Morgunblaðið - 09.09.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 09.09.1959, Síða 6
6 MORWyBr/AÐIB Miðvikudagur 9. sepf. 1959 Vini íslands j árnað heilla j Dr. Edvard Busch sexfugur í dag \ EDUARD Busch er sextugur í dag. Þeir íslendingar, sem þekkja hann — og þeir eru orðnir margir — þekkja hann að góðu og ein- ungis að góðu. Han hefir bætt mein fleiri manna íslenzkra en nokkur annar erlendur læknir og raunar verið íslendingum þarfari en nokkur einn maður erlendur annar, er ég hefi haft spurnir af. Það verða því marg- ir hér norður við Dumbshaf, sem hugsa hlýtt til hans í dag. Það verður víðar að, sem honum ber- ast góðar kveðjur og þá fyrst og fremst úr heimalandi hans, en það sem hann hefir gert fyrir sitt fólk getur það tekið með sjálfskyldu, en um það, sem hann hefir fyrir okkur gert, norður hér, gegnir öðru máli. Það er margt gott um fámenn- ið, en vankantar eru á því. Einn af þeim er sá að við getum ekki haldið uppi heilbrigðisþjón- ustu í öllum greinum til jafns við stórar þjóðir. Ekki af því að hérlent fólk geti ekki lært til jafns við aðra og væntanlega hefir fjárskortur ekki átt að Dr. Edvard Busch hamla undanfarin ár, þó okkur, sem finnum hvar skórinn krepp- ir, finnist einatt að skilningur yfirvalda á því, hvað heilbrigð- isþjónusta kostar, sé ekki ætíð nógu skarpur. Agnúinn er sá, að í fámenninu fellur ekki nóg til a' sumum kvillum, til þess að halda læknum og hjúkrunarfólki í þeirri æfingu, sem þarf til þess að fást við þá með viðhlýtandi árangri. Og þá þurfum við að leita annað. Sá þáttur læknis- fræðinnar, sem fjallar um að- gerðir á heila, hefir verið utan- garðs hjá okkur og verður vænt- anlega enn um sinn, þó lands- fólkinu fjölgi óðfluga. Þar hefir afmælisbarnið verið okkur hauk- ur í horni. Eduard Busch er fæddur í Kaupmannahöfn 9. sept. 1899. Hann varð student 1917 og lauk embættisprófi í læknisfræði 1924, en doctorsprófi í febrúar 1930, hvorttveggja við Hafnarháskóla. Hgnn lagði stund á handlækn- ingar og vann við ýmsa spítala í Danmörku unz hann sneri sér að neurokirurgi — skurðlækning um á miðtaugakerfi. — Undir- búningsfræðslu sína sótti hann til Stokkhólms og Bandaríkj- anna. Olivencrona hafði þá um skeið helgað sig þessari grein, en áður numið af Cushing í Vestur- heimi, en Cushing hafði lagt grundvöllinn vestan hafs og gert það nær einn á báti og er það afrek frábært. 1934 í apríl var sett á stofn við Ríkisspítalann í Höfn deild fyr- ir aðgerðir á miðtaugakerfi og tók dr. Busch við forstöðu henn- ar. Hún var lítil í fyrstu og vann hann að heita má einn alla vinnu þar fyrst í stað. Brátt fór árangur inn að sýna sig. Það var ekki lengur skilyrðislaus dauðadómur að fá æxli í heila og deildin óx jafnt og þétt. Nú eru þar 80 rúm og þar vinna 10 fastir læknar auk Röntgen- og svæfingalækna og fjölda annarra ,sem hafa á hendi sérstakar rannsóknir, þeg- ar svo ber undir. Og ekki ein asta hefir þessi deild stækkað, heldur hafa 3 aðrar verið sett- ar á stofn í Danmörku og allir neurokirurgar Danaveldis eru lærisveinar dr. Busch. Verður ekki annað sagt, en að hann hafi ávaxtað sitt pund vel. Neurokirurgian er ung grein og í örum vexti. Sá þroski, sem hún hefir náð, er verk tiltölulega fárra manna og þar er dr. Busch í fremstu línu. Spítali hans i Höfn stendur um allt jafnfætis því, sem bezt gerist annarsstað- ar í veröldinni, enda er þangað stöðugur straumur neurokirurga hvaðanæva að. Er það mikill sómi Danmörku, jafnlitlu landi, að eiga slíka stofnun og sýnir það, sem raunar var vitað að gæðin fara ekki eftir mergðinni. Hvernig kemur hann þá fyrir þessi maður, sem í aldarfjórð- ung hefir tekið