Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 9
Miðvikudaerur 9. sept. 1959
MORCVIVBLAÐIÐ
9
Sjötugur í dag:
Magnús Magnússon
bóndi í Lykkju
MAGNÚS Magnússon bóndi
Lykkju í Kjalarneshreppi er
70 ára í dag Hann er fæddur í
Lykkju 9. sept. 1889 og kominn
af merku og dugmiklu bænda-
fólki.
Foreldrar hans væru merkis
hjónin Magnús bóndi í Lykkju
frá 1886—1913 Magnússon
bónda í Lykkju Eyjólfssonar
bónda frá Snorrastöðum í>or-
valdssonar og Jarðþrúður Þór-
ólfsdóttir frá Arnarholti í Kjal-
arneshreppi Þórðarsonar.
Magnús Eyjólfsson var bróðir
Kolbeins eldra í Kollafirði og
Katrinar móður séra Magnúsar
Andréssoriar prests á Gilsbakka.
Magnús hefur dvalizt óslitið
öll sín bernsku og fullorðinsár
í Lykkju og bundizt föðurleifð
sinni tryggðarböndum.
Hann byrjaði búskap á Lykkju
árið 1919 og hefur búið þar á-
samt Málmhildi systur sinni og
Kristjönu dóttur sinni, sem er
dugnaðar- og ágætis stúlka.
Árið 1955 leigði Magnús, Guð-
mundi bróðursyni sínum, jörðina
og byggði þá vandað íbúðarhús,
sem þau systkinin og dóttir hans
búa í og starfa þar að sínum
áhugamálum.
Magnús bóndi er traustur mað-
ur og hygginn bóndi, er hefur
lagt mikla rækt við að bæta og
fegra jörð sína með mikilli tún-
rækt og húsagerð, enda er
Lykkja nú ein af beztu jörðum
héraðsins.
Magnús hefur starfað allmikið
fyrir sveit sína, og verið í hrepps
nefnd í stjórn búnaðarfélagsins
og deildarstjóri Sláturfélags
Suðurlands, svo að nokkuð sé
nefnt.
Þá vil ég geta þess, sem mér
er kærast að nefna, að Magnús
hefur starfað í sóknarnefnd
Brautarholtssóknar hátt á 3ja
tug ára og einnig verið meðhjálp-
ari.
Hann sýndi sérstakan dugnað
og skyldurækni, er Brautarholts-
kirkja var endurbyggð á aldar-
afmæli hennar 1958, sem ég vii
þakka honum hér fyrir hönd
safnaðarins, en honum verður
seint fullþakkað.
í sambandi við það, sem áður
er sagt um dugnað og áræðni
Magnúsar og ættingja hans, vil
ég segja hér frá hetjudáð, sem
Magnús afi Magnúsar sýridi, og
sagt er frá í annálum nRjándu
aldar, skráð af séra Pétri Guð-
mundssyni í Gímsey.
Þann 1. apríl, að áliðnum degi,
sigldi Pétur Jónsson hreppstjóri
á Grjóteyri í Kjós upp til lend-
ingar sinnar við Tangabúðina
(Bjeringstangann) í Brunnastaða
hverfi.
„Eftir skamma stund kom nýtt
ólag, er skolaði öllum mönnun-
um af kjölnum. Tveir þeirra
náðu þó þangað í annað sinn og
tókst Magnúsi bónda Eyjólfssym
í Lykkju með miklum dugnaði
og harðfylgi að bjarga þeim.
Var hann fyrstur að manna
skip sitt og fara út, en slysiö
varð alllangt frá landi“
í þá daga, og fram yfir alda-
í mótin síðustu, sóttu bændur héð-
an af Kjalarnesi og ofan úr Kjós
mjög sjóinn. Fóru þeír með skip
sín í fiskverin suður með sjó,
höfðu þar búðir og komu oft með
góðan afla, sem varð þeim og
öðrum, sem með þeim voru,
góðar tekjur og undirstaða vel-
megunar.
Hins vegar þurfti harðfylgi og*
góða sjómennsku, ef vel skyldi
fara, og oft tók Ægir sinn hlut,
hjó skarð í fríða fylkingu báts-
verja og olli sorg og söknuði
heima.
En þessi grein mín er afmælis-
rabb til vinar míns um gleði-
stundir, en ekki sorgir. Kveð ég
hann því með beztu óskum nm
gleðirikar stundir og góða heiisu
og vonast til, að hann verði þétt-
ur fyrir í fangbrögðum við ell-
ina. ,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ó. B.
Cetum útvegað
Ýtuskóflur Ámokstursskóflur
Ýtur
Ofaníburð
Uppfyllingarefni
Pússningasand
Sandver sf.
Mosfellssveit
Símar Markholt um Brúarland og sími 33374
U n g 11 n g
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Camp-Knox
SKRIFBORÐ
RITVÉLABORÐ
— Sími -
10180
'MUSCA 6HA VlHt/USTOfA-WKIATMOI
Framkvœmd astjóri
Framkvæmdastjóri óskast fyrir þekkt innflutnings-
fyrirtæki, til greina kemur að viðkomandi geti fengið
keyptan hlut i fyrirtækinu.
Þeir, sem óska nánari upplýsinga, leggi nöfn sín og
heimilisfang inn á afgr. Mbl. merkt „Framtíð—4942“
Til le'.gu
Jörðin Stekkur, Hafnarfirði, frá 1 okt. n.k. tbúðarhús
7 herbergi. Stórt hænsnahús. Sala kemur til greina.
Upplýsingar í síma 50399.
íbúðir tii sölu
Til sölu sérstaklega skemmtilegar 4ra herb. íbúðir í
fjölbýlishúsi (vesturendi) í Háaleitishverfi. Ibúðirn-
ar verða seldar fokheldar með miðstöð og allt sam-
eiginlegt pússað. Bílskúrsréttur getur fylgt. Lán á
2. veðrétti til 5 ára ef óskað er. Upplýsingar í síma
32190 í kvöld og næstu kvöld frá kl. 6—9.
45 ferm. buðarpláss
ásamt stærri geymslu og mjólkurbúð til leigu í góðu
íbúðarhverfi í Austurbænum. Tilboð merkt: „Upp-
grip—4934“, sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi, laugar-
dag.
Sérfræðingur við Atvinnudeild Háskólans óskar eftir
góðri 3-5 herb. íbuð
til leigu nú þegar eða 1. október. Uppl. í síma 1-7300,
frá kl. 9—5.
STLLKUR OSKAST
Nokkrar starfstúlkur óskast á gistihús úti á landi.
Upplýsingar í síma 36252.
ÍBÚÐ!
2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. okt. eða fyrr.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Sími 36165.
Verð fjarverandi
til mánaðarmóta. Gunnar Benjamínsson læknir,
gegnir læknisstörfum mínum á meðan.
JÓNAS SVEINSSON, læknir.
Sjálfbjörg
félag fatlaðra, Reykjavík
heldur fund í Kirkjubæ, félagsheimili Óháða-
safnaðarins á morgun, fimmtudag kl. 8,30 e.h.
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN
Þakpappi
fyrirliggjandi
Mars Trading Company
Klapparstíg 20 — Sími 17373
Hafnarfjörður Haínarfjörður
Gott herb. óskast til leigu.
Upplýsingar í síma 50165.
Vélvirkjar
Óskum eftir að ráða nú þegar vélvirkja
með þekkingu á dieselvélum, á verkstæði
vort. „Skriflegar umsóknir sendist í póst-
hólf 867“.
Bræðurnir Örmson hf.