Morgunblaðið - 03.09.1959, Page 16

Morgunblaðið - 03.09.1959, Page 16
16 MORCVNfíLAÐlÐ Fimmtudagur 3. sept. 1959 „Vitið þér líka, hvernig hrnn kcmst á slóð vinkonu yðar?“ Hún átti auðsjáanlega erfitt með að nefna orðið „vinkona". „Ég hef ekki hugmynd um það“, sagði Anton. „Þér haldið, að þér vitið allt, en vitið ekkert". Það var svo- lítill sigurhreimur ímálróm henn- ar. Hún þagnaði, eins og til þess að gefa næstu setningu meiri áhrif. „Vinkona yðar hefur kom- izt inn til mín í laumi“. Hún hafði ekki hrósað sigri að ástæðulausu. Anton horfði hissa á hana. „Ég réði Lúlúu fyrir skömmu, 'fyrir barnfóstru", hélt Vera áfram. „Það getur ekki átt sér stað!“ „Jú, það getur mjög vel átt sér stað. Þér eruð sennilega ekki heima síðari hluta dagsins". í þetta skipti var jafn mikill fyrirlitningartónn í orðinu „heima“ og áður í orðinu „vin- kona“. „Hvernig stóð á því, að hún kom til yðar?“ spurði Anton. „Hermanni hefur verið vísað á hana“. „Hermanni?" „Að minnsta kosti réði hann hana“. Anton kveikti sér í vindling. „Þetta er athyglisvert", sagði hann. „Mjög athyglisvert". „Hvers vegna er það svo at- hyglisvert?“ „Af því að hér er eitthvað á seiði, semm ér er ekki ljóst“. Vera yppti öxlum lítið eitt. „Liklega hefur hún ætlað að njósna um yður. Að minnsta kosti spurði Verneuil mig, hvort nokkur myndi hafa getað hlustað á símtal mitt við yður“. Hún lækk aði röddina. „Þegar við komum okkur saman um að fara út. Svo barst talið að þjónustufólki mínu og þá fékk lögreglustjórinn vitn- eskju um Lúlúu“. Það voru djúpar hrukkur á andliti Antons. „Fíflið að tarna", sagði hann eins og við sjálfan sig. „Ef ég þekki Verneuil rétt, þá er hann búinn að klófesta hana. — Þér hefðuð átt að vara mig við fyrr, Vera“. „Þér viljið þá losa hana úr klóm lögreglunnar". „Vitanlega". „Er það svo auðvitað, að karl- maður verndi konu, sem hefur reynt að ráða honum bana?“ „Það skiljið þér ekki, Vera“. Það var óþolinmæði í röddinni. „Ég hef alið Lúlúu upp, eins og menn ala upp börn. Hún hefur lært mikið. Hún er skynsöm, en hún heldur áfram að vera barn. Þegar afbrýðisemin kemur í hana, þá missir hún dómgreind- ina. Á innborna menn hefur af- brýði sömu áhrif og alkóhól. •— Þeir þola hvorugt". Hann þagn- aði. „Hún kom hingað og bað mig afsökunar". Vera stóð upp og gekk þvert yfir herbergið. Hún leit út um gluggann. „Elskið þér þessa stúlku?" spurði hún. „Ég hef náð mér í hana. Manni þykir vænt um allt, sem maður aflar sér sjálfur". Hún hafði ekki ætlað sér að spyrja, hvort Anton elskaði hina svörtu stúlku. Hún iðraðist eftir spurninguna. Hvað kom ástin milli. ævintýramannsins og inn- fæddu stúlkunnar henni við? —- Anton hlaut að halda, að hún væri afbrýðissöm. Var hún það? Hún var að minnsta kosti ekki innfædd kona. Á hana hafði af- brýði ekki sömu áhrif og alkohól. Hún missti ekki dómgreindina. Það er barnaleikur að strauja þvott- inn með „Baby“ borðstrauvélinni. Hún gekk aftur að rúminu og' settist. Hún mælti: 1 „Fyrirgefið mér hina heimsku | legu spurningu. Ég hef ekki áhuga á stúlkunni yðar og ég kom ekki þess vegna“. „Heldur------“ „Hafið þér lesið blaðið?“ „Þér eigið við árásina á Sewe?“ „Já. Mér er nú ljóst, að þér hafið sagt mér sannleikann". Hún brosti þreytulega. „Þér segið ávallt sannleikann, einnig um ást yðar á Lúlúu“. Hvers vegna þurfti ég að fara að tala aftur um stúlkuna, hugs- aði hún og roðnaði. „Auðvitað hef ég sagt yður sannleikann“, sagði hann. „Um Sewe“, bætti hann við brosandi. „Ég þarf á ráðum yðar að halda“. Hún talaði rólega og blátt áfram, eins og þegar talað er við lækni eða embættismann. „Her- mann hefur beðið mig að fara til Sewe. Ég á að starfa fyrir Sewe eins og aðrar konur í félags- skapnum, starfa að hjúkrun, fjár söfnun eða einhverju slíku. — Hvernig komið þér því í sam- hengi?“ „Sætabrauð og svipa, ég er bú- inn að segja yður það. Þér eigið að byggja brú til Sewe. Þeir hafa ennþá von um að fá hann til að átta sig. Eða það, sem þeir góðu menn kalla að átta sig“. „Sewe lætur aldrei undan. — Hann er saklaus". Hún athugaði hann nákvæmlega. „Það er ekki hægt að gera honum mein“. Hún hikaði. „Ef ekkert Ijúgvitni kem ur fram“. Anton drap á vindlingnum í litla blokk-öskubakkanum. Hann leit ekki á Veru. „Og þér ætlið að taka af mér það loforð, að ég gerist ekki vitni í málinu". Hún greip hönd hans. Hún sagði með mjúkri og ástúðlegri rödd: „Já, það ætla ég, Anton“. „Nú vildi ég gjarnan spyrja yður að nokkru, Vera“. „Spyrjið þér!“ „Elskið þér Hermann?" „Hvað kemur það málinu við?