virkan þátt í að byggja upp eina af yngstu grein- um læknisfræðinnar, sem lagði kjölinn í sínu föðurlandi og hef- ir alla tíð dregið þar þyngsta hlassið? Hann er í lægra meðal- lagi á vöxt, kvikur í hreyfing- um, snaggaralegur, fljóthuga og fljótmæltur, vinnuþrekið geysi- legt og vinnuhraðinn'. Það fer enginn í grafgötur um skoðanir hans og tilfinningarnar eru rík- ar. Við sjúklinga er hann ljúfur og kátur og kannske þolinmóðari við íslendinga en heimafólk. Þar kemur fram ljúfmennskan, þeir standa höllum fæti vegna máls og fjarlægðar frá sínum. Við starfsfólk sitt er hann kröfuharður, þó ekki heimti hann af því jafnmikið og sjálfum sér, en hann metur líka það sem vel er gert. Margar af hjúkrunar- konum. spítalans hafa verið þar í fjölda ára og sumar allt frá upphafi. Það hefir löngum þótt bera mönnum gott vitni að þeir væru hjúasælir. Ötalinn er sá eiginleiki, sem hann hefir til að bera í ríkum mæli og ætíð hefir verið hátt metinn úti hér, en það er gest* risnin. Hann er einn gerstrisn- astur maður og veitulastur, sem ég hefi kynnzt. Þar á kona hans óskilið mál. Gestrisni þeirra hjóna verður þeim ógleyman- leg, sem hennar hafa notið. Nú þegar Eduard Busch hefir sex tugi vetra að baki og aldarfjórðungs brautryðjenda starf, sendi ég honum mínar hjart anlegustu óskir um langa og gifturíka framtíð. Veit ég, að þá mæli ég fyrir munn allra þeirra, sem átt hafi því láni að fagna að kynnast honum. Bjarni Jónsson. 'í '■ Fegursti gorður Hafnurfjarðar SVO sem undanfarin ár, hefur sérstök nefnd, skipuð af Fegr- unarfélagi Hafnarfjarðar unnið að því að dæma um fegurstu garða bæjarins. Samkvæmt úrskurði nefndar- innar fyrir árið 1959, hefur stjórn félagsins ákveðið þetta: Heiðursverðlaunin hljóti garð- urinn.Kirkjuvegi 4, eign Jónasar Bjarrtasonar læknis. Heiðursviðurkenningu hljóta: 1 suðurhluta bæjarins: Garður inn Ölduslóð 9, eign Sveins Þórð- arsonar viðskiptafræðings. í vesturhluta bæjarins: Garð- urinn Merkurgötu 7, eign Jóns Andrésson vélstjóra. Þá hefur nefndin einnig ákveð- ið að veita viðurkenningu fyrir sérstakt framtak um að koma upp nýjum skúrðgarði. Þá viðurkenn ingu hlýtur Ólafur Sigurðsson fiskimatsmaður vegna garðsins Kirkjuveg 9. Fegrunarfélagið hefur oft áð- ur veitt sérstakar viðurkenning- ar til stofnana og atvinnufyrir- tækja fyrir fagurt og snyrtilegt útlit og góða umgengni. Að þessu sinni þótti ekki tilefni til veitingar slíkrar viðurkenn- ingar, en þó skal það tekið fram að allflest þeirra fyrirtækja og stofnana, sem áður hafa fengið viðurkenningar félagsins bera enn af um fagurt.og snyrtilegt útlit, en önnur hafa ekki bætzt í þann hóp, á þessu ári, að áliti dómnefndar. skrifar ur dqqlegq lifinu Jarðskorpan hér ekki eins þunn og ætlað er íslenzkir og ssenskir mselingamenn unnu að mælingum á henni Rigning, rigning, rigning! IGNING, rigning, rigning. — Sama vatnsveðrið dag eftir dag. Heimsins ósköp getur maður orðið leiður á þessum rigningum, ekki sízt þegar þær byrja svona snemma, eiginlega meðan okkur finnst við eiga rétt á sumri og sól. En þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Það hafa fyrr komið ágúst- og septembermánuðir, þeg- ar aldrei hefur stytt upp. Þannig er veðráttan hér um slóðir og ekk ert við því a.