsu- verndarstöðva og sjúkrahúsa. Það, sem afgangs er, er sent á markaðinn blandað kakaó- eða vanilla-bragði og sélt sem eins konar fljótandi sojamjólk. Verksmiðjan var reist með tækni legri og fjárhagslegri aðstoð Matvæla- og landbúnaðarstofn- unarinnar og Barnahjálparinnar, Með hjálp þessara sömu stofn- ana og Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar er nú í ráði að gera tilraun með framleiðslu svipaðra fæðutegunda í Nígeríu, Japan, Mið-Ameríku og á For- mósu. Þá hafa nokkur önnur ríki, sem hafa áhuga á mál- inu, sent umræddum stofnun- um tilmæli um aðstoð. Daloi Lanta biður S.Þ. dsjdr NÝJU DELHI, 31. ágúst — Dalai Lama, hinn útlægi trúarleiðtogi Tíbeta, hefur í orðsendingu beðið Samein- uðu þjóðirnar að taka upp mál þjóðar sinnar, sem nú líði hinar mestu þjáningar undir oki kommúnista. — I orðsendingu sinni beinir hann orðum sínum til allra friðelskandi þjóða heims og biður um stuðning við frelsi og réttlæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.