“ „Það á ekki að svara með spurningu. Ef þér elskið Her- mann, þá getið þér ekki grafið undan framtíð hans. Það er um milljónir að ræða og það er um vald að ræða. Ef árásin á Sewe misheppnast, þá fleygir Dela- porte bróður mínum frá sér. ___ Eruð þér kona Hermanns eða ekki?“ Baby er einasta borðstran- vélin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Takmarkaðar birgðir Jfekla. Austnrstræti 14 Símar 11687. Nýjasta tízkan er „Terylene“ skyrtan „Terylene“ er nýtt efni, sem hvarvetna er nú að ryðja sér til rúms vegna styrkleika og gæða. Enska „Double Two“ skyrtan er falleg og loftar eins og léreft, en end- ingin er margföld á við flestar aðrar skyrtur. Skyrtu þessa þarf aldrei að strauja. Þvottur hennar er fljótlegur og auðveldur. Með skyrtunni fylgir auka- flibbi og er handhægt að skifta um flibba, er þér óskið. IlANS WÖLFGANCtí Þér tekst áreiðanlega ekki að | fálki á eftir spörfuglinum þínum. I fyrir ,að fálkinn nái í spörfugl- I inn okkar, þá finnum við aldrei »anna þitt mál, Maikús. Það er ' Ef að þetta skot kemur ekki í veg I hreiðrið. 1 Hún sleppti hendinni og stóð upp. „Ég er kona Hermanns, en ég er ekki ívitorði með honum“, sagði hún. „Ég hef líka útvegað mér hann, Anton — eins og þér svertingjastúlkuna yðar. Það virðist drembilega mælt, en það er satt. Mér þykir líka vænt um það, sem ég hef útvegað mér. Og ég á tvö börn og þau eru mér allt í heiminum". Anton settist upp í rúminu og greip hendur hennar með báðum höndum. „Þér elskið hann þá ekki“, sagði hann. Hún hreyfði sig ekki, dró ekki að sér hendurnar og leit ekki á hann. Hann sagði lágt: „Ég veit, að þér elskið börnin yðar, Vera. En Hermann þekkið þér ekki og hafið aldrei þekkt hann. Afríka er merkilegur heim ur og Leopoldville er merkileg- asta borgin í þessari merkilegu heimsálfu. Hvers sá, sem kemur til Leopoldville, gengur fram fyrir nákvæmt stækkunargler. Allir drættir hans koma greini- lega í Ijós eins og á sköipustu ljósmynd. Hið góða og hið illa kemur hræðilega greinilega fram. Nú sjáið þér Hermann. Þér munuð sjá hann ennþá greinileg- ar. Þér verðið að taka ákvörðun. Ef þér eruð konan hans, þá verð- ið þér líka að vera í vitorði með honum. Það er lögmál þessarar álfu. Það er lögmál þessarar borgar“. Hún hreyfði sig ekki ennþá. „Hvað viljið þér, að ég geri?“ spurði hún. „Ég vil að þér yfirgefið Her- mann“, sagði hann. Hún lokaði augunum. Hún ætl- aði að losa hendur sínar, en hún gat það ekki. Hendur hennar voru í höndum hans eins og leir í höndum leirkerasmiðs. „Ég elska yður“, sagði Anton. „Ég elska yður meira en líf mitt. Ég hef aldrei elskað aðra konu. Það eru til milljónir kvenna, sem hafa farið frá mönn um sínum, enda þótt þær ættu börn. Ég elska Pétur og Silviu. Það getur verið, að ég sé ævin- týramaður, en þér vitið jafnlítið um mig og ævi mína eins og þér vitið um Hermann". Hann talaði svo fljótt, að hún gat ekki tekið fram í fyrir honum. „Vera — við gætum byrjað nýtt líf. Ég er reiðubúinn að koma mér aftur á réttan kjöl“. aitltvarpiö Fimmtudagur 3. september 12.50—14.00 „Á frívaktinni“, sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðuifr). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Samfelld dagskrá í tilefni 40 ára afmælis flugs á íslandi. (Sigurður Magnússon fulltrúi undirbýr d;»g- skrána). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Sveitasæla" eftir Lars Dilling í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur. Fyrri lestur. (Edda Kvaran leikkona les). 22.30 Sinfónískir tónleikar: — Sinfónía um franskan fjallasöng op. 52 eftir D’Indy. Píanóleikarinn Aldo Ciccolini og hljómsveit tónlistar- skólans í París leika. André Cluyt ens stjórnar. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 4. septembcr 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.03 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—12.50 Hádegisútvarp. — (12.23 Fréttir, tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir), 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir 20.30 Tónleikar: Slafneskir dansar eft- ir Dvorák. Tékkneska fílharm- óníuhljómsveitin leikur. Václav Talich stjórnar. 20.55 Erindi: Enska lýðveldið og Crom well. Síðara erindi (Bergsteinn Jónsson cand. mag.). 21.25 Þáttur af músíklífinu (Leifur Þórarinsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Sveitasæla'* eftir Lars Dilling í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur. Síðari lestur. (F.dda Kvaran leikkona les). 22.30 í léttum tón: a) Terry Gibbs-sextettinn leikur. b) -Hljómsveit Mary Lou Williams leikúr. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.