ð gera. Þegar svona tíð er, kæmi það sennilega lítið á óvart þó náttúran tæki rhájið að sér og léti börnin fæðast í regn- galla. En þessi þráláta rigning á auð- vitað sínar orsakir, eins og allt annað. í tvær vikur er búið að vera háþrýstisvæði fyrir suður- og súðausturlandi og hver lægðin af annarri hefur farið norðariega yfir landið, eins og algengt er á veturna, og því rignir á okkur. Að því athuguðu hafa Norðlend- ingar og Austfirðingar sloppið furðanlega vel. Hér á Suðurlandi hafa bændur varla getað náð inn tuggu í lang- an tíma, og mun ástandið víða orð ið allískyggilegt, ef ekki batnar fljótlega. Um síðustu helgi stytti víðast hvar upp síðdegis á laugar dag og hélzt þurrt fram eftir sunnudegi. Þó það gleddi okkur bæjarbúana, sem gátum brugðið okkur út fyrir bæinn og jafnvel til berja, þá höfðu bændur lítið gagn af því. Til þess var of lengi að þorna á eftir alla rigninguna og auk þess var frost alls staðar í innsveitum aðf^ranótt sunnu- dags. Já, ágúst hefur vissulega verið erfiður, og september virðist ekki ætla að byrja vel a.m.k. Verkamannabuxurnar og mannamótin. YRIR skömmu var um það rætt hér í dálkunum hve óvið- kunnanlegt það væri, þegar fólk kæmi á dansleiki í sveitum í verkamannabuxum. Nú hefur Vel vakanda borizt bréf, þar sem haldið er uppi vörnum fyrir þess háttar klæðnaði sem ballfötum: „Já, það var þetta með verka- mannabuxurnar og mannamótin, sem ég ætlaði að minnast á. Haf ið þér aldrei heyrt auglýsingar í okkar ágæta Ríkisútvarpi, sem hljóða eitthvað á þessa leið: Rang æingar, Árnesingar o.s.frv. Kaupa konu- eða hlöðudansleikur á þess um eða hinum staðnum? Á siíka dansleiki er beinlínis æílast til að karlar og konur komi klædd síð- buxum, skíðabuxum eða verka- mannabuxum. Þetta hefur orðið mjög vinsælt meðal unga fólksins einkum unglinganna, bæði utan bæjar og innan} ekki sízt í sveit- um, þar sem fólk á ekki of mikið af skartklæðnaði. En öll föt er hægt að hafa þvæld og draslara- leg! Þessi svokölluðu hlöðuböll munu vera upprunnin í Banda- ríkjunum vegna „rock and roll“ æðisins. Ég kann ekki illa við að sjá ungar stúlkur klæddar í hrein ar og velpressaðar verkamanna- buxur og skemmtilega stakka eða peysur við, því mér finnst öllu skemmtilegra að sjá ungar stúlk- ur dansa „rock n roll“ eða „jive“ í síðbuxum eða víðum pilsum, heldur en í þröngum eða víðum „danskjólum“, og þá háum hælum með. Einnig.er unga fólkið óþving aðra og yfirleitt frjálslegra í þess- um klæðnaði en í skartklæðum, þegar karlmennirnir eru kófsveitt ir í jökkum og með stífa flibba. Öðru máli gegnir að sjálfsögðu um árshátíðir og meiriháttar há- tíðir. Þá finnst mér sjálfsagt að bæði karlar og konur skarti sínu bezta.“ EYSTEINN Tryggvason, jarð- skjálftafræðingur, kom fyrir helgina úr mælingaferð með sænskum vísindamanni, Marcusi Bath dósent við Uppsalaháskóla, og tveimur aðstoðarmönnum, sænskum og íslenzkum. Voru þeir að mæla þykkt jarðskorp- unnar á íslandi, en það hefur ekki verið gert áður. Niðurstaða liggur ekki fyrir um mæling- arnar, en að því er Eysteinn Tryggvason skýrði blaðinu frá í gær, er jarðskorpan ekki e ins mikið þynnri en á meginlöndum og búizt hafði verið við. Mælingarnar voru gerðar að tilhlutun Gunnars Böðvarssonar og eru tillegg til alþjóðarann- sókna. Þykkt jarðskorpunnar hefur mikið verið rannsökuð á meginlöndum, en ekki á einstök- um eyjum langt úti í hafi. Var búizt við að þar væri undirstað- an önnur og skorpan miklu þynnri. En af þessum mælingum má sjá, að hún eí ekki eins mik- ið þynnri og ætlað var. Tóku Svíarnir mælingarniðurstöðurn- ar með sér til Svíþjóðar, og munu vinna að einhverju leyti úr þeim þar. ★ Mælingarnar hafa tekið 6 vik- ur, að því er Eysteinn Tryggva- son skýrði blaðinu frá. Gerðar voru 15 mælingar á 250 km leið á línu, sem dregin var frá Græna vatni í Krísuvík og norður undir Ketu á Skaga. Mælt er með sprengingum, þannig að tekinn er tíminn sem jarðskjálftabylgj- urnar frá sprengingunum eru að fara frá Grænavatni á sprengi- staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.